Vísir - 13.07.1936, Síða 3

Vísir - 13.07.1936, Síða 3
 VÍSIR *Timrr^——r Nafnid bálstofa. Einstöku raddir hafa lieyrst um að breyta nafninu bálstofa, sem Islendingar nota um „Krematorium“, vegna þess aö orðið „bál“ sé fráfælandi, og veiti ekki nákvæma hugmynd um eyðing líkamans í ofninum. Nýlega ritar „Þ. J. J.“ um þetta atriði i „Visi“ og ætlast til, að nafnið á húsinu gefi ná- kvæma hugmynd um atliafnirn- ar, s*em þar fara fram. Hér sé um að ræða, að líkið ummynd- ist í loftkend efni, og sé því rétt að fella niður orðið bálstofa, en taka upp nafnið „Efnabreyt- ingastofa". Það er auðvelt verk að setja saman nýyrði úr mörgum orð- um, en lítið gagn tel eg móður- málinu liafi verið unnið með þvi, enda er með öllu óþarft, að nafnið — um hvað sem er — lýsi atliöfninni nákvæmlega. Má tilfæra um það mýmörg dæmi úr mæltu máli. „Efnabreytingastofa" er ó- þjált orð, og getur jafnt átt við sápugerð eða ölgerð, eins og bálstofu, því við allt þetta ger- ast efnabreytingar. Eg veit vel, að orðið „bál“, í þessu sambandi stafar frá þeim dögum, sem lík voru brend á bálkesti. En það er algengt, að orð yfir einhverja athöfn hald- ist, þótt aðferð eða tækni breyt- ist. Áður sungu prestar hér á Jandi sálumessur yfir framliðn- um. Þess vegna er enn í dag komist svo að orði, að prestur jarðsyngi mann, þó liann syngi ekki neinn söng. Vitanlega er líka ástæðulaust að amast við því. Áður fyr fóru menn ein- göngu til fiskjar á árgbátum. jafnvel svikum, en hvorugu er hér til að dreifa, því að allir, erlendir og innlendir, sem við fiskverslunina voru riðnir, urðu fyrir sama stórtjóninu, enda fullyrða fislchringsmenn, að engri óráðvendni hafi ver- ið til að dreifa frá Coplands lilið. Hér var því um álika ófyrir- sjáanlegt slys að ræða, sem var afleiðing heimsstyrj aldarinn- ar, eins og þegar um afleið- ingar eldgosa, stórbruna og sjávarskaða er að ræða, og ætti því að sæta sömu meðferð og þesskonar fjárskaðar, að þeir, seih fytír slysmium verða, fái tjónið bætt með samskotum, eða blátt áfram af ríkissjóði. Og í sliku tilfelli, sem þessu, liggur beint við að ríkissjóð- urinn hefði átt aÖ bæta inn- lendu fiskhringsmönnunum skaðann, þar sem alt tap þeirra ra,nn til almennings á þann hátt, að hann fékk þeim mun hærra verð fgrir fiskinn, sem samanlögðu tapinu nam, og heimsmarkaðurinn leyfði. Og ef þetta liefði verið gert, hefðu útgerðarmennirnir getað hald- ið áfram útgerð sinni i fullum gangi, veitt eftir sem áður fjölda manns atvinnu og ríkis- sjóðurinn smám saman fengið fé sitt aftur í tollum og skött- um. — En hinir pólitísku forystu- menn sumir, voru nú ekki al- veg á því, að fara þannig að. Þeir fóru liina leiðina, að nota þetta óhapp til árása, og er önwrjegt til þess að liugsa, að nokkurt hrafl af almenningi skuli enn líta upp til slíkra for- ystumanna, sem. þannig haga sér. Og ef þessir forystumenn sæu fraintíð sina alla, mundu þeir af lieijum hug óska þess, að þeir liefðu aldrei fæðst á þessari jörð. En þó vél væri siðar sett í fiski- báta í stað áranna, segjast sjó- menn „róa“, þó að þeir leggi ekki út ár. Það má segja, að þetta gefi ekki rétta hugmynd- um athöfnina, en er dæmi um, að orðin haldist óbreytt þó vinnuhættir breytist. Það er því í samræmi við mælt mál, að kenna líkbrenslu við