Vísir


Vísir - 16.11.1936, Qupperneq 3

Vísir - 16.11.1936, Qupperneq 3
■aríiíiri^i^ii^rt ryáhfrv i-'-'-rvriin • ;«i.y4>svaaw,wi wr • •——«•'i^yyagif *»»#»* *>»«íiKf^iriTr««Mfinnir,a»it«>.<fi*«i^tir.an-^-'iiiiirtfir»«»IT:nS Sigurjón Pétursson heflr ekki svikid samn- inga vid „Idju‘% félagr vepksmidjufólks. Fiskimálaneínd heflr vanrækt AmeríkomarkaðiBD. Biður Landsbankann um lán. Er fé nefndarinnar sóað? maðnr andaðist áður en hann tæfcr við embættinu: — Imð áttf' ekkj fyrir honum að liggja, að flytjast af æskustöðvunum og yfirgefa „Húnvetninga sína“. — Hitt vildi „sá sem ræður“, að hann hæri beinin nálega þar sem vagga hans hafði staðið. Lárus Blöndal var merkileg- ur maður og vel að sér ger, jafnt andlega sem líkamlega. Hann var mikill vexti og þó einkum þrekinn, afrendur að afli og vissi engi maður til þess, að honum hefði nokkuru sinni orðið aflfátt. Hann var aðsóps- mikill og auðkendur livar sem hann fór. Yfirbragðið virðulegt, rómurinn mikill og styrkur. Söngmaður afburðasnjall, glað- ur og skemlinn í vinahópi, en fálátur ella og þögull heima fyrir. Barngóður var hann, hýr og lilýr, og ástúðlegur við feimna og niðurlúta krakka. — Um það get eg vitni borið af eigin reynd. Gáfumaður mun liann hafa verið i besta iagi og lagamaður ágætur. Var og dómum hans lítt Iiaggað fyrir æðra rétti. — Lárus Þ. Blöndal var manna- sættir og friðarins iiöfðingi. Sögðu svo ýmsir þeir, sem vel máttu um það vita og þektu hann gerla, að löngum hefði hann fremur kosið, að menn sættist á mál sín, en að þeir legði í kostnaðarsamar þrætur og mála-vastur. En ekki þoldi hann mönnum yfirgang og gat verið liarður í horn að taka, er menn fóru með ójafn- að og rangindi. — Fengu sumir á þvi að kenna, og þó einkum bragðarefur einn í Dölum vest- ur, er marga hafði grátt leikið, án þess að lögum yrði yfir hann komið. — En svo brá við, er Lárus sýslumaður kom í Dali, að hinum gáfaða ójafnaðar- manni þótti vænlegast að verða á braut úr héraði, er sýsíumað- ur liafði við liann rætt í ein- rúmi. — Vita menn nú ekki gerla, hvað þeim liefir á milli farið. — Hitt er víst, að maður- inn kom ekki í Dali sinn síðan, og var þar með lokið að mestu sögu hans hér á landi. — Lárus Blöndal lét ekki að miklum mun til sín taka liin eiginlegu þjóðmál. — Hann sat þó á þingi sem fulitrúi Húnvetn inga árin 1881—1885. En talið er, að ekki hafi mjög að lionum kveðið þar. — , Það mun verið hafa nálega einróma álit Húnvetninga, að Lárus Blöndal væri mikill mannkostamaður, tilfinninga- rikur og góðhjartaður, en dulur var hann í skapi og bar ekki hug sinn á torgin. — Þótti Hún- vetningum sárt að verða af hon- um að sjá úr héraði, en töldu hann hins vegar maklegan þess, að hljóta hið virðuíega amtmanns-einbætti. — En þá kom dauðinn og feldi þann úr- skurð, sem ekki varð áfrýjað. P. S. Norskir bankamenn vilja af- nema skatta af sparifjárinn- stæðum. Oslo í gær. „Centralforeningen for Nor- ges sparebanker“ og „Den norske bánkforening“ liafa sent fjármálaráðuneytinu till. um hreytingar á lagaákvæðum um skattaálagningu á sparifjárinn- stæður. Bankafélögin