Vísir - 28.10.1937, Page 2

Vísir - 28.10.1937, Page 2
VlSÍR MUdlvæg yfirlýsiog frá Mussolini i viflnrvist 100,000 fascista, London í morgun. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. Frá Rómaborg er símað, að fascistar úr öllum áttum streymi þang- að, til þess að vera viðstadd- ir stórfengleg hátíðahöld á Olympiska leikvanginum, í minningarskyni um fasc- istagönguna til Rómaborg- ar. — lapnir Inrli síkiiu vii Shinikai. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Japönsku hersveitirnar halda áfram sókn sinni við Slianghai. í dögun voru þær komnar yfir Soochow- lækinn. Er talið, að Japanir reyni nú að herða sóknina sem mest, til þess að koma í veg fyrir, að Kinverjar geti kom- ið sér örugglega fyrir á hinni nýju víglínu. Japanir eru að reyna að koma svo ár sinni fyrir borð, að Kinverjar geti ekki leitað frá sínum borgarhlutum inn í alþjóðahverfin. Japanir eru sem óðast að „hreinsa til“ í Chapei og reka á brott alla þá Kínverja, sem þeir telja andvíga sér. Leyniskyttur eru í fjölda liúsa og liafa þær gert mikinn usla i liði Japana. —• United Press. Flytur Mussolini þar mikla ræðu kl. 11 árdegis i viðurvist allra helstu manna flokksins. Talið er, að 100.000 fascistar muni verða viðstaddir ræðu hans. Iieimsblöðin virðast yfirleitt húast við mikilvægri yfirlýs- ingu frá Mussolini, liann muni nola tækifærið, sem býðst í dag til þess að gefa yfirlýsingar, sem sú mjög mikilvægar frá al- þjóðapólitísku sjónarmiði. United Press. Berlín í morgun. FÚ. Ætlun Japana er að rjúfa alt samhand milli Slianghai og Nanking. Hóta þeir því, að hefja fyrir alvöru árás á Nan- king, ef Kínverjar „láti ekki af mótþróa sínum“. Kinverjar hafa myndað sér nýja varnar- linu, og liggur hún upp að Al- þjóðahverfinu i Slianghai. London 28. okt. FÚ. Nokkuð af lier Kinverja verst enn þá í Chapei, þó Japanir liafi sest þar að. Víða standa hús í hjörtu háli og kveiktu Kínverj- ar í liúsunum þegar þeir urðu að yfirgefa staðinn. Japanir eltu Kínverja á flugvélum og létu falla á þá sprengjur. — Ein sprengja úr japanskri flugvél féll niður í útlendingahverfinu. Hermálaráðuneyti Bandarikj- anna liefir lagt fyrir amerísku herdeildina í Shangliai, að skjóta tafarlaust á þær flugvél- ar sem kastaði niður sprengjum á útlendinga og óvopnfæra menn á því svæði í útlendinga- borginni, sem Bandarikjamenn liafa eftirlit með. Níu-velda Fádstefnan. Japamip hafna bodi um þátttðku London 27. okt. FÚ. Japanska stjórnin hefir neit- að að taka þátt i 9-velda ráð- stefnunni sem á að hefjast í Briissel á þriðjudaginn kemur. Ástæðan sem stjórnin færir fyr- ir svari sínu er sú, að Þjóða- bandalagið hafi sýnt hlutdrægni í meðferðinni á deilumálum Kínverja og Japana, og að til- lagan um 9-velda ráðstefnu sé komin fram á Þjóðabandalags- fundinum. Verslunarþinnið. VfSIR DAGBLAÐ , Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritsfj.: Páll Steingrímsson Skrifstoft) . , , ío , } Austurstr. 12 og afgr. J Sí mar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Dýragarður' stjórnar- flokkanna. I'ORMAÐUR Framsólcnar- * flokksins hefir tekið sér fyrir hendur „að skýra sam- herjum í Framsóknarflokkn- um og öðrum, sem vilja um þau mál vita“ frá því, hvar komið sé umleitunum þeim um „samstarf eitthvað framvegis milli núverandi stjórnarflokka“ sem nú sé á döfinni, „án þess þó að sú viðleitni hafi enn horið þann árangur, sem til var ætl- ast“, eins og hann kemst að orði í upphafi máls síns í Tíma-dag- blaðinu í gær. Það mun nú