Vísir - 30.12.1935, Blaðsíða 4

Vísir - 30.12.1935, Blaðsíða 4
VlSIR Gengið í dag: Sterlingspund ........ Dollar............... 100 ríkismörk........ — franskir frankar — belgur........... — svissn. frankar . — lírur............ — finsk mörk....... — pesetar ......... — gyllini.......... — tékkósl. krónur . — sænskar krónur . — norskar krónur . — danskar krónur . — 22.15 — 4-5°Á — 180.76 — 29.71 — 75-75 — 146.20 — 37-i° — 9-93 — 62.12 — 305-3° — 18.93 — 114-36 — 111.44 — 100.00 Útvarpið í kveld: 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Frétt- ir. 20,15 Upplestur: „Börn jarðar“ (Kristmann Guðmundsson rithöf- undur). 20,40 Einsöngur (Pétur Jónsson), meö undirleik hljóm- sveitar. 21,05 Erindi: Um Emerson (iGrétar Fells). 21,30 Útvarps- hljómsveitin (Þór. Guðm.) : Al- þýðulög. 21,55 Hjómplötur : Hánd- el: a) Kvartett í G-dúr; b) Passa- caglia. Bilstjóra- verkfaM Gjaldeyrisnefnd mun á fundi sínum í dag taka til meðferöar um- sókn frá verslunarfél. Nafta um innflutningsleyfi á pólsku bensíni, en félagið mun hafa tjáS bílstjór- um, aö það gæti selt hér bensín á 29 aura literinn, ef þaö gæti komiS hér upp bensíngeymi og fengiS innflutningsleyfi fyrir bensín. Bíl- stjórar munu gera sér einhverjar vonir um aS innflutningsleyfi verSi veitt fyrir þetta pólska ben- sín,' er verSi svo selt hér fyrir svipaS verS og bensín hefir veriS selt hér, þrátt fyrir aukinn skatt. Hverjar undirtektir umsókn Nafta fær, verSur nú brátt kunnugt og hvort þær hafa áhrif á ökustöSv- unina. — híest af því bensíni, sem undanfariS hefir flust hingaS til lands, hefir veriS flutt á vegum Shell og B. P. og munu þessi fé- lög eiga allmikiö fé hér á landi, sem ekki hefir fengist yfirfært. ÞaS er í sjálfu sér heldur ólík- legt, aö gjaldeyrisnefnd sjái sér fært, að veröa við beiSni „Nafta“- ’félagsins, en um þaö verSur þó ekkert fullyrt hér. ABESSINSKIR HERMENN á leiS til vígstöSvanna. IKAUPSKAPIIKl „Freia“-fiskmeti (fars, bollur og búðingur) er viðurkent fyrir hvað það er ljúffengt og bolt. Fæst á eflirfarandi stöðum: Laufásvegi 2 og Laugavegi 22 B (Pöntunarsími 4745). Búðum Sláturfélags Suðurlands, Versl. „Lögberg“. Einnig eru „Freia“- fiskibollur seldar á flestum út- sölustöðum Mjólkursamsölunn- ar. (594: EDINA snyrtivörur bestar.. ÍVINNA Stúlka óskast strax. Uppl. í síma 2017 eða Sólvallagötu 31, efstu liæð. (589 Aðalskiltastofan, Kára- stíg 9. — Öll skilti og glugga- auglýsingar verða bestar þaðan. Aðeins vönduð vinna. Verðið við allra hæfi. (473 Hreinleg mjaltastúlka óskast.- Uppl. á Sellandsstíg 18. (598 Herbergi til leigu fyrir ein- hleypan á Ránargölu 32, uppi. (595 Kaupið islensk fornrit. EGILS SAGA SKALLA-GRÍMSSONAR, LAXDÆLA SAGA, EYRBYGGJA SAGA. Verð heft 9.00, pappaband 10.00, skinnband 15.00. Bókaverslun Sigfúsar Eyrautidssonsr, Ausíurstræti 18, og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugavegi 31. Stjðrnmálaviðskiftt Rássa 00 MexiGðbáa. Mexico City í desember. Verkalýðsfélögin í Mexico vinna nú að því af kappi að koma þvi til leiðar, að Mexieo viðurkenni sovét-stjórnina