Vísir - 15.11.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 15.11.1937, Blaðsíða 3
TfS€R Vinniideilaui á AkuFgygi, Samningatilraunir hafa strandað. Kommúnistar í „Iðju“ á Akureyri höfnuðu tillögum sáttasemjara og samninganefndar. Framsöknirflokknrinn hélt í gær flokksfund nm málið. Samningatilraunir þær, sem staðið hafa undanfarna daga í vinnudeilu félagsins „Iðju“ á Akureyri við Sam- band ísl. samvinnufélaga og Kaupfélag Eyfirðinga, hafa nú farið út um þúfur. 1 fyrradag höfðu samninga- nefndir frá báðum aðilum og fulltrúi sáttasemjara, Þorsteinn M. Jónsson, gengið frá samn- ingi mn ágreiningsatriði, en fundir höfðu þá verið haldnir 3 undanfarna daga, er niður- staða þessi fékst. Samningur þessi var í höfuð- atriðum þannig, að verkafólk skyldi fá 12—17% kauphækk- un, eftir því við hvaða iðn það starfar og í hvaða launaflokki það er og að S. I. S. og K. E. A., sem greitt hafa verkafólk- inu ágóðalilut, ábyrgist þvi að minsta kosti sama ágóðahlut fyrir yfirstandandi ár og i fyrra. Enn fremur að vinnutími skyldi vera 8%' stimd, en í taxta Iðju var gert ráð fyrir 8 stundum, og að lokum, að komið yrði sem fyrst á álcvæð- isvinnu í skóverksmiðju S. 1. S. Fulltrúar S. I. S. og K. E. A. í samninganefnd, þeir Yilhjálm- ur Þór kaupfélagsstjóri og Böðvar Bjarkan málaflutnings- maður, samþyktu éndanlega þessa niðurstöðu á ágreinings- atriðunum, en fulltrúar Iðju kváðust þurfa að leggja samn- inginn undir félagsfund, áður en þeir gætu samþykt hann endanlega og lofuðu þeir, að á þeim fundi skyldi þeir mæla með, að þessi niðurstaða fengist samþykt. Iðju-fundurinn kom saman kl. 8V2 í fyrrakvöld og bjóst Jón Sigurðsson erindreki og ,þeir, sem með honum voru í samningum við S. í. S. og K. E. A., að fundurinn mundi ekki standa lengi og samningurinn yrði samþyktur og höfðu þeir þvi talað svo um við Vilhjálm Þór og Böðvar Bjarkan, að þeir hittist allir aftur í fyrrakveld kl. 10y2 og undirrituðu þá end- anlega samninginn. En til þess kom ekki, því um kl. 11 til- kynti Jón erindreki Vilhjálmi Þór, að Iðjufundurinn hefði hafnáð samningsuppkastinu. Á Iðju-fundinum bar mest á hinum róttækari, eða kommún- istum, sem eru mjög sterkir i félagi verkalýðsins á Akureyri og auk félagsmanna voru mætt- | ir á fundinum þeir Steingrimur Aðalsteinsson, frambjóðandi kommúnista á Akureyri við síð- ustu kosningar og Halldór Frið- jónsson, sem er Alþýðuflokks- maður að nafninu til. Voru þeir komnir á fundinn til að styðja þá róttækari og stappa i félags- menn stálinu og fengu þar mál- frelsi, enda þótt þeir væri ekki félagar. Jón Sigurðsson erindreki lagði samningsuppkastið fyrir fundinn og mælti með þvi, en fylgdi því þó ekki mjög fast eftir. Að ræðu hans lokinni fengu kommúnistar og þeirra fylgismenn fljótt yfirhöndina og þeir Steingrímur og Halldór töluðu einnig á móti samnings- uppkastinu, og var þvi flest til foráttu fundið. Að loknum umræðum fór síð’ an fram skrifleg atkvæða- jgreiðsla og var samningsupp- kastið felt með 52 atkv. gegn 8, en 7 seðlar voru auðir og ógild- ir og milli 10 og 20 manns sátu hjá. Er blaðið átti síðast tal við Akureyri var ekki vitað um hvað yrði um áframhaldandi