Vísir - 11.08.1937, Qupperneq 2
3<00 þýskir leynilög*
reglumenn á Breílandi.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Heimsblöðin ræða nú vart annað meira en deilur
þær, sem upp eru komnar með Bretum og
Þjóðverjum út af blaðamönnum. Eins og við
var að búast, neitar Times algerlega að sinna þeirri
kröfu þýsku stjórnarinnar, að blaðið skifti um frétta-
ritara í Þýskalandi. Líta Bretar þeim augum á, að þýska
stjórnin geti ekki tekið sér neitt leiðbeiningarvald um
það, hvernig breskir blaðamenn hagi störfum sínum.
En ýmislegt í sambandi við þessar deilur, sem legið
hefir í þagnargildi, er nú að koma í ljós, og gera blöðin
að að umtalsefni. Yfirvöldin komust að því fyrir nokk-
uru, að á annað liundrað Þ jóðverjar, sem kölluðu sig
blaðamenn, komu til ýmissa breskra hafna, og vakti
það nokkurar grunsemdir, hve margir blaðamenn
komu alt í einu til Bretlands, enda var þessi blaða-
mannafjöldi ekki i nokkuru samræmi við það frétta-
magn, sem þýsk blöð flytja frá Bretlandi.
---in i-iwmaiwi i «wi i 11 in—iiiT—wf—~n
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN
VÍSIR H.F.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Skrifstofa) Austurstræti 12.
og afgr. J
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 kr. á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
■■ -V' ■ IMVW V ITiMBœiMHnHMnaUKNRB
Samkepni
Höfuðkrafa sjálfstæðismanna
í verslunarmálum er: frjáls
verslun, frjáls samkepni. Og
því að eins, að verslunin sé rek-
in eftir þeirri meginreglu, er al-
menningi trygt, að liann eigi
þess jafnan kost, að fá góðar
vörur við sanngjörnu verði.
Þvi fer nú harla fjarri, að
verslunin í landinu sé frjáls á
þessum „síðustu og verstu
tímum“. Og því fer líka fjarri,
að ahnenningur hafi nú noldc-
ura tryggingu fyrir því, að
hann geti jafnan fengið góðar
vörur fyrir hæfilegt verð. Á
versluninni eru liinsvegar engin
höft, önnur en þau, sem ríkis-
valdið hefir lagt á hana og
mætti því ætla, að auðvelt muni
að hæta úr þessu. Allmargar
vörutegundir hafa verið einok-
aðar af ríkinu í því augnamiði
að afla ríkissjóði tekna með því
að selja þær almenningi nokk-
urum mun hærra verði, en hæfi-
legt væri talið, eða með nokk-
urum hætti mundi gerlegt í
frjálsri samkepni, og jöfnum
höndum rýrari að gæðum. En í
annan stað hefir nauðsyn þótt
bera til þess, að leggja allsherj-
ar hömlur á alla innflutnings-
verslunina, sakir óhagstæðra
viðskifta við önnur lönd og
skorts á erlendum gjaldeyri. Er
þannig á öllum sviðum gengið
í berhögg við grundvallarreglur
frjálsrar verslunar, og sem
vendilegast girt fyrir það, að al-
menningur gæti verið öruggur
um að hann eigi jafnan kost
góðs varnings fyrir gott verð.
Við þetta liafa valdhafarnir
í landinu þó elcki viljað kann-
ast. Þeir hafa haldið þvi fram,
að nóg ráð væri til þess að
tryggja þjóðinni sanngjarnt
verðlag á nauðsynjavörum, önn-
ur en að gefa verslunina frjálsa.
Framsóknarmenn ráðleggja
mönnum að varpa öllum sínum
áhyggjum í þeim efnum upp ó
kaupfélögin, því að þau ráði
verðlaginu í Iandinu. Socialistar
telja hinsvegar nauðsynlegt að
koma á opinberu eftirliti með
vöruverðinu og lögleiða „álagn-
ingarskatt“.
