Vísir - 07.12.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 07.12.1937, Blaðsíða 3
VlSIR í júlíbyrjun þ. á. hittumst við nokkrir beklcjarbræður á glaðri stund og mintumst þess, að lið- in voru 35 ár frá stúdentsdegin- um, er við glaðir æskumenn liöfðum loldð prófi og horfðum spyrjandi og vonglaðir til fram- tiðarinnar. Þetta kvöld á liðnu sumri var Magnús með okkur og lék við hvern sinn fingur. Nokkru síðar mætti honum döpur hrygð, er hann fékk fregnina um sonarlát. Og fyrst- ur okkar, sem héldum glaða minningarliátíð, hefir nú Magn- ús útskrifast úr skóla jarðlífs- ins. Þegar við sameiginlega glödd- umst þetta júlikvöld, rifjuðust upp fyrir okkur margar minn- ingar frá æskudögunum. Eg sá svo glögt fyrir mér sveitapiltinn, sem haustið 1896 kom að norðan. Síðastur kom hann og hlaut neðsta sætið. Sat liann í neðsta sætinu fyrstu tvo mánuðina. Þá vari raðað. Komst þá Magnús úr neðsta sætinu upp að efsta borðinu, og þar sat hann alla sína skólatíð, og við gengum að þvi visu, að hann mundi útskrifast með á- gætiseinkunn, og auðvitað lauk hann prófi með þeim heiðri. Lögfræðinám sóttist honum fljótt og vel í Kaupmannahöfn. Alt gekk svo greitt og eðlilega. Hvaðan voru áhrifin, er mót- að höfðu sál þessa þroskaða og námfúsa unga manns? Þau voru að þakka góðum arfi, því að hann átti til góðra að telja. Naut liann hins besta uppeldis hjá ágætisforeldrum í Holti í Svínadal. Yoru foreldrar hans Guðmundur Þorsteinsson og Björg Magnúsdóttir. Þorsteinn, afi Magnúsar, var sonur Helga í Sólheimum í Hrunamanna- hreppi. En Helgi var sonur Ei- riks í Bolholti, og frá honum er komin Bolholtsætt, og marg- ir nafnkunnir menn frá henni komnir. Móðir Guðmundar föð- ur Magnúsar var Sigurbjörg Jónsdóttir, prests á Auðkúlu Jónssonar Sveinssonar prests á Stað í Steingrímsfirði. En móð- ir Sigurbjargar var Ingibjörg Oddsdóttir prests á Miklabæ, þess er hvarf. En síra Oddur var sonur Gísla Magnússonar Hólabiskups, þess er byggja lét Ilólakirkju, sem nú er. Móður- amma Magnúsar var af hinni svokölluðu Heiðarætt, og er þar margt merkra manna. Hafði Magnús í arf tekið festu, táp og skyldurækni. Eg minnist hins góða vinar, sem \arð okkur félögunum hvatn- ing, því að við sáum, hvert komast má með einbeittum á- liuga og skapfestu. Þegar eg minnist Magnúsar, er myndin ávalt jafkiskýir, mynd af manni, sem er kröfu- liarður við sjálfan sig. Yegna þessa var hann í fremstu röð, er eg man eftir honum fyrir rúmum 40 árum, og vegna þess- arar falslausu skaporku var hann í mínum augum við efsta borðið eins siðustu dagana sem liina fyrstu. Það var eðlileg afleiðing af námsdugnaði og þekkingu, að honum voru falin mikilsvarð- andi störf. Embættismaður varð hann, og var alt í röð og reglu. Þingmaður liefir hann verið meir en 20 ár. I stjóm landsins liefir hann átt sæti á erfiðum timum, og mörg eru þau trúnaðarstörf, sem á hann hafa hlaðist. Eg sé dugnað samfara holl- um vitsmunum. Eg man stilt- an, gætinn mann, er hugsaði mál sitt vel, og eg sé hjá hon- um góðan og sterkan vilja. Magnús hefir á starfsæfi sinni oft séð vanda á ferðum, og vissi því, að ástæða var til að íhuga alt vel. Hér er í valinn fallinn göf- ugur drengskaparmaður, ráð- hollur, tryggur vinur, þéltur á velli og þéttur í lund, en mild- ur um leið. Bekkjarbræður hans og æskufélagar senda konu hans, dætrum, systkinum og vanda- mönnum samúðarkveðju. Yið vitum, að sorg býr á Staðastað, er sonur og heimilisfaðir eru með stuttu millibili af heimilinu famir, frá hinu