Vísir - 31.07.1937, Blaðsíða 4

Vísir - 31.07.1937, Blaðsíða 4
VlSIR læsta blað Vísis kemur út þriðjudaginn 3. ágúst. Messur á mcrgun. I dómkirkjunni kl. 11: Síra Friörik Hallgrímsson. í Hafnarfjarðarkirkju lcl. 5: Síra Garðar Þorsteinsson. í Landakotskirkju: Lágmessa kl. 6)4 og 8. Hámessa kl. 10. Eng- in síðdegisguðsþjónusta. í kaþólsku kirkjunni í Hafnar- firði: Hámessa kl. 9. Engin síS- degisguSsþjónusta. Veðrið í morgun. í Reykjavík 9 stig, Bolungar- vík 7, Alrureyri 11, Skálanesi 15, Vestmannaeyjum 9, Hellissandi 9, Kvígindisdal 9, Hesteyri 7, Kjör- vogí 9, Blönduósi 10, Siglunesi 10, Grímsey 10, Raufarhöfn 13, Skál- um 14, Fagradai 13, Papey 10, Hólum í HornafirSi 11, Fagur- hólsmýri 11 og Reykjanesi 11. Úr- koraa hér í gær 0,8 mm. Sólskin í 1,0 stund. Yfirlit: Djúp lægS fyr- ir norSan land á hreyfingu norS- ur eftir. Horfur: SuSvesturland, Faxaflói, BreiðafjörSur, VestfirS- ir: Vestan kaldi. Skúrir en bjart á milli. NorSurland: Minkandi vestan átt. Skúrir vestan til. NorS- austurland, AustfirSir, SuSaustur- land: Vestan gola. LéttskýjaS. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss kom frá útlöndum í gærkveldi. GoSafoss er í Ham- borg, Brúaríoss í Leith, Dettifoss á Akureyri, Selfoss í Reykjavík. Fiskmarkaðurinn í Grimsby föstudaginn 30. júlí: Besti sól- koli 55 sh. pr. box, rauSspetta 64 sh. pr. box, stór ýsa 27 sh. pr. box, miSlungs ýsa 24 sh. pr. box og smáþorskur 15 sh. pr. box. (Tilk. írá Fiskimálanefnd. — FB). Slökkviliðið var kvatt aS húsi Skóverslun- ár Lárus G. Lúðvígsson, um há- degi í dag. Þegar þangað kom, reyndist kallið á misskilningi bygt og var um engan eldsvoða aS ræSa. tTmferðin á götunum. Þegar rætt er um götu-umferð ■hér í bænum, er ekki úr vegi að minnast á þaS, hvernig fólk hegS- ar sér á gangstéttunum. ÞaS má heita undantekning, ef gangandi fólk „víkur rétt“. Væri nú ekki hægt að reynaj aS lcoma ]?ví í 'skilning um, aS ]>aö eigi ávalt, er þaS mætir einhverjum, aS vikja til vinstri handar, ef þörf er á aS 'víkja? x. Öforsvaranlegur akstur. Mörg eru umferSarslysin og sum ærið alvarleg. Fólk talar um þau og fárast yfir þeim. Alla virðist hrylla við þeim. Ef til vill verður ekiS yfir mig í dag og þig á morgun. Svo veröur talaS um þaS stundarkorn. Öllum virðist hlöskra — rétt í svipinn. En þa'S rev eins og fólk sé fariS aS trúa ,því, aS þetta verði svo til aS ganga Þýsk-fpanski Yersiunarsáttmálinn. Innflutningshöftin og kröfurnar um jafnvirðiskaup, sem undanfarin ár liafa liamlað milli- landaverzlun, um allan heim, virðast nú vera að líða undir lok. Fyi’ir forgöngu van Zeeland, forsætisráðherra Belga, liafa verið rannsakaðir möguleikar fyrir þvi, að koma vöru- og gjald- eyrisviðskiptum þjóðanna á eðlilegan grundvöll. Hinn nýi viðskiftasamningur, sem gerður var milli Þjóðverja og Frakka, mun einnig stuðla að auknum millilandaviðskiftum í Evrópu. Við- skiftasamningur þessi gengur i gildi 1. ágúst n k. og gildir fjmst um sinn í tvö ár. Viðskiftasmningur milli Frakka og Þjóðverja, undirritaður í París af Delbos, utanríkisráðherra Frakka (t. v.) og Welczeck greifa, sendiherra Þjóðverja í París. Barist vídsvegar á Spáni. ( London í gær. Á Spáni sjálfum virðist eink- um hafa vcrið barist á vígstöðv- unum við Cordova, Teruel og Santander. Uppreistarmenn telja sig liafa unnið á við