Vísir - 11.08.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 11.08.1937, Blaðsíða 3
VlSIR | JÓN ÓLAFSSON f f BANKASTJÓRI OG ALÞINGISMAÐUR ^ Þrjai ininningúrgreinai. Blöð og útvarp liafa fært mönnum fregnina um lát þessa þjóðkunna merkismanns. 1 þessari fáorðu minningargrein er ekki unnt að lýsa honum eða ævi hans í öðru en höfuðatrið- um. | Jón fæddist í Sumarliðabæ í Holtum 16. okt. 1868 (sam- kvæmt prestsþjónustubók Kálf- holtsprestakalls). Voru foreldr- ar hans Olafur Þórðarson og Guðlaug Þórðardóttir. Bjuggu þau allan sinn búskap í Sumar- liðabæ. Voru þau hjón bæði vel að atgervi búin. Stóð og að þeim gott bændakyn austur þar. Fjórtán börn áttu þau hjón samtals, og var Jón hið sjötta að aldri. Af þessum systkinum eru nú sjö lífs: Kristín Ólafia, ekkja Jónasar Jónssonar í Sól- heimatungu, Guðrún, kona Þórðar Tómassonar á Hól í Landeyjum, Idelga, kona Þor- steins kaupmanns Þorsteinsson- sonar í Reykjavík, Kristín, kona Þórarins verkstjóra Bjarna- sonar í Reykjavík, áður bónda í Rauðanesi á Mýrum, Guðlaug, ekkja Jóns Jónssonar í Árbæ í Holtum, Gunnar, kaupmaður og konsúll Norðmanna í Vest- mannaeyjum, og Bogi, yfir- kennari í menntaskólanum í Reykjavík. 1 æsku vandist Jón öllum störfum, sem á bæ er títt. En snemma leitaði hann til sjávar- ins, enda var ævistarf lians lengstum þaðan af við Ægi hundið á einhvern hátt. Var liann fyrst útróðramaður á Stokkseyri á vetrarvertíðum, frá því að liann var 16 ára, og formaður þar síðustu árin og þá einnig á vorvertíðum sjómaður á fiskiskútum í Reykjavík, en 1897 gekk liann í stýrimanna- skólann og laulc þar fullnaðar- prófi 1899; varð liann þá stýri- maður á útvegi Geirs kaujj- manns Zoéga, en skipstjóri þar skömmu síðar. Hafði hann síð- an stjóm á sama skipi, til þess er hann og nokkurir aðrir menn keyptu þilskipið Hafstein. Vúr hann síðan skipstjóri á þvi skipi til 1911. Þess gætti þegar um Jón, að hann var ágætlega til stjórnar fallinn; naut liann i senn hins mesta trausts útgerð- armanna skipanna og þó jafn- framt mikilla vinsælda meðal undirmanna sinna. Um þessar mundir hófst sú breyting i veiðibrögðum hér, að Reykvíkingar tóku að stunda botnvörpuveiðar. Var Jón með- al liinna fyrstu forgöngumanna í þeirri, grein hér, einn af slofn- öndum félagsins Alliance, er hóf starf sitt 1907, enda varð liann framkvæmdastjóri þess félags 1911, og lét hann þá að öllu af sjósókn. Blómgvaðist fé- lag þetta prýðilega undirforustu Jóns, sem öll önnur fyrirtæki, er hann lagði að hönd og hug. Þegar er Jón var orðinn land- maður, tóku að hlaðast á hann ýmis trúnaðarstörf, sem hér er ekki rúm að rekja. Þess skal einungis getið, að hann varð bæjarfulltrúi i Reykjavik 1918 og sat þar samfleytt til 1934, en eftir það var hann varafulltrúi til dauðadags. Árið 1927 varð hann alþingismaður Reykvík- inga, en 1931 fyrri þingmaðm.’ Rangæinga og hélt því sæti öll þing síðan. Vorið 1930 tók Jón að sér bankastjórastöðu í útvegsbank- anum, sem þá var stofnaður í stað íslandsbanka, og gegndi hann þvi starfi til dauðadags. Veturinn 1904 gekk Jón að eiga Þóru Halldórsdóttur frá Mið- hrauni í Miklaholtslireppi, hina mestu myndarkonu; stendur að henni gott bændakyn um Hnappadal, og var það fólk margt skáldmælt og fróðleiks- menn. Hún lifir mann sinn. Þau áttu saman 5 börn, og eru þau öll á lifi, hin efnilegustu. Þau eru þessi: Ólafur Helgi, lög- fræðingur og eftirmaður föður síns í forstöðu útgerðarfélagsins Alliance, Unnur, Ásta Látfa, Ágústa, Ólafía Guðlaug. Jón Ólafsson andaðist 3. þ. m. og hafði búið við vanheilsu hin isíðustu ár ævinnar, þótt htt léti liann það á sjá. Eins og sjá má, er hér um óvenjulegan æviferil að ræða. Menn rísa sjaldan svo upp af jafnsléttu til hefðar og frama, að ekki samsvari hin innri skil- 'yrði hinum ytri atriðum í slík- um ferli,enda er það mála sann- ast, að Jón var óvenjulegur maður á marga lund. Mun það að vísu vart ofmælt, að þótt ekld flytti hann auð úr foreldra- húsum, muni hann hafa hlotið þaðan það vegamesti, er vel entíst í Iífinu, enda fylgdi þar þá ísköpuð skapfesta, karl- mennska og þrek. Er ekki um það að orðlengja, að öll þaU systkin bera því Ijósast vitni, hver foreldráhúsin voru. Lengst mun Jóns getið verða fyrir sakíir verklegfa atliafha og framkvæmda. Þegar rituð verður saga þess tímabils Reykjavikur, sem hann lifði, mun hann talinn í fremstu röð þeirra manna, sem mótuðu at- vinnulíf bæjarins, enda mun bærinn lengi bera minjar hans og þeirra félaga, samherja hans. Það einkenndi Jón, að hjá hon- um fóru saman hagsýni, mikil greind og þekking á atvinnulif- inu, sterkur umbótahugur, sam- fara mikilli forsjálni og fyrir- hyggju. Árangurinn varð og eft- ir því. Mátti svo kalla, að hvert það fyrirtæki lánaðist, er Jón lagði hendur* að eða léði lið sitt. Myndi um þetta mega rita langt mál, þótt hér sé ekki rakið. , Þessa þáttar gætir einnig mest í þjóðmálastarfsemi Jóns, en til þeirrar starfsemi var hann knú- inn eða borinn fram af trausti samferðamanna sinna á hæfi- leikum lians og hagsýni, og þó lieldur of seint á lífsleiðinni en of snemma. í þjóð- og þingmál- uni voru það verklegar umbæt- ur, sem áttu fullt fyl'gi Jóns, og vel mega bændur þessa lands mmia það, að á síðasta áratug, þegar hófust liinar stórstígustu umbætur i búnaði, með aukn- um framlögum af hálfu ríkis- valdsins, þá gekk Jón jafnvel feti framar en helztu tillögu- mennirnir höfðu árætt. Og hann hafði sitt mál fram, enda var hann maður harðfylginn sér og einarður, en því fylgdi jafnan einkennileg lipurð, lagni og prúðmennska, þótt skapið væri ríkt. Fór Jón hér sem ella lítt að flökkum eða uppruna til- lagna. Sýndi hann í þvi, að hann var i senn víðskyggn og frjáls- lyndur um þau þjóðmál, sem hann lét til sín taka. Mun sá dómur sönnu næstur um fram- komu Jóns í þjóðmálum, að gagnsemi mála og þjóðarheill hafi setið í fyrirúmi um stuð- ning hans við málefni. Af því, sem nú hefir verið sagt, er þó engan veginn feng- in full lýsing af manninum sjálfum, enda ekki kostur að bregða upp mynd af honum i stuttu máli. Eg hygg, að ef kunnugir menn væru að því spurðir, hvað hafi dregið þá að honum og hvað þeim hafi þótt einkenna hann mest, þá myndu flestir svara því, að liann hafi verið allra manna svo, að þvi nær ósjálfrátt hafi þeir lilotið að festa traust á honum