Vísir - 12.10.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 12.10.1937, Blaðsíða 2
VÍSIR Herflatiiigasktp á leið tii spæiskra hatei verða stöðvuð aí herskipum Breta og Frakka, et titlSgnr Frakka ná fras aö gasga. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Mikillar óþolinmæði gætir í Frakklandi út af þeim drætti, sem orðið hefir á því, að taka til umræðu brottflutn- ing erlendra sjálfboðaliða á Spáni. Ahnenningur og blöðin eru þess mjög livetjandi, að stjórnin komi sem ákveðn- ast fram í þessu máli. Lita menn svo ó, að ítalir sé'að reyna að draga málið á langinn með því að neita að taka þátt í þrí- veldaráðstcfnu, en þess í stað taka það fyrir i lilutleysisnefnd- inni. Af mörgum er litið svo á, að fyrir ítölum vaki að koma algerlega í veg fyrir, að þetta mál verði leyst á þann hátt, sem Frakkar og Bretar vilja. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefir frakkneska stjórnin nú i huga, svo fremi að ítalir þverskallist við að ræða brotlflutning sjálfboðaliðanna með Bretum og Frökkum, að leggja það til, að komið verði i veg fyrir, að skip, er flytja sjálf- boðaliða og hergögn, komist til spænskra hafna. Vilja Frakkar, að herskipum þeirra og Breta, sem eru við eftirlitsslörf á Miðjarðarhafi verði skipað að stöðva öll lierflutningaskip á leið til spænskra hafna, hvort sem þau flytja sjálfboðaliða eða hergögn eða hvorttveggja. — Mjög er um það rætt liverjar afleiðingar það mundi hafa, ef gripið yrði til slíkra ráðstafana sem þessara, en Fraldcar ólíla, að afleiðingarnar af þvi, að opna landamæri Spánar og Fraldc- lands algerlega (þ. e. leyfa flutning hergagna og sjálfboðaliða yfir landamærin) gæti orðið enn alvarlegri. Þessi nýja stefna, sem talin er vera á uppsiglingu meðal frakk- neskra stjórnmálamanna, er talinn skýr vottur þess, að Frakk- ar sé stöðugt að verða liarðari og ákveðnari i deilunni um hrott- flutning sjálfboðaliðanna. — United Press. TtSIR dagblað , Útgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson Skrifstoft) . , , A n „ I Austurstr. 12 og afgr. J Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Nýbreytni. AÐ var nýr þingsiður hér á landi, sem upp var tekinn ó Alþingi i gær, er svo var stilt til, að aðalandstöðuflokkur stjórn- arinnar fengi ráðið kjöri fyrsta varaforseta Sameinaðs þings og beggja þingdeilda. I ýmsum öðr- um löndum hefir það lengi tiðk- ast, að aðalþin gflokkarni r skip- uðu sinn forsetann liver, án til- lits til afstöðu sinnar til stjórn- arinnar. Hefir áður komið til mála að taka þanri sið upp hér, en ekki licfir það komist í fram- kvæmd fyrr en nú. Og ágrein- ingslaust virðist það heldur ekki hafa orðið nú. Eins og sjá má af því, sem sagt er frá forsetakosningunum á öðrum stað i blaðinu, þá voru það framsóknarmennirnir sem sátu hjá við kosningu fyrsta varaforseta Sameinaðs þings, auk bændafl.manna og komm- únista, og síðan við sömu kosn- ingar i deildunum að mestu. Hinsvegar hafði Alþýðuflokkur- inn forsetaefni í kjöri á móti Sjálfstæðisflokknum í öllum kosningum, og liefir hann