Vísir - 15.07.1936, Blaðsíða 4

Vísir - 15.07.1936, Blaðsíða 4
VtSIR Marteinn bisknp Einarsson sat í haldl á Hólum (hjá Jóni biskupi Arasyni) fram eftir vetri (1549—1550) og var „fenginn til gæslu þeim manni er Steinn hét“. — „Lét Jón Ibiskup hann mála innan sal einn, er hann lét byggja; liann komst eitt sinn leynilega af staðnum yfir . Hjaltadalsá; stefndi síðan upp á Vindárdal og vildi komast fram í Skaga- fjörð; en er vart varð við hrott- för hans, var riðið eftir honum; náðist liann á dalnum, því að hann var illa útbúinn að ldæð- um og skófötum; var liann fluttur heirn aftur siðan og hafður í fastara lialdi en áður. Þar um kvað Jón biskup þetta: Biskup Marteinn brá sitt tal, hurt liljóp hann frá Steini, vasaði fram á Vindárdal, varð honum það að meini“. Nokkru síðar var Marteinn biskup látinn fara norður að Möðrufelli til Ara, sonar Jóns biskups. Fór Ari vel með fanga sinn og hafði oft með sér við öldrykkju, er hann veitti vin- um sínum og gestum. Ein- hverju sinni, þá er Ari var öl- glaður og Marteinn biskup sat við borðið, drakk Ari honum til og kvað stöku þessa hina fornu: Svo ér mér gott og gleðisamt, því veldur þú; mig langar úl í lundinn með þá jungfrú. JBiskup tók við bikarnum og íkvað aftur hina sömu stöku, en snem nokkrum orðum: Svo er mér ilt og angursamt, þvi veldur þú; xnig langar ekki í luildinn tneð þá jungfrú. Arí þyktist við og mælti: burt — burt í sekkinn! — Gekk Marteinn biskup þá undan borð- / um, og var Ari færri til hans síðan. — Sat nú Marteinn í varðhaldi þeirra feðga fram á sumar. *— Ö— Næsia haust var Jön biskup Arason handtekinn af Daða í Snókdal með þeim sonum sín- um, Binii presti og Ara. Voru þeir feðgar fluttir 1 Skálholt, ,'sem kiinnugt er, hafðir þar í haldi um sinn og síðan teknir . af lífi, án dóms og laga, hinn 7. dag nóvemhermánaðar 1550. — En norðlenskir sjómenn hefndu þess niðingsverk, drápu Krist- ján skrifara liinn danska suður á Kirkjubóli á Miðnesi og aðra Dani, er þeir náðu til. Kaupmannaliöfn, 14. júlí. Einkaskeyti. FÚ. Útgáfa Ejnar Munksgaard af Stokkhólms Homiliubók. iBlaðið Aftenposten flytur í dag langa grein um ljósprentaða útgáfu sem Ejnar Munksgaard hefir nú gefið út af hinni svo- nefndu Stokkhólms Homiliu- bók. Fylgir útgáfunni langur og ítarlegur formáli eftir prófessor Frederik Paasche. Aftenposten segir, að jtessi bók muni áreið- anlega fara viða um lönd og kefnst svo að orði, að útgáfu- starfsemi Ejnars Munksgaard af íslenskum fornritum eigi engan sinn lika í veröld. OLYMPIULEIKABNIB. Efri myndin sýnir slúlkur æfa sig i að heilsa með fánum. Neðri myndin er af æfingu í útileikhúsinu mikla, Ásííp og li|ÓJDLabönd. í þau 20 ár, sem eg hefi feng- ist við fyrirlestra- og prcdikun- arstarf í ýmsum myndum, liefi eg rætt um flest hin almenn- ustu vandamál og viðfangsefni manna, en eklcert hefir verið jafn vel sótt af almenningi sem erindi um ástalíf. — Sú reynsla mín er sjálfsagt í sam- ræmi við reynslu allra manna á öllum tímum, er sannar það, að fátt á slík ítök i liugum og sálum manna sem þessi furðu- legi og flókni þáttur mann- lífsins, sem vér köllum ástir. Það er þvi ekkert undur, þótt mikið hafi verið um þær rætt og ritað, og því hefir ekki þurft að troða í menn. Heimurinn hefir gleypt við öllu rituðu og töluðu um ástir, illu bæði