Vísir - 24.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 24.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Drotningin í Abessinía flytnr útvarpsræðu og hvetur Frakka og Rreta til þess að koma Abessiníumönnum til hjálpar. — Drotningin gagnrýndi hvasslega bardagaaðferðir ítala. London, 20. apríl. Frá Addis Abeba er símað, að keisaradrotningin hafi í gær- kveldi haldið útvarpsræðu, sem var endurvarpað víða um lönd. í ræðu þessari livatti drotning- in allar þjóðir lieims til þess að stuðla að þvi, að Abessiníumenn fengi hjálp í hörmungum þeim, sem þeir eiga nú við að stríða, vegna styrjaldarinnar. Hún mintist á það, að Italir hefði ráðist á Abessiníu án þess Abessiníumenn hefði neitt til saka unnið. Hernaðarandi gagn- sýrði hina ítölsku þjóð af völd- um facistisku leiðtoganna og þessi stefna þeirra hefði bitnað á Abessiníumönnum, sem væri nú svo aðþrengdir í drengilegri vörn sinni, að skylda þjóðanna væri að koma þeim til lijálpar. Abessiníumenn, sagði drotning- in, hafa varið land sitt af mik- illi hreysti og harðfengi, en það sem ráða kynni úrslitum væri það, að ár^sarþjóðin liefði hverskyns nýtísku liergögn en Abessiníumenn hinsvegar hefði þau ýmist alls ekki eða að eins af skornum skamti. Beindi drotningin einkum tilmælum sínum til Frakka og Breta 6g hvatti þá til þess að koma í veg fyrir, að ítalir gæti haldið áfram að brytja niður þjóðina með morðtólum sínum. Gagn- rýndi hún og hvasslega bardaga- aðferðir ítala. (United Press. — FB.). Badoglio kominn til Dessie. ÞangaS senda ít- alir nú herlið í þúsundatali og þykir það benda til, að brátt hef jist ný sókn suður á bóginn til Addis Abeba. — Abessiníumenn sprengja brýr og eyðileggja vegi milli borganna- — London 24. apríl. Fregnir frá Abessiniu herma, að Badoglio marskálkur sé kominn til Dessie, en þar liafa ítalir tíú sett upp aðalbækistöð hers síns í Abessiniu. Fór hann þangað loftleiðis. Fregnir frá Dessie herma, að ítalir sendi þangað nú hermenn svo þús- undum skiftir, og þykir það benda til, að nú standi fyrir dyrum að senda niikið lið suður á bóginn til þess að talca Addis Abeba herskildi. Abessiniumenn vinna nú að þvi, að sprengja í loft upp bxýr á veginum milli Dessie og Addis Abeba og með ýmsu öðru móti reyna þeir að liindra framsókn ítala. (United Press—FB). Oslo 24. apríl. ítalir halda áfram sókn sinni á suðurvígstöðvunum, segir í tilkynningum ítölsku herstjórn- arinnar. Hafa þeir sumstaðar sótt fram um 150 kílómetra. A- bessinski krónprinsinn er nú kominn til Atldis Abeba til þess að skipuleggja varnirnar þar. Því er nú haldið fram af Abessi- niumönnum, að styrjöldinni vei'ði ekki lokið, þótt ítalir taki Addis Abeba. Segjast Abessi- niumenn geta varið vesturhluta landsins mánuðum saman enn. Frá Bómaborg er símað, að út- gjökl ítala vegna styrjaldarinn- ar nemi nú 8 og hálfum miljarð líra. (NBP—FB). London 23. aprli. FÚ. Badoglio marskálkur tilkynn- ir, að Italir hafi rekist á abess- inska úlfaldalest í suður-Abess- iniu, og hafi hún flutt matvæli og liergögn. Hafi ítalir tekið 600 úlfalda, og mikið