Vísir - 19.03.1937, Blaðsíða 2
VÍSIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN
VÍSIR H.F.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Skrifstofa I Austurstræti 12.
og afgr. |
S í m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 kr. á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
A
krossgötum.
Margt bendir nú til þess, að
ýmsar breytingar sé i aðsigi i
stjórnmálunum. Ef þeir tveir
flokkar, sem undanfarin ár liafa
unnið saman, eiga ekki lengur
samleið, hlýtur árangurinn að
verða sá, að nýjar kosningar
slandi fyrir dyrum. Það sem
gerst hefir siðustu daga hnígur
alt í þá áttina, að staðfesta þann
grun, að flokkarnir standi nú á
krossgötum og getur valdið
miklu um framtið íslenskra
þjóðmála liver leið verður nú
valin.
Hver ný breyting gefur von
um að eittlivað kunni að batna
vandræðaástand það sem nú
ríkir. Þjóðin er orðin þreytt á
skipulagningunni, á höftunum,
á athafnaófrelsinu, sem átti að
leiða hana út úr erfiðleikunum
en hefir aðeins þrengt lcosti
hennar og dregið hana lengra
niður í öngþveitið. Þjóðin er
orðin þreytt á lofsöng um nýju
fötin keisarans sem enginn sér,
nema þeir sem þurfa á lofinu
að halda. Þjóðin er orðin þreytt
á öllu fimbulfambinu um fram-
farir og bata, sem enginn getur
komið auga á, þvi altaf eru erf-
iðleikarnir að aukast. Hún hefir
fengið nóg af ráðsmensku sósi-
alista síðan þeir koinust til
valda enda er nú sýnilegt, að
J>eir hafa engan manndóm tii
aö fara með stjórn né hafa
jiokkur ínannaforráð.
Þjóðin vííí nú komast út úr
völundarhúsi skipulagningar -
innar, út úr skugga kreppunn-
ar, út úr áhyggjum reksturs-
hallabúskaparins. Hún þráir að
fá frjálsræði til starfa, til að
lirinda af sér svefnþorni skipu-
lagningarinnar. Hún þarfnast
ríkisstjórnar sem örvar fram-
kvæmd hvers einstaklings og
gefur mönnum bjartsýni og
traust á framtíðina. Þess vegna
fagnar hún því að flokkamir
standa nú á krossgötum. Sú leið
sem verður tekin getur orðið
upphaf nýrra tíma.
Óhikað má fullyrða, að á-
stand það í stjórnmálunum,
sem myndast hefir síðustu dag-
ana, er verk jafnaðarmanna.
Mörgum finst sem ekki séu
sjálfráðar ráðstafanir þeirra og
láti þeir nú mjög skeika að
sköpuðu. Frumvarp það, sem
þeir hafa borið fram á þingi um
gjaldþrot Kveldúlfs og líklegt
er að valdi friðslitum flokk-
anna, er ekki sprottið af um-
liyggju fyrir hag þjóðbankans.
Frumvarpið á sér aðra sögu.
Sá maður, sem sagt er að einna
mest hafi barist fyrir framgangi
frumvarpsins í Alþýðuflokkn-
um, var Vilmundur Jónsson. Á
flokksfundi sem haldinn var
fyrir nokkrum dögum hélt hann
Iivassa og berorða ræðu. Ilanii
sagði, að þeir vissu það allir, að
fjögra ára áætlun flokksins
væri farin í liundana. I>ví væri
tkki lengur bægt að lejma.
Þetta vissi líka öll alþýða. Aætl-
unin gæti aldrei komið til
framkvæmda, hún væri
„strönduð“. Þess vegna væri
flokknum nauðugur einn kost-
u r, að kasta einhverri þeirri
,.bombu“ inn á svið stjórnmál-
anna, er dregið gæti að sér at-
bygli lýðsins. Krafan um gjald-
þ-rot Kveldúlfs væri handliæg
og hana væri nú sjálfsagt að
nota til þess að leiða athyglina
frá binni algerðu uppgjöf Al-
þýðuflokksins við fjögra ára á-
ætlunina. Þetta var svo afráðið
og stærsta atvinnufvrirtæki
landsins átti að verða fórnar-
lamb Alþýðuflokksins til þess
að friðþægja fyrir ráðþrot hans
og loforðasv-ik.
Nú stendur flokkurinn á
krossgötum. Nú lítur út fyrir að
litið verði úr högginu sem hátt
var reitt og mun ráð hans snú-
ast gegn honum sjálfum. Mann-
dómur Framsóknarmanna var
meiri en Vilmundur og Héðinn
liöfðu gert ráð fyrir. Bændurnir
eru seinþreyttir til ófriðar en
þeir eru engir veifiskatar þegar
á hólminn er komið.