og góðu. Sjálfur er eg þar illa les- inn, þótt eg hafi gerst svo djarf- ur að ræða og rita litilsháttar um ástir, því þær tel eg vera eitthvert hið allra þýðingar- mesta og skemtilegasta við- fangsefni manna. Af því lak- asta, sem eg liefi um þær les- ið, liefir ekkert verið svo slæmt að eg kysi það ekki fremur en alls engar upplýsingar á þvi sviði. Þelckingin muii leysa öll vandamál mannkynsins að lok- um. Ekkert er skaðlegra en fá- fræðin, og miklum hörmung- um hefir liún valdið i ástalifi manna. Fyrir nokkru kom út ofur- lítið rit eftir Grétar Fells, sem heitir: „Ástir og hjónabönd“. Erindi þetta hafði hann flutt áður, og víst marg-endurtekið, hér í Reykjavík, og fengið mikla aðsókn. Fékk erindið þá strax lofsamleg ummæli þeirra, er á það lilýddu. Grétar Fells er víðsýnn og frjálslyndur maður, og án efa mikill mann- vinur. Hann skrifar því um ástir í góðum tilgangi, af sann- girni og sönnum góðhug. Rit- liáttur hans um þetta vanda- mál er bæði heilbrigður, lióg- látur, djúpt hugsaður, hreinn og hiklaus. í kaflanum um frjálsar ástir kynni einhverjum að finnast hann fremur íhalds- samur, svona fljótt á litið, en þar kemur þó glögt í ljós frjáls- lyndi hins þroskaða skilnings á þeim eina grundvelli, sem frjálslyndi getur komið til greina. Sjá bls. 6, fyrri hluta. Grétar Fells vill að bæði kyn- in umgangist livort annað sem me’st, hiklaust og eðlilega. Öll sundurstiun er óheppileg og verkar öfugt við tilgangínn, miðar að eins til þess að „hlúa að þeim glóðum', sem hún á að kæfa eðadialda niðri“. „Hjóna- bönd eiga að byggjast á vali og helst algerlega frjálsu vali,“ en ekki að eins á augnabíiks skoti. Þau hjón, sem „passa“ vel saman — eru sálarlega vel samrýmd, má segja: „að Guð hafi sameinað“. — Það er auð- vitað fullkomin hjátrú, að ætla það, að Guð — lífið sjálft — hafi sameinað öll þau hjú, sem flanað hafa saman í hugsunar- leysi og oft illa samvalin, þótt einhver löggiltur starfsmaður ríkisins hafi sagt þau vera hjón. „Fullkomið Iijónaband“, segir Grétar Fells, „er sannasta og fegursta vinátta, sem til er.“ Það er þá um leið hinn þýð- ingarmesti skóli mannlífsins. „Ekkert í lífi karlmannsins get- ur komið algerlega í stað kon- unnar, og í lífi konunnar get- ur ekkert komið í stað karl- mannsins.“ Fyrir þremur árum samdi eg all-langt erindi um ástalíf og hélt því þar fram, að fyrsta skylda karlmannsins væri það, að vera karlmannlegur, en kon- unnar að vera kvenleg. Þótti mér þvi gaman að lesa það, sem Grétar Fells segir: „Karl- mannlegur karlmaður og kven- leg kona eiga best saman Mót- setningarnar bæta á þessu sviði hvor aðra upp og mynda æðri einingu nieð þvi að gefa og þiggja á víxl.“ Hér er ili .gun- arefni fyrir uppvaxandi æsku- lýð: — Karlmannlegir ungir menn og kvenlegar ungar stúlkur. Það mundi þykja óviðeig- andi, að rita langt mál u_- lít- ið rit, en ritið, sem liér um ræðir fjallar um mikið málefni og eitt hið hjartfólgnasta hugð- arefni manna. Það kostar ekki nema nokkra aura og gcta því sennilega allir eignast það, og munu flestir telja það mjög heilhrigt, lieppilegt og skem legt lesmál. Hjónabandið hefir skapað allmiklar áhyggjur í seinni tíð, og flóttakenda liugsun og kenningu lijá sumum, en „lausnin á hinum mörgu vandamálum lifsjps“, segir Fells, „liggur aldrei i flótta, heldur i réttri mcöferö, — réttri þátttöku í hijuim mikla óði, á hvaða tilyeru,stigi sem liann ómar.