Vísir - 10.12.1936, Qupperneq 2
VÍSIR
Vitringarnir og sfldin
Dagblað þeirra Tímamanna
liefur upp hástemdan Iofsöng
í gær til gjaldeyrisnefndárinn-
ar og fjármálaráðherrans.
^Vilringarnir, sem stjórna
innflutningnum, þeir Skúli og
Eysteinn, hafa með „föstum og
karlmannlegum tökum forð-
að þjóðinni frá yfirvofandi
fjárliagslegu tjóni, og þá jafn-
framt stjórnfarslegu hruni“,
segir hlaðið.
Raunar er fjármálaráðherr-
ann ungur, en þó ekki svo, að
ekki megi kenna hann við
karlmensku, einkum þegar
slíkur beljaki sem Skúli Guð-
mundsson er honum til annar-
ar handar.
Viðskiftin liafa beinst inn á
rétta braut, fyrir aðgerðir þess-
ara manna, segir blaðið, og
bendir á, að viðskiftajöfnuður-
inn sé nú hagstæðari en und-
anfarið.
Raunar er það svo, að of
snemt er að segja, hver inn-
flutningurinn muni verða á
árinu. I desember má gera ráð
fyrir, að flutt verði inn fyrir
um 6 milj. króna. Ofan á inn-
flutningstölurnar, sem gefnar
eru upii um áramót, bætist án
efa um 10%, líkt og var 1934,
og er það sennilegt, að raun-
verulega muni innflutningur-
inn að lokum nema um 46
milj. króna.
En það er dálítill vandi að
koma auga á hin föstu tök vitr-
inganna tveggja. Sennilega er
átt við það, að þessir tveir áttu
frumkvæðið að því, að gerð var
áætlun um innflutninginn til
landsins fyrir alt árið, og skyldi
hann nema 37 milj. króna.
Það var skrifað niður, hvað
átti að flytja inn, og fyrir hve
mikið. Og jafnframt var svo
fyrirskipað að samvinnu og
neytendafélög skyldu eiga for-
gangsrétt til þess sem leyft var.
Hér virtist ótvírætt vera um
sterk tök að ræða! Það er bæði
ákveðið, hvað eigi að flytja inn,
fyrir hve mikið fé og hverjir
skuli versla með það. Við-
skiftabúskapurinn út á við átti
•að ganga eftir þessari 1 árs á-
ætlun kaupfélagsstjórans og
ráðherrans. En nú var aðeins
eftir karlmenskan í því að
framfylgja áætluninni. Ein-
um lið hennar var best fylgt
eftir. Hlutdrægnin í leyfisveit-
ingunum hefir verið áberandi
og versluninni stefnt þangað,
sem ákveðið var í „planinu".
En hin atriðin hafa gengið
á misvixl. Flokkunin á inn-
flutningsvörunum liefir riðlast
svo, að þar stendur víða ekki
steinn yfir steini.
Og þó er það þriðja hörmu-
legast. Áætlunin tiltók 37 mil-
jónir, en i nóvemberlok höfðu
verið veitt leyfi fyrir yfir 50
milj. og 300 þús. kr. Nokkuð
af þessum leyfum verður ekki
notað, eða færist yfir á næsta
ár. Þó fer innflutningur feikn-
arlega fram úr áætlun, — þess-
ari áætlun mannanna með
„föstu tökin og karlmenskuna“.
Vitringarnir tveir hafa séð verk
sitt renna út í sandinn í öllu
nema einu, — enda hefir vilj-
inn sennilega ekki verið óein-
beittastur á því sviði. Það hef-
ir tekist, að níðast hraklega á
fyrri innflytjendum og láta
fremur drjúpa þangað, sem
þessir tveir stjórnmálamenn
eiga sina dýrmætu hagsmuni.
muni.
