Vísir - 24.08.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 24.08.1937, Blaðsíða 2
VISIR Japanir setja 50 þús. manna liðsauka á land. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Shanghai-fregnir í morgun herma, að í nótl hai'i verið tiltölulega lítið barist, en í morgun snemma hófu japönsku herskipin, sem liggja fyrir akkeri í Wangpoo-ánni, ákafa skothríð á Pootung, til þess að reyna að tvístra 55. kínversku herdeildinni, sem þar hefir tekið sér varnarstöður. VÍSIR DAGBLAÐ Otgefandi: BJLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Ski’ifstofal . . . ,. ío , } Austurstræti 12. og afgr. | S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjóm 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. vm *u&xitmmaa*&mstnmnannnmk\iik iiiJ»imwiiítiii|w——aa Óhreini vínviðurinn. Skáldið Halldór Kiljan Lax- ness skrifaði fyrir nokkrum ár- um bók sem nefndist „Þú vín- viður hreini“. Bibliulikingin um hinn hreina vínvið var færð yfir á rauða liðið, sem er hið eina þroskaða og „hreina“ í þjóðfé- lagslífi landsmanna, skv. áliti skáldsins. Þessi vínviður hefir nú teygt úr sér í íslensku þjóð- lífi á síðari árum, eins og kunn- ugt er, með þeim árangri, að þar er alt óhreinna og óheilla en áð- ur. Það hefir einnig Sýnt sig, að ekki væri vanþörf á að reyna að hlúa að þessari jurt á einhvern hátt, svo liún gæti enn haldið ófrain að dafna og kornið yrði i veg fyrir þann fúa, sem gert hefir vart við sig í stofninum. Samfylkingar- eða sameining- arhugmyndin er sprottin upp af þessari nauðsyn og skáldið, sem forðum daga orkti uin hinn hreina vínvið hefir gerst einna ákafastur talsmaður hennar. Það virðist hinsvegar ekki blása byrlega fyrir þessar stefnu H. K. L. Samtalsnefndir sósíalista og kommúnista hafa að eins hald- ið tvo fundi á öllum þeim tíma, sem liðinn er siðan sameining- artillagan á Dagsbrúnarfundin- um var samþykt. Einn nefndarmanna, Vil- mundur Jónsson landlæknir, sá hvað verða vildi og neitaði að heimska sig á því, að mæta á fundum. í hans stað var kosinn Rútur Alþýðublaðsritstjóri. Samningur Dagsbrúnar við vinnuveitendur í sumar hafði fremur truflandi áhrif á eining- una. í þeím samningi var eins og kunnugt er gengið inn á grundvallaratriði vinnulöggjaf- arinnar og nQtuðu kommúnist- ar það óspart til árása á sósial- ista. Eftir þvi sem tíminn leið lengur urðu óheilindin í öllu sameiningarstarfinu berari. Og loks sauð upp úr þegar Halldór Kiljan Laxness lýsti því yfir í timariti kommúnista, að sam- einingin væri „óhugsanleg og óframkvæmanleg“. Sósíalistar hafa frá upphafi vitað allan hug kommúnista í þessu máli. Þeir hafa vitað að sameiningargum þeirra var gert i þeim eina til- gangi að afla sér fylgis. Og einkum hugðu kommúnistar að afla sér éhrifa með þvi að koma því inn hjá kjósendum sósíal- ista, að sérdrægni foringja þeirra væri eina ástæðan fyrir þvi að sameining gæti ekki tek- ist. Þegar til þess kom að velja menn til að tala við kommún- ista voru valdir þeir síra Ingi- mar Jónsson og Kjartan Ólafs- son, sem einmitt eru úr þeim armi sósíalista, sem ólíklegastur er til þess að vilja og geta gert nokkura samninga við komm- únista. Og á meðan samtals- nefndin situr linnir ekki á get- sökunum og dylgjunum í blöð- um heggja flokkanna. Blöð kommúnista segja í fyrradag að spár Vísis um sameininguna muni ekki rætast og að foringj- arnir muni ekki fara eftir „kokkabók" Vísis“, eins og það er orðað. Vísir hefir raunar ekki gefið út neina „kokkabók“ fyrir foringjana heldur að eins skýrt frá þeirri grautarlegu „uppskrift“ sem þetta samein- ingarbrölt hcfir farið eftir. En hvað sem kommúnista- hlaðið vill vera láta, þá sýnist vínviður skáldsins frá