Vísir - 11.12.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 11.12.1935, Blaðsíða 2
VÍSIR f , .... -, .. Á ad neyda Abessiniu- menn til þess ad ganga aö fridartillögrum Hoare’s og Lavals? Friðartillögurnar eru mikið ræddar um heim allan, Eftir Lundúnafregn einni í gærkveldi að dæma, ætla Bretar að krefjast þess af Abessiniumönnum, að þeir gangi að tillögunum. Fyrirspurnir í neðri mál- stofunni og svör Stanley Baldwin við þeim bera hinsvegar með sér, að ávalt hefir verið tilskilið, að Þjóðabandalagið fengi þær til athugunar áður en þær verða teknar til grundvallar samningagerð. — t áttina iii einræðis. Takmörkun málfrelsis á Alþingi. — Brot á ákvæð- um stjórnarskrárinnar. — Oslo ro. des. Um allan heitn er nú rætt; mjög í blöSum um friðartillögur þær, sem Hoare og Laval hafa komið sér saman um, og lagðar verSa fyrir Mussolini, abessinsku stjórn- ina og ráö ÞjóSabandalagins. Op- inberar tilkynningar hafa enn ekki veriö birtar um þessar tillögur, en aðalefni þeirra er taliö vera, Satn- kvæmt því, sem frakknesku blöö- in segja, aö ítalir fái alt Tigre- héraöi'ö aö undantekinni borginni Aksum og ýfrráö yfir Ogaden og Danakilfylkjum, en Abessiniu- menn fái borgina Assab í Eritreu og landsvæði þar. Koht utanrikis- málaráðherra hefir sagt í viötali við norsk blötS, aö menn ætti aS fara varlega í að leggja trúnað á þessar fréttir að svo stöddu. (NRP—FB). London io. des. Ríkisstjórnin kom saman á fund í dag til þess að ræða friðartil- lögur Frakka og Breta frá öllum hliðum. Kom það mönnum mjög á óvart að fundur þessi var haldinn. Að afloknum umræðum var fallist á ýmsar viðaukatillögur, sem voru sendar frakknesku stjórninni þeg- ar í stað að fundinum loknum. Þegar frakkneska stjórnin hefir fallist á tillögurnar verður Musso- lini send opinber tilkynning um þær. Að því er United Press hef- ir fregnað mun breska stjórnin krefjast þess, að Abessiniustjórn fallist á tillögurnar, án þess þó að fylgja kröfum þar um fram með hörku. (United Press—FB). Forseti n. d. hefir borið fram frv. um breytingu á gildandi þing- sköpúm' Alþingis' ög eru þær- breytingar sern gera á all-margar. en flestar smávaégilegar, henia ákvæði, sem opinbera svo ljóslega ■ þann einræðisanda, sem ríkir með- (al stjórnarliðsins, að vcrt er áð'ál-' . menningur gefi þeirii gaum. ..Takmörkun málfrélsis. , , Önnur breytingin er þess efnis, ' að „ef umræður dragast úr hofi ; fram getur forsefi stun^ið "upp á^. að þeim sé hætt. Svo 'getur og íor^ seti lagt til, hvort hejdur e.r.í byrjr : un umræðu eða slðár, að umræðu um mál skuli lokið að liðnum á- kveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ’ ræðutíma viö rieina úmfæðu meira en svó, að hún standi skemur en 2 klst. alls. Ræðutími ráðherra telst ekki hér með og framlengist umræðan sem svarar ræðutíma þeirra. Þingdeild sú, sem hlut á að máli, sker úr þvi umræðulaust hvort tillögur forseta skuli teknar til greina.