Vísir - 08.11.1936, Side 2

Vísir - 08.11.1936, Side 2
2 YÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Óli sýsluskrifari. öli sýsluskrifari reið í réttirn- ar og drakk sig augafullan. Morguninn eftir var liann sár- lasinn, enda var liann óvanur öllu fylliríi og' mesti reglu- piltur- -— Hann lá í öllum föt- um ofan á sænginni og skalf eins og hrisla í stormi. Hvernig var þetta annars og livenær kom eg heim, sagði hann við sjálfan sig. Hann settist framan á og svimaði dálítið. Én þá kom óræstis klígjan, svo að liann varð að halla sér út af á ný. Óli sýsluskrifari var óneitan- lega hálfgerður einfeldning- ur, en samviskusemin sjálf. Honum þótti embætt sitt hið virðulegasta, þó að kaupið væri lágt. Þáð var ekki slorlegt, að sitja þarna inni hjá borðalögðum sýslumannin- um og fá að vera viðstaddur öll réttarhöld. Þau gátu verið iskemtileg og voru það oft. Hann hafði eiginlega gaman að öllum málum, sem fyrir réttinn komu, en skemtilegust voru þó barnsfaðerpismálin. ÓIi dreif sig fram í eldhús og slokaði i sig ósköpin öll af köldu vatni. Þorstinn minkaði í bili, en ógleðin var söm og jöfn. — í skrifstofuna verð eg að komast, sagði hann við sjálfan sig, og það upp á stundina — á undan sýslumanninum, eins og eg er vanur. Svo lagði hann af stað. En þegar í skrifstofuna kom, var hann svo sár-lasinn, að hann gat á engu verki snert og með engu móti haldið sér uppi. Hann barðist við ógleðina og þorstinn tók að kvelja hann á nýjan leik. Undarlegur andskoti hvernig þetta brennivin fer með mann, hugsaði Óli sýsluskrifari. Og ekki skal einn dropi af þeim óþverra inn fyrir minar varir koma héðan í frá og að eilífu. Ekki einn pennadropi !• Því heiti eg þér, Fríða mín elskan, og yður lika, húsbóndi minn, em- bættisbróðir og yfirvald! — Klígjan var óþolandi. Og verkir um allan skrokkinn. Óli sýsluskrifari gat með engu móti setið í stólnum sínum. Hann lét fallast á gólfið og bað guð al- máttugan að fyrirgefa sér og hjálpa sér. — Hann treysti sér ekki til að risa á fætur að sinni. Og nú hlaut sýslumaðurinn að koma á hverju augnabliki. —- Ilann rekur mig eins og hund, sagði Óli við sjálfan sig, ef hann kemst að því, að eg hafi verið fullur. —- En að eg reyni að skreiðasl heim og láti svo skila ])ví til lians, að eg sé fárveikur.------Óli brölti á fjóra fælur, en þá kom svim- inn, afleitur svimi. — Nei — það er algerlega vonlaust.----- Þau sjá um það, að eg missi embæítið, skötuhjúin tvö — svima-skrattinn og klígjan. — ---- Og nú er hann að koma, sýslumaðurinn. — Guð almátt- ugur varðveiti mig. Bara að eg væri nú steindauður. — ÓIi sýsluskrifari lagðist á hakið og lokaði augunum. Það var ekki um annað að gera, en að taka því, sem að liöndum hasri. .— Iívers vegna liggi þér þarna? Óli skildi ekkert í því, hversu rödd sýslumannsins var köld og kærleikslaus. — Eg er svo óttalega veikur, svaraði Óli. og gerði sig sem aumastan. — Eg hehl það sé lungnabólga. Eg er víst að devja. —- Eg ætla að eiga það við yður, Óli minn, að fara ekki að taka upp á þeim skolla, að deyja hér í skrifstofunni minni. Reyni ])ér heldur að komast heim og sálast þar. Mér mundi nú finnast eins Og eg dæi í sjálfu embættinu, ef himnafaðirinn léti sækja mig hingað. — — Eg hefi alla tíð elskáð vður og blessað embætt- ið næst skaparanum og henni Fríðu minni. —- Nú kom eitthvað slæmt upp í munninn á Óla, en hann kingdi því jafn harðan. Hvar liafi þér allar þessar miklu kvalir? - - Bara lireint og beint um allan líkamann, eins og hann er langur til. — Þá er það ekki lungna- bólga. —- Nei. Það er líiclega eitt- livað annað. — Yæri elcki réttara að ná í lækninn ? — Nei — nei — nei — nei. —■ í öllum guðanna bænum. Þetta er lærður skratti og mundi sjá hveritig í öllu liggur. — — Væri það ekki ágætt? - Nei — elskulegi herra sýslumaður. Eg er hræddur við læknavísindin. — Eg skal nefni- lega segja yður, að eg tók svo- lítið inn í gærkveldi----- — Tólcuð inn? - ,Iá setti það í mig — svona í örvæntingii, sem maður segir. — Ilvað settuð þér i yður ? — Ekki svona Iiöstugur, elsku —■ hjartans sýslumaður. —?------Það eru nefnilega þess- ar ógurlegu sorgir. Eg er svo kvalinn á sálinni - Og það gef - ur ekki 'eftir kvölum holdsins. - Hvað settuð þér í yður?, — Ætli það hafi ekki verið svona eins og ofurlítil vitund af eitri.-----Engin stór ósköp náttúrlega — en þó nóg til þess — Nög til hvers? — Að eg fái lausn í náð frá öllu saman — embættinu og lífinu.---r- Míg langar svo sem ekki til að deyja, ekki svona í raun og veru.-------Og svo er nú lika eitt barnsfaðernismálið á döfinni. ----- Og þá eru alt af eins og blessaðír hátiðisdag- ar hérna hjá okkur. Okkur? — Eða mér að minsta kosti. Og stundum hafi þér nú hrosað Jíka, herra sýslumaður, svona út i annað munnvikið og mér til samlætis. Ójá, ekki veit eg bet- ur. Heyri þér, ÓIi minn. Skild- ist mér eklci rétt um daginn, að þér æltið kærustu-grey hérna í næsta húsi? — Hún vill mig ekki lengur. Henni líst miklu betur á Iiann Steina - nýja húðarmanninn. —- —: Það er þó ekkert em- hætti, lield eg, að standa í búð. En svona er blessað kvenfólk- ið. Það vill alt af eitthvað nýlt og nýtt. Eg liefi svo sem oftar en núna verið rétt að segja húinn að missa Iiaría Fríðu út úr höndunum á mér. — Eg kann ráð við þessu, Óli minn, sagði vfirvaldið. ÓIi reis upp á ölnboga og fann nú mikJLu minna til svim- ans og klígjunnar. Hann sagði: Svona er lærdómurinn. Og ráð- ið — það er —? — Hnappheldan, drengur — lmappheldan! - Ekki líst mér á það, sagði Óli sýsluskrifari og vonin dó í augum hans. — Hún er vör um sig, blessunin. Eg fæ liana ald- rei í haftið, nema því að eins, MINNISVARÐINN Á DYBBÖLHÆÐ.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.