sanminga. Spá sumir þvi, að S. I. S. og K. E. A. gerist nú stirð- ari í samningum og muni ekki horfa í, þótt stöðvunin haldi eitthvað áfram. Sáttasemjari, Þorst. M. Jóns- son, mun þó hafa hug á að leita um frekari sættir, en óvíst er hvort frekari fundir verði i dag. f gær átti Jón Sigurðsson er- indreki Alþýðusambandsins tal við Villijálm Þór kaupfélags- stjóra út af deilunni, en ekki er vitað hvað þeim hefir farið á milli. Akureyrardeilan er fyrsti al- varlegi áreksturinn, sem orðið hefir milh Alþýðusambandsins eða útsendara þess og sam- vinnufélagsskaparins. Var eðli- legt, að til shks kæmi með vax- andi atvinnurekstri kaupfélag- anna og Sambandsins, en á Ak- ureyri á aðalverksmiðjurekst- ur þessara fyrirtækja heima. í deilum einstaklinga við Alþýðu- sambandið á liðnum árum hafa þeir jafnan notið fremur lítils skilnings í herbúðum kaupfé- Iaganna, en nú, er þessi fyrir- tæki sjálf eru búin að fá að kenna á því, sem Jón Árnason kallar „þjösnaskap“ forráða- manna Alþýðusambandsins, mun hafa aukist skilningur ineðal þessara manna á þvi, við livað einstaklingsfyrirtækin hafa haft að etja í hinum mörgu og löngu deilum á und- anförnum árum. Flokkur sá, er lelur sig málsvara kaupfélag- anna, er nú einnig farinn að tala umvinnulöggjöf ognauðsyn liennar og hefir borið fram frumvarp um þau efni. Er nú einnig tilefni til að spyrja þennan flokk: Hvaða af- stöðu tekur hann til vinnulög- gjafarinnar á yfirstandandi Al— þingi? Á miálið að grotna niður í aðgerðaleysi þingsins, eða á að fylgja því fram til samþyktar? Enginn friður verður um atvinnu og framleiðslu þjóSarinnar á næstu árum nema skynsamleg vinnulög- g jöf verSi sett nú þegar. Þingmenn Framsóknar- flokksins höfðu verið kallaðir á skyndifmid í gær, er upp úr slitnaði í bili með samningsað- iljum nyrðra. Höfðu forstjórar S. í. S., sumir að minsta kosti, setið þann fund. Blaðinu hefir ekki tekist að afla sér upplýs- inga um það, hvað gerst hafi á Frh. á 4. bls. Alþinfi. Neðri deild. Þar voru sjö mál á dagsskrá. Umræður urðu að eins nokkr- ar um fyrsta málið, frv. til laga um vátryggingafélög fyrir rél- báta. Meðal þeirra, er til máls tóku, voru PéturOttesen og Sig- urður Hlíðar. önnur mál á dag- skrá voru þessi. Um bráða- birgðaverðtoll (fór til 3. umr.), strandferðasjóð (fór til 2. um- r.), breytingar á 1. um tekju- og eignarskatt (fór ,til 2. umr.) breyt. á jarðræktarlö,gunum, heimild fyrir stjórnina til að veita bæjarfélögum einakleyfi til bæjarreksturs og framl. úr ríkissjóði til Vestmannaeyja til verklegra framkvæmda. Þessi þrjú síðustu mál voru tekin út af dagskrá. Efri deild. Þessi mál voru þar á dagskrá: Frv. um heimild fyrir rikis- stjórnina til að láta öðlast gildi milliríkjásamning um möskva fiskinetja og minsta mál á fiski, frv. til 1. um sildarverksmiðju á Sauðárkróki og frv. um að- stoðarpresta i Reykjavik. Oðdverjataðil. Málaralist. Málarinn er í þetta skifti kvenmaður. Við fyrsta augna- kast á sýninguna er að finna fjör og gleði, léttleik og lita- yndi; nánari kynni af hverri mynd fyrir sig styrkir liin fyrstu áhrif sýningarinnar. En það er af þvi að hér er óvanalega takt- hreina list að sjá. Hispursleysi