Rikisstjórnin hefir nú fyr-
ir alllöngu skipað sérstaka
nefnd til að hafa eftirlit með
verðlagi á ýmsum nauðsynja-
vörum, m. a. á kolum. Kola-
verðið hefir verið hækkað, og
bæði socialistar og framsóknar-
menn hafa sakað kolaverslan-
irnar um „okur“. Hinsvegar
vita menn ekki betur en að eft-
irlitsnefnd ríkisstjórnarinnar
hafi rannsakað kolaverðið og
ekkert fundið athugavert við
það. Það virðist því vera lítil
trygging í verðlags-eflirliti só-
síahsta, ef kolin eru þrátt fyrir
þetta seld okurverði. Hinsvegar
hefir það nú gerst í málinu, að
„Kaupfélag Rej'kjavíkur og ná-
grennis“ hefir fengið leyfi gjald-
eyris- og innflutningsnefndar
til þess, að flytja inn einn
kolafarm. Og með þvi segja
blöð sósíalista og kommúnista,
að tekist liafi að „brjóta á bak
aftur“ vald kolaliringsins, og
vinna bug á „okri“ hans. Blað
framsóknarmanna kveður liins-
vegar ekki fastara að orði en að
kaupfélagið liafi „lækkað kola-
verðið“. En kaupfélagið liefir
auglýst, að það muni geta selt
kol þau, sem það liefir fengið
leyfi til að flytja inn, fyrir 54
krónur tonnið, eða 6 krónum
lægra en kolaversanirnar hafa
ákveðið verðið á sínum kolum.
Því er nú lialdið fram, að kol
kaupfélagsins séu lélegri en kol
kolaverslananna, og það fylli-
lega sem þessum verðmun svar-
ar. Og ein kolaverslunin hefir
þegar látið það boð út ganga, að
hún muni geta selt þá kolateg-
und fyrir 2 kr. lægra verð en
lcaupfélagið hefir auglýst. Sé
svo, er því ekki um neina
raunverulega verðlækkun að
ræða á kolunum. Mönnum er þá
að eins gerður kostur á að fá
kol með minna notagildi en hér
hefir verið völ á, en þá einnig
að sjálfsögðu fyrir lægra verð.
En úr þessu verður reynslan að
skera. Sé hinsvegar um raun-
verulega verðlækkun á lcolum
að ræða, þá er það þó livorki
að þakka verðlagseftirliti só-
síalista né kaupfélagsstarfsemi
framsóknarmanna, heldur því,
að slakað liefir verið til á höft-
unum og samkepninni gefið
svigrúm.
Ef um óhæfilega „álagningu“
er að ræða á nauðsynjavörum,
þá á það hinsvegar að sjálf-
sögðu fyrst og fremst að vera
hlutverk „neytendasamtak-
anna“ að reisa þar rönd við, svo
sem mjög eindregið hefir verið
vakin atliygli á hér í blaðinu áð-
ur. Mundi slílcra „samtaka“ þó
engin þörf, til að rækja það
hlutverk, ef verslunin væri með
öllu frjáls. Og svo virðist jafn-
vel sem noklcur vafi sé á því,
liver þörf hafi verið á afskift-
um þeirra af kolaversluninni,
eins og nú er komið. Öðru máli
væri að gegna, ef kol þau, sem
„Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis" ætlar að flytja til
landsins, væri sömu tegundar
og kol þau, sem nú eru seld hér,
og það gæti selt þau því verði
sem auglýst hefir verið.
ERLEND VlÐSJÁ:
Japan,FHipps-
eyjar, Kína.
Þeirrar skoSunar hefir víða
gætt, að Japanir niundu fyrr eSa
síðar reyna að sölsa undir sig Fil-
ippseyjar, enda þótt af slíkri á-
gengni mundi fyrirsjáanlega leiða
styrjöld viS Bandarikin. Hefir
þessi skoiSun einkuin komiö fram
víða eftir at5 Filippseyj abúar fengu
sjálfstæSi sitt, sem aS vísu er enn
og verSur um nokkurra ára skeið,
allmjög takmarkaö.
Merk amerísk stofnun, The In-
stitute of Pacifíc Relations, hefir
nýlega gert grein fyrir ýmsu, er
þetta snertir, og kemst stofnunin
aö þeirri niðurstööu, að Japanir
hafi minni áhuga fyrir því en áö-
ur, aö ná yfirráöum á eyjuunum.
