Vísir - 15.11.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1937, Blaðsíða 2
VfSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN V’ÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson Skrifstofii AlLsturstr. 12 og afgr. j Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Gildra? Ymsra skýringa hefir verið leitað á því, hvað hafi vald- ið hinum snöggu umskiftum, sem urðu á afstöðu Alþýðusam- bandsþingsins til sameiningar- innar við kommúnista, síðustu dagana, sem þingið var háð. Þingið hafði skipað nefnd, til að eiga viðræður, að visu að eins „óbindandi viðræður" við nefnd kommúmista, um sameiningar- málið. Það er staðhæft, að samninganefndirnar hafi komið sér saman um sameiningar- grundvöll, sem kommúnistar hefðu getað sætt sig við. — Nefnd Alþýðusambandsþings- ins var skipuð mönn- um úr báðum ,,deildum“ Alþýðuflokksins, „rólegu deild- inni“, sem fylgir meiri hluta sambandsstjórnarinnar að mál- um, og „órólegu deildinni“, sem Héðinn Valdimarsson er talinn fyrir, og mátti því gera ráð fyr- ir, að sameiginlegar tillögur þeirrar nefndar mundu öðlast óskift fylgi Alþýðusambands- þingsins. En þegar til kasta Al- þýðusambandsþingsins kom, varð nolekuð annað uppi á ten- ingnum. Tillögum nefndarinn- ar var gerbreytt, og þannig frá þeim gengið, að kommúnistar þykjast ekki vilja líta við þeim. Og jafnvel Héðinn Valdimars- son hafði nú algerlega hlaupist frá málstað kommúnistanna. Og þetta þykir mörgum hið furðulegasta fyrirbrigði. í annan stað undrast menn það mjög, hvernig kommúnist- ar liafa brugÖist vío þessum úr- slitum málsins á Alþýðusam- bandsþinginu. Að visu hafa kommúnistar aldrei verið hrifn- ir af „sameiningu“ flokkanna og talið á henni öll tormerki. Og mönnum skilst, að „línan“ frá Moskva sé samfylking. Hinsvegar þykjast þeir nú hafa fallist á sameininguna í hinum „óbindandi umræðum“ við nefnd Alþýðusambandsþingsins á grundvelli Héðins Valdimars- sonar. Og menn eiga bágt með að láta sér skiljast það, ef þeir á annað borð geta fallist á sam- einingu, að þeir skuli þá setja það fyrir sig, þó að „þingræðið“ sé, svona í orði kveðnu, lagt til grundvallar. Þingmenn komm- únista hafa á Alþingi „unnið eið sð stjórnarskránni“, án þess að biikna. Með því hafa þeir í rauninni unnið eið að þvi að virða þingræðið. Og hvaða máli sldftir það þá, þó að þeir skuld- bindi sig einnig til þess í stefnu- skrá sameinaðs flokks komm- únista og sósíalista, að virða þingræðið ? Þess liefir nú verið getið til, að vel megi svo fara, þrátt fyr- ir staðhæfingamar í blaði kommúnista undanfama daga um það gagnstæða, að floklcs- þing kommúnista, sem nú er komið saman liér í bænum, samþykki sameiningartilboð Alþýðusambandsþingsins, svo að sameiningin geti farið fram á fullveldisafmælinu 1. desem- ber n. k. En svo liafi að eins verið látið líta út í bili, sem ekkert mundi verða úr sam- einingunni, til þess að Fram- sóknarflokkurinn gæti „með góðri samvisku“ endurnýjað bandalag sitt við sósíalista á Al- þingi, án þess að fá „óorð“ af kommúnistum. En þó að kommúnistum hafi vafalaust verið það nokkurt áliugamál, að ná samvinnu við sósíalista inn- an þings og utan, þá er það al- kunnugt, að þeim þykir það miklu meira máli skifta, að ná samvinnu við Framsóknar- flokkinn, einkanlega innan þings. Og það gæti þeim ef til vill tekist, með því að samein- ast Alþýðuflokknum eftir að bandalag hans við Framsóknar- flokkinn væri ráðið og samn- ingum bundið! En það mundu kjósendur Framsóknarflokks- ins væntanlega