og trún- að. En til' þess dró það meðal annars, að það leyndi sér ekki í framkomu hans, að hér var fyrst og fremst um mikinn mannkostamann að ræða. Hann var einn þeirra manna, sem jafnangleðjast afvelgengni ann- arra og fraroa, allra manna fús- astur til stuðnings hverju góðu málefni og sérhverjum úrræðöh litlum og snauðum einstæðingi, án manngreinarálits. Hann var vægur og mildur öðrum, en harður sjálfum sér. Drenglynd- inu og samúðinni fylgdi hvöss greind og útsjónarsemi. Því var hann í senn bæði örlátur og liollráður. Hyggindunum fylgdu þar aldrei óheilindi. Hér til dró enn, að hann var manna við- felldnastur í viðmóti, jafnt hver sem í hlut átti, enda jafnan gleðimaður og skemtinn í við- ræðum, þótt alvörumaður væri; kom það þá í ljós, að hann unni mjög bóklegum fræðum, eink- um skáldskap og inúlendum sögufróðleik. Því mun það einmælt, að fá- ir samtíðarmanna Jóns muni liafa notið jafnmikilla vinsælda sem hann, meðal allra stétta, jafnt hárra sem lágra, og fáir munu kvaddir með meira sökn- uði. Páll Eggert Ólason. Jón Ólafsson kankastjóri var fæddur að Sumarliðabæ i Rangárvallasýslu hinn 16. októ- ber 1869, og þvi tæpra 68 ára að aldri þá er liann lést, 3. þ. m. Hann var sonur merkishjón- anna Ólafs Þórðarsonar og Guð- laugar Þórðardóttur, er um langt skeið hjuggu góðu búi sínu að Sumarliðabæ, og þrátt fyrir fátælct og mikla ó- megð i fyrstu mönnuðu börn sín óvenjulega vel. Meðal þeirra, sem enn eru á hfi, eru þeir Gunnar, fyrv. alþingismaður í Vestmannaeyjum og Bogi, yfirkennari í Reykjavík. •— Öll voru þau systkin alin upp við algeng sveitastörf, iðju- semi, reglu og sparsemi; munu þau öll hafa talið sér þetta eitt hið besta og notadrýgsta vega- nesti heimanað, frá góðum og umhyggjusömum foreldrum, þá er þeirra eigin störf og skyld- ur steðjuðu að, síðar á æfinni, enda er það fágætt mjög, hversu svo mörg börn, 14 talsins, er flest komust til aldurs, urðu sannreynd prýði stéttar sinnar og stöðu, hver sem hún varð. Æfistarfs Jóns Ólafssonar hef- ir þegar verið getið i blöðum bæjarins af kunnugum mönn- um: Hvert vanda- og vegsemd- arstarfið rak annað lijá honum alt til dauðadags, og skildist hann vel við öll. Eg átti þvi láni að fagna, að eiga þennan mæta mann að góð- vini um 50 ára skeið. Kyntist eg honum í fyrstu sem unglingi, nýkomnum yfir tekt, þá er hann í fyrsta sinni „fór til sjós“, til þess að stunda sjóróðra á Stokkseyri „upp á hálfan hlut“; mintumst við oft á þetta síðan í gamni, til þess að rifja upp fyr- ir olckur sannmælið, að „oft tognar vel úr barninu, þótt stuttar hafi það brækurnar". Það var að vísu fremur lítt girnileg framtíðarvon að því eða glæsileg fjáraflaleið, að byrja æfistarf sitt með þvi „að ráða sig upp á hálfan hlut“ þar eystra, hjá hverjum sem var, á þeim tímum, en Jóni ÓJafssyni varð þetta til þeirranota,erhann þá kaus sér einna helst: að fá að reyna krafta sína og áræði við hin ægilegu öfl brimsins austur þar, vosbúðina og vök- urnar, sem jafnan voru sam- fara sjósókninni á veturna, svo hættusöm og mikil sem hún þó var, en hann vílaði þetta ekki fyrir sér, enda bar snemma á atgjörvi hans og óbilandi