Vísir - 31.07.1937, Blaðsíða 2
VlSIR
VtSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN
YÍSIR H.F.
Ritstj.: Páll Steingrimsson.
Skrifstofa! Austurstræti 12.
og afgr. J
Simar:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 kr. á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
Dýrtíðin.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að dýrtíðin í landinu
fer nú óðum vaxandi. Ilafa
menn þó einkum „fengið að
þreifa á því“. síðuslu dagana.
í fyrradag var birtur sá boð-
skapur, að verð á rúgbrauði hér
í bænum og grendinni ætti að
hækka um 37%%, eða meira
en um þriðjung. I gær var svo
þar á ofan tilkynt, að kolaverð-
ið ætti að hækka um nálega
20%.
Að sjálfsögðu er þessi aukna
dýrtíð hér á landi, og verðhækk-
unin á þessum vörutegundum
sem öðrum, afleiðing af þvi, að
vöruverð fer nú sí-hækkandi á
erlendum markaði, og jafnhliða
hækka einnig farmgjöldin í
flutningum milli landa. En
aukning dýrtíðarinnar er jafn
þungbær almenningi eigi að síð-
ur, og það er því að vonum, að
raddir heyrist um það, að þörf
sé á að láta rannsaka, livort slík
verðhækkuri, sem hér ræðir um,
sé allkostar réttmæt, eða af
fullri nauðsyn sprottin.
I Alþýðublaðinu í gær, eru
mjög einregið bornar brigður á
það, að svo sé um hækkun kola-
verðsins. Vekur blaðið athygli
á því, að kolverðið hafi áður
verið hækkað á þessu ári úr 44
krónum upp í 52, en þá er líka
verðhækkunin á þeim orðin um
41%. Er það nokkuru meira en
hækkunin á brauðverðinu nem-
ur, en þess er þá líka að gæta
um brauðið, að mjög verulegur
hluti af verðmæti þess er inn-
lend vinna, sem ekki hefir
hækkað svo neinu nemi. Yirð-
ist því engu síður ástæða til
þess,. að athugun verði gerð á
liækkun hrauðverðsins en kola-
verðsins, þó að Alþýðublaðið
einliverra hluta vegna, hafi
cnga þörf fundið á því. En víst
cr um það, að brauð er ekki síð-
ur nauðsynjavara almennings
en kol.
Hér skal nú eindregið tekið
undir þá kröfu, að gangskör
verði gerð að því, að koma í veg
fyrir, að þessar brýnustu nauð-
synjar almennings verði seldar
óhæfilega háu verði, og á það
jafnt við bæði um brauðið og
lcolin. 1 þessu sambandi er rétt
að minna á það, að ríkisstjórnin
hefir þegar, og það endur fyrir
löngu, hvort sem það var held-
ur í fyrra eða í hitt-eð fyrra,
skipað nefnd raanna, til þess að
bafa gát á verðlagi á slíkum
vörum sem þessum. Nefnd þess-
ari var að minsta lcosti alveg á-
leiðanlega falið að liafa ná-
kvæma gát á kolaverðinu. Það
er að vísu ekki kunnugt, að
nefndin hafi látið nokkurt álit
uppi um það, hvort kolaverðið
hafi verið hæfilegt eða ekki, en
vel má vera að hún hafi þó at-
lrngað það og gcrt ríkisstjóm-
inni grein fyrir því. Hinsvegar
þarf ekkert að efast um það,
hvort sem nefndin hefir unnið
mikið starf eða lítið hingað til,
að ráðlierraAlþýðuflokksinssjái
svo um, að hún taki nú rögg
á sig og láli það ekki liggja
lengi í þagnargildi, ef staðhæf-
ingar Alþýðublaðsins um það,
að verðhækkunin á kolunum sé
„lirein okurlilraun af liálfu
verslananna“, reynast á rökum
bygðar. En eflir því, livað ofan
á verður um það, fer það að
sjálfsögðu, livaða ráðstafanir
vcrða gerðar til þess að „tryggja
almenningi sanngjarnt verð á
kolum undir veturinn“.
En fyrst og fremst verður að
krefjast þess, að ríkisstjórnin
láti rannsaka það, hvort verð-
lagið á kolunum sé „sann-
gjarnt“ eða ósanngjamt, og
engu síður verðlagið á brauð-
inu.
ERLEND VÍÐSJA:
Ungverjaland
Ungverska þingiíS hefir fyrir
nokkuru samþykt lög sem veita
ríkisstjórnandanum, Nichdlas
Horty aSmírál, aukiS vald. Sam-
kvæmt lögum þessum er ríkis-
stjórnandanum veitt takmörku'S
heimild til þess að tilnefna eftir-
mann sinn. Er honum heimilaS aö
tilnefna þrjá menn og setja nöfn
þeirra í innsiglaö umslag, er eigi
sé opnaö fyrr en eftir fráfall hans.