af hirgð- um. Þá hafi þeir einnig tekið herskildi flutningavagna, þar á meðal vagna, sem fluttu sjúkra- gögn til sjúkrastöðva þar suð- ur frá. I Boranhéraðinu segir Bado- glio að blökkumannasveitum frá ítalska Somalilandi hafi orðið nokkuð ágengt, en aðal- lega sé það vinstri armur suð- ur-herlínunnar, þ. e. sá armur sem er í austanverðri Abessiniu, sem sæki nú fram. Landvarnir Belgíumanna. Ný landvarnanefnd skipuð. — Frá árinu 1931 hafa Belgíumenn eytt 1264 miljónum franka til landvarna. London, 20. apríl. Frá Briissel er símað, að belgiski hermálaráðherrann, Deveze, hafi skipað sérstaka nefnd, sem á að liafa það lilut- verk með höndum að taka til athugunar öll mál? sem snerta landvarnir rikisins og öryggi. I nefnd þessari eiga sæti ýmsir Kveðjur sjómanna.; Gleðilegt sumar. Þökkum veturinn. Kærar kveðjur. Skipverjar iá Gulltoppi. Óskum ættingjum og vinum gleðilegs sumars. Þökkum vet- urinn. Velliðan allra. Kærar kveðjur. Skipsliöfnin á Snorra goða. kunnustu hermájasérfræðing- ar Belgíumanna og nokkurir menn úr flokki þingmanna. — Tilkynt hefir verið, að frá árinu 1931 hafi Belgíumenn varið til landvarna 1264 , miljónum franka. (United Press. — FB.). ! Óskum vinum og vanda- mönnurn okkar gleðilegs sum- ars. Þökkum veturinn. Skipverjar á Valbirni. Þökkum veturinn. Bestu sum- aróskir. , Skipshöfnin á Maí. 24. apríl. — FB. MMi Launsátpid í símahúsinu og játningar páðherranna. — Öpyggisleysi í stað öpyggis. Enn róstusamt á Spáni. ..................... Lögreglumenn drepnir í bardögum. — Ný kirkjubrenna. Árás á heimili stjórnmálaleið- toga. Það er nú játað, bæði af yf- irmanni símans og ríkisstjórn- inni, að stórfeld njósnarstarf- semi hafi verið rekin í liúsi landssímans oftar en einu sinni. Ilefir sérstakt lierbergi í húsinu verið lekið til þessara nota og búið njósnartækjum. — Póst og símamálastjóri liefir orðið tvísaga í málinu og er frammi- staða hans öll hin aumlegasta. —J Hefir hann með slíkri framkomu fyrirgert trausti símanotanda og verða tilboð af lians liálfu um að gæta hags- muna þeirra hér eftir sjálfsagt að vettugi virt. Um ráðherrana er það að segja, að enginn livítur maður hefir nokkuru sinni nokkurt traust til þeirra borið. Menn undrast ekki, þó að upp komi, að þeir leggi fyrir þjóna sína og auðmjúkar og lítilhæfar und- irtyllur, að framkvæma hin verstu verk. — Þar er ekki „livitt að velkja“ og þaðan er ekki að vænta neinna sæmilegra ráðstafana. — Njósnirnar í símstöðinni eru svo alvarlegs eðlis, að símnot- endur geta ekki sætt sig við neinar yfirlýsingar ómerkilegra manna um það, að þeirn skuli ekki verða haldið áfram. — Það verður að skera fyrir rætur meinsemdarinnar, ef von á að vera um fullan bata. — Þar dugar hvorki „straumur“ né ,,sk jálf ti“. Og hver getur um það sagt, utan hinnar svívirðilegu, rauðu klíku, hversu viðtæk njósnar- starfsemi símans kann að liafa verið ? Hlutaðeigendur, þeir sem fyr- ir sökum eru hafðir í málinu, neituðu fyrst í stað, að nokkuru sinni hefði verið njósnað, nema bai-a nú að undanförnu, í sam- handi við ólöglega áfengissölu. - - Síðar