fram- farahug; það leið þvi eigi á löngu að hann sjálfur gerðist formaður og framsækinn sjó- sóknari á nýjum og stórum átt- æringi, og hann aflaði vel, þótt léleg væri skipshöfnin í fyrstu. Reyndi þá svo á snarræði hans og snöfurleik, að þvi liefir verið viðbrugðið um svo ungan mann. Það var á þessum árum, að Jón Ólafsson var einn meðal hinna mörgu og mannvænlegu ung- menna, er sjóinn stunduðu i verstöðvunum þar eystra og varð nemandi í hinum svo- nefnda „Sjómannaskóla Árnes- sýslu“, er stofnaður var árið 1890. Á eg enn prófskýrslu frá þeim skóla, m, a, frá árinu 1895, er Jón Ólafsson „útskrif- aðist“ þaðan með bestu ein- kunn. Sagði hann það oft síðar, og margir aðrir, er þar voru og kenslunnar nutu — þólt eigi væri námsgreinarnar margar — að skóli þessi liefði veitt sér þá einu fræðslu, utan lieimilis síns, er hann hefði átt kost á, fram að þeim tima og það orðið sér að miklu gagni. Skólinn var stofnaður og starfræktur um 12 ára skeið, til þess að forða ung- um mönnum meðal sjómanna frá iðjuleysi og óreglu í land- legum. Þetta kunni Jón ól- afsson að meta og hann notaði sér það manna best. Við yorum skipverjar og á sama skipi um 6 ára skeið; mintumst við oft á það síðar, þá er fundurn okkar bar saman liér syðra, að þótt lífsstörf okkar hvors um sig væri nú marg- breyttari orðin en áður og þeim f jdgdi e. t. v. meiri vandi og veg- semd, þá fengjum við þeim þó eigi jafnað við þær mörgu ánægju- og gleðistundir, er við nutum, þá er við vorum að svamla úti við brimgarðinn — og stundum fullnærri honum — á lítilli bátskel eða sölvabyttu, með stengur i höndum, hnur og lóð, til þess að mæla dýplð i ósnum, lcanna leiðir og lending- ar, og síðan að semja skrár um allar uppgötvanir okkar Þá vorum við og félagar í mörgum félögum hér syðra, eft- ir að við fluttumst hingað, m. a. í einu þeirra um 32 ára skeið, bjuggum lengstum i nágrenni hvor við annan og minnist eg þess eigi, að olckur yrði nokkuru sinni sundurorða, en hins er eigi að dyljast, að þótt Jón gæti stundum verið þungorður í minn garð, var liann þó ávalt hinn sami „vinur, sem til vamms segir“, svo hispurslaus og hreinlyndur, að eg hefi fáa menn þekt hans líka að góðsemi og göfuglyndi. Hann var „þéttur á velli og þéttur í lund“ og vildi ekki láta hlut sinn fyrir nein- um, sem hann hugði að færi með rangt mál og refjar einar. Því var það svo um hann, sem ýmsa aðra með líku lundarfari, að hann þótti ekki ávalt binda bagga sína sömu hnútum, sem aðrir samferðamenn hans. Hann var hinn tryggasti og trúlyndasti vinur, ráðhollur mjög og réttsýnn, orð hans voru gjör-athuguð og gullvæg. Hann var mjög samviskusamur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann reyndi að brjóta livert mál til mergjar og varði jafnan mál sitt með festu og stillingu. Vegna þessara og fleiri ágætis-einkanna var hann manna best til foringja fall- inn. Um þetta alt veit eg, að þeir eru mér samdóma, sem með honum voru „til 'Sjós“ og aðrir þeir, er hann 61 ti yfir að ráða, enda var liann mikils virtur af þeim öllum, að því er eg vissi til, en einkum þó þeim, er þektu hinar viðkvæmu tilfinningar hans og löngun til þess að verða