benda á, hversu sparifjárinnstæður hafi minkað að undanförnu og leggja til, að litlar sparifjár- innstæður verði skattfrjálsar og að „4 pro mille“-ákvörðunin Verði fekl úr gildi. (NRP —FB.) I Alþýðublaðinu þ. 13. þ. m. birtist frásögn um fund í félag- inu „Iðju“ og er í því sambandi skýrt frá því, að Sigurjón Pét- ursson hafi svikið samninga við fyrrnefnt félag -— og það sé orsök verkfalls þess, sem yfir stendur á Álafossi. í greinargerð, sem Eggert Claessen hefir sent Vísi, um Álafossdeiluna, eru leidd rök að því, að þessi staðhæfing Alþýðu- blaðsins sé algerlega ósönn. Keppinautar Álafoss- verksmiðjunnar fyrir norðan greiða miklu lægra kaup en hún. Þ. 9. okt. í fyrra var gerður samningur við félagið Iðju og Fél. ísl. iðnrelcenda og gilti samningur þessi m. a. um verk- smiðjuna á Álafossi, sem er í Félagi ísl. iðnrekenda. Ákvæði eru í samningi þessum um, að kaup fullorðinna karla skuli, vera 300 kr. á mánuði, en lcvenna 150. Til samanburðar er ]>að tekið fram í greinargerð Eggerts Claessen, að Gefjun á Akureyri greiðir körlum aðeins 175—200 kr. á mánuði, en kven- fólki 110 kr. „Þegar nú Álafoss- verksmiðjan gekk inn á fyr- greindan samning við félagið Iðju, var það á þeim grundvelli, að ekki yrði talið ósanngjarnt, að hún reiknaði karlmönnum kr. 150,00 á mánuði fyrir fæði, húsnæði, ljós, hita, böð og önn- ur slík hlunnindi, en kvenfólkí kr. 100,00 á mánuði fyrir þetta sama, en samt sem áður varð kaup fóiksins raunverulega miklu hærra en kaúp. það, sem greitt er í verksmiðjunni Gefj- un“. Málinu skotið fyrir gerð- ardóm. Iðja taldi þetta reiknað fólk- inu of hátt. Þar sem ákvæði eru í fyrnefndum samningi milli fé- laganna, að ágreiningur skuli lagður í gerðardóm, fór félagið þá leið og skaut málinu fyrir gerðardóm. Gerðardómur 12. júní í sumar dæmdi, að ekki mætti taka meira af fólkinu fyrir fæði, húsnæði o. s. frv. en 110 kr. á mánuði fyrir karla og 95 fjrrir konur. Þetta var raun- verulega tilsvarandi hækkun kaupútgjaldafyrirverksmiðjuna írá því sem hún hafði reiknað með. Sigurjón Pétursson sá nú fram á, að gersamlega ógerlegt var að reka Álafossverksmiðj- una á þessum grundvelli, þar sem verksmiðjan stóð svo höll- um fæti í samkepni við Gefjun á Akureyri. Nauðsynlegt að gera rekstur verksmiðjunnar ódýrari. Nauðsyn krafði, að rekstur verksmiðjunnar yrði gerður ó- dýrari, svo að hann stöðvaðist ekki. Voru eigi önnur ráð fyr- ir hendi en að ráða kvenfólk til þess að vinna störf karla. Voru ráðnar 5 stúllcur um mánaða- mótin sept.—okt. s. 1., og með hréfi 1. okt. sagði verksmiðjan upp 5 karlmönnum frá 1. nóv að telja. (í fyrn. samn. er á- kvæði um fjögurra vikna upp- sagnarfrest af beggja hálfu). Meðan uppsagnarfresturinn var að líða, vorn ofannefndar stúlk- ur látnar vinna í verksmiðj- unni, til þess að æfast vinn- unni. Af framanskráðu er augljóst, að það er uppspuni stjórnar Iðju, að karlmönnunum fimm hafi verið sagt upp í hefndar- skyni. Nú gerðist það, sem áður hef- ir verið frá skýrt, að Iðja krefst þess, að fyrr greindir fimm menn vinni áfram við verk- smiðjuna. Var