urðu þeir að játa, að njósnarstarfsemi hefði verið rekin í vetur, í það mund er bílstjóraverkfallið stóð yfir. — Fleira munu þeir ekki hafa ját- að enn sem komið er, nema livað dómsmálaráðherra hafði eittlivað verið að þvæla um skeytaskoðun og njósnir í sam- bandi við dulskeytamálin. En það er engin ástæða til að ætla, að ráðherrarnir meðgangi alt i einu. — Mundi ekki hitt heldur, að þeir þræti, uns bönd- in berast svo að þeim, að þeir sjá fram á, að ekki muni undan- komu auðið. Það er einatt liáttur slíkra manna, að þræta meðan þess er nokkur kostur. — Reykvíkingar búa við slík okurkjör um símanotkun, að í raun réttri nær slíkt ekki nokk- urri átt. Sarnt hafa þeir ekki möglað. Þeir eru orðnir vanir því, að á þeim sé níðst umfram alla aðra landsmenn. Þegar sjálfvirka talstöðin tók til starfa, þólti örugt, að nú yrði eklci lilustað á símtöl manna, Nú væri öryggið fengið — hið fullkomnasta öryggi. Mönnum þólti vænt um þetta. Hið „full- komna öryggi“ sætti ]xá við ó- sæmilega hátt afnotagjald. — En Adam var ekki lengi í Para- dis og eins fór um þetta. Ör- yggið stóð ekki lengi. — Hið mikia og fullkomna menningar- tæki var gert að njósnarbælí rauðra stjórnarvalda. Og nú er svo komið, að merm geta ekki óhultir rabbað saman í síma, því að hættan getur voí- að yfir —■ sú alvarlega hætta, að á þá kunni að vera hlustað. Þeim er að vísu sagt, að ekki muni verða njósnað og hlerað nema í sambandi við landráða- mál, stórfeld glæpamál og víð- tæk lögreglumál, sem eru veru- lega hættuleg þjóðinni. — Þessu er fólkinu ætlað að trúa, þvert ofan í reynsluna. Yerkfallsrétturinn er viður- kendur í öllum lýðræðislöndum. Bifreiðastjórar hér í Reykjavík og víðar liófu verkfall skömmu fyrir síðustu áramót. Þar fór alt fram með friði og spekt. —< Og verkfallið var hafið til þess eins, að reyna að verjast kauplækk- un. Stjórnin rauða segir, að þvi aðeins megi heita njósnum úr launsátri landssímans, að um sé að ræða „landráðamál, stói- feld glæpamál“ o. s. frv. — Er það þá skoðun hennar, að frið- samleg verkföll, sem hafin eru til þess að verjast kauplækkun, sé landráð eða stórfeldur glæp- ur? Og er það líka skoðun lienn- ar, að ólögleg vínsala sé landráð eða jöfn stórfeldum glæpamál- um? Það skal fúslega játað, að ó- lögleg áfengissala sé svívirðileg, livort sem hún er rekin af Brandi, „ömmu gömlu“ eða öðrum, en tæplega mun þó sá verknaður metinn til „land- ráða“ eða skipað í flokk með „stórfeldum glæpamálum“. — Mun og brátt í ljós lcoma, liverri refsing Brandur verður látinn sæta fyrir ólöglega áfeng- issölu í vetur. Þar fæst sá mæli- kvarði, sem tekur af tvímælin. Þar verður það metið, hvort verknaður mannsins skuli lát- inn jafngilda landráðum, eða stórfeldum glæpum. Það er bert af því, sem þegar er fram tekið, að gripið hefir verið til njósna út af óvenjulega friðsömu og hávaðalausu verk- falli. Engum óvitlausum manni kom til liugar, að nokkur hætta væri á ferðum, er bifreiðastjór- ar lögðu niður vinnu í von um, að geta með þeim hætti varist fjárhagslegu áfalli. Samt var gripið til