láta sér skiljast, að slíkan hrekk hefði hann ekki getað varast, og fyrirgefa hon- um það, þó að hann hefði „keypt köttinn í sekknum“! ERLEND VÍB6JA: Leviathan og línuskipið X. Bandaríkjamenn hafa áformað að smíða ný og stór farþegaskip, til þess aS keppa við skipafélög erlendra þjóSa, sem hafa farþega- skip í förum til Noröur-Ameríku yfir Atlantshaf. Hi‘5 fyrsta af þessum skipum, sem enn er kall- að línuskipið X., á að kosta 15.750.000 dollara og verSur smíðaS í skipasmíSastöSinni í Newport News, Virginia. Banda- ríkumenn segja, aS þetta eigi aS verSa fullkomnasta og öruggasta farþegaskip í heimi. Ríkisstjórn-, in leggur fram einn þriSja kostn- aSar viS smíSi skipsins, en rekst- ur þess verSur í höndum United States Line Company. LínuskipiS X. verSur 723 fet á lengd, en til samanburSar má geta þess, aS stærsta skip Bandaríkjanna,Levia- than, sem nú verSur rifiS, er 907.6 ensk fet á lengd, en Leviathan Var um nokkurt skeiS mesta skip heíms. Levíathan var smíSaS í Þýskalandi og var gefiS nafniS Vaterland. Því var hleypt af stokkunum 1913, en þetta mikla skipsbákn, 54.500 smál., var kyrr- sett í Bandaríkjunum ári síSar, vegna styrjaldaririnar, og þegar Bandaríkjamenn hófu þátttöku í styrjöldinni tóku þeir þaS til eig- in nota. En aldrei gekk rekstur skipsins ákjósanlega í höndum Bandaríkjamanna. — Ýmsir kunna aS furSa sig á því, þegar (Banda- ríkjamenn eru nú aS búa sig und- ir aS hefja harSvítuga samkepni á siglingaleiSum milli Ameríku og Evrópu, aS þeir skuli ekki smíSa eins stór skip og Normandie og Queen Mary, en amerískir sér- fræSingar á sviSi siglingamála telja heppilegra, aS leggja ekki höfuSáhersluna aS hafa skipin ,sem allra stærst, heldur á þæg- indi, öryggi og hraSa. HiS nýja línuskip X. verSur enn hraSskreiS- ara en systurskipin Manhattan og Washington, sem eru stærstu far- þegaskip, sem Bandaríkjamenn eiga. LínuskipiS X. verSur 34.000 smálestir, áætlaSur hraSi 22 sjó- mílur á vöku. Farþegarými verSur fyrir 1200 manns, en skipsmenn 630. SmíSi skipsins á aS verSa lokiS á 852 dögum. áður en samningaumleitsnip nm fríð bypja VÖFii Kínverja vid Shanghai i molum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt fregn frá Shanghai eru varnir Kín- verja við Shanghai alveg að bresta. „Á öllum vígstöðvum við Shanghai er vörn Kínverja nú í molum,“ sagði fulltrúi japanska herforingjans í viðtali við United Press. Japanir hafa hertekið Changsu, Kunsham og Quin- san. Japanir virðast vera stað- ráðnir í því, að taka Nan- king herskildi áður en sam- komulagsumleitanirnar um frið hefjast. United Press. Betri varnaraðstaða fyrir Kínvérja við Nanking en Shanghai. FtJ. Shanghai er nú raunveru- lega undir japanskri stjórn, en Kínverjar eru langt frá þvi að vera í þann veginn að gefast upp. Þeir búast við að næsta baráttusvæði verði Nanking og héraðið umhverfis hana. Er búist við að þar fái Kinverjar betri aðstöðu en þeir liöfðu í Shanghai. London i morgun. Japanskar flugvélar hafa lagt Soochow i rústir, en Soo- chow var smáborg um 100 km. fyrir norðvestan Shanghai, á aðal-járnbrautarlinunni til Nanking. Er þvi talið, að markmið Japana sé að ryðja sér leið til Nanking, höfuð- borgar Kínaveldis. Japanir segjast einnig hafa tekið Tai-liu, en sá bær stend- ur á höfða við stórt stöðuvatn vestan við Soochow. Kínverska herstjórnin legg- ur nú aðal-áhersluna á að treysta varnir Nankingborgar. Nanking stendur við Yangtse- fljót, og er skipgengt all-langt upp eftir fljótinu. Skömmu eftir að styrjöldin hófst