þessa krafist hréflega 1. þ. m. — og hótað verkfalli frá og með næsta degi, ef þessar kröfur yrði ekki tekn- ar til greina. Jafnframt var kært yfir því í bréfinu, að verksmiðjan hefði ófélagsbund- ið fólk í þjónustu sinni og verk- stjóra, sem þar mætti ekki vera, samkvæmt samningi fé- lagsins, en þetta reyndist hrort- tveggja rangt, en hefir ekki þýð- ingu í deilumálinu. Niðurlag greinargerðar E. Claessen er svohljóðandi: „Aðalatriðið er þetta, að fé- lagið Iðja krefst þess,að Álafoss- verksmiðjan láti nefnda 5 menn starfa áfram í verksmiðjunni, þó þeim hafi verið löglega sagt upp með þeim fyrirvara, sem ákveðinn er í fyrgreindum samningi milli félaganna, eins og áður er tekið fram. Sigurjón Pétursson neitaði fyrir hönd Álafossverksmiðj- unnar að halda áfram í verk- smiðjunni fyrgreindum fimm mönnum, og fyrirskipaði þá fé- lagið Iðja verkfall hjá verk- smiðjunni frá og með mánu- degi 2. þ. m„ og stendur það verkfall enn. Eins og sést á framanskráðu, þá er félagið Iðja í þessu máli að ráðast á tvennskonar rétt vinnuveitandá, sem sé rétt vinnuveitanda til þess að ákveða sjálfur hvaða menn hann hafi í þjónustu sinni og í öðru lagi rétt vinnuveitanda til þess að haga atvinnurekstri sínum þannig, sem hann telur fjár- hagslega skynsamlegast fyrir sig. Mál þetta var strax i uppliafi af hendi vinnuveitanda lagt i hendur sáttasemjara ríkisins, sem árangurslaust hefir reynt sættir í þvi. Félag íslenskra iðn- rekenda kaus nefnd í málið, til þess að reyna samninga við fé- lagið Iðju. Fór nefndin fram á það, að málið væri lagt í gerð, eins og bein skylda er til samkv. 17. gr. ofangreinds samnings milli félagnna, en þeir Runólfur Pétursson og Ólafur Einarsson neituðu að fullnægja þeirri slcyldu samkv. samningnum. Þá gekk nefnd Félags islenskra iðnrekanda það langt í sam- komulagslilraunum sínum, að hún bauðst til þess, að Álafoss- verksmiðjan skyldi taka til starfa á sama grundvelli, eins og ]>egar verkfallið hófst, sem sé þannig, að umræddir 5 menn skyldu teknir til vinnu í verk- smiðjunni, síðan skyldi málið iagt í gerð, verksmiðjan starfa á fyrgreindan hátt, þangað til úrskurður gerðardómsins lægi fyrir, en háðir aðilar skyldu svo að sjálfsögðu beygja sig fyrir úrslitum gerðardómsins. En jafnvel þessi samkomulagstil- raun mistókst, því á fundi 7. þ. m. neituðu þeir Runólfur Pétursson og Ólafur Einarsson skriflega að ganga að tillög- únni. 'Yterkfallið á Álafossi lieldur því enn áfram, vegna liinna ó- Ivíræðu samningsrofa félagsins Iðju“. í Nýja Dagblaðinu í gær er feiknamikil „auglýsing“ frá Fiskimálanefnd um undirbún- ing undir 200 tn. sendingu af hraðfrystum fiski til Banda- ríkjanna. Með þessari auglýsingu fylg- ir, að nefndin hafi farið þess ú leit við Landsbankann, að hann veitti henni skyndilán til að standast straum af þeim kostn- að.i, er af þessu myndi leiða!! Það kemur dálítið undarlega fyrir, að nefndm sem fékk til umráða á árinu 1935 um 1 milj. kr. sjóð og að auk %% af út- flutningsgjaldi af fiski, skuli þurfa að sækja um lán til að standast kostnað af einni 200 tonna fisksendingu til