ágæta lieimili, er hin góðu og göfugu hjón, Magnús og frú Soffia Bogdótt- ir hafa átt um 30 ár. Magnús var lánsmaður og átti margar góðar stundir. Bar- áttuna þekti hann einnig, en sýndi aldrei fjöldanum sinn liarm. Þegar eg minnist Magnúsar, er sem eg finni hið sterka hand- tak hans og sjái trygðina leiftra lir augum hans. Bequiescat in pace. Hvíli ágætur vinur og drengur góð- ur í Guðs friði. Bj. J. Minningarorð utn Magnús Guðmundsson. Magnús Guðmundsson al- þingismaður, fyrrverandi ráð- lierra, andaðist sunnudaginn 28. nóvbr. s. 1. Andlát hans kom öll- um á óvart, það var sviplegt og þungbært heimili hans, vinum og samstarfsmönnum, og segja mátti um liann flestum fremur, að hann hafi orðið harmdauða öllum, sem nokkur veruleg kynni höfðu af honum. Hans var minst í sameinuðu Alþingi daginn eftir fráfall lians og öll þingstörf voru þá látin falla niður. Eftir ákvörð- un forsetanna fer útför hans fram á alþjóðarkostnað, sem vottur virðingar þings og þjóðar. Magnús Guðmundsson er til moldar borinn í dag. ----o----- Æfiatriði Magnúsar Guð- mundssonar eru nú flestum kunn og hafa þessa dagana ver- ið rakin nokkuð í öllum blöðum landsins. Þau eru í stuttu máli þessi: Magnús Guðmundsson var fæddur að Bútsstöðum í Svína- vatnslireppi í Húnavatnssýslu þ. 6. febrúar 1879. Foreldrar lians voru Guðmundur bóndi Þor- steinsson, að Holti í sömu sveit og kona hans Björg Magnús- dóttir Magnússonar bónda í Holti. Björg var systkina- barn við Jón Magnússon fyrv. forsætisráðherra. Guð- mundur var af hinni lands- kunnu Bolholtsætt og þremenn- ingur við séra Magnús Helga- son og þá Birtingaholtsbræður, en móðir Guðmundar var prestsdóttir frá Auðkúlu og dótturdóttir sér Odds á Mikla- bæ, Gíslasonar biskups á Hól- um. Magnús lauk stúdentsprófi vorið 1902 með ágætiseinkunn, en embættisprófi í lögum við Hafnarháskóla 1907. Að loknu lögfræðiprófi gerðist hann að- stoðarmaður i stjórnarráðinu uns hann var skipaður sýslu- maður i Skagafjarðarsýslu haustið 1912. Sýslumaður Skargfirðinga var hann í 6 ór. Hann gat sér þar hið besta orð, bæði sem yfir- vald og starfsmaður i liéraði. Árið 1916 kusu Skagfirðingar hann á þing. Átti hann síðan sæti á þingi, sem þingmaður þeirra þangað til í sumar, að hann varð einn af landskjörn- um þingmönnum sjálfstæðis- flokksins. Árið 1918 gerðist hann skrif- stofustjóri í fjármáalráðuneyt- inu. Gegndi hann því starfi þangað til hann varð fjármála- ráðherra í öðru ráðuneyti Jóns Magnússonar, í febrúar 1920. Fjármálaráðherra var hann til 1922. Er ráðuneyti Jóns Magn- ússonar fór frá, gerðist hann liæstaréttarmálaflutningsmað- ur. Þegar Jón Magnússon mynd- aði sitt 3. náðuneyti 1924 varð Magnús atvinnumálaráðherra, og hélt því starfi í ráðuneyti Jóns Þorlákssonar eftir að Jón Magnússon féll frá, ásamt dómsmálaráðherrastörfum, þangað til í ágúst 1927, að Framsóknarstjórnin tók við. I þriðja sinn var Magnús ráð- herra í ráðuneyti Ásgeirs Ás- geirssonar árin 1932—34, þá dómsmálaráðherra, en hafði auk þess á hendi ýms mál, er verið höfðu í höndum atvinnu- málaráðherra. M. G. hafði fjölmörg trúnað- arstörf önnur á hendi. Hann átti t. d. sæti í mörgum milli- þinganefndum, svo sem i skatta- málum, til að undirbúa löggjöf um tekjustofna bæjar- og sveit- arfélaga. í Þingvallanefnd var liann síðan 1928, i dansk-ís- lenskri ráðgjafarnefnd síðan 1934. Af lögum, sem liann samdi, eða átti mikinn þátt í að semja má nefna: Skattalögin frá 1921, Jarðræktarlögin, lög um kæli- skip (Brúarfoss), sveitarstjórn- arlögin