“ — Til viðbótar þessu er ákveðið að forseti skuli skifta ræðutímanum riiður milli fylgismanna og and- stæðinga máls. Hneykslanleg meðferð meiri hluta allsherjarnefndar á málinu. Thor Thors skýrði frá þvi í um- ræðum í n. d. í gær, að þegar þetta frv. kom fyrir allshn. þá neituðu stjórnarliðar að ræða það og ekki var við það komandi, að frv., yrði borið saman við gildandi lög. Svo mikið lá á að hraða þessu og svo var það fast ákveðið fyrirfram, að þessar breytingar skyldu ganga fram, að stjórnarandstæðingar í nefndinni voru ekki virtir viðtals um málið. Það er alkunnugt hve framkoma núverandi valdhafa á þingi gagn- vart minnihlutanum er í einu og öllu ósamrýmanleg því, sem gilda ætti í lýðræðislandi. Alþingi getur naumast lengur talist Alþingi ís- lendinga, heldur einungis sam- koma þess flokks manna, sem meirihlutavaldið hefir og öllu ræð- ur, en litlu skeytir um tillögur og vilja þeirra manna, sem skipa minni hlutann. Mál, sem valdhaf- arnir hafa ákveðið að skuli ganga fram eru barin áfram beint af aug- um — andstæðingar naumast virt- ir viðtals við undirbúning málsins og tillögur þeirra síðan strádrepn- ar við atkvæðagreiðslur, þegar bú- ið er að handjárna flokksmennina. Það þýðingarmesta, sem minni hlutinn á eftir, er málfrelsið! Hingað til hefir málfrelsi minni hlutans verið það vopnið, sem hann átti skæðast. Undir umræð- um gat hann óhindraður mótmælt viðhöfðu gerræði og gagnrýnt stefnu stjórnarinnar. En nú á að takmarka þann rétt og það fer ein- mitt mjög vel saman, að við af- greiðslu þessara tillagna um skerðingu málfrelsis minnihlutans, skuli valdhafarnir hafa sýnt sig í því að virða þá ekki viðtals í nefnd og neita jafnvel að frv. væri athugað hvað þá rætt! Með þess- um ákvæöum, sem hér á að lög- festa, getur meiri hlutinn hvenær sem honum þóknast bundið fyrir munn andmælendanna. Forsetinn, sem er úr hópi meiri hlutans, dæm- ir um hvenær umræður séu orðnar svo langar að hætta skuli. Og áð- ur en umræða hefst getur hann skamtað andstæðingunum stuttan tíma til gagnrýni sinnar og þar með raunverulega þurkað út þýð- ingarmesta réttinn, sem minni hlutinn á eftir, eins .ög þingstörf- um nú er hagað. í Flóttinn frá gagnrýni and- stæðinganna. Minni hlutíriri héfir neytt þessa réttar sins ósp.art og ósleitilega, ’cins og h'onuiri ber skylda til, og hefir oft undan sviðið. Nýlega vildi Eysteinn fjánnálaráðherra sléþþa umræðu i n. d. um hinar riýjú skátta-'og tollaálögur sinár oc láta frv. fara orð,alaust til ..nefndar. Hann var orðinn þreyttur 'á að standa fratnmi: f-yrir ádeil- um andátæðinga siriná eiris og rati, vsem. í engu botriar, \og ' hefði konrið sér vel að 'gétá skötið 'sér undir eitthvert ákvæði, sem losaði liarin við þá'gagprýni. Hér er á- kvæðið komið fram i þessu frv., sem stjórnarlíöar leggja svo mikið kapp á að koma fram, undir því yfirskini, að það eigí að „bæta starfsaðferðir þingsins“ — og tryggja þingræðið, eins og Stef. Jóh. Stef. konist að orði í gær!!! Stjórnarskráin brotin — og falsaðar atkvæöagreiðslur. Hin aðalbreyting stjórnarliða á þingsköpunum er fólgin í allein- kennilegri skýringu á ákvæðum stjórnarskrárinnar. — Stjórnar- skráiri mælir svo fyrir, að „þá er Alþingi skipar eina málstofu (sameinað Alþingi) þurfi, til þess að gerð verði fullnaðarályktun um