Vísir - 08.09.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 08.09.1937, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa) ^usturstræti 12. og afgr. j Sí m a r: Afgreiðsla 8400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Rafmagns- verðið. Alþýðublaðið liefir nú birt hverja tröllasöguna á fætur ann- ari af berserksgangi þeim er Guðmundur R. Oddsson, vara- fulltrúi Alþýðuflokksins í bæj- arráði Reykjavikur, hafi geng- ið, á siðustu fundum bæjarráðs- ins, til þess að fá framgengt lækkun rafmagnsverðsins i bænum. Minna þessar sögur blaðsins allmjög á hinar al- kunnu frásagnir af hreystiverk- um spænska riddarans, sem frækilegast barðist við vind- mylnumar forðum, og altaf bar sigur úr býtum í þeim hólm- göngum, af því að „við ekkert var að stríða“ annað en imynd- anir hans. Og þó að Guðmund- ur sé um sumt ólíkur hinum fræga riddara, bæði að andlegu atgerfi, og eftir myndum af þeim báðum að dæma, ekki síð- ur að líkamlegu útliti, þá má vel vera, að Alþýðublaðinu tak- ist það með þessum frægðar- sögum um Guðmund að gera hann eins minnisstæðan lesend- um sínum og engu óskoplegri en skáldinu tókst að gera ridd- arann. En baráttu sína í bæjar- ráðinu, fyrir lækkun rafmagns- verðsins, á Guðmundur ein- göngu að heyja við þá ímyndun sína, og þó í rauninni öllu lield- ur þann tilbúning Alþýðubl., að meiri hluti bæjarráðsfulltrú- anna sé þvi andvígur að raf- magnsverðið verði ákveðið svo lágt sem frekast er fært. Alþýðublaðið hefir haldið því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn í bæjarstjórninni legði alt kapp á það, að rafmagnsverðið verði sem hæst, í því skyni að gróði verði sem mestur á rekatri Sogsvirkj unarínnar. Hinsvegar liefir blaðið það eftir rafmagns- stjóra, áðal ráðunaut bæjarráðs og bæjarstjórnar í þessum mál- um, að það varði engan veginn mestu fyrir afkomu fyrirtækis- ins, að verðið á rafmagninu verði sem hæst, heldur að notk- unin verði sem mest. En til þess að gróðinn verði eins mikill og hann getur mestur orðið á rekstrinum, verður þá hka að örfa til notkunar á rafmagninu eins og frekast erfært. Og niundi sjálfstæðismönnum í bæjar- stjórninni ekki síður trúandi til þess en socialistum, að finna þau ráð til þess, sem best mundu hlíta, og haga rafmagnsverðinu samkvæmt því. Hinsvegar er líka augljóst, að það mundi hefna sin á rafmagnsnotöndum, ef verðið yrði ákveðið svo lágt, að reksturinn gæti ekki borið sig, þvi að þá yrði að liækka það síðar. En ef til vill hefðu menn þá i því trausti að hið of Iága rafmagnsverð gæti haldist til frambúðar, lagt i meiri kostnað, til að afla sér dýrra tækja, en þeir hefðu gert, ef rafmagnsverðið liefði i ujjpiiafi verið ákveðið eins hátt og nauð- sjrn krafði. Ef meiri liluti bæjarráðs og bæjarstjórnar hefði það eitt fyr- ir augum, að tryggja sem mesta sölu á rafmagni lil frambúðar og þá um leið sem mestan gróða á rekstrinum, þá má vel vera að það gæti einmitt gefist nokkuð vel, að ákveða rafmagnsverðið i byrjun svo lágt, að menn bein- línis létu glepjast til þcss að afla sér tækjanna til að nota það. Þó að tap yrði þá á rekstr- inum í fyrstu, mætti vinna það upp með þvi að hækka verðið síðar. En sennilegt er, að raf- magnsnotkunin yrði eigi