Næstu dagar munu skera úr
því livort framhald verður á
samviunu stjórnarflokkanna
eða hvort friðslit verða og þing-
rof.
ERLEND VÍÐSJÁ.
Viðskifta-
áformjapana.
J apanska samgöngumálaráðu-
ncytið hefir lagt fyrir þingi'S viö-
tækar tillögur um aukningu við-
skifta við aðrar þjóðir og hvað
gera skuli til stirönings japönsku
skipaútgerðinni. Merk stofnun,
Institute of Pasific Relations,
hefir nýlega gert tillögur þessar
að umtalsefni.
Samkvæmt skýrslum stofnunar-
innar leggur samgöngu- og sigl-
ingamálaráðuneytið japanska til,
að á næstu fimm árum verði varið
150 miljónum yen tíl endurnýjunar
kaupskipastól Japana. Lögð er á-
hersla á, að knýjandi nauðsyn sé,
að Japanir komi sér upp stærri og
hraðskreíðari flutningaskipum, en
þeir nú eiga, ekki aðeins til þess
að geta staðið betur að vígi i sam-
kepninni víð aðrar siglingaþjóðir,
heldur og vegna þess, að ef til
styrjaldar kemur sé Japönum
nauðsyn að hafa sem stærstan
kaupskipastól.
Miðað við smálestatölu standa
Japanir nú best allra þjóða að vígi
á þremur mikilvægum siglinga-
leiðum. Á siglingaleiðinni Japan—
New York um Panamaskurðinn
hafa Japanir 18 ný, hraðskreið
flutningaskip í förum, hvert um
10.000 smálestir. Öll þessi skip eru
þannig gerð, að á fáum dögum er
hægt að beita þeim í vopnuð
hjálpar-beitiskipl, til sjálfstæðrajr
notkunar i sjóhernaði eða sem her-
flutningaskip. Hinar siglingaleið-
irnar, sem Japanir standa best að
vígi á, eru siglingaleiðirnar frá
Japan til Indlands ogÁstralíu. Jap-
anir hafa komið á föstum kaup-
skipaferðum til Kyrrahafsstrandar
Bandaríkjanna, til Suður-Amer-
íku og Irak og til Siam. Hin svo
kallaða N. Y. K. lína hefir nú
fimm, ný 9.000 smálesta skip í för-
um til Evrópu um Suez-skurðinn.
Meðalhraði þeirra er 20 sjómílur
á vöku, Aðeins Bretar eiga nú
fleiri 2000 smálesta kaupför en
Japanir, og ef miðað er við kaup-
för yfir 2000 smálestir eru Banda-
Um 500 unglingar
bíða bana við sprengingu.
——o-
Skólahiís í Texas sprakk í loft upp.
Ægilegar hörmungar
á slysstadnum.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
*
T Overton í Texas hefir gerst óvanalegur og ógurlegur
atburður. Varð þar gassprenging í skólahúsi og
sprakk það í loft upp, en 470 manns biðu bana, en alt
að því hundrað manns liggur enn grafið undir rústun-
um, og er nú unnið að björgun af hinu mesta kappi,
og má fullvíst telja, að margir þeirra, sem verið er að
reyna að bjarga, hafi meiðst hroðalega, og vafalaust
hafa fleiri farist en enn er kunnugt um.
Með fullri vissu verður ekki sagt um orsök spreng-
ingarinnar, en tilgátur manna eru, að gas hafi safnast
saman og orðið af sprenging. Sjónarvottar segja, að
húsið hafi tvístrast á svipstundu, eins og varpað hefði
verið á það gríðarstórri sprengikúlu. Um 100 lík fund-
ust eftir sprenginguna í nokkurri fjaríægð frá skólan-
um sjálfum. — Voru þetta alt lík nemenda í skólan-
um, sem voru inni í húsinu, er sprengingin varð.
Virðist hún hafa verið svo stórkostleg, að húsið hafi
þegar í stað hrunið til grunna, en fólkið, sem í húsinu
var, þeyttist langar leiðir og lenti sumt á stálgirðing-
um fyrir utan skólahúsið og beið bana samstundis.
1 skólanum-voru 1300 nemendur, á aldrinum 14—18
ára og eru það því aðallega ungmenni, sem farisl hafa.