mál, nieira en helmingur þing- manna beggja deilda að vera á fundi og taka þátt í atkvæða- greiðslu, og að í hvorri deild þurfi meiri hluti þingm. að vera á fundi og greiða þar atkvæði. Þessi á- kvæði á nú að skýra svo í þing- sköpum, að þingmaður, sem er á fundi, en greiðir ekki atkvæði, án lögmætra ástæðna, skuli teljast að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og greiða atkvæði, og skal svo afl at- kvæða ráða úrslitum um málin. Er þessi lagaskýring tekin eftir danskri fyrirmynd, og gilti hér einnig áður, en er nú afnumin fyr- ir löngu. Hér er um leið að ræða til þess að frv., sem stjórnarfylk- ingin hefir ekki getað komið sér saman um, geti náð fram að ganga með því að hinir óánægðu mæti ekki eða sitji hjá við atkvæða- greiðslu. Það stríðir auðvitað á móti heilbrigðri skynsemi, að þm., sem neitar að greiða atkvæði, geti talist að taka þátt í atkvæða- greiðslu eða greiða atkvæSi. En með þessu er opnuð leið til þess að löggjöf, sem ekki hefir fylgi meiri hluta þings, geti náð fram aö ganga og öðlast „löglegt" sam- þykki með minni hluta atkvæða. Er með þessu verið að löghelga fölsun á atkvæðagreiðslum. Sjálfst.mennimir Thor Thors og Jakob Möller deildu harðlega á frv. og bar Th. Th. frarn rökst. dagskrá þess efnis, að málið yrði nú látið niður falla, þar til álit kæmi frá nefnd, sem skipuð var 1934, til að íhuga endurbætur á þingsköpunum. Th. Th. lagði á- herslu á, að nauðsynlegt væri að sem best samkomulag væri um þær reglur, sem allir þingm. ættu að lúta — þingsköpin, og því yrði þessi leið reynd. — Umr. var frest- að áður en dagskráin kæmi til at- kvæða. Frá Alþingi í gær. í efri deild voru tvö mál til 2. umr., frv. um breyt. á 1. um Bruna- bótafél og frv. til 1. um heimild fyrir hreppsnefnd Sauðárkróks- hrepps til álagningar vörugjalds. Samtal miiii íslaods og Soðnr'Amsríkn. Reykjavík (FÚ) í gær fór fram fyrsta samtal milli íslands og Suður-Ameríku. Átti Guðmundur Hlíðdal, póst- og símamálastjóri, reynslusamtal við félag , þaö, International Tcle- graph and Teleþhoné Gov,‘ í Bue- nos Aires, sem rekur þráðlaus tal- sambönd ‘þaðari. -Heyrðist allvel héðan, en lakar frá Buenos Aires. Annað reynslusamtal fór fram í morgun og heyrðjgt þá betur, enda truflanir þá iriinni. Vegálerigdin muri vera um 10—12000 km. eða nálægt því. jafnmikjl þg þvermál jarðar, en rúmum þriðjungi lengri. hefdur en til Japan. í Argentínu er nú hásumar og var þar sagður 32 stigay.hiti, ep snjór eöa ís sést' aldpei í BuériOS Aires, Þá tjáði landsímastjóri frétta- ritara útvarpsíns að saníningar stæðu nú yfir rnilli íslands og ýmsra landa um að á tímabilinu frá 21. des. til þrettánda dags jóla þ. e. 6. janúar yrðu leyfð jóla og nýárssamtöl fyrir hálft gjald. Hef- ir Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Þýskaland þegar tjáð sig þessu samþykk og er vænst að Bretland geri hið sama. Samtöl þessi rnega þó ekki vera um verslunarmál: Loks gaf landsímastjóri þess að í ráði væri að lækka frá næsta ný- ári gjöld fyrir hraðskeyti innan- lands úr þreföldu gjaldi niður í tvöfalt gjald í samræmi við það, að nú þégar er búið að