að síð- ur meiri en hún hefði orðið ef verðið hefði verið ákveðið eins hátt og það hefði þurft að vera í uppliafi. Og ef til vill mundu sócíalistar fara þannig að, ef þeir mættu ráða, að eins til þess að afla sér stundarhylli fjöld- ans — fram yfir bæjarstjómar- kosningarnar. Það gerði þá minna til, þó að svikin kæmist upp síðar. Því eru sócialistar orðnir svo vanir. ERLEND VlÐSJA: Rússneskir útlagar. Þegar stjórnarbyltingin var háð í Rússlandi tókst mörgum and- stæSingum bolsvíkinga aö flýja land. Og eftir aS rauSliöar kom- ust til valda var, sem kunnugt er, haldiS uppi ofsóknum gegn öllum, sem ekki voru „rauSir“. Öll mót- spyrna var miskunnarlaust barin niSur og fólk tekið af Iífi í þús- unda tali. Enn eru „nýlendur“ rússneskra útlaga víSa um lönd — fólkiS, sem flýSi blóSstjórn bolsvíkinga hópaSi sig á ýmsum stöSurn, til dæmis í Frakklandi (Paris), í sumum borgum Man- sjúríu og Kína o. s. frv. Flótta- menn þessir munu flestir fyrir löngu, segir Robert H. Berkov, einn af fréttariturum United Press i Austur-Asíu, hafa gefiS upp alla von um þaS, aS þeir mundu lifa þaS, aS sjá veldi kommúnista hnekt. Sumir þeirra hafa sest aS fyrir fult og alt í Mansjúríu og Kína, fáeinir hafa fengiS leyfi til þess aS gerast rússneskir borgarar á ný og flutt heim til Rússlands, en enn einn flokkurinn, og er hann einnig fámennur, hefir aldrei gef- iS upp von um þaS, aS keisara- dæmi yrSi endurreist í Rússlandi. MeSal þeirra eru margir, sem voru yfirforingjar í keisarahernum rússneska. BlóSstjórn Stalíns aS undanförnu hefir vakiS vonir þeirra um, aS unt verSi aS hnekkja veldi hans og kommúnista. Iiafa þeir byrjaS sameiningarbaráttu meSal allra rússneskra flóttamanna í því skyni, aS stofna til nýrrar baráttu gegn Stalin og rauSliSum hans. Kínverjum er illa viS þessa starfsemi rússneskra flóttamanna cg ætla aS Japanir standi á bak viS. Hefir Nankingstjómin aukiS eftirlit meS rússneskum flótta- mönnum í Kína. Gengið í dag: Sterling ............. kr. 22.15 Dollar ............... —■ 447)4 xoo ríkismörk .......... — J7947 — franskir frankar —■ 16.81 — belgur ............ — 75.50 — svissn. frankar .. — 102.94 — finsk mörk .... — 9.95 — gyllini .......... — 247.w — tékkósl. krónur .. — 15.93 — sænskar krónur . — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Bretar og Japanir bérjast í alþióðah verfi Shanghai. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Shanghai er símaS í morgun, að lent hafi í bardaga milli japanskra og breskra hersveita í alþjóðahverfi borgarinnar. Ástæðan fyrir þessu er enn ókunn. Meðal breskra stjórnmálamanna er nú litið svo á að ástandið i Kína verði alvarlegra með degi hver jum. Jap- anir hafa ekki enn þá svarað orðsendingu Breta út af árásinni á ræðismanninn. Herskipafloti Japana safnast nú saman fyrir utan Hongkong og er búist við tíðindum þaðan á hverri stúndu, samkvæmt símskeyti frá Hongkong í morgun. BRESKA STJÓRNIN Á SKYNDFUNDI. Breska stjórnin kom saman í skyndi á fund í morg- un út af ásiandi því sem skapast hefir um Miðjarðar- hafs-málin. Er st jórnin m jög kvíðafull og bíður nú eftir svari ítala á hverri stundu um það hvort þeir ætli að taka þátt í ráðstefnunni. I nótt barst fregn um það, að