þann- ig viljað lála það sjást og skilj- ast, að liann ætti engan þátt i því, að þessi nýi siður væri tek- inn upp. Og við kosningu fyrsta varaforseta í neðri deild, á- skotnuðust honum 3 atkvæði auk flokksatkvæða sinna, og veít enginn með vissu hvaðan honum hafa komið þau. Mætti svo vera, að tvö þeirra hefðu verið atkvæði kommúnista, þó að sennilegra sé að þau hafi öll verið frá Framsóknarflokknum, og hafi þá riðlast nokkuð fylk- ingar hans í þeirri kosningu. Um það verður nú ekki sagt með vissu, hvort meira hafi valdið um þessa andúð socialista gegn hinum nýja sið, að þeim hafi þótt sem þingið mundi verða af miklum lýðræðis- blæ, ef hann yrði upp tekinn, eða þá að þeim hafi hugnast illa að því fjöllyndi Framsókn- arflokksins, að gefa Sjólfstæðis- flokknum þannig „undir fót- inn“, og ekki þótt það spá góðu um samvinnuna við liann. En vist er um það, að mjög hefir þeim runnið í skap út af þessu, að minnsta kosti í svip, og er það til marks um það, að þeir höfðu einnig mann í kjöri á móti Framsóknarflokknum, er kosinn var annar varáforseti Sameinaðs þings. En úr því virðist þeim liafa farið að renna reiðin, og í deildunum kusu þeir forsetaefni Fram- sóknarflokksins eins og ekkert hefði i skorist. Og svo virðist nú líka, sem þetta afbrýðikast socialista muni liafa verið með öllu á- stæðulaust. Að afstöðnuin for- setakosningum í Sameinuðu þingi kom það í ljós, að handa- lag þeirra og framsóknármanna hafði verið hundið enn traustari böndum en áður var kunnugt. En til þess að tryggja sér sam- eiginlegan meirililuta i efri deild, höfðu þeir orðið ásáttir um að gera með sér bandalag um kosninguna til hennar, og hliðruðu framsóknamennirnir svo til, að socialistar sluppu með að leggja tvo menn til i þá deild, verða þeir þannig 6 í neðri deild og gela hjálparlaust komið þar einum manni í liverja nefnd. En í efri deild ber minna á því, þó að þeir þurfi aðstoðar við. Og yfirleilt er engin ástæða til að ætla það, að nýbreytni sú, sem tekin hefir verið upp um skipun forsætis þingsins, hafi nokkurn boðskap að flytja um það, að nokkur breyting sé væntanleg á valdaaðstöðu þing- flokkanna, svo að socialislar þurfi fyrir þá sök að bera kvíð- hoga fyrir því, að stjórnarsam- vinnu þeirra við Framsóknar- flokkinn sé af því hætta búin. Og ættu þeir raunar sjálfir best um það að vita. ERLENÐ VlÐSJÁ: Jurtasafi, er ver kjöt skemdum MaSur einn, Martimer Sheppard a'ö nafni, þykist hafa fundiö í M,- Ameríku jurt, er hafi þann eigin- leika, aö safi hennar ver kjöt skemdum, og aöra, er eyöi ryöi. Sheppard hefir farið ýmsar rann- sóknarferöir til S.-Ameriku fyrir félagiö Pan-American Society of Tropical Research. Þessar tvær áð- urnefndu jurtir er hann nú að reyna að rækta á búgarði einum í Mississippi-fylki í Bandaríkjun- um. Var þetta sjötta för hans til M.-AmeríkU, og kom hann heim með bæði dýr og jurtir handa ýms- um háskólum. Innfæddir menn í S.-Ameríku kalla jurtina, er ver kjöt skemdum, planta de la came (kjötjurtina). Sheppard sá hana, þ. e. a. s. safa hennar, fyrst notaðan í nágrenni Orinoco-fljóts fyrir nokkurum, ár- um, en enginn vildi segja honum úr hvaða, jurt hann væri. En siðar í M.