og fátækralögin frá 1926. Á þingi átti hann lengi sæti í fjárveitinganefnd og var um skeið formaður hennar. Vara- forseti Sameinaðs þings var hann kosinn í þingbyrjun að þessu sinni, og var hann fyrsti stjórnarandstæðingur í þeirri stöðu. Árið 1935 var hann kos- inn formaður Búnaðarfélags ís- lands, og var forseti Búnaðar- þinga síðan. Frá þvi Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður var Magnús í miðstjórn flokksins, og fram- kvæmdastjóri hans um skeið. Þ. 12. október 1907 kvænlist hann eftirlifandi ekkju sinni, Soffíu Bogadóttur Smith. Börn þeirra voru 3, Bogi, er dó í sum- ar, og dæturnar, Björg, sem gift er Jónasi Thoroddsen, settum bæjarfógeta á Norðfirði, og Þóra, er starfar í Reykjavíkur Apóteki. Loks má geta þess, að Magn- ús var einn af fremstu mönnum Oddfellowreglunnar hér á landi. Það má með sanni segja, að M. G., sem var hinn mesti og ágætasti starfsmaður að hverju sem hann gekk, hafði með höndum hin margvislegustu störf alt frá því, er hann ungur maður kom frá prófborðinu og þangað til hann nú hné í valinn of snemma, að því er okkur þykir, eigi nema 58 ára að aldri. Hann vann af skyldu, í embætt- um sínum og opinberum störf- um, og liann vann af frjálsum og fúsum vilja ærna miðið annað, — og allir, sem komust í námunda við hann eða kynt- ust verkum hans og hæfileik- um, vildu fela honum sem flest af því, sem vel skyldi vanda. Hann virtist ekki vera neinn asamaður, en undan honum gengu öll verk greiðlega, því að hann var til allra úrræða vitur og hafði einlæga ástundan til þess að koma miklu og góðu til leiðar í því, sem hann tók að sér. Það kom því þeim, sem best þektu hann, ekki á óvart, hveru frábærlega honum fórust hin einatt vandamiklu embætt- isstörf, ekki að eins í liéraði, heldur engu síður i stjórnarráði. Og það má m. a. best marka, hve óvenjulegur hann var í þessum efnum, og öðrum flest- um framar, á því, að jafnframt því sem hann var í raun réttri strangur við sjálfan sig til vinnubragðanna, og vildi láta aðra stunda sín verk sleitu- laust, þau, er þeir voru settir til að framkvæma, varð hann ein- mitt við störfin, hjá öllum þeim, sem hann hafði yfir að segja eða vann með, einn hinn ástsælasti maður, er getur, og vildu allir hafa hann sem næst- an sér um alt slikt. Það treysti og álit hans í hvívetna, að það kom ávalt berlega fram, að hann vildi eigi flaustra neinu af, heldur grundvalla verkin á þekkingu og könnun. Hann Maðurinn minn, Daniel Danielsson, andaðist í gærkveldi. Reykjavík, 7. desember 1937. Nielsína Ólafsdóttir. Vepa jarðarfarar Magnúsar Gnðmundssonap fyrvepandí ráðheppa verða skrifstofup bæjarins lokað- ap frá bádegi í dag. Borgarstj órinn. hafði ekki til einskis stundað laganám með ágætum árangri; hann varð í þeirri grein með þeim fremstu í landinu, því að æfingu fékk hann við öll þess kyns störf bæði mikla og liald- góða. Og ekki mótaði fyrir þvi, að hann væri á nokkurn hátt farinn að „trénast upp“, eins og stundum hendir slíka menn fyr- ir aldur fram. Hann var sem sé einn hinna, sem eins og ósjálf- rátt verða lærðari og víðsýnni því lengur sem þeir lifa og starfa; — þeir auðgast andlega ekki að eins af bókum, heldur á vissum tímum miklu meira af sjálfu lífinu og störfum þess.