Cord- oba. Þessu neitar stjórnin. í til- kynningum stjórnarinnar er ekki getið um orustur á Teruel- vigstöðvunum, en þar telja upp- reistarmenn sig emnig vinna á. Skotárás af sjó hefir aftur ver- ið gerð á Santander. Frá Valencia kemur fregn um það, að uppreist hafi brotist út í liði uppreistarmanna i Granada. De Llano hershöfð- ingi ber þá fregn til baka, að Márahersveitirnar þar liafi gert uppreist. | Loks segir stjórnin, að her hennar hafi hrundið sex árás- um uppreistarmanna á Baska- vígstöðvunum. FfJ. KHCISNÆflll UNG STtLKA (dönsk) óskar eftir fæði og liúsnæði, lielst í „pensionati”. Tilboð, merkt: ,,1001“, sendist á afgr. blaðsins. (471 — það sé alveg ómögulegt a5 foröast slysin! En væri nú samt ekki réttara, aö reyna aö hægja svo lítiö á bílunum, sem ösla um göturnar dag og nótt meö ofsaleg- urn og ósæmilegum hraöa, áöur en þaö veröur aö fastri trúarsetn- ingu, aö ekki sé hægt aS varast ökuslysin? Karl í koti. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Aðra nótt Alfred Gíslason, Ljósvalla- götu 10, sími 3894. Helgidaga- læknir á morgun Hannes Guö- mundsson, Hverfisgötu 12, sími 3105, en 2. ágúst Jón G. Nikulás- son, Freyjugötu 42, sími 3003. — Næturvöröur er í nótt í Reykja- víkur-apóteki og Lyfjabúöinni íö- unni,| næstu nótt Laugavegs og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kveld. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplöt- ur: Kórlög. 20,00 Fréttir. 20,30 Upplestur og tónleikar: Um sorg- ina (Jón Leifs). 21,00 Útvarpstríó- iö leikur. 21,30 Hljómplötur: Ha- waii-gítar. 22,00 Danslög (til kl. 24). Útvarpið á morgun. Kl. 9.45 Morguntónleikar: Pí- anó-konsert í d-moll og symfonía í d-dúr, eftir Mozart (plötur). 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í dómkirkjunni (síra Friðrik Hall- grímsson). 12.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel Borg (stj.: Bern. Monshin). 17.40 Útvarp til útlanda (24.52) m). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljóm- plötur: Létt klassisk lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Sveita- sæla“, æfintýri á gönguför, eftir Tobías (Friöfinnur Guðjónsson, Anna Guömundsdóttir o. fl.). 20.55 ITljómplötur: Píanóverk etfirCho- pin og Liszt. 21.20 Einsöngur (frú Guðrún Ágústsdóttir). 21.45 Dans- lög (til kl. 24). Útvarpið á mánudaginn. Kl. 10.40 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 19.10 Veðurfregn- ir. 19.20 Hljómplötur: Píanólög. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn. 20.55 Útvarpshljómsveit- in leikur alþýðulög. 21.30 Hljóm- plötur: a) Sónata eftir Scarlatti; b) Fiðlu-konsert eftir Vivaldi (til kl. 22). Nautnalyfja-smygl hefir aukist svo í Ástralíu, að ríkisstjórnin hefir ákveðið að láta smíða flota liraðskreiðra mótorbáta til aukins eftirlits við strendur landsins. TEOFANI Ciaarettur IC] REYKTAR HVARVETNA UNGUR MAÐUR (Þjóðverji) ósltar eftir fæði og húsnæði, helst í „pensionati“. Tilboð, merkt: „1234“, sendist afgr. blaðsins. (472 1 HERBERGI og eldhús óslc- ast 1. okt. Tilboð, merkt: „26“, sendist Vísi. (472 LÍTIL ÍBÚÐ til leigu strax eða síðar. Uppl. Hverfisg. 94 A. (473 STÓRT rólegt lierbergi með þægindum óskast um tíma, helst með aðgangi að hljóðfæri. síma 2177. (475 eldhús og bað, helst í austurbænum, óskast * - 1. okt. Fyrirframgreiðsla ef er. Tvent í heimili. Tilboð : „A-100‘* * sendist á afgr. blaðsins. 