njósna, svo sem nú er játað af valdstjórninni. Mundi nú ekki auðvelt — jafnvel daglega — að finna ein- hverja átyllu, álíka veigamikla og bílstjóraverkfallið, til þess að fyrirskipa njósnir? — Það er ekki ósennilegt. Óeirðirnar í Gyðingalandi. London 23. apríl. FÚ. í dag mátti alt heita með kyrrum kjörum í Palestínu, að- eins smáóeirðir á stöku stað, en engar hlóðsúlhellingar. Frá því að óeirðirnar hófust liafa alls verið drepnir 16 Gyðingar, en 75 særðir, en 5 Arabar liafa lát- ið lífið, og 18 særst. Þetta er sanxkvæmt skýrslu nýlendu- málaráðuneytisins í London. Fjölskyldur Gyðinga flýja nú frá Hebron til Jerúsalem, af ótta við frekari árásir af liálfu Araba. Madrid 24. apríl. Alvarlegar óeirðir brutust út í Lebrija nálægt Sevilla í gær. Lögreglan reyndi að stilla til friðar, en árangurslaust. Múgur- inn barði i hel lautinant nokk- urn úr ríkislögreglunni. Því næst var hafin árás á heimili Það hefir verið reiknað út af kunnugum mönnum, að núver- andi stjórn hafi hækkað skatta og tolla og aðrar álögur, sem þjóðinni er ætlað að bera, um 4%—5 miljónir króna. — Þessi hækkun er svo gifurleg, að tæp- lega verður varist þeirri liugs- un, að stjórnin og flokkar hennar hafi enga liugmynd um lxvað þeir eru að gera. Því að auðvitað rís landslýðurinn ekki undir þessum ósköpum, ofan á þær drápsklyfjar sem fyrir voru. Þessi nýja hækkun nem- ur hvorki meira né minna en alt að 50 krónuxn á hvert mannsbarn á landinu, og eru þá meðtalin börn í vöggu og gam- almenni og ennfremur allir sjúklingar landsins. Og þessum ósköpum er dembt á þjóðina þegar svo stendur á, að atvinnuvegirnir eru í kalda- koli og hið mesta atvinnuleysi ríkjandi. — Þá er rokið í ]xað að hækka álögurnar um fjár- hæð, sem nemur að meðaltali 250 krónum árlega á hvert fimm manna heimili! En hefir nú þessum 5 miljón- um króna verið varið til þess, að auka atvinnuna í landinu? Fjarri því. Fjárveitingar til verklegra framkvæmda hafa verið lækkaðar í tíð núverandi sfjórnar. Mikill hluti upphæð- arinnar fer í allskonar tildur og hégóma, sem engunx kemur að haldi, nema þeim einstakl- ingum, sem stjórnin telur sig, verða að sjá fyrir lífsuppekli, en þeir eru vitanlega undantekn- ingarlaust fylgismenn hennar og kosriingasmalar. — Það er nú talið, að stjórnin muni hafa útvegað 400—500 mönnum bein og bita af almannafé — á hálfu öðru ári. Allmikið fer i auknar vaxtagreiðslur erlendis, þvi að síðan er framsóknar- menn og socialistar komust í rikissjóðinn sumarið 1927, lxafa skuídir rikissjóð sennilega alt áð því þrefaldast þrátt fyrir það, að tekjur hans hafa á sama tíma farið fram úr áætlun um eitthvað 19—20 miljónir króna. En þær óvæntu tekjur hafa hvergi nærri nægt. í stað þess að greiða skuldirnar með þess- /um 19—20 miljónum, sem komu í ríkissjóðinn umfram það, sem fjárlög gerðu ráð fyrir, var þeim öllum eytt og sóað. Og ekki nóg með það, lieldur hafa skuldir ríkissjóðs verið auknar um svipaða fjárhæð, svo að segja má, að eyðslan hafi orðið nálægt 40 miljónum króna meiri en gera hefði mátt ráð fyrir, ef stjórnað hefði ver- ið með liagsýni og af sæmilegri forsjá. t Svo skella kreppuvandræðin yfir og atvinnuleysið. Og þá eru engir peningar til. Alt uppetið og stórkostleg vandræði fyrir dyrum. Atvinnuvegirnir eru að sligast, því að framleiðslan svarar ekki koslnaði. Kaupgjaldið er hátt og verð útfluttrar vöru iágt. leiðtoga stjórnmálaflokksins „Popular Acione“ þarna í borg- inni og kveikt í kirkju einni. 