lækka hrað- skeytagjöld til útlanda. Barnaveiki á Hellissandi. Hellissandi 10. des.: (FÚ) Barnaveiki hefir stungið sér niður á nokkrum heimilum á Hell- issandi. — Áttunda hvert sóknar- barn hefir tekið veikina, og barna- skólanum því verið lokað um óá- kveðinn tíma. — Auk þessa hafa nokkur börn innan skólaskyldu- aldurs og 2 fullorðnir menn sýkst og eitt barn dáið. Héraðslæknir, sem er heimildar- maður fréttaritara, telur að búast megi við að samgöngur milli Ól- afsvíkur og Hellissands verði bannaðar. Tafari Makkonen sjúkrahús í Dessie var greinilega auðkent með Rauða Kross merki á þakinu. Oslo 10. des. Blöðin í Bergen skýra frá því, að Petra Hövik yfirhjúkrunar- kona, sem særðist alvarlega, þegar ítalir gerðu loftárás sína á Tafari Makkonen sjúkrahúsið við Dessié, sé 38 ára að aidri. Foreldrar henn- ar fengu nýlega bréf frá henni og myndir af sjúkrahúsinu og sést Rauða Kross merkið á þaki húss- ins mjög greinilega. (NRP—FB). Var fyrra vísað áfram en hitt felt. 1 neðri deild var auk breytingar- innar á þingsköpum, einnig rætt um frv. til framfærslulaga, til 2. umr. Allar breytingartill. voru teknar aftur til 3. umr. og frv. af- greitt áfram. í sameinuðu þingi var all-langur fundur þar sem fjárlögin voru til frh. 2. umr. og var rætt um breytingartillögur, bæði einstakra þingmanna 0 g nefndar við þau, en síðan var um- ræðu frestað. í Reybjavík. Við skráselningu þá uin át- vinnuleysingja, sem fram fór hér í bænum í byrjun nóvem- bermánaðar s. 1., voru skrásettir 605 menn, samkvæmL því er Hagtíðindi greina. — Þegar skráning fór íram höfðu þó 195,- þessara manna vinnii, en „böfðii verið vinnuláusir lengri é'ðá - skemri tíma á undanförnum 3 þrem mámiSum“. Hins veg- V ar voru . 510 mcnn ■ með v öllu álvinnulaúsir þegar ý skráning fór fram, og. er það rúmlega fjórðungi lægri tála Ú heídur en úm sámá' leyti í fýri;a. * — Síðan skýrslur hófust um jj þetta efni, liefir jula skráðra % mamia, er vorti atvimiulausir um mána'ðamótin október og riövember (1. növ.) ár livert : verið sem hér segir; 1929 .;.. 48 1930 .... 90 1931 ..... .... 623 1932 ... 731 1933 .... .... 569 1934 ,... 719 1935 .... 510 Samkvæmt þessu er atvinnu- leysi bér í Reykjaýík talsvert minna nú (eða var 1. nóv.) en á sama líma í fyrra, og má víst að miklu leyti þakka það Sogs- virkjuninni. Þar liafa verið og eru enn márgir menn í vinnu. Framsóknarliðið reyndi t í lengstu lög að bregða fæti fyrir virkjunina, en varð þó að gef- ast upp við það illvirki að lok- um. — Um eitt skeið vildi það selja útlendingum virkjunar- réttinn í hendur og þar með of- urselja þetta mikla nauðsynja- mál og menningarmál í hendur erlendum félögum, sem vitan- lega Jhefði ekki liugsað um ann- að en að græða sem allra mest. — En lieilbrigð skynseini Reykvíkinga tók slíku all-fjarri og á því skeri strönduðu þau „fjárafla-plönin“, sem kunnugt er. Snappap opnstup á suð^ upvígstödv- unum. Oslo 10. des. Frá Addis Abeba hafa borist fregnir um það, að snarpar orust- ur hafi verið háðar allan daginn í gær á suðurvígstöðvunum. Mest var barist fyrir norðan Dolo og er talið, að 1600 menn, þar