yfirleitt lítill sið- ur, og jafnvel tæplega þykja við eiga, að gera hverjum, sem um það kunni að „vilja vita“, opin- herlega grein fyrir slíkum samningum milli flokka, áður en þeir eru iá enda kljáðir. En formaður Framsóknarflokksins syndgar nú heldur ekki svo mjög gegn almennu velsæmi í því efni að þessu sinni, og verða menn í rauninni ekki miklu fróðari um samninga stjórnar- flokkanna af grein hans, hvorki samherjar hans i Framsóknar- flokknum ,né „aðrir“, sem eilt- livað kynni að girnast að hnýs- ast í þá. Mönnum skilst það að vísu af frásögn hans, að Framsóknar- flokkurinn hafi „fyrir sitt leyti“ verið reiðubúinn að taka upp aftur samvinnuna við socialista, eins og ekkert hefði í skorist, þegar að afstöðnum síðustu kosningum, og óðfúsir að vinna með þeim að „lausn nýrra stór- mála“. En um það er ekkert sagt, hver þau stórmál séu eða með hverjum hætti Framsókn- arflokkurinn hafi viljað leysa þau. Og virðist formaðurinn ekki telja það skifta neinu máli, þvi að í rauninni hafi so- cialistar ekki átt um neitt að velja, annað en að taka þeim kostum sem í hoði voru af hálfu Framsóknarflokksins. Að vísu segir hann, að „návist“ kommúnista í þinginu hafi hlot- ið að skapa socialistum „nokk- ura erfiðleika sem stjómar- f!okki“, en á þá liafi þeim borið að líta „eins og þýðingarlausar og sér óviðkomandi manneskj- ur“, og fylgja í þvi efni for- dæmi Staunings, Per Albins og Nygaardsvold, en svo nefnast núverandi forsætisráðherrar Norðurlandaþjóðanna þriggja. En þetta hafi þeim láðst, og í þess stað hafi Héðinn Valdi- marsson tekið upp samninga við kommúnista, sem nú hafi að vísu slitnað upp úr, en þó orðið þess valdandi, að social- istar liafi orðið að „kalla sam- an landsfund sinna trúnaðar- manna“, og vilji nú framsókn- armenn unna þeim „nokkurra daga hvíldar til að tefla inn- byrðis um örlög sín“. Formaður Framsóknar- flokksins gerir nú hinsvegar alt of lítið úr þeim „erfiðleikum“, sem socialistum stafa af „ná- vist“ kommúnistanna. I blaði kommúnista birtast nú daglega fundarsamþyktir verkalýðsfé- laga úr öllum áttum, þar sem skorað er á Alþýðusambands- þingið að samþykkja bandalag við kommúnista. Það er ekki Héðinn Valdimarsson einn, sem er fylgjandi þeirri samvinnu. Og þeir af leiðtogum socialista, sem andvígir eru samvinnunni við kommúnista, eru nú á nál- um um það, að þeir verði ofur- liði bornir á þessu væntanlega aukaþingi Alþýðusambandsins. Það stoðar þá lítið, þó að for- maður Framsóknarflokksins segi að á Norðurlöndum og í Englandi sé „kommúnistinn á- litinn skrítinn og sjaldséður bjáni, jafn fáséðir og þýðingar- litlir eins og letidýr inni í liin- um stóru dýragörðum“. Hér á landi er „letidýr“ þetta svo vodlugt, að ekki er annað sýnna, en að það muni geta ráðið úr- slitum um það, hver endir verð- ur á samningum socialista og framsóknarmanna um stjórn- arsamvinnuna í framtiðinni eða neytt þá til þess að ganga að sín- um kostum. Og vist skortir nokkuð á, að „dýragarður“ stjórnarflokkanna sé fullkom- inn, meðan „letidýrið“ vantar i hann! ERLEND VlÐSJA: Hertoginn af Windsor í Þýskalandi. Breskt tímarit gerði nýlega aS umtalsefni för hertogans' af Wind- sor (JátvarSs fyrv. Bretakonungs) til Þýskalands, og segir aS jafn- vel hún hafi aukiö á þann mis- skilning (sem að vísu sé ekki mjög mikill) er ríkjandi sé milli Frakka og Breta. iFrakknesku biöSin sum höfðu litið svo á, aS hertoginn hefði farið í Þýska- landsför sína, af því aS breska stjórnin hefði gefiö honum bend- ingu um