Vísir - 15.07.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 15.07.1936, Blaðsíða 3
V 18 I R Símar Vísis: 4600 Ritstjóri, heima. 4578 Ritstjórn (10—2) og aug- lýsingastjóri (9—12). 3400 Afgreiðsla og bókhald (9—7). 2834L Auglýsiiigíistjóri (1—7) og sunnudagsblað Vísis fyrst um sinn. togara fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi, eða með öðrum orð- um ca. 1 togara á viku. Það eru staðreyndir, að dönsk varðskip, undir stjórn annara skipherra, hafa tekið fjölda togara fyrir ólöglegar veiðar, m. a., kom „Fylla“ í fyrstu ferð sinni hingað til lands, inn með 8 togara í einu. Ummæli hr. G. B. verða því, vægast sagt, að stimplast sem ósannindi. Það væri mjög leitt ef slik ummæli, sem hr. G. B., i sínu blindra hatri lil alls sem danskt er, lætur frá sér fara, skyldi verða til að liafa áhrif á liina góðu sambúð þessara tvegg'ja landa. Hann veit ekki að í Dan- mörku lætur enginn skynsam- ur maður sér koma til hugar að blanda sér í íslensk innanlands stjórnmál, og fyrir oss Dani, sem hér búum á íslandi, og elsk- um þetta vort nýja föðurland, er það mjög sárt að verða fyrir slíkum óréttmætum, ástæðu- lausum og óréttlátum árásum, sem hr. G. B. lætur sér sæma. C. A. Broberg. Skálhoitsstaðnr oo Hallgrímskirkja. Dr. Björn Þórðarson Iögmað- ur hefir ritað grein, er birtist í Morgunblaðinu 10. þ. m. um endurreisn Skálholtsstaðar. Greinarhöfundur vill, að Skál- holtsstaður verði helgaður minningu Hallgríms Pétursson- ar, og bendir á, að þar eigi Hall- grímskirkja að standa. — Það er nú að sjálfsögðu brýn nauð- syn, að þjóðin leggi fylstu rækt við þá staði, er voru merkustu liöfuðból landsins á sinni tíð. Og þar á meðal er hið forna biskupssetur, Skálholt, sem nú er orðið ríkiseign. Kirkja sú, og aðrar byggingar, sem nú eru í Skálholti, eru alls ekki sam- boðnar söguhelgi þess staðar. - Hvað viðvíkur Hallgrims- minningu í sambandi við Skál- holtsstað, virðist nægja að minnast þess, að áliifarík vin- átta var með þeim, Hallgrími og einum hinna merkustu og mikilhæfustu Skálholtsbiskupa, Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Mun biskup hafa verið sannur velunnari og velgerðarmaður H. P. Enda reyndist Hallgrímur sem göfugasti vinur og liuggari biskupsfjölskyldunnar þegar í raunir rak. — En þrátt fyrir þetta er að mínu áliti flest sem mælir gegn þeirri uppástungu, að Hallgrimskirkja verði reist í Skálholti. Það er kunnugt, að Hallgrimur Pétursson vann hina mikilvægustu þætti æfistarfs sins á þeim árum sem hann var sóknarprestur til Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd. Það eru glöggar heimildir til fyrir þvi, að þar orti liann sín fögru, sí- gildu ljóð, sem sé Passíusálm- ana, og útfararsálminn fræga: Alt eins og blómstrið eina. í Saurbæ starfaði hann mestallan tíma prestskapar síns. Líkindi eru til, að honum hafi þótt sá staður yndislegur, og þar hafi hann unað best hag sínum með- an hann hélt lieilsu. Og þó að hann, á síðari árum æfi sinnar, er lioldsveiki tók að þjá hann, „gæfi upp staðinn“, og dveldi síðast í nágrenni við Saurbæ á tveim bæjum — Kaíástöðum og Ferstiklu, og létist á hinum síð- arnefnda, þá má þó telja víst, að hugur skáldsins hafi jafnan livarflað að kirkjustaðnum, þar sem