Laxnesi nú vera tekinn að óhreinkast. Fals og undirhyggja foriiigj- anna í báðum flolckum er svo augljós, að það getur engum dulist, hvaða slcollaleik er verið að leika. Þessi samtalsnefnd, þar sem síra Ingimar Jónsson og Kjartan Ólafsson eru kosnir af sósíalistum á að eins að „hreinsa“ þann flokk af þeim áburði kommúnista, að sér- drægni sósíalistabroddanna sé eina hindrunin fyrir sameiningu þessara tveggja flokka. Kommúnistum er hinsvegar umhugað um að sökin á þvi að „samtölin" fara út um þúfur lendi á sósíalistum. „Vínviðurinn“ er óhreinn og það meira að segja afar óhreinn. Og það skyldi engum koma á óvart þó svo færi, að á endan- um yrði ávöxtur hans. of slæm- ur á bragðið til þess að verlca- menn hér í Reykjavík og aðrir, sem þessum flokkum liafa fylgt, gerist lengur til þess að láta nota sig sem peð í þeirri refskák sem hinir rauðu for- sprakkar tefla. ERLEND VlÐSJÁ; Kínverski herinn. Sidney J. Williams, einn af fréttariturum United Press í Aust- ur-Asíu, skýrir frá því í einum fréttapistli sínum þaðan, hverjum augum evrópiskir hermálasér- fræðingar þar eystra líti á hér Kínverjá. Ef geröur er samanburtSur á her Kínverja og Japana, kemur í ljós, að kínverski herinn stenst aiSeins aS einu leyti samanburiS viS jap- anska herinn. Hann er mannfleiri. Japanir hafa hinsvegar búiiS her sinn öllum nútima hernaöartækj- um. Þeir hafa ait, sem til þess þarf, aiS heyja styrjöld á nútíma- vísu, og — þótt fjárhagserfiSleik- ar Japana sé miklir — eru þeir fjárhagslega sterkari en Kínverjar. Hitt er annah mál, a'S Kínverjum mundi að líkindum veitast auS- veldara a'S fá fjárhagslegan1 stu'Sn- ing frá ö'ðrum þjó'ðum. Japanir fá vart nokkursstaðar lán til hern- aðarþarfa erlendis. Kínverjar hafa 1.750.000 menn undir vopnum og er þá ekki meS talinn Norður-kínverski herinn eða „rauði herinn", um 100.000 menn, sem er vel vopnum búinn og staö- ráðinn í aö berjast til síðasta blóð- dropa gegn Japönum. Þessi her er vel vopnurh búinn og líklegt, að hann láti mjög til sín taka. Nankingstjórnin ræður yfir 1.000.- 000 manna her, en ýmsir hervald- ar ráða yfir því, sem eftir er, og kunna þeir að ganga í lið með Nankingstjórninni. Sá hluti hers- ins, sem oft er kallaður her Chi- angs Kai-sheks, kínverska yfir- hcrshöfðingjans, er ekki fjöl- mennur. Sumir ætla, að í honum Á fimm mínútum sprungu 23 fallbyssukúlur frá herskip- unum í Pootung, og kviknaði í á mörgum stöðum í hverfinu. Herskipið Idzumo, flagg-skip Japana, tólc þátt í skothríðinni, og var hleypt af öllum fallbyss- um þess, með tveggja mínútna inillibili. Stórskotalið Kínverja í Ki- angwan hefir haldið uppi ákafri skothríð á stöðvar Japana í Ilongkew, en þar hafa Japanir sett á stofn aðalbækistöð land- hers síns í Shanghai og grend. Eldur kviknaði af völdum skot- liríðarinnar á mörgum stöðum í hverfjnu og einnig í Cliapei. Japanskar flugvélar flugu til Nanking í nótt í sjöunda sinn og komust heilu og höldnu til baka, þrátt fyrir að skotið væri ákaft á þær af loftvarnarbyss- um. , United Press. London í morgun. Á hádegi 1 gær hafði Japön- um tekist að koma á land 50 þúsund manna liðsauka, sem hraðað hafði verið til Shanghai. Þeir halda því fram, að svo vel hafi þeim tekist að verja land- göngu hersins með kúlnahríð úr flugvélum og fallbyssum sínum, að aðeins sex menn hafi fallið af öllu liðinu. í gærkveldi sótti svo þessi her fram í áttina til Shanghai frá Woosung, til liðs við japanska berinn, sem þar hefir verið í hættu staddur, en japönsk her- skip héldu uppi kúlnahríð á hlið við herinn, til þess að hlífa hon- um fyrir fallbyssum Kinverja. sé 120.000 menn, aSrir aðeins 60.