Alþýðublaðið - 15.07.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.07.1928, Blaðsíða 3
ALÞÝBUBLASHI 3 n Höfum til: Gaddavir, Girðinganet, Vírlykkjur, Þakjárn, Þakpappa. og útflutmngshafta. Að eins átján af mörg hundruð núgildandi bönnum leyfð framvegis. Samn- ingurinn gengur í gildi árið 1930, ef átján ríki hafa þá samþykt hann. Khöfn, FB., 14. júlí síðd. Frásögn Mariano ogZappi. Frá Moskvu er símað: Sjuk- novski lenti nálægt Kap Platen á Norðaustur-Spitzbergen. Maxi- ano og Zappi segjast hafa skilið Malmgren eftir einsamlan fyrir mánuði síðan á Broch-eyju, sem er nokkru fyrix vestan Foyn- eyju. Halda þeir því fram, að það hafi verið að beiðni hans. Pað er talið víst að Malmgren hafi handleggsbrotnaö er loftskip- ið rakst á ísinn og verið kal- inn á fótum, er þeir Mariano og Zappi skildu við hann. Er því talið víst, að hann sé látinn. Samkvæmt fregn frá Kra'ssin var öllum Viglieri-flokknum bjargað. Er líðan þeirra álllra góð, að und- anteknum Cecioni, sem er fót- brotinn. — Nánara um fund loft- skipsflokksins er ókomið. Svíar láta leita að líki Malmgrens. Frá Stokkhólmi er simað: Stjórnin í Svíþjóð hefir beðið smnsku leiöangursmennina að leita að líki Ma'lmgrens. Telur stjórnin, að henni beri að stuðla að því að skýrslur hans finn- ist. Stjórnin hefir og ákveðið, ef lik Malmgrens finst, að iláta kryfja það W2/'?A éw '//M V Nýboiin: falleg, einlit Kjólaftau. Flanel, allir Iltir, Sllkislæðnr m. teg. og fallegir Kven-skmnhanzkar. Mussolini pakkar Rússum. Frá Rómaborg er símað: Mus- solini hefir sent skipstjórannm á ísbrjótnum Kiassin þakkarskeyti. Nobile tilkynnir að hann hafi skilið við f’okk sinn i mesta bróðerni. Khöfn, FB., 15. júlí. Frá Stokkhólmi er símað: No- bile hefir tilkynt, að Malmgren, Zappi og Mariano hafi álitið það yonlaust, að Nobile-flokkurinn myndi ná radiosambandi við um- heiminn, og lögðu þess vegna af stað tál lands. Skilldu þeir við Nobile í mesta bróðerni. Tornberg og Malmgrenflokk- urinn Thornberg, foringi sænsku leið- angursmannanna, símar stjóminni í Svíþjóð, að Zappi og Mariano segi, að þeir hafi fengið öll mat- vælin, þegar Malmgren var skil- inn eftir nálægt Brocksfeyju. Lagaleg rannsókn heimtuð út af dauða Malmgrens. Norsk og sænsk blöð heimta lagalega rannsókn út af dauða Malmgreins. Nobile biðstvægðar. Nobile hvetur Mowinokel og Norðmenn til þess að forðast að kveða upp dóma yfdr sér, áður en fullnægjandi upplýsingar séu fengnar. AtvMinntækiii ogislenzka p|óðln eftir Árna Ágástsson. Bændum má skiftaí þrjá flokka eftir efnahag. I fyrsta flokki eru sjálfseignarbændur, sem eiga sparifé. 1 öðrum flokki leiguil ið- ar, bjargálnamenn. i þriðja flokki þeir, sem naumast komast af án sveitarstyrks. Sá flokkur bænda, sem bezt er stæður efnalega, hefir valið þann kost að geyma fé sitt í bönkum og sparisjóðum frem- ur en að leggja það í samvinnu- fyrirtæki, sem gæti trygt öryggi landbúnaðarins. Slikt hefir byr skapað órétti og ójöfnuði. Lykl- um að fjárhirzlum landsmanna hefir borgaravaldið xáðið. Lán- veitingar úr þeim hafa því naum- ast þekst til fátækra bænda. Hér.á undan var minst á vis- irinn til flokksvaldsins, sem myndast hefði í bæjunum. Flokk- ur þessi nær talsvert bráðum þroska. Einkum vex hann á ár- unuín 1914—’18, er ófriðurinn mikli geysaði um Norðurálfuna. Þá fara að koma í ljós ávextir þeirrar iðju og hugsana, sem hann er alinn upp við. Reyk- vískir braskarar venja komur sín- ar til bænda og kaupa af þeim jarðSr. Þá munu bændur ekkL hafa gert sér ljósa grein fyrir því, að hættuleg brasköld væri að byrja, öld eymdar og ófarnaðar. Því siður munu bændur hafa greint það, að þessir glæsiLegu jarðakaupmenn höfðu þeirra eigið sparifé í höndum, er þeir borg- uðu jarðirnar með. J'arðirnar notuðu braskaramir tii rányrkju. Heyjuöu tún og engjar og fluttu allar afurðir landsins til bæjanna. Á skömm- um tíma urðu jarðirnar litt byggi- legar vegna óræktar, sem rán- yrkjunni fylgir. Þannig gengu jarðirnar sölum og kaupum, unz þær lögðust í eyði eða einhverjir