-Ameríku komst hann að því, hver jurtin myndi vera, og tókst að flytja nokkur eintök með sér norður til Bandaríkjanna. Þegar stillcarnir og blöðin eru möluð, verður úr þeim vökvi, er drepur allar rotnunarbakteríur, er lifna í kjötinu, en ekkert bragð kemur þó á kjötið úr vökvanum. Það getur í hitabeltislöndunum varið kjöt skemdum í 4—6 vikur. Á sama stað og hann fann „kjöt- jurtiná", sýndu Indíánar honum vafningsvið, en safi hans hafði þau áhrif á ryðgað stál, sem hon- um var strokið á, að eins einu sinni, að ryðið hvarf alveg. Sananírepar fréttir Níuvelda-ráðstefnan um Kína- málin verður að öllum líkind- um í Brussel ef stjórnin í Belg- íu leyfir, eftir því sem Reuters- fréttastofan í London skýrir frá. Hafa allir aðilar bent á Briissel sem hklegasta fundar- stað. Fulltrúi japanska utan- ríkismálaráðuneytisins hefir látið í ljós, að japanska stjórn- in myndi taka fullnaðarafstöðu til þess, hvort hún tæki þátt í ráðstefnunni þegar henni hefði borist formlegt boð þar að lút- andi. — (FÚ.). Leiðangursskútan Isbjörn frá Tromsö er komin heim eftir fjögurra mánaða leiðangur til Grænlands og norðurstranda Kanada. Enskir vísindamenn leigðu skúluna til þessarar í'ar- ar og var maður að nafni We- drie leiðangursstjóri. Bergersen skipstjóri segir, að leiðangurs- menn hafi fundið fornar húsa- rústir og uppdrættir liafi verið gerðir af sex fjörðum, sem eigi var áður kunnugt um. Komið var til Framliavn, þar sem Sverdrup liafði vetursetu 1898 og 1899. Ilúsin voru að falli komin, en það, sem i þeim var óskemt. — NRP. - FB. Danska kenslumálaróðuneyt- ið hefir keypt málverk GuS- mundar Einarssonar, er hann nefnir „ísabrot“, en málverkið er til sýnis meðal annara lista- verka í íslensku deildinni á listasýningunni í Charlotten- borg. Ætlar kenslumálaráðu- neytið að láta hengja málverkið upp í hátíðasal skóla eins í Kaupmannahöfn. Þá hefir mynd Ásgrím Jónssonar af Flosagjá verið keypt í einkasafn. Fjöldi gesta kemur á íslensku sýning- ardeildina. — FÚ. f gær lagði 5,700 manna lið af stað frá Neapel í ítölskum lierflutningaskipum, og er ferð þeirra heitið til Tripolis. Hafa 24.000 hermenn verið sendir til Tripolis á síðastliðnum tveimur vikum. — FÚ. Frá London er símað, að svar ítölsku stjórnarinnar við hinni sameiginlegu orðsendingu Breta og Frakka viðvikjandi hrott- flutningi erlendra sjiálfhoðaliða fná Spáni, sé svo vinsamlega orðað, enda þótt hafnað sé boð- inu um að taka þátt í þrívelda- ráðstefnu um málið, að von sé um vinsamlegar framhalds samkomulagsumleitanir. Le Temps segir, að „dyrunum sé lialdið opnum“ til þess að bera fram nýjar tillögur til þess að finna viðunandi lausn á málinu. — NRP. - FB. aAeins luoftup. Farþegasklpi sOkt. Uppreistarmenn halda því fram, að í spanska línuskipinu sem þeir söktu í gær, hafi verið 18 þúsund smálestir af lier- gögnum og þar að auki nokkrar flugvélar frá Sovét-Rússlandi. Skipið var eitt af stærstu skip- um