Þjóðþinginu heimilast þó, aö
leggja til, aö valiö verði milli fleiri
ríkisstjórnanda-efna.
Þaö er ljóst, segir í grein í ensku
blaði, sem hér er stuðst við, að
ungverska þjóðþingið hefiE sam-
þykt þessi heimildarlög nú vegna
þess, að Ungverjar óttast hiö vax-
andi fylgi þeirra ráðagerða, aö
Habsborgaraveldið verði endur-
reist. Ennfremur mun þaö hafa
haft sín áhrif, aö fylgismönnum
hinnar national-sósíalistisku eöa
nazistisku stefnu fer nokkuð vax-
andi. Til marks um hversu mik-
inn áhuga stjórnin hafði fyrir, að
fá heimildarlögin samþykt, má
geta þess, að forsætisráðherrann,
Koloman Daranyi, tilkynti fyrir
nokkuru, að þingmenn fengi ekki
sumarleyfi, fyrr en þetta mál væri
útkljáð. Og nú hafa lögin náð
fram að ganga.
Þá er og í ráði, aö kosningar
verði leynilegar framvegis í Ung-
verjalandi, en áratugum saman
hefir Ungverjaland verið eina
landið í álfunni, þar sem kosn-
ingar voru ekki leynilegar (nema
í stórborgunum). Bændur þorðu.
því oft og tíðum ekki annað en
kjósa eins og stjórnendur landsins
eða Iandsdrotnar þeirra vildu vera
láta, þar sem þeir urðu að kjósa
í viðurvist opinberra starfsmanna
og lögreglu.
Daranyi er maður, sem vill fara
meðalveg, til þess að1 forðast öfga-
stefnur og byltingu, með því að
auka vald ríkisstjórnarinnar og
jafnframt auka réttindi almenn-
ings í landinu, með því að koma á
leynilegum kosningum um land
alt.
ísland í erlendum blöðum.
Bristol Evening News birti þ.
22. maí grein um Iílemens Guð-
mundsson bónda i Bólstaðar-
hlíð, bæði sem bónda og trú-
boða, en Klemens er kvekari og
hefir gert sér far um að kynna
mönnum trúarbrögð þeirra og
lífsskoðanir. Sá, er greinina
ritaði talaði við Klemens, er
hann var í heimsókn í Bristol í
vor, og fékk hjá honum marg-
víslegar upplýsingar ekki að-
eins um Klemens sjálfan og
störf hans, lieldur og ísland,
land og þjóð. (FB.).
Aukin vaudræði dt af hlut-
eysismálunum.
--o-
Bretar vilja veita Franco hernaðarrétt ef sjálfhoðaliðar verða
fluttir hurt af Spáni.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London, í morgun.
Igærkveldi voru stjórnmálamenn í London í vafa
um hvað gera skyldi til þess að hlutleysisnefnd-
in lognaðist ekki alveg út af. Ekki er búist við
að neinn fundur verði haldinn í nefndinni næstu viku
og ef til vill lengur. Neðri málstofa breska þingsins hef-
ir hætt störfum til 21. október næstkomandi. Það síð-
asta sem var til umræðu í málstofunni, var að breska
stjórnin mætti ekki viðurkenna Franko sem hernaðar-
aðila, nema að gengið yrði að þeim skilyrðum, sem
Bretar hafa sett fyrir viðurkenningunni, þ. e. a. s. burt-
flutning sjálfboðaliða. — United Press.
BRETAR REYNA
AÐ HALDA LÍFINU I
TILLÖGUM SÍNUM.
London í morgun.
Eftir að undirnefnd hlutleys-
isnefndarinnar liafði setið á
fundi í þrjár klukkustundir í
gær, án þess að komast að
nokkurri ákvörðun um aðalat-
riði bresku tillagnanna, var á-
kveðið að leggja þær ennþá
einu sinni fyrir stjórnir þeirra
ríkja, sem sætf eiga í hlutleysis-
nefndinni, og halda síðan á-
framhaldsfund í næstu viku.
Einu atriðin, sem nefndar-
menn voru sammála um lutu
að eftirliti með flutningi til
spánskra liafna, og ýmsum
minniháttar atriðum í sam-
bandi við þátttöku fleiri þjóða
í starfi hlutleysisnefndarinnar,
en þar eiga nú sæti.