U. S. A. Þetta virðist þýða það, að sjóðir nefndarinnar séu algerlega tæmdir og liljóta menn þá að spyrja hvar gróðinn sé af hin- um maglofuðu „spekulation- um“ nefndarinnar, sem þóttu svo miklar og vandasamar, að sjálfir fiskeigendur máttu ekki um þær fjalla! Nefndin hefir sóað, það er auðvitað, en hún hefir líka gert annað. , Hún hefir vanrækt þann markað á hraðfrystum fiski, sem S. 1. F. hafði opnað í Am- eriku i vor. Það er ijóst, að nefndin ætlar ekkert að gera i þessu efni ann- áð en að senda 1—200 tn., sem auðvitað er til lítils gagns. Éf S. í. F. liefði fengið að liafa forgöngu þessara mála, þá ætl- aði það að nota sem hest og hægt e.r markaðinn yfir alt ár- ið, og senda þá í liaust farm i sept.—okt.Þessi sending Fiski- málanefndar kemur seint eða Heiðnrsiamsæti var Þórði lækni Thoroddsen lialdið laugardaginn þ. 14. þ. m. i Oddfellow-liöllinni, i til- efni af áttatíu ára afmæli lians. Veisluna sátu hátt á annað hundrað manns. Pétur Halldórsson, horgar- stjóri, bauð gestina velkomna. Síra Friðrik Hallgrímsson mælti fyrir minni heiðursgests- ins. Ennfremur töluðu þeir læknarnir Magnús Pétursson liéraðslæknir, prófessor Guð- mundur Hannesson og prófess- or Guðmundur Thoroddsen, og margir fleiri. Síra Bjarni Jóns- son mælti fyrir minni frú Önnu Tlioroddsen í mjög skemtilegri ræðu. Heiðursgesturinn stóð að síðustu upp og þakkaði þann heiður, sem sér hefði verið sýndur. Var liann liinn kátasii og enga elli á honum að sjá. Eftir borðlialdið var sesl að kaffidrykkju og skemtu menn sér síðan við samræður og dans til kl. \y2 um nóttina. Vildi þá heiðursgesturinn ganga til náða, því liann er mikill morg-, unmaður. Fylgdi síðan fjöldi gestanna þeim hjónum heim að liúsi þeirra. Samsætið fór hið besta fram og skemlu menn sér prýðilega. á svipuðum tíma, sem byrjað var í fyrra. Hingað hafa borist bréf í baust frá kaupendum í Amer- íku, þar sem þeir spyrjast fyrir um hvort íslendingar ætli sér að ckki að nota Ameríkumarkað- inn. Þeir segjast hafa undrast að fisksendingar séu ekki þegar komnar. Fyrstu sendingin, sögðu þeir, að yrði að koma í nóvember ef nota ætti vetrar- markaðinn. En nú kemur Fiskimála- nefndin til sögunnar með þenn- an 200 tonna flutninga og lán- beiðni sína í sambandi við það. Er þetta ekki aðeins gert til að fróa fiskeigendur fyrir liinn væntanlega fund Sölusam- bandsin,s svo hægt sé þó að segja, að eitthvað hafi verið ,gert? Þeir sjá það auðvitað þeir góðu herrar í Fiskimálanefnd- inni, að það muni verða fundið a# því að þeir hafa ekki gert neitt að sölum til Bandaríkj- anna, eftir alt það sem á undan er gengið í sambandi við för Ivristjáns Einarssonar í fyrra. Nefndin sér það sjálf, að henni muni verða bent á, að eftir að hún er búin, að lirifsa þessi mál til sín þá beri henni skylda til að gera þeim sómasamleg skil. Og svo er eitt atriði. Erum við ekki í þann veginn að tapa af þessari markaðsvon vestra? Er ekki svo komið, að ná- grannar, sem betur vaka yfir þessum málum, hafi nú komið auga á hagnað af slíkum sölum, og muni leggja kapp á, að ryðja okkur af þessum markaði? Það væri eftir öðru í þessu máli, þó svo tækist fyrir Fiski- málanefnd. I.0.0.F.