kafbátaárás hafi verið gerð á tvö bresk skip i Miðjarðarhafi. Rixssar fara til Nyon, - ítalir ekki, — nema Rússum sé meinuð þáttaka, EINKASKEYTI TIL V'lSIS. London, í morgun. Fregn f rá Moskva í morg- un hermir, að rússneska ráðstjórnin hafi ákveðið að taka þátt í ráðstefnunni í Nyon um kafbátaárásirnar á flutningaskip í Miðjarðar- hafi. En Rússar setja ýms skilyrði fyrir þátttöku sinni. ítalir munu, að því er ítalíufregnir herma, ekki taka þátt í ráðstefnunni, nema Rússum sé meinað að senda þangað fulltrúa. Rússar halda því enn fast fram, að ítalir beri ábyrgð á því, að ráðist sé á hvert flutn- ingaskipið á fætur öðru í Mið- jarðarhafi og þeim sökt. Slíkt verði ekki þolað. Það verði ítal- ir að gera sér ljóst og verði hart iátið mæta hörðu. Þá krefst rússneska ráðstjórn- in þess, að Valenciastjórninni á Spáni verði boðið að taka þátt í ráðstefnunni. Ennfremur óska Rússar skýr- inga á því, hvers vegna Þjóð- verjum hafi verið boðið á ráð- stefnu um þessi mál, þar sem ekki sé kunnugt um að neinum þýskum skipum hafi verið sökt á Miðjarðarhafi, en ráðstefnan eigi eingöngu að f jalla um árás- irnar. MUSSOLINI SKRIFAR I POPOLO D’ ITALIA. Fregn frá Milano hermir, að í grein, sem birtist í Popolo d’Italia, einu höfuðmálgagni Mussolini, sé lýst yfir því að ít- alir taki ekki í mál að taka þátt í ráðstefnunni um Miðjarðar- hafsmálin nema Rússar komi þar hvergi nærri. Samkvægt áreiðanlegum heimildum hefir Mússólíni skrifað grein þessa — að minsta kosti sagt fyrir um hvernig hún skyldi skrifuð. Er því litið svo á, að í greininni komi fram skoðun og stefna ítölsku stjórn- ■arinnar. Miklar æsingar eru bæði í Rússlandi og Ítalíu. Bera þeir hverjir aðra þungum sökum. Framhald er á því í Rússlandi, að fjölmennir fundir sé haldnir og þess krafist, að stjórnin láti málið til sín taka. — UP. Um æsingaskrif ítala og Rússa segir svoíFÚ-fregn í gærkveldi: í Pravda segir, að sovét- stjórnin hafi óyggjandi sannanir fyrir því, að kafbátarnir sem söktu rússnesku skipunum ný- lega í Miðjarðarhafi, hafi verið ítalskir, og bætir því við, að all- ur heimurinn bendi iiú á Róm, sem staðinn þaðan sem sjóræn- ingjaflokkar fái nú skipanir sínar. ítölsk blöð eru jafn heiftug í garð Rússa í dag. Eitt þeirra segir meðal annars, að Rússar séu reiðir vegna þess að þeim liafi ekki tekist að breiða bál tyrjaldarinnar unx gervalla Ev- rópu. Rússar eigi sök á ófriðn- um á Spáni og hafi ætlast til þess, að hann yrði sá neisti er kveikti hál um alla álfuna, en þetta hafi ekki orðið vegna mót- stöðu þeirra þjóða, sem brotið liafi á hak aftur „hinn austur- lenska barbarisma“, bolsévism- ann. — , Oslo, 8. sept. Heimsblöðin eru á einu máli um það, að horfurnar í álfunni hafi mjög versnað, vegna deilu þeirrar, sem upp er komin milli Rússa og ítala, og óttast þau mjög, að til alvarlegra tíðinda dragi. Orðsending sú, sem rússneska stjórnin sendi ítölsku stjórninni var mjög hvassyrt. I orðsend- ingunni var því mótmælt, að rússneskum skipum hafi verið sökt hvað eftir annað að undan- förnu á Miðjarðarhafi. Rússar skella allri skuldinni á ítali og krefjast uppreisnar og fullra skaðabóta. — ítalska stjórnin neitar ásökunum Rússa og neit- ar að verða við kröfum þeim, sem