“ Pétur-Sigutösson. Utan af landi. Slysavarnasveit kvenna stofnuð í Ólafsfirði. Ólafsfirði 14. júlí. FÚ. Þann 12. þ. m. var stofnuð slysavarnasveit kvenna í Ólafs- firði að tillilutun Theodórs Árnasonar söngstjóra. Stofn- endur voru 30. Stjórn skipa Kristín Þorsteinsdóttir formað- ur, Ásta Magnúsdóttir ritari, Guðný Pálsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur Jólianna Magn- úsdóttir og Jónína Jónsdóttir. Sveitin vinnur fyrst um sinn að slysavarnamálum Ólafsfj arðar. Síldveiðamar. Siglufirði 14. júlí. FC. Þrjú síldveiðiskip höfðu kom- ið til Siglufjarðar frá því í gær og til kl. 16,30 í dag: Örninn með 400 mál, Skúli fógeti með 200 mál, hvorutveggja til bræðslu, og Már með 9Ö tunn- ur til söltunar hjá Ingvari Guð- jónssyni, er það fyrsta síld sem söltuð er til útflutnings, að und- anskilinni flakaðri síld. Þessi síld veiddíst við Tjörnes. -— Síld kvað hafa sést á Húnaflóa, en ekki náðst sakir storma. — 20 skip biða nú afgreiðslu, en bú- ist er við að öll muni verða af- greidd þennan sólarhring. FRÁ ÁUSTFJÖRÐUM. ! Seyðisfirði 13. júlí. FÚ. i l Óþurkar hafa verið í Seyðisfirði undan- farinn hálfan mánuð og hey eru að byrja að skemmast en gras- spretta er ágæt. Garðrækt er óvenjumikil og horfur góðar. Aflabrögð eru treg og aðeins á grunnmið- um. \ Síldarbræðslustöðinni miðar vil og er húist við'að hún verði fullgerð fyr en áætlað var. Atviimulífs- batiuu í BFetlandi. London. —- FB. Atvinnulífsbatinn á Bretlandi hefir leitt af sér betri afkomu- skilyrði fyrir verkamenn. Tekj- ur þeírra hafa aukíst mikið undanfarna 18 mánuði. Erfiðis- menn hafa borið meira úr být- um á fyrra misseri yfírstand- andi árs en á nokkuru tilsvar- andi tímabili undangengin tólf ár. Slcýrslur, sem nýlega hafa verið hirtar, sýna hvernig laun hafa breyst á undanförnum ár- um. Þegar versti kreppustorm- urinn skall á 1931 varð afleið- ingin almenn launalæklcun og um frekari launalækkanir var að ræða næstu tvö árin. Árið 1934 var þetta orðið breytt aft- 1 ur og tekjur verkamanna höfðu aukist um nálega 5 milj. stpd. Árið eftir nam aukningin 10 milj. stpd. Fyrstu fjóra mánuði yfirstandandi árs nam liún 14 milj. stpd. 1 vélaiðnaðinum hafa fulltrú- ar 37 verklýðsfélaga fyrir nokk- SHCl8NÆf)ll 2 herbergi og eldhús, með öllum þægindum, óskast 1. okt. Tilboð, merkt: „G. K. E.“ sendist Yísi fyrir 20. þ. m. (426 Maður í fastri atvinnu óskar eftir lítilli 2ja herbergja íbúð, með eldhúsi og þægindum, helst nálægt miðbænum, frá 1. sept. eða 1. okt. Tilboð, merkt: „A. G.“, leggist inn á afgr. Vísis. (368 Góð íhúð, 2—3 herbergi og eldhús, lielst i suðausturbæn- um, óskast 1. október. Skilvís greiðslá. Sími 1390. (370 Góð íbúð, 1 herbergi og eld- hús,-óskast 1. okt. eða fyr. — Ábyggileg greiðsla. 2 i heimili. Uppl. í síma 2048. (432 2ja herbergja ibúð óskast, með öllum þægindum, helst laugavatnshita. Tilboð sendist afgr. Vísis fyrir 18. þ. m. merkt: „3 fullorðið“ (429- 1 slór stofa (eða 2 minni) og eldhús, óskast nú þegar eða 1. okt. Alt fullorðið. — Tilboð, merkt: „3“ sendist Vísi. (427 2 herbergi og eldliús óslcast 1. okt. n. k. Tilboð, merkt: „S, G.