byggðu þær, sem voru fremur til byrði en léttis í sveitarfélag- inu. Slík er hin raunverulega aíleið- ing einstaklingshyggjunnar, þar sem alt er miðað við stundar- gróða einstaklingsins. Á þessum tíma koma einnig í Ijós útgerð- arbraskarar. Æfintýramenn, sem freista vilja gæfunnar á kostnað annara. Þeir vaxa einnig upp í skjóli pddborgaravaldsins. Þeir hafa greiðan aðgang að sparifé þjóðarinnar. Þeir gera út til síld- og fiski-veiða. Lýðurinn telur þá framfaramenn. Gerir sér glæsiieg- ar.vonir um, að framtak þ'eirra skapi atvinnu og slíkt sé góðra gjalda vert. En tilgangi slíkra manna með atvinnurekstri sínum hefir ekki verið gefimn sá gaum- ur, sem vert er. Væri því rétt að gera hér nokkra grein fyrir því, hvaða hvöt ræður mestu í eðli þeirra, er stofna til reksturs atvinnutælqa. Svo muu víst, að flestir þeir, er byrjuðu útgerð á stríðstímanum, hafi haft meiira og minna af fé þjóðarinnar til þess að koma skriði á reksturinn. Var á þeim tíma auðsótt fé til út- gerðar, sem fyrr er drepið á. Hvatti slikt marga Unga menn tli brasks, sem von væri um, að gæti fullnægt þrá þeirra til þess að eignast gilda fjársjóði á skömmum tíma. Með braskinu skapaðist hagsmunaeðli einstak- lingsins von um að gróðinin af atvinnurekstrimum yeitti; honum vald yfir öðrum. Bröskurum var sú von eldur í raun. Þeir höfðu lesið um ýmsa auðkýfinga í heiminum, sem höfðu komið upp fyrirtækjum. Þau höfðu siðan fært milljónir gullpunda i fjárhirzlur eigend- anna. Þeir höfðu atvinnu veitt fjölda manna og fengið lof lýðs- ins að launum. Nokkrir þessara auðmanna höfðu öðlast auð í vöggugjöf. Aðrir höfðu verið fá- tækir og umkomulitlir í æsku. Orðið að vinna baki brotnu, en enga ávexti séð þeirrar vinnu nema lítilfjöriegt lífsviðurværi. En svo komu þeir upp fyrirtækjum á einn eða annan hátt. I vininu hjá þeim er múgur og marg- rnemnj. Þá breytast lífskjör þeirra. Lúnar hemdur vinnulýðsins eru á öllum timum að skapa auð, sem varið er til þess að byggja haíl- ir auðkýfinganna, sem nota stór- iðjufyrirtækin og hinar tröllauknw vélar nútímans til þess að draga til sín alilar gjafir guðs undir 'sólinni. 1 slikum höllum njóta eig- endumir, stóribjuhöldarnir, lífsins. Þetta er alvarlegt íhugunarefni fyrir íslenzka alþýðu. Maður, sem vinnur hvern dag í sveita sins andlitis, ber lítið úr býtum, en sá, sem hefir á einhvern hátt eignast atvinnutæki og gerir sjálfur ekkert nema njóta lífsins og eyða auði, safnar ógrynni f jár. Slík leið tíj þess að hefja slg íu-PP yfir fjöldann hefir mörgum reynst girnileg til fróðileiks. Hana fóru íslenzkir braskarar á stríðs- árunum og fara enn. Hættam við að leggja þá leið undir fót var lítil fyrir einstaklinginn, svo vel hafði valdsflokkurinn íslenzki bú- ið í haginn fyrir brasklýðilnn. Brasklýðurinn starfrækti síðan at- vinnutækin. Þjóðin söng hohum lof og dýrð fyrir dugnað, hagsýni og vilja. En er reikningar þess- arar braskaldar voru að nokkru gerðir upp koin í ljós, að sumir höfðu oröið gjaldþrota. Þeir gátu ekki greitt sparisjóðum þjóðar sinnar féð, sem þeir höfðu eytt í áð freista gæfu auðmannsins. Slíkt hafði margþættar afleið" ingar. Einri þáttur þeirra var sá, að skilvísir menn, sem skift höfðu við bankama, urðu að, greiða okurvexti af lánum sín- um. Sáklaus leið fyrir sekan. Auk þessa hafði slíkt lamandi á- hrif á viðskifta- og framkvæmda- líf þjóðarinnar. Fjöldinn leið fyrir einstaka fjárglæframenn. Aðrir, er ráð höfðu á atvinnutækjunum, græddu stórfé. Slíkum mönnum var auðvitað Iof kveðið. Voru taldir bjargvættir þjóðfélagsins. Þeir uku útgerðina og þörfin fyrir starfskrafta varð æ meiri. Meira. Um daginn og ve§Inn. Aðvörun frá atvinnmnálaráðu- neytinu. Ot af því að ýmsar sendingar flytjast enn hingað í hálmum- búðum, þrátt fyrir skýlaust bann gegn innflutningi á hálmi í lög- um nr. 11, 23. apríl 1928, eru menn hér með aðvaraðir um það, að frá 1. ágúst næstkomandi verður sektarákvæðum téðya laga stranglega beitt, jafnframt því

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.