þaS, og hann heföi því komiö þar fram sem nokkurskon- ar „ó-opinber“ fulltrúi hennar, og hafi þetta því veriö eins konar vinarráðstöfun gagnvart Hitler. Englendingar allir sjá, segir tíma- ritiö, aö þessar getgátur hinna frakknesku blaöa, eru hreinustu fjarstæöur. En á hitt er aö líta, aö Frakkar hafa þessar flugur í koll- inum, og ala fleiri grunsemdir x garö iBreta, og þá er ekki um ann- aö aö ræöa, en leggja áherslu á, að uppi-æta misskilninginn. Tíma- ritiö segir, aö þaö hafi vafalaust komiö sér vel fyrir nazistastjórn- ina, aö hertoginn kom i heimsókn sína — og óheppilegt fyrir Breta — einmitt eins og ástatt er í álf- unni. Og ef til vill er þaö óheppi- legt, segir tímaritiö, aö engar hömlur er hægt að leggja á ferða- lög hertogans af hálfu hins opin- bera í Bretlandi. Vér Bretar, seg- ir það, gerum oss ekki fullljóst hið gífurlega auglýsingagildi, sem hertoginn hefir fyrir Bretaveldi. Alt, sem hann gerir, er fréttaefni, og þaö er símað um víða veröld. Vafalaust mun hann ávalt hafa hugfast, hvað Bretlandi er fyrir bestu— en hann er nú búsettur utan Bretaveldis, og hefir ekki nógu gott samband við Bretland Heiastlniiiin i New York 1939. —o— Þátttaka Norðmanna. 27. okt. FÚ. Norska nefndin sem hefir með liöndum undirbúning að þátttöku Norðmanna í heims- sýningunni í New York hefir á- kveðið að láta sérstakan sal í sýningarhöll Noregs verða lielgaðan minningu þeirra manna, sem mest hafa unnið Noregi til frægðar frá upphafi vega og til vorra daga. Verða nöfn fulltrúa Norðmanna letr- uð á veggi þessa salar. Verslunarfulltrúi Rússlands í Osló hefir samþykt tilboð síldar- útflytjenda i Vestur-Noregi um sölu á 8.500 tn. af stórsíld á 15 kr. tunnuna. Frekari kaup eru ráðgerð. — NRP.-FB. Koht utanríksmálaráðherra Norðmanna, kom til New York í gær og heimsótti La Guardia borgarstjóra og hélt svo áfram ferð sinni til Wasliington. — NRP.-FB. til þess aö geta altaf hitt á það í-étta í þeirn efnum. Og auk þess er hann nú líka engu ábyrgöar- meiri en nokkur annar breskur borgari. Verslunarþinginu var slitið í gær. Samkvæmt yfirliti því, sem forseti, Magnús Kjaran, gaf yfir slörf þingsins, fengu 15 af 16 málum afgreiðslu, sjö álykt- anir voru gerðar, en 3 nefndir störfuðu, tvær milliþinganefnd- ir voru skipaðar o. s. frv. Á þinginu voru 63 ræður fluttar. Að svo húnu flutti Magnús Kjaran ítarlegt og snjalt er- indi um verslunarfrelsi íslend- inga og fékk það hinar bestu undirtektir. KOSIÐ I STJÓRN VERSLUN- ARRÁÐS. I stjórn Verslunarráðsins voru kosnir Björn Ólafsson stórkaupmaður, Richard Thors framkv.stj. (endurkosinn) og Sigurbjörn Þorkelsson kaupm. Úr stjórninni gengu Arent Cla- essen stórkaupm. og Jes Zim- sen. Hallgidmur Benediktsson þakkaði þeim báðum mikil og góð störf í þágu Verslunarráðs- ins og verslunarstéttarinnar. Jes Zimsen var stofnandi Verslun- arráðsins og hefir átt sæti í þvi frá byrjun. Bæði hann og Arent Claessen höfðu eindregið mælst undan endurkosningu. INNFLUTNINGS- OG GJALD- EYRISMÁLIN. i Nefnd sú, sem kosin var til þess að athuga innflutnings- og gjaldeyrismálin, lagði fram eftirfarandi álit og tillögur: Á verslunarþinginu 1937, voru gjaldeyris- og innflutn- ingshöftin tekin til rækilegrar athugunar. Báru skýrslur, sem fram komu frá ýmsum greinum verslunarinnar það með sér, live mjög höftin og framkvæmd þeirra, hefir þrengt að verslun- arstéttinni, svo að til stórvand- ræða horfir um afkomu henn- ar. Auk þess upplýstist það á þinginu, að sá liöfuðtilgangur liaftanna, að