En úr því að svona fór með
„föstu tökin og karlmenskuna“,
hvað var það þá, sem bjarg-
aði? Ástæðan til þess, að versl-
unarjöfnuðurinn er ekki
hörmulegri nú en hann hefir
lengi verið, er einungis hið
mikla veltuiár, sem var í síldar-
framleiðslunni i sumar. Síld-
inni var mokað upp af sjó-
mönnum vorum, og liún unnin
í verksmiðjum og á söltunar-
stöðvum. „Föstu tökin og karl-
menskan“ sem bjargaði, var öll
lijá þeim, sem héklu um báts-
stýrið og drógu inn rietin, en
ekki hjá kaupfélagsstjóranum
eða ráðherranum. Þessir tveir
vitringar hefðu farið flatar, en
þeir þó gera, hefði þessi skyn-
lausa skepna — síldin — ekki
lagt leið sína hingað í sumar,
eins og hún gerði.
Mennirnir með „föstu tökin“
og „karlmenskuna“ og brjóst-
vitið, gátu ekki annað gerl og
höfðu ekki annað að gera, en
að horfa á.
Það er sagt, að einn fugl í
hendi sé betri en tveir í skógi.
Það sýnist líka vera meira
leggjandi upp úr þvi fyr-
ir okkur, að eiga eitthvað af
sild til að bjarga með viðskift-
um landsins, en að liafa þessa
tvo vitringa vora í stjórn inn-
flutningsmálanna.
Engels-
skákmótið.
Kappskákirnar hófust í Odd-
fellowhúsinu uppi kl. 8 í gær-
kveldi. Fjöldi áhorfenda var
viðstaddur til að horfa á kapp-
skákirnar.
Kl. rúmlega 1 í nótt var
fyrstu urnferð lokið og fóru
leikar þannig:
Eggert Gilfer vann Kristján
Kristjánsson. Sturla Pétursson
vann Baldur Möller. L. Engels
vann Ásgrím Ágústsson. Einar
Þorvaldsson vann Benedikt Jó-
liannsson. Þráinn Sigurðsson
vann Gústaf Ágústsson. Ás-
rnundur Ásgeirsson vann Jó-
hann Jóhannsson. Jafntefli
varð milli Steingríms Guð-
mundssonar og Magnúsar G.
Jónssonar.
Næsta kappskák fer fram á
sama stað á föstudagskveldið.
Þj óðabanda-*
lagspáðið
kemur á
fund í dag.
London í morgun.
Þjóðabandalagsráðið kemur
saman á fund kl. 5 í dag í Genf.
Spánska stjórnin hefir orðið
fyrir vonbrígðum út af því, að
utanrikismálaráðherrar Breta,
Frakklands og Sovét-Rússlands
munu ekkj sækja fundinn og
gera sér þvi minni vonir um
árangur hans. Italía mun ekki
senda fulltrúa, og ekki heldur
Ecuador. Þá er álitið, að Boli-
via muni ekki heldur senda
fulltrúa á fuiídinn.
Nýjum lið hefir verið bætt á
dagskrá fundarins á siðustu
stundu. Tyrkir ætla að leggja
fyrir fundinn deilumál sín við
Frakka út af hagsmunum
Tyrkja í Alexandretta og An-
tioich í Sýrlandi, en í báðum
þessum borgum eru Tyrkir í
meiri hluta. Frakkar fara með
umboðsstjórn í Sýrlandi enn í
þrjú ár.
Mánaðarritið Rökkur.
Afgr. flutti 14. maí s. 1. í Al-
þýðuhúsiS. Sjá augl.
Aflasölur.
Skallagrímur seldi 1970 vættir
af ísfiski í gær fyrir 1439 stpd.
Baldwin tilkynnir að kon-
hafi sa&t af sér.
ungur
Játvarður fes* 'úi* landi.
Heptoginn afYork - Albei^t I*
Fregnast hefir, að á ráðuneytisfundinum, sem hald-
mn var í gærkveldi, hafi Stanley Baldwin, forsætisráð-
herra, skýrt frá því, að Játvarður VIII. hafi tekið fulln-
aðarákvörðun um að afsala sér konungdómi.
Talið er, að Baldwin muni tilkynna neðri málstof-
unni ákvörðun konungs í dag.