----- En það voru nú, eins og nærri má geta, ekki að eins embættis- störfin og önnur slík, sem gerðu M. G. landskunnan og virtan. Stjórnmálastörf lians og afskifti lians sem ráðherra og alþingismanns af margvislegum opinberum málum, voru um langa hríð að sjálfsögðu mest áberandi í augum alls almenn- ings. Og þótt sömu einkennin kæmu þar að visu mjög fram, og á farsællegan hátt, þá bar þó eðlilega margt til fleira, á þeim víða vettvangi, sem sýndi þroska hans og ágæti. Hann hafði verið alþingis- maður á hluta þess tímabils, er ófriðurinn mikli geisaði, og eins og kunnugt er þurftum við íslendingar að sjá hag okkar borgið þá, að ýmsu leyti á óvenjulegan hátt, og þó ekki síður gegn afleiðingunum eftir á, þegar M. G. tók að sér að verða fjármálaráðherra. Á þess- um tímum varð einnig, eftir lausn sambandsdeilunnar 1918, flokkarót mest í innanlands- málum, sem liér hefir verið i landi, enda verður því ekki neitað, að margt var þá ógert í framkvæmdum og félagsmál- um, sem hlaut að skifta stefn- um og skapa baráttu. Ávalt var M. G. sem þingmaður einn þeirra, er örugglegast mátti treysta, að best sæi hvað hent- aði; en æðimargt fór þó öðru- vísi en hann hefði viljað, því að mjög jókst einnig þeim flokk- um fylgi með þjóðinni, sem miklu hvatskeytlegar fóru að málunum en hann og fylgis- menn hans töldu holt. M. G. var þó um mörg ár ráðherra eftir 1920, eins og alkunna er, og einnig um stund eftir 1930, en hafði of sjaldan tölc á að marka höfuðstefnur í ýmsum lielstu framkvæmdamálunum, nema að nokkuru leyti og óbeinlínis, þar eð stjórnmálaflokkur sá, er hann heyrði þl, hefir nú um mörg ár orðið að hafa hlutverk stjórnarandstöðuflokks, að visu öflugs, en eigi alténd að sama skapi áhrifaríks á löggjafarmál- in. Þó mun, eftir því sem tím- ar liðu, eigi hafa verið tekið meira tillit til nokkurs manns úr Sjálfstæiðsflokknum, af and- stæðingunum, heldur en M. G., þvi að allir urðu að viðurkenna, að hann hafði gnægð hvors- tveggja til að bera, mannkosta og málefnaþekkingar, og var ávalt boðinn og búinn til þess að vinna að framgangi góðra mála með hverjum sem var, eða úr livaða stjórnmálaherbúðum sem hann kom. Þannig urðu ó- beinu áhrifin af tillögum hans og samstarfi við aðra oft ótrú- lega drjúg og bera ýms mál menjar þess, og eru meðal þeirra hin mikilsverðustu mál landbúnaðarins, því að þau voru honum alla tið hin hjartfólgn- ustu. Svo sem eigi er furða, á shkum umbrotatímum og þeim, sem á síðkastið hafa gengið yfir, þótti ýmsum harðskeytt- um flokksmönnum sem M. G. væri í gæfara lagi á stundum gagnvart ósvífnum andstæðing- um. En bæði var, að hann var í eðli sínu hinn mesti friðsemd- armaður og í raun og sannleika velviljaður öllum mönnum, og svo var það lionum hrein lífs- og starfsregla, að ávalt ynnist meira að lokum með hyggind- um, samfara gætni og festu, en hamhleypuskap og illindum. Hann var þvi ófús á að gjalda líku líkt, ef hörðu og misjöfnu var beitt. Og ætli hans stefna verði ekki notadrýgst?----- Við sjálfstæðismenn kom- umst ætíð að þeirri niðurstöðu,. ef ekki þegar í stað, þá seinna,. að M. G. hafði í skoðunum sin- um á fyrirkomandi þjóðmálum,. í tillögum sínum og ályktunum, einna mest allra til brunns að bera, og var því gott að lilita hans hollráðum. Við flokks- menn hans höfurn þvi mikils í mist við fráfall hans, svo að treglega mun ganga úr að bæta. En við vitum, að svo er ekki um okkur eina. Alþingi alt og þjóð- in öll á hér á bak að sjá einum meðal mætustu manna sinna, sem segja má um með sanni, að var hinn gegnasti i hvivetna. Og minning slíks manns mun lifa, og framkoma hans öll og störf verða samtiðarmönnum lians og óbornum sonum þjóð- arinnar um mjög margt til fyrirmyndar. G. Sv.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.