“ sendist Vísi fyrir laugardags- kvöld. (425 Vantar 2 herbergi og eldhús 1. okt. sem næst höfninni, neðstu liæð, ásamt þvottahúsi og þurkpláss. Ábyggileg greiðsla fyrirfram 1. hvers mánaðar. Tilboð leggist inn á afgr. þessa blaðs fyrir næstu mánaðamót, merkt: „1936“. (423 Ung hjón, vantar 2 herbergi og eldhús, með þægindum, 1. okt. Ábyggileg greiðsla. Uppl. í síma 2674. — (422 Barnlaus lijón óska eftir góðri 2ja herbergja-íbúð. Sími 2156. (418 Forstofustofa til leigu með hita. Uppl. á Smiðjustíg 6. (439 Ódýrt herbergi til leigu á Hverfisgötu 16. (440 Skilvís leigjandi í góðri at- vinnu óskar eftir 2—3ja her- hergja íbúð með öllum þægind- um, 1. okt. Tilboð sendist Visi, merkt: „88“. (441 Herbergi, með húsgögnum, óskast handa einhleypum manni. Uppl. í síma 4658 eftir kl. 8 í kveld. (443 3 herbergi og eldhús, eða 4 minni, með öllum þægindum óskast 1. október, nálægt mið- bænum. Tílboð merkt „Ábyggi- legur“ sendist Vísi. (444 uru fallist á tilboð atvinnurek- enda um launahækkun, sem uemur 3 shillings á viku fyrir alla fullorðna karla, sem vinna í þessari grein iðnaðarins. Gisk- að er á, að launahækkunarinn- ar verði um 1 milj. menn að- njólandi. (Ur blaðatilk. Breta- stjómar). Boðorðin. Presturinn (í húsvitjan): Jæja, stúfurinn minn. Þá kom- um við að boðorðunum. Og hvað eru þau nú mörg? Strákur: Þeim er alt af að fækka. Presturinn: Alt af að fækka? Strákur: Já, svo segir liann Ári vinnumaður. Og hann segir líka, að bráðum verði ekkert eftir af þeim. SKAlPSKARJRl Uppkveikja, þur og góð. — Sag, spænir og niðursagað timb- ur fæst ávalt hjá okkur. — Kassagerð Reykjavíkur. Sími 2703. (168 Fopnsalan Hafnarstræti 18, kaupir og sel- ur ýmiskonar húsgögn, og litið notaða karlmannafatnaði. — Tækifærisverð. Sími 3927. Pantið í tima, i síma 3416. — Kjötverslun Kjartans Milner. (757 Nokkur ný 4-manna tjöld með öllu tilheyrándi til sölu. — Uppl. í síma 3474. (433 Vil kaupa barnakerru. Uppl. í síma 4008. (428 Túnþökur óskast. Sími 3394. (420 Reiðhestur til sölu. Uppl. á Óðinsgötu 4, annari hæð, til kl. 3, eftir þann tíma á Bragagötu 29. — (419 Laxveiði. Nokkurir dagar í Elliðaánum, fyrir eina stöng, fást keyptir. Uppl. gefur Kristinn Sveinsson, Skólavörðustig 19, , (436 IftVINNA Kaupakona óslcast. Uppl. í kveld á Nýlendugötu 21. Sími 3917. (442 Vinnumiðlunarskrifstofan (Alþýðuhúsinu), sími 1327, hef- ir ágæt heimili í sveit fyrir kaupakonur; einnig geta nokkr- ar síldarstúlkur komist að enn- þá. — (391 Loftþvottar og utanliússþvott- ar. Símar 2042 og 4661. (16 Dömukápur, kjólar og dragt- ir, er sniðið og mátað. Sauma- stofan, Laugaveg 12. (167 Permanent fáið þér best í Venus, Austurstræti 5. Sími 2637. (2 Unglingstelpa 12—15 ára gömul óskast til að gæta barns. Uppl. á Njálsgötu 32. (430 Laghentur drengur óskast í nýju leikfangagerðina. Sími 3749. • ■ 437 2 stúlkur vantar í heyvinnu strax að Jaðri í Hrútafirði (rétt við Reykjaskóla). Uppl., Leifs- gölu 28. (434 ITIUQÍNNINCÁEJ )Ir" FRÓNSFUNDUR annað kveld kl. 8y2. (438 ■ leicáM Fólksbifreið óskast til leigu mánaðartíma. Lítil brúkun, að- eins um helgar. Tilboð, merkt: „Bifreið“ sendist Vísi fyrir kl. 6 á laugardagskvöld. (424 [TAPAf) FUNDIf)] Gamalt. karlmapnsreiðhjól fundið. Vitjist í Pípuverksmiðj- una, Rauðarárstíg. (435 MATSALA: Spitalastíg 6 (uppi) FELAGSPRENTSMIÐJAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.