mætti kalla auð- kenni sumra myndanna — ávöxtur barnslegrar vinnugleði. þroskaðs snillianda sem þakkar því efni er unnið er með, livað léreftið sýnir. Hið bjarta lit- fagra (annarlega lands) vor er í sumum þessum myndum auð- þektur skóli. — 1 fylkingar- broddi lifandi snildar ber stúlka þessi málaralistinni merki sitt sem paralellisti. Sumar þessar myndir eru kompositionir og pbantasi, unnar af hæfni og leikni mál- ara sem þekkir takmörk liins ópósitíva á paletti og kanvas. Vel væri til fallið finst mér af dönsku stjórnmni eða íslenska ríkinu, að reyna að eignast alla þessa sýningu, til þess að ekki myndirnar, sem gætu verið samstæð heild færu út um kvíppínn og hvappinn. Eitt lítið safnhús, sérstakt með sér- stakri slcilningsmikilli, fagurri list í menningarborg, mundi geta orðið einskonar góður, hjálplegur skóli i paralelist- iskri framtíð fyrir listleitandi fólk sem þar mundi geta fundið eitt ekki svo lítið kvantum til leiðbeiningar listinni í heimi þar sem karlmenn eru i miklum meirhluta sem málarar. Jóh. S. Kjarval. stofnað í Kaupmannaliöfn árið 1912 og hefir nú starfað i fjórðung aldar. Bogi Th. Melsted sagnfræð- ingur mun hafa verið fyrsti hvatamaður þess, að félagið væri stofnað, er sýnt þótti að Hafnardeild Bókmentafélagsins yrði flutt hingað heim. Hann var andvígur heimflutningi og svo var um fleiri fræðimenn ís- lenska, er þá voru búsettir i Kaupmannahöfn. Má þar til nefna meðal annara, þá dr. Þor- vald Tlioroddsen og dr. Finn Jónsson. Á stofnfundi félagsins var B. Th. M. kjörinn forseti þess og gegndi hann forsetastörfum æ siðan eða 1912—1929 (d. 1929). Stofnendur — eða félagar frá uppliafi — voru þessir, auk Boga: Dr. Finnur Jónsson, há- skólakennari, Sigfús Blöndal, bókavörður, Þorvaldur Thor- oddsen, dr. phil. Gísli læknir Brynjólfsson, di’. Kr. Kálund, bókavörður, Magnús Jónsson, cand. jur. & polit. (síðar há- skólakennari), Valtýr Guð- mundsson, háskólakennari, dr. phil., og Holger Wiehe, mag. art. Síðar voru fáeinir menn kjörnir félagar, en alls hafa 19 menn verið í félaginu. Sam- kvæmt lögum félagsins mega félagar ekki vera fleiri en 12 í senn „og skulu þeir kosnir að verðleikum og eftir þeim hk- indum, sem eru til þess, að þeir geti unnið að tilgangi" þess, en hann er einkum sá, „að styðja og styrkja íslensk vísindi og bókmentir með útgáfu gamalla og nýrra rita, er snerta sögu Is- lands og náttúru, íslenskar bók- mentir og þjóðfræði“. „Fræðafélagið“ hefir nú gefið Út minningarrit um 25 ára starf sitt, og er það saman tekið af Jakobi Benediktssyni cand. mag., er verið liefir ritari þess siðustu árin. Segir þar að upp- hafi frá stofnun félagsins og tildrögum þess, að það var stofnað. En þá er rætt um fjár- hag þess og störf. Fræðafélagið hefir alla tíð látið lítið yfir sér og margir hér heima harla lítið vitað um starf- semi þess. En merkilegt starf hefir það unnið eigi að síður og gefið út mörg úrvalsrit, m. a. sum af ritum dr. Þorv. Thor- oddsens, Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalins o. fl. afbragðs rit, sem hér verða ekki talin. Félaginu hefir verið stjórnað af mikilli ráðdeild og er fjár- hagur þess í góðu lagi. Útgáfu- kostnaður