- 000. En þessi her er prýiSilega æftSur og vel vopnum búinn og stenst samanburiS viS bestu her- menn Japana. Her þessi er æfiSur af þýskum yfirforingjum. Her þessi nefnist „Fyrsti kinverski herinn“, en er sem fyrr segir oft kendur við Chiang Kai-shek. — „Nítjándi herinn“ frægi, sem variSist vasklegast gegn Japönum í Shanghai 1932, er np. atSeins skuggi þess, sem hann áður var, enda verið mikið notaíSur til þess aö klekkja á uppreistarflokkum víSa um landiö, en nú er veritS atS endurskipuleggja þennan her. Kínverjar eiga um 300 flugvélar og allmarga góiSa flugmenn, sem hafa veritS æföir af ítölskum og amerískum flugmönnum. Kinverja skortir mjög flugvélar óg véla- menn og flugvélaframleiösla er engin í Kína. Yfirleitt skortir Kínverja hvers konar nútíma hernaöartæki til þess aö heyja stríð vitS herveldi á borö vitS Jap- ani. Japanir neita að taka á sig ábyrgðina af tjóni því sem varð í gær í alþjóðahverfinu, er sprengikúla lagði verslun- arhús eitt í rústir Ojg varð ná- lega 200 manns að bana en særði hátt á fimta hundrað. Flestir þeirra, sem biðu bana, voru kínverskir, en þó var einn þýskur borgari meðal þeirra sem fórust. 1 Norður-Kína segjast Japan- ir hafa sest að í Nankow. Flotaforingi Bandaríkja- manna við Shanghai segist ekki geta sagt um það með neinni vissu, hvort sprengjan, sem lenti á þilfari ameríska flagg- skipsins um daginn hafi verið ur fallbyssum Kínverja eða Jap- ana. I Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefir í nafnf Bandaríkjastjórnarinnar sent bæði Kínverjum og Jap- önum áskorun um að fara ekki út í stríð. Sálherra lendlr I eii-ÉtH! -O— Óeirdir á fiindi í Jugoslavíu. London i morgun. X, Jugoslaviu vildi það tíl ii gær í einu héraði, að námu- málaráðherra gerði sér ferð þangað, og ætlaði m. a. að flytja erindi um sáttmála ríkisstjórn- arinar við Páfastólinn. Brá þá svo skyndilega við, að egg tóku skyndilega að hækka í verði, og keyptu menn alt sem þeir gátu yfir komist af eggjum, en verð- ið f jórfaldaðist við það sem það ér á venjulegum tímum. Eggin notuðu menn til þess að henda í ráðlierrann, er liann tók að j verja sáttmálann. Ráðherrann i fékk hina verstu útreið, en egg var ekki hægt að*fá til nokkurs nytsamlegs hlutar i héraðinu í gær. Fiskmarkaðurinn í Grimsby mánudag 23. ágúst: Besti sól- koli 60 sh. pr. box, rauðspetta 65 sh. pr. box, stór ýsa 27 sh. pr. box, miðlungs ýsa 24 sh. pr. hox, frálagður þorskur 25 sh. lir. 20 stk., stór þorskur 15 sh. pr. box og smáþorskur 13 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimála- nefnd. — FB.). I nndirbnniDgar nndir nrslitaorustnr nm Santander, London í gær. XJ PPREISTARMENN búa sig nú undir úrslitaárásina á varnarhring stjórnarsinna um- hverfis Santander. Þeir segjast þegar hafa rofið ytri hring „járnbeltisins“ og vera aðeins tæpa 30 kílómetra frá borginni. Samkvæmt frétt frá Sala- manca gera uppreistarmenn nú loftárásir á varnarvirkin í grend við Torrelavega, í fjalllendinu suðvestan við Santander. FÚ. Uppreistarmenn segjast sækja fram með svo miklum hraða í áttina til Santander, að stjórnarhernum hafi ekki gefist tækifæri til að eyði- Ieggja brýr og vegi til þess að hefta för þeirra eins og fyrstu dagana eftir að sóknin til Santander hófst. Uppreistar- menn nota flugvélar sínar í sókn sinni til Santander og hafa loftárásir verið gerðar á mörg héruð í fylkinu. Stjórnin í Santander hefir sent bresku stjórninni beiðni um aðstoð við að flytja óvopn- færa horgara í hurtu frá San- tander, annað hvort með þvi að veita þeim dvalarleyfi til’ bráða- hirgða í Englandi, eða þá með því að greiða fyrir því, að þeir fái annarsstaðar inni. Segir stjórnin að gera megi ráð fyr- ir stórfeldum loftárásum á borgina innan fárra daga. Spánska