Valencia-stjórnarinnar, en á það réðust tveir litlir torpedo- hátar. Fiskimenn frá Algier sem sáu viðureignina skýra svo frá, að kaupfarið hafi verið vopnað tveimur fallbyssum og svarað skothríð árásarskipanna, en þau hafi hitt það þegar í stað, og liafi þá vörninni verið lokið. (FÚ.). - Roostvtll fltlli né 1 m, sem vakti heims- atkygli. London í dag. FÚ. oosevelt Bandaríkjaforseti hélt ræðu í gær, sem útvarp- að var um öll Bandaríkin og hefir vakið mikla athygli, engu síður en ræða sú, sem hann hélt á dögunum. Hann sagði, að í- húar Bandarikjanna væri ein- ráðnir í því, að lialda uppi þeirri liugsjón mannfélagsskapar, sem setti samvisku og réttlæti ofar en afl og ofbeldi, því að ef það eitt fengi að ráða, þá mundu lögleysumar verða hið ríkjandi vald í heimi stjórnmálanna. 11. okt. FÚ. Bílfært yfir Breiðdalsheiði. Bíll frá Flateyri komst yfir Breiðdalsheiði í gær. —- Sjálf- boðaliðar frá Flateyri molcuðu snjó af 600—700 metra leið og opnuðu þar með leiðin til Isa- fjarðar. Líkindi þykja til, að leiðin verði fær nokkra daga. Áætlunarferðir liófust að nýju í dag. Bílar frá Isafirði fóru einnig vestur yfir heiðina í dag og leiðin er opin þaðan alla leið til Dýrafjarðar. Hertoglm tf WMstr fer til Ameriku I næsta mánðl. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Berlín er símað, að þar sé fullyrt af mönnum er til eiga að þekkja, að Windsorhjón- in muni fara til Bandarikj- anna í nóvemberbyrjun og muni dvelja þar fyrst um fjórar til sex vikur. Vinir þeirra segja þó, að litið muni verða á för þeirra þangað, sem skemtiför, en ekki í viðskiftaaugnamiði, enda þótt alt sé þegar á- kveðið hvar þau komi og hverja þau heimsæki. (United Press). BRESKU KONUNGSHJÓNIN FLYTJA ÚR SUMARHÖLL SINNI. London í morgun. Eden tok a moti Georgi kon- ungi, Elisahetliu drotn- ingu og liertogafrúnni af GIo uces ter iá,Eas lon j árnbra u tar- stöðinni kl. 7,58 í morgun. Þau komu með sérstakri Iest frá Ballater, eftir að hafa verið í tiu vikur í Balmoralliöll. (United Press). VERÐFALL Á HVEITI. London í morgun. FÚ. Landbúnaðarráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnir, að hveitiupp- skera þar í landi muni verða óvenjulega mikil í haust og er hveitið þegar tekið að fallá* á kaupliöllinni í Cliicago. Hveiti er einnig byrjað að falla í Liver- pool. 'J ÚTLIT í ALÞJÓÐASTJÓRN- ’ MÁLUM VELDUR VERÐ- FALLI. London i morgun. FÚ. Á kauphöllinni í London varð í gær mjög óvenjulegt verðfall á ýmsum hlutabréfum og það meira að segja á ýmsum hlutabréfum, sem staðið hafa í föstu verði undanfarið. F.kki virtist þetta stafa af því, að framhoð væri óvenju mikið, að minsta kosti um sumar tegund- ir hlutabréfa. Það er talið, að útlitið í alþjóðastjórnmálum muni eiga orsök á þessu óvenju- lega varðfalli. Vinninga í happdrættinu, er var í sam- bandi við haustmarkað K. F. U. M. og K., hlutu þessi númer: 1. vinningur féll á nr. 933, annar á 2375> þriSji á 1667, fjórSi á 825, fimti á, 1360, sjötti á 1688, sjöundi á 224, áttundi á 140, níundi á 2076 og tíundi vinningur á nr. 1575. Vinninganna sé vitjaiS