þess frá upphafi, að ritlaunum meðtöldum, er nú orðinn um 125.000 krónur. Að loknu fyrsta starfsári félagsins (1913) nam fastasjóður þess 354.01 kr., en er nú (1937) kominn upp í 100.524.87 kr. Dr. Kr. Kálund bókavörður gaf félaginu mikinn hlut eigna sinna að sér látnum og nam sú gjöf 18.284.49 kr. — Er það mesta gjöfin, sem félaginu hef- ir áskotnast. Félagið hefir nú lækkað verð á mörgum forlagsbókum sín- um, svo að sem flestir geti eign- ast þær. Snæbjörn bóksali Jóns- son er umboðsmaður félagsins hér í Reykjavik. ■> UA V » • ». » ■ i,- aðeine Loftnp. Móðir mín, Aldís Pétursdótíir, andaðist 14. nóvember að heimili okkar, Brekkugötu 6, Hafnarfirði. Jóhanna Eiríksdóttir. Orgel og fiðluleikur í fríkirkjunni. Fyrstu hljórnleikar Tónlistarfé- lagsins á þessum vetri voru haldn- ir í fríkirkjunni síðastl. miðviku- dag. Tónlistarfélagið hefir safnað styrktarmeðlimum undanfariiS og gekk þa'ð grei'ðlega. Hver styrkt- armeðlimur leggur fram kr. 2.50 á mánuði, og fær í staðinn tvo að- göngumiða að hverjum hljómleik, en þeir verða haldnir mánaðarlega yfir veturinn. Með þessum hætti hefir tekist að safna saman í einn hóp hinum þroskaðri og gáfaðri tónlistarunnendum höfuðstaðarins, og er hópurinn orinn svo stór, að hann næstum fylti kirkjuna. Er ánægjulegra að hlusta á góða tón- list í samstiltum hóp. Það munu ílestir kannast við. Tónlistarfélagið er stofnað árið 1932 af 12 áhugamönnum. Það starfrækir bæði Tónlistarskólann og Hljómsveit Reykjavíkur og hefir gengist fyrir hljómleikum og óperettusýningum (Meyjar- skemman og Systirin frá Prag). Það var myndarlega af stað far- ið með þessum hljómleikum. Við- fangsefnin voru öll eftir meistar- ana J. S. Bach, Brahms og Reger. Fyrsta verkið var „Piælúdía og Tripelfúga“ í es-dúr eftir Bach. Dr. Guðmundur Finnbogason myndi nefna verkið: forleik og þrístefjahljómþulu. Mér flugu í hug þessi orð ritningai'innar, er eg vissi að spila ætti þetta verk: „Ef einhver hefir eyru að heyra með, hann heyri!“ Verkið gerir miklar kröfur til áheyrandans, og verður hann að geta gert sér grein fyrir þessu stórformi tónlistar- innar, svo það veiti honum listar- unað. Hljómþulan er þrískift. Það er álitið, að Bach hafi viljað lýsa heilagri þrenningu; fyrsta stefið táknar föðurinn, annað soninn og það þriðja heilagan anda. Fyrsta stefið gengur í gegnum allar þrjár hljómþulurnar og bindur þær þamiig saman í eina sterka heild. Páll ísólfsson lék verkið snildar- vel og mjög í anda Bachs. Allar línur voru skýrt dregnar, því stíl- vitund hans er örugg, og eru til- finningar hans styrkar. Páll lék nokkur kóralforspil eftir Bach og Brahms á milli stóru verkanna, blíð og innileg, og var hvíld í þeim. Síðast lék hami „Introduktion og Passacaglia" í f-rnoll eftir Reger, eitthvert feg- ursta verkið, sem eftir hann ligg- ur. (Passacaglia er tilbrigðaþátt- ur og gengur stefjan eða themað í gegn í bassanum). Meðferð Páls á þessu stórbrotna verki var einkar snjöll og glæsileg. Við kvörtum stundum undan því, að tónlistalíf okkar sé snautt og fátæklegt. Við höfum þó hér á staðnum bæði orgelsnilling og píanóleikara í fremstu röð, eins og Pál ísólfsson og Árna