=01l.IP,=11811i781/4- T E. IX Veðrið í morgun. , I Reykjavík 3 stig, Bolungar- vík 3, Akureyri 1, Skálanesi — 1, Vestmannaeyjum 5, Sandi 4, Kvígindisdal 3, Hesteyri 1, Gjögri 2, Blönduósi 1, Siglunesi 0, Grímsey 2, Raufarliöfn — 3, Fagradal — 3, Papey 1, Hólum í Hornafirði — 1, Fagurhóls- mýri 1, Reykjanesi 5. Meslur liiti hér í gær 4 stig. Minstur 1. Úrkoma 1,3 mm. Yfirlit: Grunn lægð og nærri kyrstæð yfir Grænlandshafi og önnur lægð um 1200 km. suður af Reykjanesi á hreyfingu austur eftir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Rreiðafjörður, Vest- firðir: Sunnan og suðvestan gola. Skúrir. Norðurland, norð- austurland, Austfirðir, suð- austurland: Hægviðri. Víðast léttskýj að. Lausn frá embætti hefir Magnús sýslumaður Torfason fengið frá 1. n. m., samkvæmt eigin ósk. •u ))UUUdiUði i fer í kvöld kl. 8 vestur og norður. Aukahafnir: Reykjarfjörður og Önundarfjörður á suðurleið. Skíðaskáli Ármanns var vígður í gær að viðstödd- um rúmlega 100 manns. Nánari frásögn bíður næsta blaðs vegna þrengsla. Heimdallur heldur fund annað kvöld. Aflasala. Hilmir seldi 68 smálestir af isfiski í Wesermúnde á laugar- dag, fyrir 15.400 ríkismörk. Iðnaðarmannafélagið lieldur fund i Baðstofu iðn- aðarmanna í kveld. Skipafregnir. Gulifoss kom til Hesteyrar í morgun. Goðafoss fer vestur og norður í kveld. Brúarfoss kom til Grimsby í gærkveldi. Detti- foss var á Djúpavogi í morgun. Lagarfoss er væntanlegur til Norðfjarðar í dag. Selfoss er á útleið. Skaftfellingur kom i gærkveldi. Esja kom í morgun. G.s. ísland fór frá Kaupmanna- höfn í gærmorgun. Kemur við í Leith. Nýja Bíó sýnir nú hráðskemtiíega mynd, sem heitir Raddir náttúr- unnar og er tekin eftir sögu Jack London’s, Tlie Call ©f the Wild. Aðalleikendur eru Clark Gable, Jack Oakie og Loretta Young. — Jack London er vin- sæll rithöfundur hér á landi og mun marga fýsa að sjá mynd- ina. Ameríkumenn kunna eðli- lega hest að taka Jack London myndir, enda er þeiin það skyldast, því hækur -hans eru einskonar saga hinna miklu uppgangsára í Ameriku, saga landnemanna og gulleitanna, með öllu þvi kapplilaupi og „spenningi“, sem sliku fylgdi. Hjónaband. í>ann 14. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af lögmanni ungfrú Elísabet Skaftason, Halldórs Skaftasonar og Jón Á. Bjarnason, rafmagnsverkfræð- ingur. Heimili ungu lijónanna verður á Bergstaðastræti 81,. 30 ára starfsæfmæli á i dag, 16. nóv., Agúst Fr. Guðmundsson skósmiður, Ing- ólfsstræti 2. Hann lærði skó- smíði hjá L. G. L. og vann þar í 10 ár, en liefir haft sína eigin skósmiðastofu siðan. V. K. F. Framsókn heldur fund anað kveld kl. 8% í Alþýðuhúsinu (gengið inn frá Hverfisgötu). Jón Sigurðs- son erindreki flyfcur erindi á fundinum. Innið ADLER V.K.F. Framsókn heldur fund þriðjud. 17. þ. m. kl. Sþo i Alþýðuhúsinu. (Gengið inn frá Hverfisgölu). — Jón Sigurðsson erindreki talar um samræmingu sildartaxia og fleiri mál. Konur, fjölmennuð. — STJÓRNIN.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.