Konungsfjölskyldan, að undanteknum hertoganum
af Gloucester, hitti Játvarð konung í Royal Lodge,
Windsor Great Park, í gær síðdegis.
Að því er United Press fregnaði, kom fjölskyldan
saman til þess að kveðja Játvarð, sem mun vera á för-
um frá Bretlandi.
Voru skyldmenni konungs hjá honum í eina klukku-
stund.
Talið er líklegt, að hertoginn af York setjist á
valdastól og taki sér nafnið Albert I.
Lögregluvörður við bústað konungs.
United Press hefir loks fregnað, að lögreglan hafi
gert mjög tíðtækar ráðstafanir til þess að halda uppi
reglu í dag, bæði við þinghúsið, alla bústaði konungs-
f jölskyldunnar o. s. frv. Hefir alt það lið, sem lögregl-
an hefir á að skipa, og varalið hennar, verið kallað
saman-
Er einkanlega búist við miklum mannfjölda í nánd
við þinghúsið.
(United Press—FB.)
Konuiiqup og ríkiserfingi?
I
BALDWIN
á leið til. þinghúsisns.
Dr. Schacht krefst
Dýlendoa hanða
Þjúöverjum.
London, í gær.
Dr. Schacht, sem hingað til
hefir verið álitinn með gætnari
stjórnmálamönnum Þjóðverja,
hefir haldið ræðu þar sem hann
hefir krafist þess, að þörf
Þýskalands fyrir nýlendur sé
þegar tekin til íhugunar. Hann
hafir farið bitrum orðum í garð
annara þjóða vegna afstöðu
þeirra til hins nýja Þýskalands.
London í morgun.
Stóra Bretland og Frakkland
hafa snúið sér til ítalíu, Þýska-
lands, Portúgals og Rússlands
með tilmæli um það, að þessi
ríki tæki höndum saman við
Breta og Frakka, um að bjóð-
ast til þess að miðla málum í
Spánarstyrjöldinni. Ennfrem-
ur hafa þau mælst til þess, að
stjórnir Ítalíu, Þýskalands,
Portúgals og Sovét-Rússlands
gerðu sér far urp að koma í
veg fyrir að sjálfboðaliðar
færu frá þessum löndum til
Spánar.
- I Paris er sagt, að Þýskaland
og Portúgal hafi beðið um um-
hugsunarfrest, en að Rússland
liafi tjáð sig fúst til málamiðl-
unar, með þeim skilyrðum, að
gerð yrði alvarleg gangskör að
því að koma í vég fyrir sjálf-
boðaliðsflutning til Spánar.
Það er álitið, að nú sé hent-
ugur tími til þess að bjóða
Spánverjum málamiðlun, þar
sem báðri aðilar virðast vera
að þreytast.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby
miövikudag 9. desember: RauS-
spetta 85 sh. pr. box, stór ýsa 42
sh. pr. box, miðlungs ýsa 36 sh.
pr. box, frálagöur þorskur 35 sh.
pr. 20 stk., stór þorskur 12 sh. pr.
box og smáþorskur 10 sh. pr. box.
(Tilk frá Fiskimálanefnd. — FB).
HERTOGINN AF YORK,
liinn væntanlegi Albert I.
ELISABEI'H PRINSESSA,
elsta dóttir bertogans af York,
er verður ríkiserfingi í Breta-
veldi, ef faðir hennar tekur við
konungdómi.
sem búist er við að setjist á konungsstól í Bretlandi sem
Albert konungur I., heitir fullu nafni Albert Frederick
Arthur George og er annar sonur George Y. Bretakonungs
og Mary ekkjudrotningar. Hann er fæddur í York Cottage,
Sandringham, 14. desember 1895. Þann 26. apríl 1923 gekk
hann að eiga lafði Elizabeth Bowes-Lyon, dóttur jarlsins
af Strathmore. — Hertoginn hefir, eins og Játvarður bróðir
hans, altaf látið sig miklu varða velferð og líðan alþýðu
manna. Hann er og áhugamaður um íþróttir eins og bróðir
hans og á vinsældum að fagna um gervalt Bretaveldi.