Krist- jánsson. Páll hefir þó orðið að spila orgelverkin lengst af fyrir mjög fámennan áheyrendahóp, því að margir sem hlýddu á hann komust að raun um, að með heyrn- inni heyrðu þeir það, sem þeir ekki skildu. En nú er þetta sem betuf fer að breytast. Sá hópur, sem skilur æðri tónlist, er óðum að stækka. Það er ekki síst að þakka starfsemi Tónlistarfélags- ins og á eg einkum við starfsemi Tónlistarskólans. Hans Stepanek, kennari í fiðlu- leik við Tónlistarskólann, spilaði íiðluhljómleik í e-dúr eftir J. S. Bach með undirleik strengjasveit- ar og orgelsins. Hann er dugleg- ur fiöluleikari, vaxinn erfiðusttí viðfangsefnum, sem hann túlkar stilhreint og innlíft. Skýringar á viðfangsefnunum fylgdu efnisskránni, ásamt ágripí af æfi höfundanna. Er þessi nýn breytni bæði góð og gagnleg. b. a: Veðrið í morgun: í Reykjavík 4 st., mest í gær 6 st., minst í nótt 4. Úrkoma í gær 0.3 mm. Yfirlit: Hæð fyrir sunnan land. Grunn lægð fyrir vestan land á hreyfingu austur. — Horfur: Faxaflói: Vaxandi suðvestan átt. a.llhvass í nótt. Rigning. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Brúarfoss er iá! leið til London. Lagarfoss kom til Djúpavogs kl. 6 í morgun. Selfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hamborg. Dronning Alexandrine kom að norðan og vestan í gær- morgun. Edda kom frá útlöndum í nótt með kolafarm. Tveir þýskir togarar komu í morgun. Var ann- ar með brotna skrúfu og hjálpaði hinn honum til hafnar. Bifreið var ekið út af veginum laust eftir miðnætti s. 1. nótt, inn undir Laugabrekku. Bfireiðinni hafði verið ekið á vinstra vegarkanti og svo utan vegar og á girðingu og c-3it henni nokkurn spöl, en að lokum lenti bifreiðin í skurði og lá þar á hliðinni, er að var komið. í bifreiðinni voru tveir menn og meiddust ekki Bifreiðin fór yfir ýmsar ójöfnur og varð fyrir miklu hnjaski. En hún er nýleg og sterk, með óbrjótanlegu gleri. Rannsókn er ekki lokið. Goðafoss fer vestur og norður í kvöld. — Hann kemur ekki við á Sandi, eins og stóð í auglýsingu í Vísi á laug- ardag. Esjupóstur. Esja var á Akureyri um leið og M.s. Dronning Alexandrine. Flutti M.s. Dronning Alexandrine hing- að Austfjarðapóst úr Esju. Freðfiskur varv fluttur út fyrir 171670 kr. Magn: 182950 kg. Af fiskmjöli voru fluttar út 232 smál., að verð- mæti 51.890 kr. Vænn dilkur. Dilkur, sem var eign Kristjáns Kristjánssonar i Skógarnesi syðra í Miklaholtshreppi, var seldur eft- ir lifandi vigt til Borgarness í haust og vóg þá 137 pund. Pund- ið var borgað með 26 aurum, og gerði dilkurinn því kr. 35.62. Þetta var hrútlamb, borið á Hvítasunnu- dag, en ærin gekk í heimalandi í sumar. Kristján átti nokkra heimagengna dilka aðra, sem vógu um og yfir 100 pund. — FÚ. Félagsblað Ármanns, lii'ð fyrsta, er fyrir skömmu út komið. í því eru margar greinar og fróðlegar, og fjöldi mynda. Efnið er m. a. þetta: Pétur Jóns- son blikksmiður, eftir Guðm. Guðmundsson, Það helsta, sem skeði á liðna starfsárinu, eftir Jens Guðbjörnsson, Brot úr ferðasögu róðrarflokks Ármanns í sumar, eftir Ólaf Þorsteinsson, Hring- ferð Glímufél. Ármanns í sumar, eftir einn úr hópnum o. m. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.