rúss- nesku og stjórnmálasamband komist þar af leiðandi á tiið fyrsta milli Mexico og Sovét- Rússlands. Mörg verkalýðsfélög og bændafélög liafa lýst yfir fylgi sínu við tillögur hér að lút- andi og á 18. afmæli rússnesku stjórnarbyltingarinnar var hald- inn fjölmennur fundur i Mexi- co City sem 8000 verkameim sóttu, til þess aðallega að ræða þetta mál. — Talið er liklegt að Cardenas forseti muni taka lil- lögurnar lit athugunár og, ef til vill afgreiðstu innan skamms. Mexico viðurkendi Sovét-Rúss- land 1923, cn sljórnin í Mexico sleit stjórnmálasambandinu við Rússa 1928, með þeim forsend- um, að kommúnistiskri áróð- ursstarfsemi befði verið stjórn- að frá sendiherraskrifstofu Rúslands í Mexico. — Calles bersliöfðingi' var ríkisforseti, þegar stjórnmálasambandinu var slitið. (United Press - FB.). Um Eimskipafélag íslands hefir birst grein meö rnyndum i The Compass. (Vot. XV. Number 8), en rit þetta er gefiö út af Socony-Vacuum Oil Co., Inc. í greininni er í 'stuttu máli raki.n saga félagsins,greint frá skipakosti félagsins, millilandferöum þeirra o. s. frv. Myndirnar í greininni eru tvær. Önnur er af Goðafossi, er hann liggur.fyrir akkeri á Siglu- fjaröarhöfn, en hin er af Brúar- 'fossi, er hann liggur viö bryggju 5 Seyöisfirði. (FB). Fiskveiðar íslendinga. Um fiskveiöar íslendinga og út- gerð birtist grein þ. 21. nóv. s. 1. í The Compass (Vol. XV. Number 8), sem gefiö er út af Socony-Vac- uum Öil Co., Inc. í greininni er skýrt frá fiskiskipastól íslend'mga frá opnum bátum upp í bötnvörp- ung'a, og greint frá aðferöum þeim, sem íslendingar nota viö fiskveiöar, frá síldveiðum og síld- arverkun — landhelgisgæslu o. s. frv. Ýfirleitt virðist rétt með fariö í greininni, en þegar um landhelg- isgæsluna er talaö, segir aö eins, aö dönsk eftirlitsskip hafi eftirlit með höndum á miðunum viö strendur landsins. I greininni er mynd af Siglufjaröarhöfn (verksmiöjunum við höfnina), mynd af togurunum Ólafi, Hannesi i'áðherra og I Tryggva gamla og fiskverkunar- konum. í greininni er drepið á Fiskifélag íslands og Stýrimanna- skólann o. s. frv. (FB). Tapast hefir gráflekkóttur livolpur með ól um hálsinn. Firitiandi vinsamlega beðinn að láta vita í síma 3347. (591 Kvenhjól r óskilum á Lauga- vegi 58 B. (590 Krákkalúffa tapaðist í gær frá Bergstaðastræti upp á Óðins- götu. Skilist á Bjargarstíg 16 gegn fundarlaunum. (588 iTlUOÍNNINeARl Bálfarafélag Islands Innritun nýrra félaga í Bókav. Snæ- bjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 3.00. Æfitillag kr. 25.00. Gerist félagar. Eldurinn getur gert yður ör- eiga á svipstundu, ef þér ekki hafið eigur yðar vátrygðar. — ,Eagle Star“. Sími 1500. (576 2 herbergi og eldliús til leigu nú þegar eða 15. jan. við Lauga- veginn. Fyrirframgreiðsla áskil- in. A. v. é. (593 Reglusamur maður óskar eft- ir fremur litlu tierbcrgi í austur- bænum. Uppl. í sima 1944, kl. 6—10 í kvöld. , (592 Einhleypur niaður í fastri stöðu öskar eftir forstofustofu riieð baði, í eða nálægt mfðbæn- um. Uppl. í siriia 2252, ld. 7—8. e. h. ; ' (587 Stúlka óskar eftir lillu ber- liergi, helst með sérinngangi. Fyrirframgreiðsla. Tilboð, írier’kt: „Strax“, sendist Vísi. 586 Tvö herbergi til leigu, bægt að elda í öðru. Uppl. á Berg- staðastræti 2. (596 Eitt lílið herbergi lil leigu nú þegar. Uppl. i sima 3188. (597 Nýr fiskur daglega, ódýrastur Reykjavíkurvegi 5. Símí 9125. (915 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. .Wodehouse: DRASLARI. 