bál, þótt líkaminn eimist upp i ofni, og væri þá sönnu nær að taka upp „eimstofa“. Það kann að vera, að sum- um hrjósi frekar hugur við að vera settir á hálstofu eftir sinn dag, en að vera sökt niður í dimma, og oft vota gröf, með allri þeirri spilling líkamans, sem þar fer fram. En vaninn og fákunnáttan gera menn blinda. Sennilega eru það barnatrúar- hugmyndir um vítiseld, sem vekja óliug hjá einstöku mönn- um gagnvart bálstofum. — Er- lendis virðist eklíi neinn uggur i fólki út af þessu nafni. Svíar nefna bálför „Eldbegangelse“, Danir „Ligbrænding“, en Þjóð- verjar „Feuerbestattung“. — Oviða liafa þó bálfarir náð jafn mikilli útbreiðslu sem i þess- um löndum. Fæstir kryfja nöfnin til mergjar. — Þegar notkun bálstofunnar verður al- menn, þykir mér liklegt, að menn fari alment ekki að liugsa um bál, þó stofnunin sé nefnd á nafn, frekar en mönnum dett- ur í hug baðker eða steypibað þótt minst sé á baðstofu í sveit. Það kann að vera, að finna megi heppilegra lieiti á Krema- tormm, en bálstofa, þótt „Þ. J. J.“ liafi ekki tekist vel með sína uppástungu. G. Cl. Hvap á Hall- gpímskirkj a ad standLa? Eftir Kristínu Ólafsdóttur. Töluvert er búið að skrifa uni það, hve nauðsynlegt og sjálfsagt það sé, að reisa kirkju í Saurbæ á Hvalf jarðarströnd, til minningar (eða sóma?) Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi. Þessu til stuðnings hefir flest veri'S dregið fram, það er að rökum mátti verða, misjafn- lega veigamikið að vísu ; má þó ætla, að úr þessu auki litlu við rökin, því að sá, sem síðast ritaði um þetta mál (Morgunbl. 16. f. m.) og sí- skrifandi hefir raunar um það ver- ið, færir það nú loks til, að Hall- grítnur Pétursson hafi „hallað ser upp að steini“ í Saurbæjarlandi, og að steinninn sé ennþá til. Hvað útlendingar kunna að segja, eða hvers að spyrja, í sambandi við staðinn, sem kirkjan er reist á, skift- ir vitanlega engu máli. Eða hefir ,.landsnefndinni“ oröið hugsað til erlendra gesta, er hingað kynnu að koma til þess að skoða Hvalf jarðar- ströndina ? Mér hefir aldrei fund- ist sú Hallgrímskirkja velkomin, sem væri í Saurbæ, og sama hefir verið skoðun fjölmargra annara, karla og kvenna, sem á þetta mál hafa minst við mig, þótt færra hafi. þeir um það skrifað, en hinir. En þegar eg las grein dr. Björns Þórðarsonar lögmanns um þetta mál, „Endurreisn Skálholtsstaðar“ (Morgunbl. n. f. m.), datt mér í hug bréf, eða öllu heldur bréfkafli, sem ég sá hjá Ingibjörgu tengda- móður minni, og skrifað hafði verið föður hennar, síra Þórarni Kristjánssyni, prófasti, (siðast í Vatnsfirði, t 1883). Bréfið var frá Jónasi HalTgrímssyni, og skrifað í Khöfn 4. des. 1843. En þeir voru bræðrasynir, Jónas og Þórarinn, ná- kunnugir, og skrifuðust á. Brcfkaflinn cr þannig: „Þú talar um það, frændi, með mestu beiskju, að bestu menn þjóð- arinnar falli i dá, og ævarandi gleymsku, eins og sinustrá á haust- degi, þvi að enginn riti æfiminning- ar (ekki gæti Fjölnir flutt mikið af slíku) og fáir fái minnisvarða yfir sinar jarðnesku leifar. Um hvern á að skrifa? Og hverjum á að reisa minnisvarða ? Eg veit að þú, sem æruverðug- ur prestur, segir að byrjað skuli á Hallgrími frænda Péturssyni. En ef það verður í þinni tíð, — því að í minni verður það naumast, — þá sjáðu um, að vinur