Lögreglan greip þegar tií víðtækra hjálparráðstaf-
ana og sendi mikið lið á veftvang til hjálpar og til þess
að halda uppi reglu. Ennfremur voru sendir allir lækn-
ar, sem náð varð í og hjúkrunarkonur, en sjúkrabif-
reiðir fluttu þá, sem fundust Jifandi, í sjúkrahús. —
Foreldrar margra nemendanna, sem heima eiga í grend-
inni, komu og á vettvang, til Jiess að komast að raun
um örlög barna sinna. En fáum varð sú gleði veitt, að
finna börn sín ómeidd eða á lífi. Flest ungmennanna,
sem bjargað hefir verið, hafa meiðst meira eða minna.
í nánd við staðinn, þar sem skólinn stóð, eru olíulindir og
voru þar allmargir menn að verki, sem aðstoðuðu við björgun-
ina. Fréttaritari United Press talaði við nokkura þessara verka-
manna og segja þeir, að húsið hafi bókstaflega hrokkið í sund-
ur á svipstundu, en sum ungmennanna hafi þeytst á stálgrind-
ur í skólagirðingunni, meiðst hroðalega, og sum beðið bana.
í tveimur eða þremur tilfellum festust hroðalega meidd ung-
menni í girðingnnni, svo að það var hið erfiðasta verk að losa
þau og koma þeim í sjúkrabílana. Verkamennirnir, sem um
ræður, brugðu við og gerðu alt, sem unt var, til bjargar.
.. Urðu þeir að nota acetylene-tæki, til þess að logsjóða sundur
grindurnar í nokkrum tilfellum. Upp úr rústunum leggur blá-
hvítan reyk eins og gas hafi myndast. Sprengingin var svo ógur-
leg, að menn hallast helst að því, að gas hafi safnast saman í
jörð undir húsinu og orsakað sprenginguna.
~ ‘ - Uiiited Press.
ríkjamenn sjötta þjóðin í röðinni.
En auk þess, sem Japanir eiga
mörg, stór nýtísku kaupför hafa
þeir á leigu fjölda mörg erlend
skip, samtals um 450.000 smálestir.
í lok ágústmánaðar s.l. árs áttu
Japanir 108 ný kaupför í smíSum
og var samanlögS smálestatala
þeirra 212.384.
í skýrslu The Institute of Pasi-
fic Relations er komist að þeirri
niSurstöSu, aS um óheilbrigSa
samkepni sé aS ræSa, aS því er
smíSi kaupskipa snertir — skipa-
smíSar fari nú langt fram úr því,
sem þörf er fyrir.
Togarinn Jupiter
kom í gær til HafnarfjarS-
ar af veiSum eftir 12 daga útivist
meS 120 tunnur lifrar. LínuveiS-
arinn Venus frá DýrafirSi konr
einnig af veiSum eftir viku útivist
meS 81 skippund. Skipverjar
liggja allir í influensu. (FÚ).
Flutningamálin í Noregi.
Osló, 18. mars.
Koht utanríkismálanáðuneyti
tilkynti á þingfundí i dag, að
ríkisstjórnin mundi ber fram
tillögur um stofnun sérstaks
flutningamálaráðuneytis er
liefði með höndum öll mál sem
flutninga og samgöngur varðar.
(NRP. - FB.).
Fridtiof Nansen.
Osló, 18. mars.
Eftirlitsskipið Fridtjof Nan-
sen lá í dag 4 sjómílur frá Or-
loffhöfða og kemst ekki áfram
vegna ísa.
(NRP. - FB.).
Vinnuuppsögn 45.000 manna.
Osló, 18. mars.
Sáttasemjari ríkisins fékk í
dag tilkynningu um vinnuupp-
sögn um 45.000 manna, miðað
við 1. apríl, er núverandi samn-
ingar ganga úr gildi.
(NRP. - FB.).
fnskir toonri
sMii i nótt
i fngey.
EINKASKEYTI TIL VlSÍS.
London í morgun.
SlMFREGNIR frá Madrid í
morgun herma, að stjórn-
arberinn hafi lekið Brihuega í
stórkostlegu áhlaupi. Níutíu
flugvélar veittu stjórnarher-
sveitunum stuðning og vörp-
uðu sprengikúlum á varnar-
stöðvar upreistarinanna. —
Stjórnarherinn var liðmargur
í sókn þessari og notaði í henni
80 skriðdreka og fjölda bryn-
varðra bifreiða. * Uppreistar-
menn urðu fyrir ógurlegu
tjóni, mistu mikið af hergögn-
um og birgðum, og mannfall
var mikið i liði þeirra. (United
Press).
London í gærkv.