settu Kínverjar torfærur á siglinga- leiðina með þvi að sökkva bát- um og smáskipum þverí yfir um fljótið, og var þetta gert til þess að herskip Japana kæmust ekki til Nanking Jap- anir hafa gert itrekaðar til- raunir til þess að ryðja torfp r- um þessum úr vegi, en íirang- urslaust til þessa. Ákafir bardagar standa nú yfir í Shantung og Ilopeli. FÚ. Dr. Vargas forseti í Braziliu hefir gefið Bandaríkjastjórn opinbera yfirlýsingu um það, það stjórnarfyrirkomulag, sem sett hefir verið á stofn í Braz- ilíu sé ekki fasistískt, heldur nazionalt braziliskt, og tilkynn- ir Bandarikjunum, að stefna stjórnarinnar í utanríkismál- um verði sama og áður. Von- ast hann eftír áframhaldandi vináttu við Bandaríkin. Haliiax lánarður í að lina sáttiorundvill i Berlín. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. H alifax lávarður er nú á för- um frá London til Berlin og er svo ráð, fyrir gert, að hann dvelji þar í fjóra daga. Cham- herlain forsætisráðherra, Eden og Halifax ræddu um það í gær- kveldi, hvernig för hins síðast- nefnda skyldi hagað. Viðræður þær, er Halifax mun eiga við ýmsa málsmetandi menri í Berlin, eiga að vera ó- opinberar, og á hann að kom- ast að hugarþeli Þjóðverja og hinni raunverulegu stefnu þeirra, og finna fullkominn sáttagrundvöll fyrir Breta og þá. Þá hefir United Press orðið þess áskynja, að í ráði sé að hafa lík- ar viðræður og þessar við ítali, en þetta er þó ekki fullráðið. Fregnir frá París herma, að Frakkar séu ekki bjartsýnir um árangurinn af ferð Halifax’s, en álíta að honum megi takast að kynnast erin betur hinni raun- verulegu stefnu Þjóðverja. United Press. BriissBlarráðstefnan. Tillögnr Breta og Frakka. FÚ. Á 9-velda ráðstefnunni í Brussel hafa bresk-fransk-am- erisku uppástungurnar um lausn styrjaldarinnar í Kina verið lagðar fyrir fulltrúa allra þjóða, sem þar eiga fulltrúa. Allir fulltrúarnir, nema full- trúi Itala, liafa lýst sig sam- þykka tillögunum í gundvall- ar-atriðum. Er þess þvi vænst, að þessar tillögur kunni að verða samþyktar á fundi á morgun. Fulltrúi ítala bað um frest til að hugsa málið, en sagði jafnframt, að lítil von væri um að ítalska stjórnin gæti fallist á þessar tillögur. Á síðasta fundi talaði með- al annars Spaak, fulltrúi Belgíu, um þá afstöðu, sem hinar ýmsu þjóðir gætu látið Kínverjum i té. Hélt hann því fram, að best væri að einstaka þjóðir hjálpuðu Kínverjum liver í sínu lagi um vopn og lán, en ef ágreiningar risu við aðra aðila út af þessari aðstoð við Kína, þá stæðu þjóðirnar saman um þá aðstoð, sem nauðsynlegt þætti að veita. Félagið „Heyrnar- hjálp“ m stofnað I gsr. Rvík 14. nóv. FÚ. 1 dag var stofnað í Reykja- vík með 20 stofnendum, félag- ið Heyrnarhjálp. Er markmið félagsins, eins og nafnið bendir til, að bæta úr böli hinna heyrnardaufu. Hyggst félagið að ná tilgangi sínum með því: 1 fyrsta lagi að fá hingað sem fjölbreyttust heyrnartæki. í öðru lagi að velja stað í bænum, þar sem þessi heyrnar- tæki verði geymd og sjúkling- ar eiga ókeypis aðgang að þeim til prófunar, í þriðja lagi að styrkja fá- tæka sjúklinga til þess að kaupa tæki, í fjórða lagi að hafa milli- göngu um atvinnubætur fyrir heyrnardaufa menn, og í fimta lagi að koma á félags- legri kynningu og bræðralagi meðal heynardaufra manna. Var samþykt á fundinum að leita til Alþingis og Ríkisstjóm- ar bæði um 5000 króna styrk og undanþágu frá tollum á heyrnartækj uiri. I stjórn félagsins voru kosnir: Steingrimur Arason, formað- ur, Helgi Tryggvason, ritari, og Pétur