sem fyrst í Versl. Vísi, Laugaveg 1. Hæsti vinningur Happdrættisins í gær, 20 þús. kr., féll á kvart- miiSa í umboíSum Stefáns A. Páls- sonar & Ármans og Önnu Ás- mundsdóttur 0g GuSrúnar Björns- dóttur. Næst hæsti vinningur, 5000 krónur, féll einnig á Ví miiSa og kom upp í umbotSi Stefáns A. Páls- sonar og Ármann. V innndeilan á AkF&nesi leyst. Sættir hafa tekist í vinnu- deilunni á Akranesi, fyrir milligöngu sáttasemjara, og voru samningar undirskrif- aðir í gær. Kaup verkamanna í dagvinnu verður kr. 1,27 á klst., en at- vinnurekendur höfðu boðið kr, 1,25. Annað kaup liækkar hlut- fallslega. Kaup í eftirvinnu og næturvinnu verður kr. 1,75 og kr. 2,50 á klst. Sér ákvæði er um kaup við fiskþurkun (kr. 1,75 á klst.). Verldýðsfélagið á Akranesi samþykti tillögur sáttasemjara á fundi í fyrradag, en áður höfðu samninganefndir at- vinnurekenda og verkamanna fallist á þær. Leikhúsið. „Þorlákur þreytti“, eftir Neal og Farmer í stað- færslu Emils Thorodd- sens. Leikstjóri Indriði Waage. — Leikfélag Reylcjavikur hefir að þessu sinni liafið vetrarstarf sitt með enskum gleðileik eftir Neal og Farmer. Þýðing og staðfærsla er eftir Emil Thor- oddsen, lieimfært á reykvíska staðháttu og þýtt á reykvísku, en Indriði Waage hafir liaft leikstjórn á liendi og tekist vel. Leikurinn er hráðskemtilegur, enda varla ætlaður til aniiars af höfundum, en að koma fólki í gleðiskap, þvi að hvergi hregð- ur fyrir alvöru í honum. Efni hans er skylt því, sem einna algengast er í skopleikum, hver misskilningurinn á fætur öðr- um. Aðalhlutverlcið, Þorták Dorm- ar, húseiganda, leikur Ilaraldur Á. Sigurðsson ágætlega. Sýnir hann vel hinn kúgaða eigin- mann, sem reynir þó eftir mætli að fara á hak við konu sína en tekst misjafnlega. Har- aldur er óskabarn áliorfend- anna — og þvílíkt harn. Var óslitinn hlátur meðal áhorfenda meðan Haraldur var á leik- sviðinu. Konu hans, Ágústu, leikur Marta Indriðadóttir, og skilar því lilutverlö með prýði. Nýtur hún sín hest þegar hún leikur hina skapstóru og dygðugu eig- inkonu, sem heldur nákvæma hók yfir allar gerðir manns síns, gjöld hans og tekjur. Pétur A. Jónsson leikur Vig- fús Jónsson, stórkaupmann. Háði það Pétri augsýnilega, að liann mátti ekki syngja í hlut- verkinu, svo að liann kunni ekki eins vel við sig á sviðinu. Son Vigfúsar, Jón Fúss tón- skáld, leikur Indriði Waage. Sýndi hann skemtilega hinn unga innblásna listamann, sem ekki hugsar nema í nótum og tónum. Eru mörg fáránleg og lilægileg atvik í leik lians, sem njóta sín prýðilega. Jósef Hríseying, kennara, leikur Valur Gíslason mjög vel. Er leilcur hans látlaus, og spaugilegur. Valur lætur eklö mikið yfir sér á leiksviðinu, en er ágætur leikari eigi að síður. Ingibjörg Steinsdóttir var falleg i lilutverki Stephanie d’Islande, en leikur hennar var ekki vel eðlilegur. Var augljóst að liún var „að leika“. önnur lilutverk leika Helga og Hildur Kalman, Jón Aðils, Brynjólfur Jóhannesson, Magnea Sigurðsson, Gestur Pálsson, Sigfús Halldórsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.