hans og vel- gjörari verði þar ekki langt frá; eg meina meistari Brynjúlfur Sveins- son í Skálholti, því honurn ber að þakka það öðrum fremur, að ís- lendingar urðu, aðnjótandi hans ó- dauðlegu og öllum mönnum bless- unarríku sálma". Eftir þessu bréfi að dæma, virð- ist mér, sem fyrir Jónasi Hallgríms- syni hafi vakað eitthvað svipað og fyrir dr. Birni Þórðarsyni, er hann reit áminsta grein í Morgunbl. Mér hefir ætíð skilist, að Hall- grímur Pétursson hafi verið tíður gestur í Skálholti á dögum Brynj- úlfs Sveinssonar, og þá að líkind- um, stundum, dvalið þar í góðu veðri, og orðið reikað út í náttúr- una, hallað sér upp að steini í land- areigninni, þótt ekki hafi það þótt í frásögur færandi. En hvað sem um það er, þá er hitt víst, að Skál- holt á sér miklu lengri og merkari sögu en Saurbær, að mér hefir kent verið, því þar var eips og allir vita, biskupssetur öldum saman, og þar dvaldist Hallgrímur Pétursson oft og lengi á stundum, að minsta kosti. Ef sá staður væri „endurreistur", eii\s og dr. Björn Þórðarson getur um í grein sinni, virðist fara vel á þvi, að reisa þar kirkju Hallgrími Péturssyni til minningar. Hefir dr. Björn Þórðarson rökstutt tillögu sína svo vel, að þar virðist ekki verða um bætt. En þótt Morgun- bl. sé víða lesið, væri þó óskandi, að fleiri en lesendur þess kynt- ust grein lögmanns, því að mér er kunnugt um, að fjöldi fólks, bæði til sjós og sveita, er óánægður með, að Hallgrímskirkja verði reist í Saurbæ, fyrir samskotafé almenn- ings, og þætti hún betur komin á öðrum stað og frægari en Saurbær er á Hvalfjarðarströnd. Raunar hefir landsnefnd „Hallgrímskirkju“ reynt að kveða niður þær raddir, sein heyrst hafa um þetta mál, og ekki hafa fatlið í hennar geð. En hverjir eiga að ráða þessu máli? Kirkjuna á að reisa fyrir almanna- fé. Mér virðist ekki einsætt, að „Hallgrímsnefndin" eigi að vera einráð um þetta. Því skyldi ekki mega láta fara fram þjóðaratkvæði um staðina Saurbæ á Jívalfjarðar- strönd og Skálholt í Biskupstung- um, og hafa það með þeim hætti, sem dr. Björn Þórðarson leggur til. Þetta virðist mér að mundi verða einfaldasta lausnin á málinu. Það er sanngjarnt, að leita álits þeirra, sem féð láta af hendi, og gera það þegar málið hefir verið rætt skyn- samlega og rólega frá báðum hlið- um. Og óhyggilegt gæti það varla tal- ist, að létta að einhverju leyti á- byrgðinni af „landsnefnd Hall- grímskirkju" og reisa nokkrar skorður við henni. Gæti þá svo far- ið, að allir eða vel flestir, að minsta kosti, yrðu ánægðir með úrslitin að lokum, og fer auðvitað best á því. FJELflGSPRENTShfflJUHNftR Síldreiðarnar Siglufirði (laugardagskveld) (Einkaskeyti til Vísis). Söltun, alt að 300 tunnur á bát, leyfð eftir kl. 12 mánu- dagsmorgun. Þriðjungur skal matjes-saltast. Alt á ábyrgð salt- endanna. Siglufirði (í gær) (Einkaskeyti til Vísis). Austanstrekkingur seinni liluta dags í gær (laugardag) og nótt. Veiði heldur lítil af þeim sökum. Fjöldi veiðiskipa i liöfn. Tuttugu skip bíða losunar. Siglufirði 12. júli. FÚ. Fimm skip komu til Siglu- fjarðar frá því um kl. 15 í gær og fram til kl. 14 í dag. — Suð- austan stormur var úti fyrir. Tuttugu skip biðu i dag í Siglu- firði með um 12 þús. mál inn- anborðs. — Logn var á Skaga- firði, en þar sást lítil síld. Dr. Pauls verksmiðja í Siglufirði hefir enn auldð af- köst sin. — Síðastliðna viku bræddi hún að jafnaði 1700 mál á sólarhring — en afköst lienn- ar voru áætluð 1000—1200 mál á sólarhring. Þann 10., á vök- unni frá kl. 18—24 komst hún upp í 102 sekki á klst. er sam- svarar 1900 málum á sólar- hring og á vökunni frá kl. 6—- 12 komst hún upp í 110 sekki á klst. Siðustu fréttir. Siglufirði 13. júli. Einkaskeyti til Visis. Austan stormur. 