sem flestum að sem mestu liðl. Þá er Jón Ólafsson lét af for- mensku þar eystra, gekk hann i stýrimannaskólann liér í Reykjavík, gerðist síðan skip- stjóri á þilskipum Geirs Zoega“; síðar varð hann fram- kvæmdastjóri fyrir einu liinu stærsta útgerðarfélagi landsins» ennfremur alþingismaður og loks jafnframt bankasljóri. Er öllu þessu rétt og vel lýst af öðrum, sem og áður segir, svo og þvi, hversu mörg og marg- visleg trúnaðarstörf lionum voru falin af Alþingi, bæjar- stjórn o. fl. Má því sjá, að liér var um rneira en meðalmann að ræða: Hann var mikilmenni um flest, mannúðarmaður hinn mesti, þótt lítið léti hanp yfir því sjálfur, enda var það ekki ávalt á allra vitorði, þvi hann fór flestum öðrum mönn- um dulara með það, á livern veg og á liverja lund hann rækti mannúðarstörf sín og margvís- lega lijálparstarfsemi í þágu liinna mörgu manna og mál- leysingja hér í bæ og úti um bygðir landsins. Við fráfall Jóns Ólafssonar framkvæmdarstjóra er því stórt skarð fyrir skildi, ekki einung- is fyrir höfuðstað lands vors og íslensku þjóðina alla, þvl að henni unni hann hugást- um og henni vildi hann vinna. Sýndi hann þetta meðal annars með þvi, að þótt ungur væri og enn eigi til mannaforráða settur eða mikilla framkvæmda, svo sem síðar varð, þó átti hann meðal annara góðra manna, frumkvæðið að því og fram- kvæmdir meiri en menn vissu alment um, jarðskjálfta-árið mikla, 1896, að hafist var handa um ýmiskonar hjálpsemi sam- sýslungum lians til handa, með því að endurreist voru hin fjöl- mörgu föllnu hús í Rangár- vallasýslu og svo vel greitt fram úr vandræðum þeim er þar steðjuðu þá að, sem auðið varð. Þá mun hann og, ásamt Gunn- ari bróður sínum hafa gefið fæðingarhreppi þeirra höfð- inglega gjöf, sem ætluð er öld- um og óbornum bændum hreppsins góðs af að njóta. Opinbera viðurkenningu fyr- ir liin margvislegu nytjastörf í þágu lands og þjóðar mun Jón Ólafsson hafa lilotið nokkra, með því að vera sæmdur heið- ursmerki íslensku Fálkaorð- unnar. — Eftirlifandi ekkja Jóns Ól- afssonar er frú Þóra Halldórs dóttir frá Miðhrauni í Mikla- holtshreppi, systir séra Lárusar sál. Halldórssonar prests að Breiðabólsstað á Skógarströnd. Kvæntist Jón henni árið 1904 og eignuðust þau 5 börn: Ólaf, framkvæmdastjóra í li.f. Alli- ance, Ágústu, Ástu Láru, Unni og Ólafíu Guðlaugu, 17 ára, er varð stúdent i vor. Eru þæar báðar í föðurgarði. Heimilishættir allir á heimili þeirra Jóns og frú Þóru liafa jafnan verið liinir prýðilegustu og þeim hjónum verið viðbrugð- ið fyrir hjálpsemi og liöfðings- skap, enda var frú Þóra jafnan samhent manni sínum mjög um alt og lijónaband þeirra hið. áslúðlegasta. — Og nú, þá er eg á þess eigi framar kost, að vera samvistum við þennan ógleymanlega trygða vin og félagsbróður, kemur mér að skilnaði í hug síðasta erind- ið i Sólarljóðum: „Hér vit skiljumk ok hittask munum ! á feginsdegi fira. 1 dróttinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er Iifa.“ Jón Pálsson. Mig langar að eins til að lcggja fram Iítinn skerf til minningar um Jón Ólafsson, þann mann sem eg eftir 24 ára

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.