49 bátafitgerðarmenn biðja
om 30°/o gengislækknn.
Vér undirritaðir útgerðarmenn
á Suðurlandi viljum ekki láta hjá
líða að tilkynna ríkisstjórninni, að
eins og horfur eru nú með sjávar-
útveg á næstkomandi vetrarvertíð,
sjáum við ekki fram á, að hægt sé
að gera skipin út alment að á-
stæðum óbreyttum.
Eins og hæstvirtri ríkisstjórn
mun kunnugt, hefir útgerðin síðan
1930, er saltfiskur féll úr ca. kr.
140 pr. skipd. í kr. 60—70, verið
rekinn með tapi. Þrátt fyrir á-
kveðnar tilraunir til að lækka út-
gerðarkostnaðinn, hefir þetta tap
enn aukist hin síðustu ár, sem
hafa verið léleg aflaár. Er nú svo
komið, að mikill hluti útgerðar-
manna er orðinn eignalaus.
Undanfarin ár hefir mikið af
rekstrarfé skipanna fengist á þann
hátt, að olíu- og veiðarfæraversl-
anir hafa lánað mölnnum toauð-
synjar til útgerðar, en nú er að
rnestu loku fyrir það skotið. Hins-
vegar eru lánsstofnanir tregar að
lána til alls reksturs, þegar trygg-
ingar eru lélegar eða engar, en af-
komu útgerðarmanna hrakar ár-
lega.
Oss finst það rétt og skylt, að
skýra hæstvirtri ríkisstjórn í tíma
frá ástandinu, eins og það raun-
verulega er, til þess að hægt sé
að hefjast handa til bjargar þess-
um aðalatvinnuvegi okkar íslend-
inga, sem lagt hefir til langmegt-
an hlutann af útflutningsafurðum
vorum.
Vér snúum oss til ríkisstjórnar-
innar af þeirri ástæðu, aS hið lága
verð á afurðum okkar stafar a<5
miklu leyti af gengi á íslenzkri
krónu, gengi, sem reynt er að halda
uppi me‘ð sérstökum ráðstöfunum
af hálfu stjórnarvaldanna og sem
vera mundi lægra, ef þeim ráðstöf-
unum væri slept.. Er því þarna
raunverulega tekinn af útgerðinni
drjúgur hluti af andvirði afurð-
anna og það gert að tilhlutun
stj órnarvaldanna.
Með því að ölluni má vera þaÖ
ljóst, að ástandið, eins og það er
nú, er eklci til frambúðar, viljum
vér leyfa oss, að beina því til hæst-
virtrar rikisstjórnar, að hún hlut-
ist til um, að gengi íslenzku krón-
unnar sé ekki lengur haldið hærra
en eðlilegt vær-i og hægt væri að
gera án þvingunarráðstafana. Mun
það ekki fjarri lagi, að gengi henn-
ar væri lækkað um 30%.
Vilji hæstvirt ríkisstjórn ekki
sinria þessu, en sjái hins vegar ein-
hver önnur ráð fram úr örðugleik-
unura, eru fulltrúar okkar útgerð-
armanna fúsir að ræða hvaða mögu-
leika sem eru útveginuin til bjargar.
Virðingarfylst,
9 .nóvember 1936.
Garður og Sandgerði:
Guðmundur Þórðarson.
Þórður Guðmundsson.
Guðni Jónsson.
Halldór Þorsteinsson.
Sveinbjörn Árnason.
Kristinn Árnason.
Guðmundur Jónsson.
Guðlaugur Eiríksson.
Finnbogi Guðmundsson.
Huxley Ólafsson.
p. pr. Haraldur Böðvarsson & Co.
Ólafur Jónsson.
Akranes:
Haraldur Böðvarsson.
Oddur Hallbjarnarson.
Þórður Ásmundsson.
Jón Árnason.
Sigurður Hallbjarnarson.
Brynjólfur Nikulásson.
Árni Sigurðsson.
Jón Halldórsson.
Halldór Jónsson.