í fyrsta lagi er nú svo ástatt orð-
iö heima fyrir í Japan, að áhuginn
fyrir að „færa út kvíarnar" með
Iandvinningum fer stöðugt mink-
andi, þar sem því fer mjög fjarri,
að Japanir hafi haft þann fjár-
hagslega hagnað, sem þeir gerðu
sér vonir um, af því að leggja und-
ir sig Koreu og raunverulega Man-
Samkvæmt því, er Lund-
únablöðin segja, eru fjölda
margir Þjóðverjar búsettir
í Englandi skrásettir í þýsku
leynilögreglunni, og er þeim
falið á hendur að fylgjast
með starfsemi samlanda
sinna. Eiga þeir að senda ná-
kvæmar skýrslur um alt, sem
þeir taka sér fyrir hendur, til
Berlínar. Blöðin giska á, að
þýska leynilögreglan hafi um
400 Þjóðverja í Bretlandi í
þessu skyni. — Um 320.000
Þjóðverjar eru búsettir í
Bretlandi. — United Press.
Tilkynning
þýsku stjórnarinnar.
London í gær.
I Berlin var í dag gefin út
eftirfarandi tilkynning:
„Breska stjómin hefir form-
lega verið beðin að beita áhrif-
um sinum til þess að fá kvadd-
an heim frá Berlin Norman Ab-
bot, fréttaritara Lundúnablaðs-
ins „Times“, annars neyddist
þýska stjórnin til þess að krefj-
ast þess, að Mr. Abbot yfirgefi
Þýskaland að tíu dögum liðn-
um. j
Þessa ráðstöfun telur þýska
stjórnin nauðsynlega af þeim á-
stæðum, að þessi blaðamaður
hefir svo árum skiftir verið
fjandsamlegur i garð þýsku
stjórnarinnar í skrifum sínum,
sjúríu. Að vísu eru námur á Fil-
ippseyjum, sem Japanir hafa haft
augastað á (jámnámur), en Jap-
anir fá járnmálm frá Filippseyjum
með góðum kj/örum/, ' og þó að
eins um 600.000 smálestir af 2 milj.
smálesta af járni, sem þeir þurfa
árlega. Járnauðlegð er mikil á
Mindanao-eyju og eiga Filipps-
eyjabúar vissan markað í Japan
fyrir alla járnframleiðslu sína. Fil-
ippseyjabúum er, eigi síður en
Japönum, hagur að þessum við-
skiftum og engar líkur til, að Jap-
anir ásælist eyjamar þeirra vegna.
Önnur hráefni, sem Japanir þarfn-
ast mjög, svo sem olía, óunnin
baðmull o. fl., geta þeir ekki feng-
ið frá Filippseyjum. Eins og í
Japan er það landbúnaðurinn, sem
skapar best atvinnuskilyrði á Fil-
ippseyjum. En Japanir hafa reynst
lítt fúsir til þess að flytja til ann-
ara landa til þess að gerast land-
nemar. Litlar sem engar hömlur
eru á innflutningi Japana til Fil-
ippseyja. íbúatala eyjanna er um
14 miljónir, en þar búa að eins um
25.000 Japana. En Japanir sjá sér
hag í því, að treysta sem best við-
skiftaaðstöðu sína á Filippseyjum,
og vafalaust mundu þeir hafa
og þannig misnotað sér gest-
risni þýsku þjóðarinnar.“
Breska stjórnin hefir tjáð
þýsku stjórninni, að hún muni
ekki láta málið til sín taka.
„Times“ víkur að þessari
kröfu þýsku stjómarinnar í
dálkum sínum í morgun. Það
segir, að hinum þýsku blaða-
mönnum, sem vísað hafi verið
úr landi í Englandi, hafi ekki
verið visað burt vegna þess, sem
þeir hafi skrifað, stjórnin hafi
hlífst við því, að láta birta þær
sakir, semj á þá eru bomar. —•
Hinsvegar segist „Times“ geta
birt þær, ef þýska stjórnin reld
Mr. Abbot úr landi í Þýskalandi
í hefndarskyni gegn hrottrekstri
þýsku blaðamannanna. ;
Blaðið vekur atliygli á þvi,
að einn hinna þýsku blaða-
manna sé nýkominn til Eng-
lands, en hann hafi áður verið á
Ítalíu og hafi honum verið vís-
að þaðan úr landi. FÚ.
Þýskt blað ritar.