1 nótt hafa aðeins sárfá skip komið inn með síld. Litið um sild í gær og fyrradag á Skagafirði, en ufsj í stórtorfum. Hrönn lcoin í mórgun 'frá Mánáreyjum með íarm. Virðist gangan vera kom- in austur þangað. Engin söltun fór fram í nótt, en verið er að salta af Mh. Birki í morgun. Jarðarför Eggerts Briem hæstaréttar- dómara fer fram á morgun og hefst kl. iy2. Veðrið í morgun. I Reykjavik 15 stig, Bolung- arvík 11, Akureyri 12, Skálanesi 11, Vestmannaeyjum 11, Sandi 11, Kvígindisdal 13, Hesteyri 13, Gjögri 8» Blöndtuósi 13, Siglu- nesi 10, Grknsey 8, Fagradal 8, Papey 10, Hólum í Homafirði 16, Fagurhólsmýri 13, Reykja- nesi 13, Mestur hiti hér í gær 18 stig, minstur 11. Úrkoma 0.1 mm. Sólskin í gær 5.3 st. Yfir- lit: Lægðir suður af íslandi og um Bretlandseyjar. Hæð yfir Norður-Grænlandi. Horfur: Suðvesturland: Breytileg átt og hægviðri. Þurt og víða bjart veður. Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir: Austan og norðaust- an gola. Víðast bjartviðri. Norð- urland, norðausturland, Aust- firðir, suðausturland: Norðaust- an gola. Víðast úrkomulaust og sumstaðar bjartviðri. K. F. U. M. — Vatnaskógur. 10 daga flokkurinn fer í Vatnaskóg á miðvikudagsmorg- un. Enn geta fáeinir drengir lcomist í hann. Uppl. gefnar í K. F. U. M. á hverju kvöldi kl. 8—9 og í síma 4157 allan dag- inn. Mæðrastyrksnefndin. Á fundi bæjarráðs 10. þ. m. var samþykt að veita mæðra- styrksnefndinni 1000 kr. styrk til sumardvalar lianda fátækum mæðrum. Þjóðhátíðardagur Frakka er á morgun. I tilefni af því biður franski konsúllinn að láta þess getið, að hann taki á móti gestum á morgun frá kl. 3V2. Skipafregnir. Gullfoss er í Reykjavík. Detti- fóss er á Akureyri. Brúarfoss var væntanlegur til Kaup- mannaliafnar á liádegi i dag. Goðafoss er væntanlegur til Hull í dag. Selfoss er á útleið. Lagarfoss er á Vopnafirði. Lyra kom frá útlöndum i morgun. Geysir gaus i gær, mjög háu og tilkomu- miklu gosi, um 60 nietra. Margt manna var þar eystra, er hver- inn gaus, og voru menn stór- hrifnir af gosinu. Staka. Yfir hauður liraðar sér, happasnauður lýður. Drauma-auður undan fer, eftir dauðinn ríður. Bjarki. Áttræð ' : -•.< jfiip varð í gær Sólrún Jónsdóltir frá Skálanesi. Hún á nú heima á Reykjavikurvegi 6, Skerja- firði. Svifflug. 1 nágrannalöndunum hefir svifflugsíþróttin þegar náð mikilli útbreiðslu, og hér í bæn- um er vaknaður mikill áhugi fyrir þessar skemtilegu íþrótt, enda telja sérfræðingar mjög góð skilyrði til svifflugs hér á landi. I kvöld kl. 9 verður fund- ur i K. R.-húsinu, til að ræða um stofnun svifflugsfélags, og er þess vænst, að allir, sem á- liuga liafa fyrir svifflugi, komi þangað. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í kvöld: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Illjómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Um svif- flug (Agnar Kofoed-Hansen, flugmaður). 