Gunnarsson féhirðir, og meðstjórnendur Þorst. Bjarna- son og frú Margrét Rasmus. Væntir stjórn félagsins, að þeir, sem hjálp þurfa, eða ger- ast vilja félagsmenn, snúi sér til hennar. Difll Mnista sett. FÚ. i gærkveldi Fjórða þing Kommúnista- flokks Islands var sett í dag klukkan 13.30. Forseti þings- ins var kosinn Einar Olgeirs- son. Varaforsetar voru kosnir Þóroddur Guðmundsson, Siglu- firði og Arnfinnur Jónsson, Eskifirði. Ritarar voru kosn- ir Gunnar Benediktsson, lírist- inn Andrésson og Björn Franz- son. — Að nefndarkosningum afloknum var tekin fyrir skýrsla miðstjórnar, og hafði þar framsögu Brynjólfur Bjarnason alþingismaður, for- maður flokksins. 16. kappskáj dr. Aljechin og Euive. Sextándu kappskák þeirra dr. Aljechin og Euwe i kepninni um heimsmeistaratignina er lokið. Varð jafntefli. Hetir þá dr. Aljechin vinning, en dr. Euwe 6^2. Havas fréttastofan í Róm til- kynnir, að ítalska stjórnin muni vera reiðubúin að hjálpa Þýskalandi til þess að leiða deiluna milli Kínverja og Jap- ana til lykta. Hann andaðist hinn 4. þ. m. að heimili sínu, Skólavörðustíg 35 hér í bænum, og verður til moldar borinn i dag. Samúel var fæddur 18. sept. 1869 að Brattlandi á Síðu. Voru foreldrar hans Jón Pálsson bóndi og kona hans Kristiri. Jónsdóttir. Hún dó meðan Samúel var enn i bernsku. Fiuttist faðir hans þá að Hunk- árbökkum á Síðu og bjó þar Jcngst af, og við þann bæ var hann kendur. Samúel Lvæntist fyrri konu linni, Ma/grétu Jónsdóttur frá Leirum undir Eyjafjöllrim hinn 21. október 1886 og bjuggu þau saman í nærfelt 47 ár. Hún andaðist 20. ágúst 1932. Þeim varð þriggja bama auðið,, en ekki er nema eitt þeirra á' lífi, Guðjón próf., húsam. ríkis- ins. Dætur þeirra tvær dóu báð- ar 1907 með níu mánaða milli- bili, önnur 19 ára, hin 13 ára. . Tóku þau hjónin sér þá miklu sorg mjög nærri, eins og hver maður getur skilið. Trésmíðaiðn lærði Samúel hjá Jóni Þórhallssyni á Eyrar- bakka, og fluttist þangað bú- ferlum árið 1890. Dvaldist hann þar fram til ársins 1901, að hann fluttist til Reykjavíkur, og átti síðan heima hér. Seinni konu sinni, Margrétu Einars- dóttur, kvæntist hann 27. okL 1934, og lifir hún mann sinn. Samúel heitinn var einn af mætustu borgurum þessa bæj- arfélags. Hann var sístarfandi alla ævi og vinnan var hans líf og yndi. Hann var bæði vand- virkur og skyldurækinn og sótt- ust menn þvi eftir að fá hann til að smíða fyrir sig. Hafði liann því ávalt nóg að gera. •— Ungir menn, sem ætluðu sér að nema trésmiðaiðn sóttust og mjög eftir þvi, að komast til hans, þvi að þar áttu þeir von góðrar kenslu og aðbúðar. Kendi hann 18 mönnum tré- smíðaiðn, og er ekki víst, að nokkur annar trésmíðameistari hér á landi hafi útskrifað fleiri nemendur. Ekki veit eg hve mörg hús hann smíðaði hér í bæ og viðar, en þau voru mörg. En þessar kirkjur smíðaði hann: Reyniskirkju í Mýrdal, Grafar- kirkju í Skaftártungu, Ólafs- vallakirkju á Skeiðum, Skeið- flatarkirkju í Mýrdal, Hrepp- hólakirkju í Ylri-Hrepp og Kot- strandarkirkju í ölfusi. Allir nemendur Samúels voru einhuga um að lofa hann sem liúsbónda,hið góða viðmót hans og umhyggju fyrir þeim. Og það verð eg að segja, að aldrei liefi eg átt eins góða húsbændur og Samúel og fyrri konu hans. Hann gerði og ekki endaslept við þá, sem lijá honum voru, því áð trygð hans og vinátta var órjúfandi. Við, sem áttum þvi láni að fagna, að vera nemend- ur hans, söknum því hins mæta manns af alhug. Gamall nemandi hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.