Þýska blaðið „Börsen Zei-
tung“ ritar um brottrekstur
hinna þýsku blaðamanna úr
Bretlandi og mál N. Abbot,
fréttaritara London Times í
Berlín. Börsen Zeitung telur að
breskir fréttaritarar í Berlín yf-
irleitt hafi sýnt óviðkunnanlega
mikinn áhuga fyrir deilunni
milli þýsku stjórnarinnar og
kirkjunnar og dregið þar taum
kirkjunnar.
Félag erlendra blaðamanna í
Berlín kemur saman á auka-
fund í dag, til þess meðal ann-
ars að ræða um mál Norman
Abbots. í félaginu eru rúmlega
hundrað blaðamenn. —•
meiri hag af friðsamlegum við-
skiftum við Filippseyjabúa, heldur
en ef þeir gæti lagt eyjarnar undir
sig. Landvinningastefnan í Japan,
sem hernaðarsinnarnir hafa barist
fyrir, hefir haft svo mikinn kostn-
að í för með sér, að allur almenn-
ingur í Japan er sár-óánægður, og
þeir, sem gerst þykjast vita, erQ
þess fullvissir, að Japanir muni
ekki hætta á að fara í stríð vegná
Filippseyja. Og það er sennilega
einnig rétt, sem allvíða hefir kom-
ið fram, að Japanir vilji ekki stríð
við Kínverja. Þeir hafa ef til vill
gengið út frá því, að þeir gæti
hrundið kröfum sínum fram með
hótunum, eins og oft áður, en nú
virðist loku fyrir það skotið. —
Hvort sem Japanir sigra eða ekki
í styrjöld við Kína, geta afleiðing-
arnar orðið svo alvarlegar fyrir
þá fjárhags- 0g viðskiftalega, að
framtíð Japans sem stórveldis sé
mjög ótrygg.
Uppreistarmenn gerðn
loftárás á Valencia
f nðtt.
EINKASKEYTI TIL YlSIS.
London, í morgun.
ppreistarmenn gerðu
mikla loftárás á Val-
encia ld. 9.45 í gær-
kveldi og notuðu bæði árás-
arflugvélar og hraðfleygar
flugvélar beim til varnar
gegn flugvélum stjórnar-
innar. Talið er, að um 20
manns hafi beðið bana eða
særst. Mikið tjón varð af
loftárásinni, einkanlega í
höfninni. — United Press.
London í gær.
Sendiherra Breta í Hendaye
hefir verið falið að krefjast þess
af Franco, að hann láti þegar af
liendi þrjd bresk skip, sem upp-
reistarmenn tóku um miðjan
júlí, en þau heita „Moulton“,
„Castleton Castle“ og „Miru-
panu“. Það er haldið, að skips-
liafnir þessara skipa hafi nú
verið látnar lausar.
Uppreistarmenn hafa engu
svárað mótmælum hresku
stjórnarinnar gegn árásinni
sem gerð var á föstudaginn var,
á enska olíuskipið „British Cor-
poraI“.
Skipstjórinn á frönsku skipi,
sem nýlega er kominn tilFrakk-
lands, hefir sagt frá því, að þeg-
ar skipið kom til Las Palmas
á Kanaríeyjum, hafi fulltrúi
uppreistarmanna komið um
borð í skipið og krafist þess,
að fá að tala við þá Spánverja,
sem með þvi kynnu að vera,
til þess að ganga úr skugga um,
hvort þeir væri skyldir til her-
þjónustu. Segist skipstjórinn
hafa leyft það, eftir að hafa ráð-
fært sig við franska ræðismann-
inn, en er umboðsmenn Francos
komu um borð, liafi lent i skær-
um milli þeirra og skipsmanna.
Þetta hafi þó verið jafnað fyrir
milligöngu ræðismannsins og
skipinu síðan leyft að fara.
Það var þetta skip, sem varð
fyrir loftárás á leiðinni heim i
síðustu viku. FÚ. i
Fyrirspnrn nm
kolaverd.
Getur Visir upplýst hver verð-
munur er í innkaupi á þeim
húsakolum og skipakolum, sem
nú er verið að auglýsa hér í
bænum?