Plymouth lávarður gaf í
fundarbyrjlúi yfirlit um svör
þau er bresku stjóminni hefðu
borist við tillögunum. Hann bað
Rússa, og einnig Þjóðverja, It-
ali og Portúgala, að gera frek-
ari grein fyrir því, hvaða sam-
band þeir teldu að ætti að vera
milli brottflutnings erlendra
hermanna frá Spáni og viður-
kenningar á hernaðarréttinum
til lianda aðilum Spánarstyrj-
aldarinnar. Taldi hann það
varða rnildu, að enginn mis-
skilningur gæti átt sér stað um
þetta atriði, þegar málið væri
lagt fyrir aðilana iá Spáni.
I umræðunum, sem fóm
fram eftir að Plymouth lávarð-
ur liafði lokið máli sínu, gætti
meiri ákafa en nokkru sinni áð-
ur á fundum nefndarinnar.
Uppreistarmenn á Spáni til-
kynna, að stjómarherinn við
Santander hafi gert áhlaup í
gær, og hafi því verið lirundið.
að fara út um þúfur. Von Ribb-
entrop sagði meðal annars, að
með því að þverneita báðum að-
ilum á Spáni um hernaðarrétt-
indi liefði stjórn Sovét-Rúss-
lands eyðilagt hinar bresku til-
lögur. Hann sagði ennfremur,
að ástæðulaust væri að fara að
ræða einstök atriði, eins og nú
stæðu sakir. En fyrir liönd
stjórnar sinnar vildi hann taka
það fram, að með tilliti til
þeirra ástæðna sem nú hefðu
skapast, teldi liún sig liafa að
öllu leyti óbundnar hendur um
þær ráðstafanir er hún kynni að
gera. Lauk hann máli sínu með
þeim orðum, að þýsku stjórn-
inni væri búið að vera það
kunnugt í langan tíma, að ef
ekki væri ílilutun Sovét-Rúss-
lands um að kenna, þá væri
engin borgarastyrjöld á Spáni í
dag. Hann sagðist vera þeirrar
skoðunar, að menn yrðu að
gera sér það Ijóst, að allar til-
raunir til þess að halda hlutleys-
isstarfinu áfrm í framtíðinni
lilytu að velta á því, hvort máls-
aðilum á Spáni yrðu veitt hem-
aðarréttindi.
Fulltrúar Breta og Frakka
héldu fast við fyrri kröfur sínar
um það, að brottflutningur út-
lendra hermanna yrði að eiga
sér stað áður en hernaðarrétt-
indi væru veitt. FÚ.
VON RIBBENTROP.
■ r X b
\mm m
rnooar-
iií
Ræða von Rlbbentrops.
London í gær.
TT VDIRNEFND hlutleysis-
nefndarinnar kom saman
á fund í utanríkismálaráðuneyt-
inu í London kl. 4 síðd. í dag.
Niðurstaða fundarins varð sú,
að umræðum um lilutleysistil-
lögur Breta eru alveg komnar
í sjálfheldu ennþá eiu sinni, og
virðist starf nefndarinnar ætla
Einkaskeyti til Vísis.
London, í morgun.
Skipstjórinn á City of
Baltimore heldur þv!
fram, að um skemd-
arverk hafi verið að ræða,
er eldur koin upp í skipinu,
því að hann varð laus á
mörgum stöðum í sama
mund. United Press.
EKKI VITAÐ
HVE MARGIR FÓRUST.
Oslo, 30. júlí.
Það er nú talið, að a. m. k.
160 farþegar hafi verið á City
of Baltimore, sem kviknaði í
skömmu eftir hurtförina frá
Baltimore. Margir farþeganna
urðu frávita af hræðslu og
köstuðu sér í sjóinn. Ilversu
margir liafa farist vita mcnn
ekki enn með vissu. (NRP. —
FB.). —
Litlar breytingar á
Tígstððronnm.
London, í gær.
í dag hafa engar verulegar
breytingar orðið á horfunum í
Kína. Kinverskur her réðist á
setuliðsstöðvar Japana í Tung
Chow, og frétt frá Japan herm-
ir, að þeir liafi myrt 300 Japani
sem voru á flótta þaðan, en ann-
ars er sú frétt óstaðfest. Ann-
arsstaðar hefir ekki komið til
verulegra bardaga. I Tokio er
því neitað, að Kínverjar hafi
gefið upp alla vörn í Tientsin,
heldur liafi Kínverjar aftur ráð-
ist á japanslca borgarhlutann
þar, síðdegis í dag I Peiping er
alt með lcyrrum kjörum. Bráða-
birgðastjórn borgarinnar kom
saman á fyrsta fund sinn í dag,
og er þessi stjórn raunverulega
skipuð helstu kínversku áhrifa-
mönnum í borginni, ásamt
nokkurum Japönum.
