Vísir - 28.10.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1937, Blaðsíða 3
Ví S IR Frumvarp sjálfstæðismaima nm rikisstyrk til bjfgugs nidursndn- verksmidja- Hvassar umræður í neðrl delld i gær. Neðri deild. Ásgeir Ásgeirsson mælti nokkur orð um fyrsta málið, frv. til laga um bráðabirgða- breyting nokkurra laga (2. umr.), og var frv. síðan vísað til 3. umr. Framliald 1. umr. um frv. umríkisstyrktil bygginga niðui- suðuverksmiðja. Eysteinn Jóns- son talaði fyrstur og lagðist á móti frv., eins og í fyrri ræðum sínum um þetta mál. Hann tal- aði einnig um ýms önnur mál, er sjálfstæðismenn bera fram á þessu þingi, og miða að því að reisa við atvinnuvegina, og var þeim öllum andvígur. Þá tók til máls Finnur Jóns- son. Kom liann varla nærri efni frv. Sá forseti, Jörundur Brynj- ólfsson, sér eigi annað fært, en að áminna hann. Ólafur Thors talaði næstur. Kvað liann það ekki venju, að það væri látið fylgja frv. leið- beiningar? hvernig afla eigi þeirra tekna, er nota á til greiðslu á kostnaði við frv., og nefndi t. d. frv. sósíalista um sumarskóla alþýðu. Það væri hlutverk f jiármálaráðherrans að leggja á ráðin, livernig eigi að afla nauðsynlegra tekna. En sé þessu máli komið i framkvæmd, mun af þvi leiða auknar tekj- ur fyrir ríkissjóð. Ólafur sneri sér þá að Finni Jónssyni og kýmdu menn, er þeir sáu vand- ræðasvipinn á andliti Finns undir þeirri ræðu. Eysteinn talaði þá aftur, en síðan Finnur. Hafði vaðall hans um afrek síldarútvegsnefndar, þau álirif, að forseti takmark- aði ræðutíma við 5 minútur. Næstur talaði Sigurður Ivrist- jánsson. Spurði hann fjármála- ráðlierra livað hefði verið gert til léttis útgerðinni. Það væri ekkert, en hún væri þó látin hera sinn skerf af öllurn byrð- um þjóðarhúsins. Tillögur sjálf- stæðismanna stefna allar í rétta átt, að auka atvinnuna í land- inu, en ekki til hitlinga. Er Eysteinn hafði talað nokk- ur orð, sleit forseti umr. og var málinu vísað til 2. umr. og sjávarútvn. ÖNNUR MÁL. Þriðja málið var frv. til 1. um bókhald. Skúli Guðmundsson fylgdi frv. úr lilaði með stuttri ræðu. Skv. frv. eru fleiri en áð- ur bókhaldsskyldir. Frv. var vísað lil 2. umr. og nefndar. Frv. til I. um tímabundna heimild handa Rafmagnsveitu Reykjavíkur til innfl. og sölu á rafmagntækjum. Pétur Ilall- dórsson,horgarstjóri,tók fyrstur til máls og lagði til að frv. yrði samþykt, vegna nauðsynjar þeirrar er þetta mál er fyrir bæjarbúa. Eysteinn hóf þá sama söng- inn, að ekki væri „viturlegt“ að taka söluna af einkasölunni. Emil Jónsson talaði næstur. Þótti lionum ekki víst, að heppilegra væri að fá Rafveit- unni söluna í hendur, og bar fyrir brjósti liina nýju raftækja- verksmiðju í Hafnarfirði. Pétur Halldórsson mælti þvi- næst nokkur orð aftur og var frv. vísað til 2. umr. og f járveit- inganefndar. Odýr rafmagistxki handa bsjarbðua. Frumvarp sjálfstæðismanna á Alþirijgi. Þingmennirnir Pétur Hall- dórsson, Sigurður Kristjánsson og Jakob Möller flytja frv. í neðri deild Alþingis um tíma- bundna heimild til handa Raf- magnsveitu Reykjavíkur til innflutnings og sölu á raf- magnstækjum . Frv. hljóðar þannig: 1. gr. Rafmagnsveitu Reykjavikur er heimilt að flytja til lands- ins öll rafmagnstæki til heim- ilisnotkunar, önnur en útvarps- tæki, á tímabilinu frá 1. nóv. 1937 til 31. des. 1938. 2. gr. Rafmagnsveita Reykjavíkur skal selja eða láta selja raf- magnstælci þessi við svo vægu verði, sem kostur er á, og slcal verðið miðað við það, að raf- magnsveitan taki ekki hagnað af sölunni. 3. gr. Tollar og önnur innflutnings- gjökl til ríkissjóðs af rafmagns- tækjum samkv. 1. gr. falla nið- ur. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Með frv. fylgir greinarge(rð og segir þar svo m. a.: „Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir þrásinnis látið, þá ósk í ljós, að hún fái heimild þá, sem farið er fram á í frv. og má tvímælalaust ætla, að heimildin nái tilgangi, þ. e. að rafmagnsnotkun á heimil- um bæjarmanna aukist fljótt og hröðum skrefum, ef aðal- áhöldin til rafmagnsnotkun- ar 3o*ðu seld við svo hag- kvæmum kjörum fyrir kaup- endur, sem auðið er, í stað þess, að nú eru þessi tæki seld af einkasölu ríkissjóðs í f jár- öflunarskyni fyrir hann“. Það er vitað að framsóknar- menn eru þvi gersamlega and- vígir, að þetla frv. nái fram að ganga, en socialistar hafa hins- vegar látið mjög hátt um, að þeir vilji alt gera til að hæjar- húum verði sem auðveldast að nota sér hið nýja rafmagn. Reynir nú á það til fulls hvort þeir meta meira, að vernda einkasöluokrið eða gæta liags- muna bæjarhúa og þá einkum hins fátækari hluta þeirra. Fyrir forgöngu sjálfstæðis- manna eiga bæjarbúar nú völ á eins miklu rafmagni og þeir þurfa til lieimilisnotkunar og atvinnureksturs, og sjálfstæðis- menn beita sér nú fyrir því, að hæjarhúar geti fengið þau tæki, sem þarf til að liagnýta orkuna sem ódýrast. Reykvíkingar! Takið eftir hver afdrif þessa máls verða. Á þeim undirtektum sem það fær, getið þér séð hverjir eru vinir bæjarins og hverjir hin- ir, sem láta sig litlu skifta nauðsynjamál Reykvíkinga. ísfisksölur. Rán seldi í gær í Grimsby 1107 vættir fyrir 688 stpd. Hannes rá'öherra í Wesermúnde 120 smál. á 29300 ríkism. og Bragi í fyrra- dag í Cuxhaven 105 smál. fyrir 26667 rikismörk. ir I.0.0.F.5=1191028«1/2= Veðrið í morgun. í Reykjavík — 3 st., minst í gær o, mest í nótt — 5 st. Sólskin í 0,6 st. Yfirlit: Háþrýstisvæði yfir íslandi. Lægð norðan við Jan Mayen og önnur vestan vi'S (Bret- landseyjar, báðar á hreyfingu austur eftir. Horfur: Faxaflói: Austan kaldi. Léttskýjað. Skipafregnir. Gullfoss var á Sandi í morgun. Goðafoss kom til Hull í dag. Brú- arfoss er í Reykjavík. Dettifoss fer vestur og norður um land til útlanda í kveld. Lagarfoss er á leiS til Kaupmannahafnar frá Hamborg. Selfoss var á Siglu- firði í gær. Esja var á Siglufirði í gær. Væntanleg hingað um helg- ina. Sundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni þ. I. nóv. n. k. og er rétt að benda á það, að sundið er nú sú eina íþrótt, er fengiö hefir þau skil- yrði, að jafngott er aö iðka hana vetur og sumar. Allir geta lært að synda og veitt sér þá hollu, á- nægjulegu og ódýru skemtun, sem sundið er. Athugið, hvort ekki er rétt að taka þátt í þessu næsta námskeiði Sundhallarinnar. Háskólafyrirlestrar á ensku. Ungfrú Grace Thornton flytur í kveld kl. 8 fyrirlestur í Háskól- anutn um Bernard Shaw. Öllum heimill aðgangur. Útvarpið í kvöld. 18,45 Þýskukensla. 19,10 Veð- urfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Þingfréttir. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: íslensk verslun eftir einokunina, III (Skúli Þórðarson magister). 20,40 Einleikur á celló (Hans Stöcks). 21,00 Frá útlöndum. 21,15 Bt- varpshljómsveitin leikur. 21,45 Hljómplötur : Danslög. 22,00 Dag- skrárlok. Næturlæknir: Sveinn Pétursson, Eiriksgötu 19, sími 3066. Næturvörður í Laugavegs og Ingólfs aþótekum. Kirkjuritið. Sú breyting hefir nú orðið á ritstjórn Kirkjuritsins, að próf. S. P. Sívertsen hefir látið af störf- um, sakir heilsubrests, og verður Ásm. próf. Guðmundsson einn rit- stjóri framvegis. — Október-hefti þ. á. er nú komið út og flytur með- al annars frásagnir af „Biskups- vígslu að Hólum“. Ennfremur vígsluræðu biskups (dr. J. H.) og æviágrip vígsluþega (sr. Fr. J. Rafnars). Þorsteinn skáld Gísla- son skrifar minningarorð um sira Guttorm í Stöð, er andaðist í sum- ar sem leið, 92 ára gamall. Á. G. ritar um sira Jakob Óskar Lárus- son, er látinn er fyrir skömmu. Þá er skýrsla um aðalfund Prestafé- lags Islands (Á. G.), Dwight L. Moody, eftir sira Fr. Fr., fréttir o. fl. — Ritið ber því vitni, að klerkdómurinn er mjög áhuga- samur um málefni kirkjunnar og vill mikið á sig leggja til eflingar kristilegu starfi og safnaðarlífi. Undir