Svar:
Eftir upplýsingum sem blað-
ið liefir fengið frá áreiðanleg-
um heimildum er verðið á
skipakolunum sh. 4/6 lægra
hver smálest, eða um kr. 5.00,
ef svo þar við bætist, að skipa-
kolin eru ekki hörpuð hér á
staðnum, eins og nú er gert með
húsakolin, þá munar það 2.50 á
smálest sem skipakolin mundu
lækka, auk mismunar á inn-
kaupsverðinu.
Á norræna fundinum
í Reykjavík 15.—23. ágúst ver'5-
ur Hougen skrifstofustjóri í utan-
ríkismálará'ðuneytinu í Oslo full-
trúiNorðmanna, í staðSmith deild-
arstjóra í sama ráðuneyti, sem,
samkv. simskeyti til norsku abal-
ræðismannsskrifstofunnar í
Reykjavík frá utanríkismálaráðu-
neytinu, getur ekki komiö á fund-
inn vegna forfalla. (Tilk. frá
norsku a'Salræ'ðismannsskrifstof-
unni. FB.)
Sildveiðarnar.
Sild veidist nú
iyrir öllu Nord-
urlaudi.
Þ ott veiðiveður er nú fyrir
u norðan og kom fjöldi skipa
inn til Siglufjarðar í nótt.
Þegar Vísir átti tal við Siglu-
fjörð um hádegi í dag, var ekki
enn vitað, hve mikið þar hafði
verið saltað í gær, en á stöð
Ingvars Guðjónssonar höfðu
verið saltaðar 638 tn. og hjá
Jóni Kristjánssyni 1192 tn., og
voru þær stöðvar hæstar.
Á Djúpavík voru saltaðar i
gær 1301 y2 tn. og á Ólafsfirði
206 tn. Frá öðrum stöðum hafði
eldci frést.
Aflahæstu skipin, sem komu
inn í gær, voru Huginn með 570
tn. og Svanur með 212 tn.
Síld veiðist allstaðar fyrir
Norðurlandi og er mikil út af'
Siglufirði og i Grimseyjarsundi.
Siglufirði, 10 ágúst.
Síld er enn sögð alslaðar
meiri og minni frá Horni til
Tjörness og austar. Skip hafa
fengið veiði við Skaga, á Gríms-
eyjarsund, við Tjömes, á Húna-
flóa, á Isafjarðardjúpi og víðar.
Þrjú skip hafa verið skráð hjá
ríkisverksmiðjunum frá þvi í
gær til klukkan 14 í dag. 23
skip biðu affermingar kl. 17 í
dag. Söltun í Siglufirði nam í
gær 377 tunnum — þar af voru
112 tunnur matéssíld og 214
tunnur reknetasíld. Af mörgum
skipum var saltað eftir kl. 24.
Veiðiveður var ágætt i dag. —
Tanlcskipið Noira fór frá Siglu-
firði í gærlcveldi með 1.650
smálestir af lýsi áleiðis til
Frederilcstad, en lcemur við í
Krossanesi og tekur þar 400
smálestir til Hollands. — FÚ.
Bkákmótið
íslendingar keppa
við Svía,
Iíaupmannahöfn, 10. ág. FÚ.
Síðustu fréttir frá alþjóða
skákmótinu i Stockhólmi eru
þær, að í keppninni við Svía
vann Baldur taflmanninn Jon-
son. Ásmundur gerði jafntefli
við Danielson, Eggert tapaði
fyrirStaahlberg.Jón tapaði fyrir
Lundin. Svíar höfðu vænst eftir
glæsilegum sigri.
Þessi úrslit liafa ennfremur
orðið. I keppninni við Skota
fengu íslendingar tvo vinninga
og Skotar tvo. í keppninni við
Lithauen fengu Islendingar tvo
og hálfan vinning, Lithauar
einn og hálfan vinning. Jón
vann taflmeistara Lithaua,
Mikenas. Var allri viðureign
þeirra fylgt með mikilli at-
hygli af fjölda mamia og þótti
leikur Jóns hinn glæsilegasti. —
Oslo, 10. ágúst.
Togarinn Ertnant frá Harstad
er nýkominn frá miðunum vití
Svalbarða með 125 smál. eftir
þriggja vikna veiðiför. (NRP.
-1 FB.).
Kvikmyndahúsirt.
Athygli skal vakin á þvf, að
augl. þeirra eru á 4. síðu blaðs-
ins að þessu sinni.