1 Almei'ia liafa einnig orðið al- varlegar óeirðir. Þar beið einn lögregluvarðmaður bana, en tveir kommúnistar særðust al- varlega. (United Press—FB). Menn, sem framleiðslu stunda lil sjávar og sveita, tapa fé sínu og lánstraustið gengur til þurð- ar. Þaðan er því ekki mikilla tekna að vænta. Þá er gripið til þess, að hækka tekjuskattinn. Hann er stór- hækkaður, tvöfaldaður eða meira. En það hrekkur vitan- lega hvergi nærri til. Þá er ráð- ist á heimilin með óbeinum sköttum. Tollarnir eru hækkað- ir gífurlega, jafnvel á allra nauðsynlegustu vörutegundum, sem ekkert heimili getur án ver- ið. Fátæklingurinn, sem berst í hökkum með sig og sína og hef- ir stopula vinnu, er skattlagður á ný um eitt til tvö hundruð krónur árlega með þessum „ó- sýnilega skatti“, sem hann er alt af að greiða, er liann kaupir matarbita eða flík handa heim- ilisfólki sínu. Stjórnin er með liikuna í vasa hans allan ársins liring og reytir af lionurn dag- lega 50—60 aura umfram það sem áður var. Og alt fer þetta í hina óseðjandi liít eyðslunnar og ráðleysisins. — íslenskir socialistar hafa löngum vitnað til þess, hvílíkur snildarmaður Stauning liinn danski væri í öllum greinum. Hann væri sá mikli meistari, sem socialislar hér ælti að laka sér lil fyrirmyndar. Og fram- sóknar-tuskurnar liafa tekið undir lofsönginn með húsbænd- um sínum, socialistunum, og sagt að þetta væri alveg rétt. En s t j ór narf lokkarnir ís- lensku liafa ekkert gelað af Stauning lært. Hann er socia- listi — um það verður ekki deilt. En hann beitir ekki völd- unum eins og vitlaus maður. Hann stjórnar mjög á þann veg, sem hver og einn skyn- samur og sæmilega frjálslynd- ur maður mundi gera. Hann bannar verkföll og verkbönn og þolir það ekki, að „flokksfor- ingjar“ eða aðrir ærslist eins og fífl og slofni til vinnustöðvana og annarar vitleysu, þegar hag- ur þjóðarinnar krefst .þess, að liver maður geri skyldu sína. — Og Stauning er ekki einn um þetta. Þannig liegða sér allir socialista-foringjar, sem ein- hverri ábyrgðartilfinningu eru gæddir og vita hvað þeir eru að gera. , Socialista foringjarnir liérna hafa'verið að ropa um það, að Stauning (eða danska stjórnin) kæmi heldur en ekki við pyngj- ur hátekjumanna þar í landi. Hann léti þá greiða gífurlegan tekjuskatt. — En þetta er alveg rangt, eins og margar aðrar fullyrðingar socialista hér uiú stjórn jafnaðarmanna í ná- grannalöndunum. Tekjuskattur hefir að sönnu verið hækkaður í Danmörku, en liann er þó smáræði eitt í samanburði við það sem liér gerist. Tekjuskattur í Danmörku mun vera alt að því lielmingi lægri en liér á landi. Og danska Skatta-brjálæði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.