20,40 Einsöngur (Gunnar Pálsson). 21,05 Út- varpshljómsveitin leikur al- þýðulög, 21,35 Hljómplötur: Endurtekin lög (til kl. 22,00). RækJ uvepk- sinidja ísafjaröar. Verksmiðjan tók til starfa 26. júní. í lienni vinna að staðaldri um 30 stúlkur, 3 karlmenn og 2 unglingar. Vinnutími hefir oftast orðið um 7—8 klst. Fyrir verksmiðjuna liefir til þessa að- eins fiskað einn bátur, og liefir liann í flestum sjóferðum fisk- að 300—404 kg. en liæst 475 kg. Á bátnum eru aðeins 2 menn, og liafa þeir fengið alla veiði sina i Hestfirði. Fyrstu 7 dag- ana, sem verksmiðjan starfaði sauð hún niður 2571 kg. af rækjum og fengust úr því 6750 dósir. Haldist svipaður afli, og fleiri hátar verði teknir til veiðanna, þarf að vinna í vaktaskiftum í verksmiðjunni og mundú þá fá vinnu tvöfalt til þrefalt fleira fólk en að ofan greinir. Fiskimálanefnd hefir lagt fram nokkurt fé til stofnkostn- aðar, en Isafjarðarbær annast allan undirbúning og fram- kvæmd. Tveir Norðmenn, seni hér eru búsettir hófu s. 1. sum- Ódýpt Kaffi O. .1. & Iv. 90 aura pk. — Export L. D. 65 aura stk. — Smjörlíki 75 aura stykkið. — Strausykur 45 aura kg. — Molasykur 55 aura kg. — Suðu-súkkulaði 1 kr. pk. — 14 kg. Kristalsápa 50 aura pk. Vesturg. 45, og FramnesT. 15. Símar: 2414 og 2814. ijK. SKIPAUTCERP Skattfellingnr hleður á morgun til Skaftáróss. „Gullfoss^ fer annað kveld í liraðferð vest- ur og norður. Aukahöfn: Önundarfjörður. Farseðlar óskast sóttir fyrir liádegi á morgun. ar rækjuveiðar, en gátu afsett Jítið eitt af afla sínum og hafa því húið við mjög þröngan kost f járhagslega vegna sins braut- ryðjpndastarfs, nú komið á annað ár. Nú hefir bærixm gert samning við þá um forgangs- rétt til veiði fyrir verksmiðjuna. Menn þessir heita 0. G. Syre og Simon Olsen. Starfrækslu verksmiðjunnar stjórna í samráði við fjárhags- nefnd, tveir ungir menn, þeir Þorvaldur Guðmundsson ráðu- riautur fiskimálanefndar í nið- ursuðumálum og Tryggvi Jóns- son niðursuðumaður frá Akur- cyri. Hafa þeir háðir lært niður- suðu erlendis og virðast vera vel að sér í grein sinni. Hafa rækjurnar þótt ágætar og standa í engu að baki sænskum og dönskum rækjum, sem hér liafa verið hafðar til saman- liurðar. Hafa Svíar, sem hér voru á ferð, lokið á þær miklu lofsorði., Á ísafirði hefir þegar sekt mikið af rækjum, og á SigJu- firði er liafin ör sala á þeim. Þessi ísfirska framleiðsla fæst i heildsölu lijá H. Ólafsson & Bemhöft og Sambandi ísl. samvinnufélaga, sem hafa tekið að sér að annast dreifingu hennar í Reykjavík og Hafnar- firði. Rækjurnar eru nýkomnar á markaðinn í Reykjavík og líka ágætlega. Xv Norðmenn kaupa nýtísku flug- vélar frá Bandarikjunum. Wideröe-flugfélagið, seni hefir samvinnu við Norska flugfélagið, hefir keypt 2 Stin- sonvélar frá Ameriku, en þær eru í öllu búnar samkv. allra nýjustu kröfum. Þær fara með 230 kílometra hraða að jafn- aði, en geta farið með 264 óíló- metra hraða á klst. Önnur flug- vélin Iiefir verið tekin til notk- unar í flugferðum milli Oslo og Gautaborgar að næturlagi, en hin verður notuð við korta- gerð úr Jofti um skeið, en verð- ur því næst notuð á flugleið- inni til Lofoten. (NRP-FB). Hercator.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.