56 vera einn með •hugsanir sinar og sálarstríð. —- — En það var iíklega ekki blaupið að því, að finna þess háttar stað. Hann bafði gert lítið að því þessa tvo sið- ustu daga, að hugsa um efnahagsástæður sín- ar. — Það væri svo sem rétt eftir öðru, að eg kæmist nú í peningavandræði. — Hann 11 am staðar og fór að rifja upp fyrir sér, hvað hann rnundi nú eiga ,af peningum. — Fólkið kom og fór. Suinir iitu á hann, þar sem liann stóð þarna, og liann sá ekki bet- ur en að allir flýttu sér. — Ef til vill var það þá orðið svo, að allir befði skömm á honum og' gengi þess vegna svona liratt fram hjá. En hvernig gátu þeir þekt hann? Ilvern- ig mátti það vera, að hver einasta manneslcja þekti hann? — Sumir litu óhýru auga til lians. Stúlkurnar roðnuðu út undir eyru. Þær liöfðu sennilega heyrt einhverjar sögur um það, að hann væri hroðalegt svín í kvennasökum. Þarna voru strákar lneð vindlinga í kjaflin- um. Þeir geifluðu sig alla og glottu háðslega, er þeir skálmuðu fram hjá. — Fari þið til helvítis, kvikindin ykkar, sagði Jimmy í hug- anum. Hann langaði til að sparka í þá.------ — Láti þið hara eins og fífl, sagði hann við sjálfan sig. — Ilvað varðar mig um ykk- ur, ungu stúlkur? Roðni þið hara og hlaup- ið! —- Mér er alveg sama! — Og livað varð- ar mig um ykkur, stráka-ketlingar? Látið eins og fífl, ef þið liafið gaman af því. Sama er mér! —- Jimmy hafði drifið sig frá Lundúnum í eins- konar hugsunarleysi. Hann hafði ekki gert neina áætlun um það hvað til hragðs skyldi taka er vestur kæmi. — Honurii hafði einna helst dottið í hug, að leita uppi gömlu kunníngjana á skrif- stofu „gamla blaðsins“, sem hann hafði slarfað við fyrir fimm árum. Hann hafði gert ráð fyrir, að þar yrði auðvell að fá eitthvað að gera. Hann vissi ekki hetur en að hann hefði verið fyrirtaks blaðamaður og blaðinu lilyli að vera mikill fengur að fá hann aftur. — Hann ætlaði að ganga hvatlega inn til ritstjórans, slá kumpián- lega á öxlina á honum og segja: Herra ritstjóri! — Eg er kominn hingað aftur og reiðuhúinn að taka til starfa. — Blað yðar hefir gert gáska- vcrk mín að umtalsefni. Eg erfi það ekki — kippi mér ekki upp við slíkt. Gefið fyrirskip- anir! Eg er reiðabúinn! — Þetta ætlaði hann að segja eða eitthvað á þes§a leið. — Nú horfði þella nokkuð öðru vísi við. — Átti hann nú að gerast svo fífldjarfur að biðja um vinnu? — Ilann vissi ]>að ekki. En ef liann gerði það — voru þá miklar líkur til þess, að honum yrði tekið feginsamlega? Voru ekki meiri líkur fyrir því, að honum yrði vísað á dyr? -----Og svo var annað: Það gæti nú kannske verið, að hami yrði tekinn. En var þá nokkur trygging fyrir því, að hann gæti orðið að nokk- uru