hann, trúarhetjan, „er svo vel söng, að sólin skein í gegn um dauðans göng“ — hafði oft- ast staðið og þjónað fyrir drott- ins altari. — Enn er þó ótalin sú meginástæða, er vissulega mun, að flestra dómi styðja ein- dregið þá skoðun, að Hallgríms minningarkirkja verði reist í Saurbæ, og hún er sú, að á þeim stað var lík þessa mikla skálds lagt í jörðu. — Þar er gröf hans. — Það geta þvi naumast orðið mjög skiftar skoðanir manna um það, að hin fyrirhugaða Hallgrímskirkja ■—■ sem þegar hefir safnast nokkurt fé til — eigi að rísa við leiði Hallgríms — og hvergi annarstaðar. — Reykjavík, 28. júní 1938. P. P. Jarðarför Eggerts Briem liæstaréttar- dómara fór fram í gær að við- stöddu fjölmenni. Sira Þor- steinn Briem flutti húskveðju, en síra Bjarni Jónsson ræðu í kirkjunni. Vinir og frændur hins framliðna merkismanns báru kistuna í kirkju og kirkju'- garð, en lögfræðingar (dómar- ar og málaflutningsmenn) úr kirkju. — Veðrið í morgun. I Reykjavík 11 stig, Bolung- arvik 8, Akureyri 10, Skálanesi 11, Vestmannaeyjum 10, Kvíg- indisdal 9, Ilesteyri 8, Gjögri 6, Blönduósi 9, Siglunesi 6, Gríms- ey 8, Raufarhöfn 8, Skálum 8, Fagradal 8, Papey 11, Hólum í Hornafirði 12, Fagurliólsmýri 10 Reykjanesi 11. Mestur liiti hér í gær 17, minstur 8. Sólskin i gær 11,5 st. — Yfirlit: Víðáttu- mikil lægð yfir Bretlandseyjum og Noregi. Hæð ýfir Grænlandi. Horfur: Suðvesturland: Breyti- Jeg átt og hægviðri. Sumstaðar skúrir. Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir: Norðaustan kaldi. Urkomulaust. Norðurland, norðausturland, Austfirðir: Norðaustan kaldi. Dálítil rign- ing eða súld. Suðausturland: Norðaustan kaldi. Sumstaðar skúrir. Síldarsöltun hófst aðfaranótt þriðjudags í Djúpavík. Voru þá saltaðar þar 400 tn. og er það fyrsta síldin, sem á yfirstandandi síld- arvertíð er söltuð til útflutnings. Kveldúlfstogararnir hafa aflað sem hér segir: Skallagrímur 6700 mál, Þór- ólfur 4/00, Egill Skallagríms- son 5000, Snorri goði 5900 (að meðt. karfa), Arinbjörn hersir 3200 og Gulltoppur 7400 (að meðt. karfa). Skallagrímur, Gulltoppur og Egill Skalla- grímsson voru inni í gær til þess að taka kol. Höfðu þeir 200—1000 mál livor. Skipstjór- arnir segja veður hamla veið- um. Er stöðug þokusúld og bræla. Sáíímálasjóður. Athygli skal vakin á því, að umsóknir um styrk úr Sátt- málasjóði (danska lilutanum) eiga að vera komnar til stjórnar sjóðsins í síðasta lagi 31. ágúst næstkomandi. Úthlutað verður 20.000 kr. Utanáskrift: Be- styrelsen for Dansk-islandsk Forbundsfond, Kristiansgade 12, Köbenhavn K. Kveðjuhljómleikar Einars Ivristjánssonar óperu- söngvara verða í Gamla Bíó i kveld. Hefjast kl. 7.15 stundvís- lega, — Bæjarstjórnarfundur verður lialdinn á morgun á venjulegum stað og tíma. Mörg mál á dagskrá. Kosinn verður maður í Barnaverndarnefnd í stað Sigurðar heitins Jónssonar skólastjóra. Ákvarðanir munu og verða teknar um ráðning á starfsfólki við Sundhöllina. Skipafregnir. Brúarfoss er í Kaupmanna- höfn. Dettifoss fór frá ísafirði í morgun á leið til Patreksfjarð- ar. Lagarfoss var á Kópaskeri í gær. Selfoss er á leið frá Grimsby til Antwerpen. Gull- foss fór áleiðis vestur og norð- ur í gær. Goðafoss fór frá Hull i gær áleiðis lil Vestmannaeyja. Primula