Vísir - 26.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 26.04.1936, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 yrði, að þær séu sambærileg- ar, en svo vill jafnan vera um þá, sem að eins stunda eina grein íþrótta, að þeim finst þeirra íþrótt sú eina rétta, og allrg besta. Eg liefi slept sund- inu með vilja, því að það er sú eina af sambærilegum íþróttum, þegar undanskildar eru hópiþróttir, sem nú er mildu ódýrari en golf, hvað sem síðar verður. Gönguferðir stunda örfáir að staðaldri og ef ckið er i bíl langar leiðir, til þess að fá sér síðan stutta gönguferð, þá kostar það lika peninga. — En þvi skyldu allir endilega þurfa að vera skornir við sama trog? Því má eklti liestamaðurinn eiga sinn hest, þó hann kosti hann 300 kr. á ári og kylfingurinn leika sitt golf fyrir 50 kr. á ári? — Hvað gerir það, þó hesturinn Iiafi kostað 500 kr., en golf- útbúnaðurinn ekki meira en reiðverið á hestinn? Ilver iiugs- ar út í livort lengur liíir og endist, stálkylfan eða hestur- inn. Það, sem hér veldur mis- skilningi, er þetta: að liesta- menskan er viðurkend alinenn- ingsíþrótt, en golf, senr er mörgum sinnum ódýrara, er strax stimi^lað ríkra manna iþrótt,óalandi og óferjandi sök- um dýrleika, ogþóergolf hvergi í heiminum jafn ódýrt og hér. Venjan er sú, að liver velur sér iþrótt eða sport við sitt liæfi, hvað sem það kostar, eða bol- ast á móti öllu slíku og lekur þá þær mótbárur, sem hendi eru næstar, til skýringar því, hvers vegna hann taki ekki þátt í þeim. Golfklúbbur Islands var stofnaður hér í Reykjavík 14. des. 1934, með rúmlega 50 stofnendum. í janúar, eða rúmum mánuði eftir stofn- fundinn, fékk klúbburinn á- gætan kennara, Mr. Walter Arneson, er hélt uppi kenslu i inniskóla til vors. Þá var tekið á leigu 20 dagsláttur af túni Austurhlíðar, og þar leik- ið af miklu kappi i fyrrasumar. Allir lærðu skjótt að meta hin heilsubætandi áhrif íþróttar- innar, og náðu margir góðum árangri. — Margir kapp- leikir voru haldnir, og mörg „stór“ högg slegin, og loks var liáð Abessiníustríð(!), er stóð lengi, en lauk með algerðum sigri Ras Tafari og bláliða, og hélt þá Mussolini og svartliðar sigurvegurunum veglega veislu í Addis Abeba (Oddfellow). — Þannig lauk sumarstarfsem- inni 1935 og má um hana nán- ar lesa i Kylfing, timarili, sem G. í. gaf út, 6. nr. af s.l. árg. og náði miklum vinsældum. Um mitt siðastliðið sumar stofnuðu Akureyringar golf- klúbb, með 30 félögum, í sam- ráði við stjórn G. í., og fór Mr. Arneson þangað norður og kendi þar mánaðar tima. Not- uðu þeir tímann kappsamlega og hafa æft sig innan dyra í allan vetur. Golfvöll hafa þeir fengið með góðum kjörum hjá bænum (þ. e. a. s. ókeypis), og þurfa þeir ekkert við hann að gera, nema að annast venjulega hirðingu. Strax og daginn fór að lengja i vetur, tók G. í. hér sali á leigu til innandyra æfinga og kenslu. Nýtur hann enn leiðsagnar hins I ötula brautryðj anda golf-íþróttar- innar liér á landi, Mr. Walter Arneson’s, sem sendiherra Sveinn Björnsson taldi tví- mælalaust þann besta golf- kennara, sem hann hefði liaft, og hafði hann þó á sinum mörgu ferðalögum kynst og reynt marga kennara. Áliugi félagsmanna hefir nú farið mjög vaxandi og fjöldi nýrra félaga bæst í hópinn. G. í. lief- ir sama golfvöll þetta siunar og í fyrra, og er nú byrjað að leika á honum. Er hann ber- sýnilega ekki „við vöxt“, þótt elcki sé liarðara að orði kveð- ið. Auk þess leiguland frá ári til árs. Stjóm G. í. hefir frá upphafi verið það ljóst, að svo framar- lega sem golf-íþróttin á sér nokkra varanlega framtíð liér i Reykjavík, þá þarf hún að e'ignast leikvöll. Þess vegna hefir stjórnin, ásamt kennara sínum, leitað í nágrenni bæj- arins eftir hentugum leikvelli. Land