1 STOFA og eldhús eða að- gangur að eldhúsi óskast, helst í nýju liúsi. Uppl. í síma 3781. Tvær í heimili. (481 STOFA og eldhús eða eldun- arpláss óskast 1. október, ná- lægt Landspítalanum. Sími 3537. 480 SÓLRÍK STOFA til leigu á Bergþórugötu 21. — Uppl. á staðnum. (476 2ja HERBERGJA íbúð til leigu á 55 kr. Nýlendugötu 15 A. (482 ÍTÁPÁD'íUNDIDl MYNDAVÉL i leðurtösku hefir tapast á veginum frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Finnandi beðinn að skila henni á aðalskrifstofu Landssímans, 3. hæð. Há fundarlaun. (477, PENINGABUDDA tapaðist i gær í miðbænum. A. v. á. (478 ATHUGIÐ! Framvegis verða 2 pöntunarsímar í bakariinu: 3243 og 4843. F. A. Kerff. (474 FÍLADELFÍA. Samkoma í Varðarhúsinu sunnudag. kl. 5 e. h. Allir velkomnir. (474 ■VINNAAÍ REGLUSAMUR og var.daður 14 ára piltur óskar að komast að sem sendisvéinn. A. v. á. (436 UNG STÚLKA, vön sauma- skap (leðursaum) getur fengið atvinnu. Tilboð, ásamt með- •mælum, ef fyrir eru, sendist á afgr. blaðsins, merkt: ,,A 1“. _________________________(473 KAUPAKONA óskast til Við- eyjar, helst dugleg og vön. Hátt kaup. Uppl. i síma 1949. (479 Kkádbkapud! Chrysler bifreið, óyfirbygð, vönduð, til sölu á Hverfisgötn 44. 16—18 MANNA TJALD sama sem nýtt, til sölu nú þeg- ar. Uppl. í síma 2249. (438 REHTHJÓL, lítið notað, til sölu á Vitastíg 8, uppi. (439 RADÍÓGRAMMÓFÓNN til sölu á Lokastíg 9. Sími 4516. (443 VERKAMANNABUXUR, all- ar stærðir, mjög ódýrar. — Afgr. Álafoss. (641 ÍSTARÞRÁ: 30 undan. En loks gat hún sofnað. Hún var svo út úr þreytt. XII. kapituli. Fram eftir degi laugardaginn næsta á eftir, að það bar við, sem frá hefir verið greint, gerð- ’ist elckert, sem í frásögur er færandi. Roger Trenby hringdi iðulega og spurði um líðan Nan o. s. frv, en Kitty beið með mikilli óþreyju eft- ir, að fá vitneskju um árangurinn af því, sem liún hafði tekið sér fjTÍr liendur að lcoma í framkvæmd. Og er farið var að húma kom Mallow-bíllinn aftur, en Ilann hafði verið send- ur á slöðina, í von um, að Ralph Fenton kæmi aftur, eins og' Ki t ty liafði beðið hann um. Kitty •flýtti sér að bflnum og Ralp Fenton stökk oit úr bilnum og á móti henni, allur eitt bros. „Þú ert hreinasti engill, Kitty“, sagði hann. „,Hvernig fórstu að þessu? Heldurðu nú, ertu nú alveg viss um, að hún vilji —“ „Það held eg“ sagði Kitty og brosti. „Þú skalt engar áhyggjur ala. En þú mátt ekki þaklca mér, ef þetta endar eins og í gömlu æfintýr- nnum — heldur Nan. Mér er óskiljanlegt hvern- ig hún hefir farið að því, en liennar verk er Jþað nú í raun og veru“. „Jæja, blessuð veri liún fyrir það“, sagði Fenton. Og nú sligu þau inn í hílinn og ólcu jþennan spöl, sem eftir var að húsdyrunum, Kitty bað liann að bíða fyrir dyrum úti, en fór sjálf inn, og er hún kom inn í forsalinn, sá hún hvítklædda konu, sem virtist ætla áð forða sér eitthvað. „Komdu hingað, Penny“, sagði Kitty dáhtið kesknislega. „Þið getið átt saman hálfa klukku- stund tvö ein, áður en hringt verður til merkis um að tími sé kominn til þess að hafa fataskifti, vegna miðdegisverðar. Eg vona? að þegar gengið verður að miðdegisverðarborði, verði alt komið í samt lag“. j Penelope hafði allan daginn verið þögul, en af svip hennar mátti vel sjá, að hún var í raun- inni innileg