suðrænni sól. Þorsteinn Jósepsson frá Signýj- arstöðum í Borgarfirði hefir dval- ist langdvölum erlendis og farið víða um meginland álfunnar. M. a. hefir hann dvalist í Sviss og farið um landið þvert og endi- langt. Hann hefir nú skrifað bók um kynni sín af Sviss og Sviss- lendingum og er hún nýlega út komin á kostnað Ólafs Erlings- sonar. — Nefnir höf. bók sína „Undir suðrænni sól“ og er hún prýdd fjölmörgum glæsilegum myndum. Verður nánara getið síð- ar. — Farsóttatilfelli í september voru samtals á öllu landinu 2532, þar af í Reykjavik 1603, á Suðurlandi 276, á Vesturlandi 114, á Norðurlandi 393 og Austurlandi 146. Farsóttatilfellin voru 'sem hér segir (tölur í svigurn frá Reykja- vík, nema annars sé getið) : Kvérkabólga 748 (515). Kvefsótt 1494 (1023). Gigtsótt 9 (o). Iðra- kvef 206 (35). Kveflungnabólga 16 (6). Taksótt 10 (1). Rauðir hundar 1 (Vesturlandi). Skarlats- • sótt 17 (14 Rvk, 1 Vesturl., 2 Norðurl.). Heimakoma 3 (3). Um- ferðargula 2 (o). Kossageit 1 (o). Stingsótt 2 (o). Munnangur 14 (6). Hlaupabóla 4 (o). Ristill 5 (o). — Landlæknisskrifstofan. — FB. Fiskmarkaðurinn í Grimsby miðvikudag 27. okt. t Rauð- spetta 68 sh. pr. box, stór ýsa 28 sh. pr. box, miðlungs ýsa 14 sh. pr. box, frálagður þorskur 17 sh. pr. box, stór þorskur 8 og smá- óorskur 7 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd. — FB). Gengið í dag. Sterlingspund' ....... Kr. 22.15 Dollar ............... — 4-48)4 IOO ríkismörk ......... — 179.82 — franskir frankar . — 15.08 — belgur ............. — 75.55 — svissn. frankar .. — 103.38 — finsk mirk ......... — 9.95 — gylhni ............. — 247.85 — tékkósl. krónur .. — 15-98 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Hollenska olíuskipið, Megara, liefir sent frá sér neyðarmerki i Biskayaflóa. Þetta er 8000 smálesta skip og heyrðust neyð- armerki frá þvi gærkveldi. Fiskimenn segja, að kviknað liafi i skipinu. Björgunarhátar liafa enn ekki getað fundið skipið. — NRP.-FB. Wiesener, yfirréttarlögmað- ur, einn af starfandi mörinum Nasjonal samling, var i Osló i gær læmdur í 45 daga fangelsi fyrir meiðyrði um „Arbeids- retten“. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Dómur Wies- eners var skilorðshundinn. — NRP.-FB. Jarðarför okkar hjartkæru foreldra, tengdaforeldra, önunu og afa, Ástríðar Jónsdóttur og Kristófers Bárdarsonar fer fram föstudaginn 29. októher kl. 1.30 frá dómkirkj- unni. --- Jarðað verður i nýja kirkjugarðinum. Aðstandendur. Sundnámskeið hef jast að nýju 1. nóvember í Sundhöllinni. Þátttakendur gefi sig fram á morgun (föstu- tiag) og laugardag kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Uppl. á sömu tímum í síma 4059. 500 blómlaukar hér um hil ókeypisl Vér höfum ákveðið, til þess að fjölga viðskiftavinum vorum, að bljóða blómavinum á íslandi safn af blómlaukúm, hérumbil ókeypis. Þeir, se*i elska blómin, láta ekki hjá liða, að nota þetta tækifæri, og þegar garður yðar stendur í fullu blómskri’iði, mælið þá með okkur við vini yðar og kunningja. 1 Blómlaukasafninu er: Hyacint- ur, Túiípanar, Crocus, Narzizzur, Iris, Schilla, Anemonur, Ranunklur o. fl., o. fl. Alt blómlaukasafnið kostar aðeins 8 krónur, hvert sem sent er. Til að forðast háan eftirkröfu- kóstnað, má senda greiðslu fyrir- fram, með póstávísun, eða í bréfi. Pantanir þurfa að sendast innan 14 daga frá birtingu auglýsingar- innar. Ræktunarleiðbeiningar fylgja ókeypis. L. M. van KEULEN Export Ziichtereien, Haarlem (Holl.) W i KOUifíUI .Þorlákor k eytti* Skopleikur í 3 þáttum. Haraldur Á. Sigurðsson leikur aðalhlutverkið. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngum. seldir eftir kl. 1 í dag. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. GANGSETNINGAR, EÐA FLEIRI YFIR DAGINN REYNIR MIKIÐ A VÉLINA, EF OF ÞYKK OLÍA ER NOTUÐ. YFIR YETDRINR ER

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.