kom i morgun með um 60 farþega. M.s. Dronning Alex- andrine fór frá Færevjum kl. 1114 í gærkveldi áleiðis til Vest- mannaeyja. Frá Djúpavík. Togararnir, sem leggja upp síldarafla sinn í Djúpavík liöfðu i gær aflað sem hér segir: Tryggvi gamli um 8000 mál, Surprise um 8200, Ólafur um 7100, Garðar um 8000, Kári um 5000 og Iiannes ráðherra um 3300 mál. Stormar liafa verið að undanförnu og þvi minni afli borist á land. Tryggvi gamli og Garðar voru inni i gær Tryggvi gamli með 800 mál, Garðar með 452 og Kári með 400. Er þessi afli talinn með i y f irlitsupptalningunni hér að ofan. Arrandora Star, breska skemtiferðaskipið, kom í morgun, með um 380 far- þega. Fóru á annað hundrað þeirra til Geysis og Gullfoss, en aðrir til Þingvalla og um ná- grenni Reykjavíkur. Helgi Zoega & Sons annast móttökur ferðamannanna. Ferðafélag íslands. Þórsmerkurför. Ferðinni er beitið austur undir Eyjafjöll og eftir endilangri Þórsmörk. Lagt af stað úr Reykjavík kl. 10 f. h. á laugardag og ekið austur yfir Markarfljótsbrú að Gljúfra- búa og Seljalandsfossi, siðan austur með Eyjafjöílum alla leið að Skógafossi. Þar verður snúið við og ekið að Markar- fljótsbrúnni og farið upp að Stóru-Mörk og gist þar. Á sunnudagsmorgun verður farið ríðandi inn í Þorsmörk. F ai ið yfir Steinholtsá og Krossá, Stakkholtsgjáin skoðuð, en hún er ein stórkostlegasta gjáin hér á Suðurlandi. Þá verður farið inn í Stórenda um endilanga „Mörkina“, um Langadal og vestur í Húsadal, en þar var síðast bygð í Þórsmörk. Þórs- mörk er einn af dásamlegustu blettum landsins, bæði hvað snertir tilbreytni og fegurð og þaðan er undrafalleg fjalla og jöklasýn. Þá verður riðið vestur yfir vötnin að Múlakoti, en ek- ið þaðan til Reykjavíkur á sunnudagskveld. — Farmiðar seldir í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar til kl. 4 á föstu- dag. — NB. Bílferðin 19. þ. m. að Ileiðarbæ, um Nesjavelli, Grafning, niður með Sogi um Hellisheiði til Reykjavíkur, verður ekki farin. ískmd í hollenskum blöðum. Að tilhlutun dr. Alexanders Jóhannessonar liefir komist á samvinna um það milli Hol- lendinga og íslendinga, að fræðandi greinir um ísland verði birtar í hollenskum blöð- um og greinir um Holland í ís- lenskum blöðum. — Annast F erðaskrifstof a ríkisins um birtingu greinanna. í hollensk- um blöðum hafa nýlega fyrstu greinarnar af greinaflokkinum um Island og er liöfundur þeirra Ragnar E. Kvaran. — Önnur greinin nefnist „Eiland van Contrasten“ og birtist í „De Arnhemmer“, „Aners- foorthsch Dagblad“ og a. m. k. einu hollensku blaði til.. Hin greinin mun og hafa birst í all- mörgum hollenskum blöðum. Fyrri myndinni fylgir mynd af Geysi. — Þá hafa liollensk blöð getið allitarlega íslensku sýningarinnar í Utrecht, í sam- bandi við minningarhátíð há- skólans þar, er Iiáskóli Islands gaf Utrecht-háskóla myndar- legt safn nýíslenskra bók- menta. Yeröur þessara greina getið síðar. (FB.). Kkemíiför Guðspekifélagsins. Guðspekingar fara í skemti- för, ef veður leyfir, næstkom- andi laugardag suður á Álfta- nes. Lagt verður af stað frá Guðspekifélagshúsinu kl. 6 siðd. Fél. tilkynni þátttöku í ferða- laginu til Sigurðar Ólafssonar rakara, Eimskipafélagshúsinu. Félagar mega bjóða með sér gestum. Gengið í dag. Sterlingspund ......Kr. 22.15 Dollar .............