1 einni frétt er sagt að Chiang
Kai Shek liafi skipað stjórnar-
lier að halda norður iá bóginn
til móts við Sung hersliöfðingja5
sem nú lieldur sig með 37. kín-
versku herdeildina um 90 ensk-
ar mílur suðvestur af Peiping.
Þá er frá því skýrt, að Japan-
ir liafi tekið Takuhöfn, við
mynni Tientsin-fljótsins, og
hafi þar með náð á vald sitt öll-
um þeim stöðum sem verulega
hernaðarlega þýðingu liafi við
Tientsin. Hafa Japanir sett þar
á land 20 flugvélar, og virðast
vera að setja þar á land meiri
lier. — FÚ.
JAPANIR HAFA NÁÐ
ÞÝÐINGARMESTU STÖÐ-
UM I NORÐUR-KÍNA.
London í morgun.
Fréttaritari Reuters í Kína
segir, að eftir tveggja daga á-
kafar orustur séu Japanir bún-
ir að ná á vald sitt öllum stöð-
um sem máli skifta í Norður-
Kína. Japanskur her situr, um
Peiping, eri inni í borginni fara
fram sátta-umleitanir. Engar
horfur eru þó á því, að Chang
Kai Shek og miðstjórnin í Nan-
king fallist á þær sættir, sem
kunna að verða gerðar í Peip-
HátiðahOld
vepslBeaf'
manna.
Hátíðahöld verslunarmanna
fara fram nú um helg-
ina. Þeir sem fara til
Borgarness með Laxfossi fá far-
seðil fram og' til baka fyrir 10
kr. og ókeypis aðgang að skemt-
uninni við Þverárrétt á sunnu-
daginn.
Þeir sem fara að Eiði á
sunnudaginn eiga þar kost á
góðri margbreyttri skemtun. —
Þar sýnir úrvalsflokkur kvenna
úr Ármanni fimleika, kappsund
frá Geldinganesi að Eiði, ræðu-
höld o. m. fl.
Aðgangur að skemtuninni á
Eiði kostar að eins 1 kr. fyrir
fullorðna og 25 aura fyrir börn.
Norrsnn fnndnr í
Reykjavik.
Kaupmannahöfn, í gær.
Sveinn Björnsson sendilierra
leggur af stað til íslands, með
Goðafossi 2. ágúst, til þess að
sitja fund norrænnar nefndar,
sem haldinn verður í Reykja-
vík 15. til 23. ágúst. Á nefndin
að fjalla um samvinnu Norður-
landanna út á við. Með Dronn-
ing Alexandrine leggja af stað
11. ágúst, til þess að taka þátt í
nefndarfundunum, Værum,
skrifstofustjóri í danska utan-
ríkismálaráðuneytinu, Smidth,
fullírúi í danska utanríkismála-
ráðuneytinu, Sahlin, skrifstofu-
sljóri í Stolckliólmi, og Vakeu,
skrifstofustj óri í finska utan-
ríkismálaráðuneytinu. FÚ.
Rooseveit frestar
snmarleyfi sínn vegna
Asínmálanna.
EINKASKEYTITIL VlSIS.
London í morgun.
■j»OOSEVELT Bandaríkja-
forseti hefir frestað sum-
fríi sínu. Segir í staðfestri fregn
að það sé vegna þess, hve illa
horfir í Austur-Asíu-málunum.
1 óstaðfestri fregn segir,, að
hann muni ekki hreyfa sig úr
Hvíta húsinu og fylgjast velmeð
gangi málanna.
United Press.
ing, né viðurkenni rétt sátta-
nefndarinnar til að semja við
Jaþani. Sung hersliöfðingistarf-
ar nú að því að endurskipu-
leggja 37. herdeildina, og tvær
kínverslcar lierdeildir að snnn-
an eru á leiðinni til liðs við hann
Fulltrúi í Nankingstjórninni
skýrði frá því í gær, að stjórn-
in væri að draga saman lið til
þess að veila Japönum mót-
stöðu. Hann dró athygli blaða-
manna að því, að þegar Jap-
anir lögðu undir sig Maricliúríu
þá hefðu þeir beitt nákvæmlega
sömu brögðum og í þessu til-
felli, og sjálfir stofnað nefnd
Kínverja, er þeir hefðu svo lát-
ið semja við sig. En kínverska
stjórnin, sagði hann, myndi
ekki sitja lijá í annað sinn, á
meðan Japanir sölsuðu undir
sig kínversk liéruð.
aðeins Loftup.