hamingjusöm yfir því, hversu nú liorfði — og er Ralph var kominn aftur skein innilegur fögnuður og gleði úr augum hennar. Hún snéri sér við, allhikandi og eins og dá- lítið skelfd, og það var óvanalegt að sjá liina hávöxnu og glæsilegu og ákveðnu Penelope þannig. Roði hafði hlaupið í kinnar hennar og hún minti á feimna, óttaslegna, barnunga stúlku. [ „Farðu nú til hans, Ijúfán mín,“ sagði Kitty, og henni fanst í svip, er hún sá Penelope þann- ig, unglega, ásthrifna, vonandi, eins og sjálf væri hún gömul, skorpnuð kerling. , „Flýttu þér nú til lians — og þið eigið bæði allar bestu, lijartans óskir mínar um ham- 1 * *' * Það var ekki fyrr en daginn eftir, er setið yar að hádegsiverðarborði, að Ralph sagði þeim tíðindi, sem komu þeim öllum á óvart. Hann hafði liaft um alt annað að hugsa og liklega liefði honum gleymst að minnast á þetta, ef Kitty hefði ekld óvart gefið honum tilefni til þess. 1 „Er nokkuð að frétta frá London, Ralph?“ spurði liún. „Yrissulega hefirðu frétt eitthvað, þótt þú værir þar aðeins eitt kvöld“. Fenton hló. j „Mundi eg hafa árætt að koma aftur án þess að segja ykkur seinustu tíðindi. Það er víst best að hafa ekki yfir neinn formála, en segja ykk- ur tiðindin þegar. Maryon Rooke ætlar að kvongast“. Enginn tók til máls, því að það hefði ekki vakið meiri undrun, þótt sprengikúlu hefði verið varpað niður mitt á milli þeirra Kitty reyndi að láta á engu bera og sagði, eft- ir nokkura þögn í léttum tón: „Það er ekki meira en svo, að eg trúi þessu. Eg hélt, að Maryon Rooke væri staðráðinn í að pipra.“ j „Það er nú satt samt“, sagði Fenton íbygg- inn. „Eg hefi þetta eftir hestu heimildum. Mary- on sagði mér nefnilega frá þessu sjálfur“. - Aftur ríkti þögn um stund og það var Barry, sem loks rauf hana. Hann hafði tekið eftir þvi, að Nan átti erfitt með að halda höndum sínum kyrrum, en það fanst honum ótvírætt merki um taugaóstyrkleik. ( „Jæja, það verður þá likt á komið fyrir lion- um bráðum, karlinum, og okkur hinum, sem viðjaðir erum“. „Hann fær ríka konu, trúi eg“, sagði Fent- 011, „hún mun vera ekkja fyrrverandi „stál- konungs“.“ j „Maryon ætti að verða mikil stoð í því, að kvongast auðugri konu“, sagði Nan alt í einu með aðdáunarverðri ró. Listamönnum, sem eiga auðuga að, veitist auðveldara að afla sér fjár og frama en hinum“. „Það er vafalaust þess vegna, sem hann ætl- ar að kvongast henni“, sgði Ralph ónærgætnis- lega. „Það var áreiðanlega eklci ást við fyrsta tillit“. j , „Er hún ekld fögur?“ spurði Penelope. „Sussu nei“, sagði Ralph með áherslu. „Mörg ykkar munu kannast við hana — það er lafði Beverley“. | Og sannleikurinn var sá, að þau þektu hana flest — meira og minna. i „Já, fögur er hún ekld“. > „En gleymdu ekki auðnum“, sagði Barry. „Þið eruð of liörð í dómum“, sagði St. John. „Hver veit nema Maryon þyki vænt um hana — og þyki liún því fögur.“ „Listamaður getur ekki séð fegurð, þar sem engin er“, sagði Nan. Nan var ekki í nokkurum vafa um, að Hún leit rétt á þetta. Maryon hafði sært hana meira en orð fá lýst, en hún liafði á svipstundu, vegna þess, sem þeim hafði farið á milli, getað litið lá málið frá öllum hliðum — og komist að réttri niðurstöðu. Og henni hafði tekist að líta á mál- ið frá hans sjónarmiði — og skilið framkomu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.