— 4.41% 100 ríkismörk .... — 177.99 — franskir fraukar — 29.32 — belgur ...........— 74.76 — svissn. frankar . — 144.57 — finsk mörk .... — 9.93 — pesetar ..........— 61.32 — gyllini ..........— 301.05 — tékkósl. krónur — 18.63 — sænskar krónur — 114.36 — norskar krónur — 111.44 — danskar krónur — 100.0 Gullverð ísl. krónu er nú 49.86. Næturlæknir er i nótt Jón Norland, Skóla- vörðustíg 6 B. Simi 4348. Næt- urvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið 1 kveld. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljóm- plötur: Létt Iög. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Fræðslulöggjöfin (Ásgeir Ásgeirsson, fræðslu- málastjóri). 20,40 Hljómplötur: a) Lög eftir Brahms; b) Nú- tímatónlist (til kl. 22,00). Mesta vanda- mál Japana. New Yorlc. — FB. Samkvæmt skýrslum, sem birtar liafa verið af Kvrrahafs- félaginu, sem hefir með höndum að vinna að bættri sambúð þeirra þjóða, sem eiga lönd að Kyrrahafi, nemur árleg x iðbót þeirra, sem Japanir verða að sjá fyrir atvinnu, 500.000 í næstu 20 ár, og enda þótt þeim takist þetta, er ekki hægt að taka dýpra í árinni en svo, að þá má segja, að þeir hafi lagt grundvöll að því, að ráða fram úr hinu mikla vanda- máli þeirra, að sjá hinum mikla fjölda, sem í rauninni er ekki Skemtisamkoma. U. M. F. Baula heldur sína árlegu skemtisamkomu að HreSavatni n.k. sunnudag (19. júli). Danspallur hefir verið gerður í fögrum skógarlundi og spilar þar hljómsveit fyrir dansinum. Ágæt ferð er að fara með Laxfossi á Iaugardaginn (kl. 5.30) og tjalda i einhverjum af hinum fögru og indælu stöðum á Hreða- vatni um nóttina og fara svo til Reykjavíkur með Laxfossi á sunnu- dagskvöld. Andúd gegn 1 Rúmeníu hefir brotist út oft að undanförnu og er uitt kent undirróðri þeirra, sem vilja samvinnu við Þjóðverja. Titulescu hótaði að segja af sér út af þessum málum, en bráðabirgðasam- komulag hefir náðst, þar sem kröfur hans hafa verið teknar til greina. Titulescu vill samvinnu við Frakka áfram. London í morgun. Fregnir frá Bukarest herma, að mikil andúð hafi að undan- förnu oft og víða verið látin í ljós gegn Frökkum á ýmsum stöðum í Rúmeníu. En Rúmen- ar hafa sem kunnugt er haft hina nánustu samvinnu við E rakka, hernaðarlega og stjórn- málalega, og Frakkar hafa gert alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að efla vinfengi milli sín og Rúmena og annara Litla bandalagsríkjanna, svo og Pól- verja. En þjóðverjar reyna nú sem mest þeir geta að efla sín áhrif í þessum löndum. Atburðir þeir, sem að fram- an er vikið, uin andúð i ljós látna gegn Frökkum, eiga rætur sínar að rekja til undirróðurs gegn þeim, er vilja halda við samvinnunni við þá. Hefir leg- ið við, að stjórnarskifti yrði eða minsta kosti breyting á skipun stjórnarinnar af þessum sökum, og hótaði Titulescu utanríkis- málaráðherra Rúmeníu því, að segja af sér, ef ekki yrði gerð- ar nægilegar ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir að menn léti í ljós andúð gegn Frökkum og þeim, er fylgja þeim að mál- um. Hélt Titulescu þvi fram, að ef slíkt framferði og að fram- an getur, væri þolað, mundi það baka sér svo mikla erfiðleika út a við, að hann treysti sér