stjórnin hefir í skeyti til Þjóðabandalagsins í Genf kært ítali fyrir að hafa sökt spönskum skipum, og krefst þess, að Þjóðabandalagið taki kæruna til meðferðar, sam- kvæmt fyrirmælum 11. greinar Þjóðabandalagssáttmálans, þar sem tekið er fram, að sérhver styrjöld snerti alt Þjóðabanda- lagið, og beri þvi að gera ráð- stafanir til þess að koma á friði. Oslo, 13. ágúst. Frá Marseille er símað, að tvær flugvélar liafi gert sprengjuáras á breskt. skip á Miðjarðarhafi. Eigi er vitað hver átti flugvélar þessar. Árás- in var gerð 150 ldlómetra fyrir sunnan Marseille. (NRP. — Samkvæmt FU-fregn komst skipið heilu og höldnu til hafnar. E.s. Kaarstein fórst við Noreg. Oslo, 13. ágúst. Tunna, sem er talin liafa verið á skipinu Kaarstein, er var á leið til íslands en ekki hefir komið fram, fanst af skipi einu, sem var undan ströndum Mæri. Skipstjórinn sagði, að mörg hundruð tunnur samskonar hefði verið á reki þarna. Talið er, að Kaarstein hafi farist skömmu eftir að skipið fór fpá Alasundi. (NRP. — FB.). Vetrarsvipur á vedráttufarinu ÍSIR spurði Veðurstofuna í morgun um úrkomuna i nótt og hafði liún orðið 6 mm. hér. Stórrigning var í morgun í Borgarfirði, en veðurhæð hefir livergi orðið yfir 7 vindstig. — Annars sagði Jón Eyþórsson veðurfræðingur, að svo mætti telja sem hreinn vetrarsvipur væri nú á veðráttufarinu. Hraði lægðanna er mildu meiri en venjulega um þennan tíma árs, og sagði liann að lægð sú, sem nú réði veðurfari hér hefði far- ið um 900 km. frá Id. 5 í gær og til kl. 6 í morgun eða um 70 km. á klst. Venjulegur hraði lægða er um þetta leyti 30 km. Innflntningar þairra sem sérréttindin hafa. Alcureyri, 23. ágúst. FÚ. Til Kaupfélags Eyfirðinga hafa komið síðustu 6 til 7 daga 3 skip pieð samtals 1.850 smá- lestir kola. Þá hefir og lcomið til félagsins leiguskip með 200 standarda af timbri frá Svíþjóð og 250 tunnur steinlím frá Danmörku. Snæfell er að losa saltfarm á höfnum norðan- lands. Bæjakepni drengja. Bæjakepni drengja milli Reykvíkinga og Vestmannaey- inga, í Vestmannaeyjum, lauk’ í gærkveldi. Fóru svo leikar, að Veslmannaeyingar báru sigur úr hýtum, fengu 11.305 stig, en Reykvíkingar 11.243 stig. Úrslit í þeim greinum, sem í var kept í gær urðu þessi: 400 metra hlaup: 1. Hermann Guðmundsson (V) 61,2 sek. 2. Jóhann Vilmundsson (V) 62,4 sek. 3. Konráð ICristinsson (R) 62,7 sek. 4. Hjörleifur Bald- vinsson (R) 64,2 sek. Kúluvarp: 1. Jóhann Bern- harð (R) 13.56 m. 2. Björn Sig- urðsson (V) 12,58 m. 3. Her- mann Guðmundsson (V) 12,47 m. 4. Halldór Nikulásson (R) 12,11 m. Hástökk: 1. Anton Björnsson I. 51 m. 2. Gísli Engilbertsson (V) 1,45 m. 3. Ingibergur Vil- mundsson (R) 1,45 m. 4. Ólaf- ur Erlendsson (V) 1,395 m. Langstökk: 1. Jóhann Bernr- harð (R) 6,00 m. 2. Oddur Ól- afsson (V) 5,32 m. 3. Gísli Eng- ilbertsson (V) 5,31 m. 4. Þór- liallur Einarsson (R) 5,25 m. 3000 m. hlaup: 1. Jón Jórís- son (V) 9 mín. 38,5 sek. 2. Sig- urgeir Ársælsson (R) 9 mín. 43,3 sek. (nýtt drengjamet). 3. Vigfús Ólafsson (V) 9 mín. 46,6 sek. 4. Ingjaldur Kjartansson (R) 10 mín. 21,6 sek. Tími Sigurgeirs er nýtt drengjamet. Jón er nefnilega r.ýlega orðinn 19 ára, en Sigur- geir eklci. — Kepni þessi átti í fyrstu að fara fram í júlímán- uði, en þar sem það gat ekki orðið, varð að samkomulagi, að hver sá, sem ekki var orðinn 19 ára við síðustu áramót slcyldi liðtækur í kepnina. Þetta er í annað sinn, sem þessi kepni fer fram. I fyrstu fór hún fram hér í Reykjavík og unnu þá Reykvikingar, höfðu þá 11,201 stig, en V'estm.eyingar II, 120 stig. Drengirnir munu nokkurir koma heim aftur í dag með Dettifossi, en aðrir seinna í vikunni. íþr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.