Rússar bera fram. (NRP — FB.) Belchite fallin. Stjórnai’herinn tók 3000 fanga. Borgin er i rústum. London. FÚ. Það leikur nú ekki lengur neinn vafi á því, að Belchite er fallin í lxendur stjórnarhersins. Borgin er sögð vera í rústum. Stjórnarherinn hefir tekið 3000 fanga í Belchite. — FRÁ SHANGHAI. Efst á myndinni sjást bústaðir ræðismanna Bandarikjanna, Rússa og Japana í Shanghai, niálægt Whangpoofljóli. KAUPIR BANDARÍKJA- iSTJÓRN FRIÐINN OF DÝRU VERÐI? í Bandaríkjunum er nú ekki um annað rætt meira, en styrj- öldina 1 Japan og afstöðu Bandaríkjstjórnarinnar til þeirra mála. Skiftast menn þar mjög í tvo flokka. Vill annar láta lýsa lilutleysislögin í gildi nú þegar gagnvart báðum slríðsáðilum, en aðrir vilja að stjórnin geri ráðstafanir til þess að vernda liagsmuni Bandaríkj- anna í Kína og óttast ekkert meira, en að stjórnin kaupi frið- inn of dýru verði. IfÍNVERJUM VEITIR BETUR. í viðureign Japana og Kín- verja í gær liafði kínverski her- inn betur. Vestan við Peiping hörfaði japanski herinn fyrir þeim kínverska, og segja kín- verjar mannfail mikið í liði ó- vinanna. , Við Shanghai varð Jápönum lítið sem ekkert ágengt. Ankakosoiig í BretlanSi. Glasgow-Mar seoða konn á þing í iyrsta slnn London í morgun. Aukakosning hefir farið fram í Glasgow og náði kosningu Mrs. Agnes Hardie. Er hún fyrsta kona, sem Glasgowbúar hafa sent á þing. Aukakosningin fór fram í Springburnkjör- dæmi, vegna andláts þing- mannsins, en liann var eigin- maður Mrs. Hardie. Hlaut hún 14859 atkvæði, en frambjóð- andi íhaldsmanna, Mclnnes Sliaws, 8881. (United Press.) Kohi sækir tein taeeell loisela Fréltaritari Reuters lýsir á- standinu í Belchitc á þessa leið: „Þar gefur að líta hina ógurleg- ustu eyðileggingu, auðn og dauða. Að eins örfá hús slanda eftir óskemd og um götui’nar verður ekki komist með bif- reiðar. Dómkirkjan er mikið skemd, og í kirkjunni eru lík margra dauðra hermanna“. Það er í dómkirkjunni, sem leifar uppreistarhersins vörð- ust lengst, en gáfust upp á mið- nætti i nótt. London, 8. sept. Uppreistarmenn halda uppi hafnbanni á Gijon og sækja auk þess til borgarinnar að suðauslan. Þeir segjast nú vera komnir æði spöl vestur fyrir Llanes. í gær lxófu uppreistarmenn sókn að nýju vestan við Madrid og í’eyndu að rjúfa ytri varnar- línu borgarinnar. Segir stjórn- in að öllum árásum uppreistar- hersins hafi verið hrundið. Oð Cordell H. j Oslo, 8. sept. Koht útanrikismálaráðherra Norðmanna, fer að afloknum fundi Þjóðabandalagsins til Bandaríkjanna. Koht mun eigi hafa langa viðdvöl í Bandaríkj- unum, en liann fer í opinbera heimsókn til Wasliington og á viðræður við Roosevelt Banda- rikjaforseta og Cordell Hull ut- anríkismálaráðherra. Ameríska stjórnin hefir tillcynt Koht, að forsetanum og fyrnefndum ráð- berra sé rnikið ánægjuefni að heimsókn hans og fagna þeir því tækfæri, sem þarna býðst til gagnkvæmra skoðanakynna. — Koht liefir einnig fengið lieim- sólcnai’boð frá merkum félags- skap í Bandarikjunum, The Aixierican Scandixxavian Foun- dation og Ameríska verslunar- ráðiixu í New York. Koht íxiun loks að líkindum halda nokkura fyrirlestra við ameríska há- skóla. (NRP — FB.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.