ekld til að gegna embætti sínu á- fram. Samkomulag hefir nú náðst milli Tatarescu og Titulescu. Segir Titulescu ekki af sér að svo stöddu, en Tatarescu mun leita$t við að framfylgja kröf- um hans. (United Press—FB). rúm fyrir heima í Japan, fyrir atvinnu. Árið 1950 verða þeir, sem eiga fyrir fjölskyldum að sjá, 10 miljónum fleiri en 1930 og aukin iðnaðarframleiðsla er helsta von Japana. Sjálfum er Japönum að verða ljóst, að þetta mál verður ekki leyst með því einu, að slcapa nýja mark- aði fyrir japanskar vörur á meginlandi Asíu og viðar, lield- ur verði Japanir sjálfir að nota sína eigin framleiðslu langtum meira en þeir geri. Útgjöldin, sem af vígbúnaði leiðir og þeirri stefnu, að ná yfirráðum yfir nýlendum eða skattlönduin á meginlandi Asíu, eru orðin svo mikil, að fé er ekki fyrir hendi til nauðsynlegra fram- kvæmda. Og þvi meiri sem á- gengnin er þvi meiri tregða er hjá ýmsum þjóðum, að kaupa japanskar vörur. Hinsvegar er sú skoðun almenn í Japan, að mikil nauðsyn sé á því, að þeir ráði sjálfir yfir nauðsynlegum liráefnalindum. — Tilraunir stjórnarinnar til þess að fá Jap- ani til þess að setjast að erlend- is hafa borið lítinn árangur. Flestir voru útflytjendurnir 1933 eða 27.000 (en 14.400 komu lieim á sama tímabili). 1926—1930 nam raunveruleg- ur útflutningur aðeins 28.000, en á sama tima jókst íbúatala landsins um 4.700.000. — Alls eru ekki búsettir nema 250.000 Japanir í Mansjúríu. (United Press—FB). Furduleg lækninga- aögerö. Oslo, 14. júli. I Gjövik sjúkrahúsi hefir læknir að nafni Rö framkvæmt lækningaaðgerð, sem engin dæmi eru til i Noregi. Verka- inaður frá Torpa hafði lent ineð annan handlegginn i sögunar- vél og misti við það framhand- legginn. Hann var fluttur í Gjö- vik sjúkrahús og voru liðnar þrjár stundir frá þvi slysið vildi til, er hann var lagður á upp- skurðarborðið. Framhandlegg- urinn, seiri maðurinn liafði mist, virtist þá líflaus, en lækn- irinn gerði tilraun til þess að græða hann við liandlegginn, án þess þó að gera sér nok.kura von um, að þessi lækningaraðgerð mundi heppnast, en i dag er til- kjmt frá sjúkrahúsinu, að líkur séu til, að hún hepnist vel, þvi að maðurinn geti nú þegar lireyft handlegginn lítils háttar og fingurna næsíum eins og vanalega. (NRP. — FB.). Kaupmannahöfn, 14. júlí. Eánkaskeyti. FÚ. Tilraunaflug með viðkomu á Islandi byrja að sumri. f I tilefni af skeytum sem bor- ist hafa frá Wasliington undan- farið um það, að flugfélögin; Pan-American Airways og Imperial Airways væru uú gengin í samband um það, að; opna sameiginlega flugleið ytu sunnanvert Atlantshaf, og bvrja þá starfsemi innan sex vikna, hefir fréttaritari útvarpsins i Kaupmannahöfn snúið sér til umboðsmanns Pan-Ameriran Airways í Kaupmannahöfn, og spurt liann um þetta mál. Um- boðsmaður félagsins er Botved flugkapteinn. Hann segist ekk- ert hafa heyrt ennþá um stofn- un þessa nýja flugsambands, en hann verði að líta svo á, að not- kun suðurleiðarinnar útiloki það ekki, að einnig verði komið upp flugferðum á norðurleið- inni með viðkomu á Islandi. Hann fullyrðir, að Pan-Ame- ríkan Airways hafi i hyggju, a hefja tilraunaflug ^meS vi - komu á íslandi, á ánnu 1937.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.