stöðva skuldasöfn- un við útlönd, liefir alls ekki niáðst, og virðist orsökin fyrst og fremst vera hinir miklu á- gallar í framkvæmd liaftanna. Með tilvísun til ofangreindra staðreynda, svo og slcoðana sem fram komu á Verslunarþinginu, ályktar það, að skora á Alþingi og ríkisstjórn, að taka þessi jiýðingarmiklu mál til rækilegr- ar yfirvegunar. Til að ráða nú jiegar bót á verstu ágöllunum, felur Versl- unarjúngið Verslunarráðinu að lcoma eftirgreindum tillögum á framfæri við Alþingi, rikis- stjórn og banka, og fylgja þeim eftir svo sem tök eru á: 1 1. Að innflutningur á korn- vöru og nýlenduvöru verði gefinn frjáls frá næstu áramótum, jiar sem jiað hefir sýnt sig, að innflutn- ingur á jicim hefir undan- Frli. á 4. bls. Ftrðafélag íslands. Það var stofnað 27. nóv. 1927 og er því senn tíu ára gamalt. Hefir starfsemi þess frá upp- hafi verið hin merkasta og þarf ekki því að lýsa. En merkastar eru þó sæluhúsbyggingar félags- ins. Hefir hið ágæta hús þess við Hvítárvatn veitt mörgum skjól og þæga hvíld. Tvö ný sæluliús verða tilbúin á næsta sumri: Annað á Hveravöll- um, hitt við Kerlingarf jöll und- ir Hofsjökli. Tala félagsmanna er um 1500. Það er að vísu all-álitlegt, en stjórn félagsins væntir jiess, að 2000 verði þeir orðnir á tíu ára afmælinu. Með 2000 með- limum, góðum og gildum, mundi félagið verða þess um komið, að reisa eitt sæluliús ár- lega. — Árbók félagsins 1937 er nú út komin fyrir nokkuru. Skýrir hún í löngu máli „Lönd og leið- ir í Austur-Skaftafellssýslu“. Jón Eyjiórsson hefir séð um útgáfuna, en rnargir hafa lagt jiar hönd að verki. Eirikur klerkur Helgason lýsir Öræfum, Mýrum og Nesjum, en Suður- sveit Steinþór bóndi Þórðarson í Hala. Um Lón og Norðlinga- veg ritar Sigurður hóndi Jóns- son í Stafafelli. Bræður tveir á Fagurhólsmýri, Helgi og Sig- urður, hafa og lagt til ritaðar heimildir um Öræfi, Breiða- merkurfall og Mávabygðir. Kveðst J. E. hafa „skeytt þessa þætti saman“, þ. e. „lýsingar“ hinna áður nefndu höfunda, numið af eða aukið við, eftir þvi sem betur þótti fara. Sumstað- ar hafi hann og „bætt nýjum köflum inn í“. — Og fyrir því sé ekki „unt að draga greinileg- ar merkjalínur milli þess, sem hver einstakur hefir lagt til bók- arinnar.“ — Margar ágætar myndir prýða „Árbókina“. Þeim hefir safnað Steinþór Sigurðsson. Hann lief- ir og ráðið mestu um mynda- val, með jieim Páhna Hannes- syni og Gísla Gestssyni. Hér verður ekki út í jiað far- ið, að meta verlc jieirra liöf- unda, sem ritað liafa „Árbók- ina“ að þessu sinni. Lýsingar á „landi og leiðum“ virðast einkar nákvæmar, en ef til vill óþarflega margorðar á sumum stöðum. Fer betur á þvi, að liöf- undur varist inærð og málaleng- ingar í slíkum lýsingum. Smekkleysa er það af lakasta tæi, er farið er að „punta upp á“ Suðursveitina með jiví, að láta jiess getið, að jiar (á efsta bæn- um, Hala) sé „Þórbergur Þórð- arson borinn og barnfæddur“! Er vant að sjá, hvert erindi slík „tilkynning“ getur átt til les- anda Árbókarinnar. Þá mun og ýmsum liykja furðu-mikið tré jiað, sem skýrt er frá að borist liafi á reka- fjöru Kálfafellsstaðar, laust fyr- ir aldamótin síðustu. Það var svo ótrúlega mikið, að þvi er „Árbók“ hermir, „að úr jivi var bygt timburliús ( sem nú er) á Kálfafellsstað, og nokkru af trénu var auk jicss varið til viðgerðar á kirkjunni.“ , Má jiví öllum ljóst vera, að sitt livað merkilegt getur við borið í Suðursveit — við fjöll og sæ! afteins Loftur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.