gagni? — Ilann hafði ekki skrifað eina einustu hlaðagrein í fimm ár. Gat ekki liugs- ast, að hann væri orðinn alveg ómögulegur til þeirra hluta? -— Menn rvðga í því sem öðru, ef þeir liafa enga æfingu. — „Eg er orðinn utan veltu,“ sagði liann við sjálfan sig og liklega hráðónýtur til allra hluta. Það væri þá kannske einna hclsi, að eg gæti gefið forsvaranléga á kjaftinn. Það er sjáll’sagt gott, svona út af fyrir sig, en tæplegá arðvænlegur atvinnuvegur.------ ~N Hann hélt áfram hugsanaferli sínum: — Einu sinni var eg talinn efnilegur ungur maður. Eg var talinn efni i prýðilegán þjóðfélagshorgara. — En livað er eg nú? — Alræmdur draslari — vandræða-grey, sem enginri vill líla við. — Og nú flugu honum í hug orðin hans „seinni-pahba“ crð hins ágæta Bayliss, er hann spurði með mik- illi alvörugéfni, hvort hann héldi nú ekki, að þetta ferðalag vestur i heim væri hálfgert vand- ræða-flan. — Hann var gælinn og greindur — harin Bay- liss, ráðsmaðurinn heima. — Auðvitað var þelta ekkert annað en flan og ráðleysi. Hann sá þetta fyrir, ráðsmaðurinn. — Og nú stend eg liér, ráðalaus, allslaus. — Og föðurlandið getur ekki notað mig til neins. — Hér stend eg nú — Jam- es Crocker eða James Bayliss — stcnd liér í landi samkepninnar, landi hinna miklu mögu- leika, laridi auðæfanna og enginn getur notað mig til neins. — „Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma?“ — Hvað á eg að gera? — Hvert á eg að snúa mér? — Eg veit það elcki. — . —■ Jæja. — Það fer att einhvernveginn. Eg get að minsta kosti snautað heim aftur. Pabhi tekur við mér — elskulegi góði pahhi minn. — Hann er víst hesti pahbi í allri veröklinni. — En liefi eg þiá engan melnað? Er það eklci dæma- laus ræfilsháttur að skreiðast lieim aftur? — Jú. — Eg fcr ekki að óreyndu. — Nei, það geri eg ekki. — Eg get þá verið einhvers konar „glataður sonur“ og komið heim, þegar jsultur- inn ber að dyrum. Ætli maður „skoði ekki líf- ið,“ slundarkorn og sjái svo hverju frairí vind- ur! — Eg hefi enga trú á því, að eg geti lifað á munnvatninu einu saman lil lengdar. Og eg hefi enga trú á því, að það vrði til mikilla hú- drýginda, að liræra guðsblessan saman við það. Það yrði víst sultarkostur eftir sem áður. — — Komi eg nú lieim eftir hálfan mánuð, slyppur og snauður, þá eru víst ekki miklar líkur til þess, að slátrað yrði alikálfi mín vegna. — Nei, „glat- aðir svnir“ þurfa víst að vera miklu lengur fjar- verandi til þess að það sé gert. — — Það er alts ekki vandalaust að standa í sporunum mínum núna. — Blöðin fullyrða að eg sé úrþvætti. Því á eg biágt með að trúa :— það er að segja að eg sé það. Eg þykist ekki vera úrþvætti, þó að mér liggi raunar við að trúa því stundum. Og pahbi hefir álit á mér. Hann heldur að eg sé besti strákur og manns- efni. — Eg má ekki til þess liugsa, að gera lion- um mikla sorg. Og ekki má eg lcoma lieim á fjórum fótum, eins og ræfill, því að það getvir orðið pahlja til ófarnaðar að því leyti, að hanri missi af aðalstigninni. — Nei, heldur vil eg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.