það, sem klúbburinn hef- ir nú til umráða, er alt of lít- ið fyrir framtiðar golfbraut, enda ýmsum öðrum annmörk- um háð. Loks fundum við á- kjósanlegan stað, sem bærinn liafði enn ekki ráðslafað, en það er: Öskjuhlíðin og Bú- staðahálsinn, norðan Hafnar- fjarðarvegar og Bústaðavegar, ásamt Mjóumýri og sandgryfju hafnarinnar, sunnan til i Ivringlumýri. — Þetta land er um flesta hluti ákjósanlegt golfland, að dómi lcennara vors, og eftir því, sem við sjálfir höfum vit á, þó það sé liins vegar ekki glæsilegt til ræktunar. Á síðasta bæjarráðsfundi var samþykt að fá G. í. áðurgerint land til umráða, en þó með visáum skilyrðiun, — en i þvi felst mikil framsýni um slíkt menningarmál. Með þessu hefir Reykja- vikurbær sýnt, hvers virði hann álítur þessa íþrótt, fyrir alt okkar kyrsetufólk, og hvern menningarvott hann álítur það vera, að eiga golfbraut, — en -— Dóttur Rasputins? Nei, getur það verið? Var ekki Ras- putin munkur? —- Ilvernig liefði liann þá átt að eiga mig? segir María Rasputin brosandi. -— Pabbi minn var bóndi. Hann varmjög trúaður maður, en liann var livorki munkur eða prestur?“ María Rasputin liefir verið búsett í París í 15 ár. Eg liitti hana að máli í litlu hóteli í Rue du Roi de Sicile, gamalli götu, er hiaut nafn sitt á 13. öld. Hún er grannvaxin, föl- leit, stóreygð og hefir livítar og fallegar tennur. Öll fram- koma hennar er mjög alúðleg — og svo stingur liún upp á að við skulum ganga út á ein- hvern greiðasölustað í ná- grenninu og fá okkur kaffi- sopa meðan við spjöllum sam- an. — í meðvitund þessarar konu er Rasputin aðeins margbrot- inn, ofstækisfullur bóndi frá Síbiríu, er þó hafði mjög ör- lagaþrungin áhrif á keisara- fjölskylduna rússnesku. Fyrir rúmu ári hefir hún gefið út bók um föður sinn, á enslcu. Þessi bók er þrungin viðleitni til að réttlæta þann mann, er heimurinn hefir skoðað sem einliverja óútreiknanlega sam- steyjDU af villimanni, skrímsli og skottulækni. En María tel- ur hann hafa verið mannleg- an og mannúðlegan, og vafa- laust hefir skapgerð hans líka liaft sínar björtu liliðar. þar er hann ekki einn um liit- una. Danska ríkið hefir nýlega lagt fram 200.000 krónur til að gera golfbraut í Rungsted, og Svíar hafa lagt fram x/% milj. sænskra króna til golfbrautar við Stokkhólm, og reynslan sýnir alstaðar, að góðar golf- brautir hæna að ferðamenn! — Bjuggu þér heima lijá föður yðar í Petrograd? — Milja bróðir minn, Var- vara systir mín, pabbi og eg bjuggum þar frá 1906. Mamma kom við og við að heimsækja okkur, — annars stjórnaði liún búi foreldra minna í Síberíu. — Pabbi var svo trúaður, að hánn vildi eingöngu helga sig trú sinni. Og þegar við systurn- ar fórum með honum í kirkju, vorum við feimnar og reynd- um að láta sem minst á okk- ur bera, þvi pabbi vakti æfin- lega á sér athj^gli. í bænagjörð sinni gleymdi liann sér algjör- lega og veitti því enga eftir- tekt, þótt fólkið hópaðist í kringum hann. — Hvernig álitið þér, að fað- ir yðar liafi læknað Zarevitsj? — Það var ekkert krafta- verk, og heldur ekkert dular- fult fyrirbrigði, — það var ein- göngu hin sterka trú hans. Það var fyrir milligöngu biskups eins, að pabbi kyntist stórfurst- anum Nikolaj Nikolajevitsj, er siðan kynti hann keisaradrotn- ingunni, er var fús til að reyna alt hugsanlegt, ef sonur henn- ar fengi fyrir það lieilsuna. Það var 1906, sem rikiserfingi Rúslands lá fyrir dauðanum, — en um leið og Rasputin kom inn í herbergi hans, reis hann upp í rúminu og liló. — Pabbi minn gat verið svo broslega blátt áfram, t. d. þúaði hann Zarinn. Golfmeistara- bikarinn. Dóttir Rasputin. lAicchla. QcLsputm., .hítAöfiuftcLuJL, túLLcút. iun ó.%œfiu, JLöiuh, úyls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.