af 700 ít- alir hafi særst í bardögunum. (NRP—FB) Frá vígstöðvunum. London 10. des. (FÚ) Fréttir frá vígstöðvunum í A- bessiniu herma, að undanfarna daga hafi orðið smáskærur milli Ítalíu og Abessiniumanna, eink- um á norðurvígstöðvunum. í opin- berri tilkynningu frá Badoglio hershöfðingja er sagt frá einni slíkri viðureign, og að ítalir hafi borið sigur úr býtum.. Hafi þeir barst í návígi með byssustingjum, og Abessiniumenn skilið eftir 15 fallna menn á vígvellinum, en úr liði ítala hafi farist 7 innfæddir. Fréttir um skærur, sem eiga að hafa átt sér stað síðastliðna viku eru nú að berast frá Addis Abeba, og er Abessiniumönnum talinn sigurinn i þeim fréttum. Þá er þess getið að 50 menn úr einkaher Ras Guksa hafi yfirgefið hann, og berjist nú á hlið keisarans. Kólera í ítalska hemum í Somalilandi. Sagt er, að kólera hafi brotist út meðal ítalskra hennanna í ít- alska Somalilandi. Anthony Eden lýsti yfir því, undir umraöðum í neðri málstofunni í gær, að friðartillögurn- ar yrði fyrst og fremst að vera þannig úr garði gerðar, að Þjóðabandalagið geti fallist á þær. Baldwin sagði, að ekki væri um neina tilraun að ræða til þess að knýja Þjóðabandalagið til þess að samþyltkja frið á grundvelli tillag- anna. y ^ London, 11. desember. Fregnir þær, sem birtar hafa verið um efni friðartillaga Hoare og Lavals hafa vakið mikla óánægju og andúð í Bret- landi. Gætti þessa mjög í ræðum, sem fluttar voru í neðri mál- etofunni í gær. Af stjórnarinnar hálfu töluðu þeir Stanley Bald- win forsaetisráðherra og Anthoný Eden, þjóðabandalagsráð- berra bresku stjórnarinnar, en hann er sagður mjög mótfall- inn friðartillögunum, að minsta kosti í þeirri mynd, sem þær komu í frá Hoare og Laval, og beitti hann sér fyrir breytingum á þeim á stjórtiarfundinum í gær. Baldwin lýsti yfir því undir umræðunum í neðri málstofunni í gær, að það væri alls ekki um neina tilraun að ræða hér, til þess að knýja Þjóðabandalag- ið til þess að fallast á friðarskálmála á þeim grundvelli sem hér væri lagt til, en Anthony Eden kvað svo að orði, að friðar- tillögurnar yrði fyrst og fremst að vera þannig úr garði gerðar, ^að Þjóðabandalagið gæti fallist á þær. (United Press — FB.). Friðartillögurnar sendar til Rómaborgar og Addis Abeba. — Laval og Eden leggja af stað til Genf í dag. — Fimm manna nefndin fær að líkindum tillögurnar til meðferðar í stað 18 manna nefndarinnar, eins og til hefir staðið. París, 11. desember. Laval hefir lýst yfir því, að endurskoðaðar friðartillögur, sem frakkneska og breska stjórnin séu einhuga um, hafi verið sendar ríkisstjórninni á Ítalíu og ríkisstjórninni í Abessiniu. Laval lýsti því jafnframt yfir, að hann mundi leggja af stað til Genf á miðvikudag og ferðast í sömu lest og Anthony Eden, til þess að ræða við hann frekara um friðartillögurnar, áður en fimm manna nefndin kemur saman á fund í Genf, en það eru nú taldar Líkur til, að henni verði falið að athuga friðartillög- urnar fyrst, en ekki 18 manna nefndinni, eins og ráð hefir ver- ið fyrir gert. (United Press — FB.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.