Franco hefir heimsótt víg-
stöðvarnar við Guadalajara.
Að lokinni herskoðun á þess-
um stöðvum, hefir hann til-
kynt, að frekari aðgerðum á
þessurn stöðvum verði frestað
fyrst um sinn, vegna þeirra
örðugleika, sem illviðri siðast-
liðinna daga hafi orsakað.
I háskólahverfinu og við
Gasa del Campo hafa slaðið
yfir harðvítugar orustur, að
því er stjórnin hermir. I há-
skólahverfinu segir hún, að
enn hafi verið sprengdar upp
Enskur togari, Sargon, frá
Grimsby, strandaði um kl. 12Vk
í nótt á Engey. Var skipið að
fara héðan, og sigldi liafnsögu-
maður skipinu út úr höfninni,
eins og venja er til, og fór svo
í land.
Magni er að reyna að ná
skipinu út. Dálítill leki mun
kominn að þvi.
nokkrar byggingar, og upp-
reistarmenn á þann liátt hrakt-
ir þar á bak aftur. Við Casa
del Campo hafi liersveitir
stjórnarinnar sótt ögn fram.
Del Vayo, utanríkisráðherra
Spánverja, hefir enn á ný lýs.i
því yfir, að ítalskar hersveitir
hafi verið sendar inn á spánska
grund. Tólur liann þetta hið
alvarlegasta brot, sem ennþá
hafi verið framið gegn Þjóða-
bandalagssáttmálanum, auk
þess sem það sé brot á lilut-
leysissamningi þeim, er Ítalía
standi að ásamt öðrum ríkjum.
Segir del Vayo, að þannig liafi
skapast mjög alvarlegt ástand,
bæði fyrir Þjóðabandalagið og
hlutleysisnefndina, og geti
hvorug þessi samtölc setið að-
gerðarlaus, án þess að það liafi
alvarlegar afleiðingar í för
með sér. — F.Ú.
Sveim Fonlsen ritstjóri
Berling-ske Tidende
er látinn.
Einkaskeyti frá Khöfn.
8. mars. FÚ.
Svenn Poulsen, aðalritstjóri
Berlingske Tidende, er dáinn.
Berlingske Tidende flytur grein
um hann í dag, þar sem með-
al annars segir, að hann hafi
ávalt haft hinar mestu mætur
á Islandi. Auk þess að blaðið
rekur alveg sérstaklega störf
hans og blaðamensku, segir
það, að hann hafi, frá því að
hann kom sem ungur blaða-
maður til íslands, stöðugt bar-
ist fyrir aukinni andlegri sam-
vinnu Islands og Danmerkur.
Blaðið getur þess og, að hann
hafi um langt skeið verið jarð-
eigandi á Islandi, og kunnað þar
betur við sig en alment er um
Dani.
í kvöldblað Berlingske Ti-
dende ritar Jón Sveinbjörnsson
konungsritari um Svenn Poul-
sen ritstjóra, mjög hlýlega
grein, og segir, að Island muni
lengi muna þenna hollvin sinn
meðal Dana, og sakna hans.
Svenn Poulsen var hér á ís-
landi í síðasta sinn síðastl. sum-
ar. Hann átti um margra ára
skeið jörðina Bræðratungu í
Biskupstungum, ásamt hjáleig-
um, en íslenska ríkið hafði nú
nýlega keypt hana af honum.
Hann var fréttaritari fyrir
Berlingske Tidende og fleiri
blöð í Evrópu, þá er Friðrik
konungur 8. kom hingað til
lands árið 1907. Hann tók þá
því ástfóstri við landið, sem
aldrei kójnaði síðar, og sem
sýndi sig meðal annars í því,
að hann kom hingað hvað eft-
ir annað, ritaði margt um ís
landsmál og jafnan af vinsemi.
Hann gaf, ásamt öðrum manni,
út bók um konungsförina 1907,
og ísland, eins og það kom
honum þá fyrir sjónir, og er
hún hin vinsamlegasta í garð
Islendinga.
Eftir heimkomu sína til Dan-
merkur eftir íslandsferðina
síðastl. sumar, reit hann i blað
sitt ítarlegar greinar mn sild-
ariðnað íslendinga og aðrar
framfarir, og gat þess sérstak-
lega, að miklu munaði í verk-
legum framkvæmdum á ís-
landi frá því, er hann kom hér
fyrst.
Næturlæknir
er í nótt ólafur Þorsteinsson,
D-götu 4, sími 2255. Næturvörður
er í Laugavegs apóteki og Ingólfs
apóteki.