Vísir - 07.12.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 07.12.1937, Blaðsíða 2
VÍSIR jipnir koiii é iloiking. Kínverjar fóru ránshendi um borg' ina, áður en þeir yíirg-áfu hana. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fréttaritari U. P. í Tokyo símar, að japanski her- inn sé nú kominn fast að útborgum Nanking og er farinn að undirbúa innreið sína í hana. Segir í fregninni að borgin sé yfirgefin af öllum nema herfylkjunum, sem þar voru sett til varnar, en áður en fólkið flýði fór það með ránum og gripdeildum um borgina. Vörugeymsluhúsinu á fljótsbakkanum eru í björtu báli eftir margar loftárásir Japana. Þúsundir Kínverja, æðisgengnir af ótta ruddust inn í erlenda hverfið í borginni, því að þar hefir alt verið rólegt fram að þessu. Tuttugu þúsund konur og börn hafa verið f lutt á örugga staði inn í landið. •• ‘-rxtx Japanski flotinn, sem verið hefir á Jangtsefljóti, getur nú flutt sig enn nær Nanking, því að Japönum hefir tekist að sprengja á brott skipin, sem Kínverjar höfðu sökt þvert yfir fljótið við Kiangyin. (Kiangyin er miðja vegu milli Nanking og Shanghai). United Press. Lán til hitaveitunnar til reiðu í London með góð- um kjörum. Ríkisábyrgðar ekki krafist. Eins og frá var skýrt í Vísi í gær, er hitaveitumálið nú kom- ið á svo góðan rekspöl, að framkvæmdir munu geta hafist með vorinu, en borgarstjóri og bæjarverkfræðingur hafa um tíma dvalist í London til að undirbúa lántöku til fyrirtækisins og annað er að því lýtur. Áttu þeir tal við tíðindamenn blaða og útvarps í gær og fór- ust borgarstjóra svo orð um hitaveitumálið og utanför þeirra: VÍSIB DÁGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson Skrifstoftl . . , , > Austurstr. 12 og afgr. | Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Anglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Á að bíða? PFTIR það, sem áður var ^ kunnugt orðið um allan undirbúning hitaveitumálsins, kemur það engum á óvart, sem skýrt er frá i blöðunum í dag, að tilboð sé þegar fengið um lán til hitaveitunnar. En með því að svo virðist sem lánstilboð þetta niuni vera sæmilega hag- stætt, er málið þá einnig komið í það liorf, að engin töf virðist þurfa að verða á því, að endan- leg ákvörðun sé tekin um það, hvort ráðist skuli í þetta stór- merka fyrirtæki þegar í stað, eða einhverra orsaka vegna að slá því enn á nokkurn frest. Og væntanlega verða skoðanir þó lítt skiftar um það, að eftir engu sé að bíða. En að sjálfsögðu er „engin regla án undantekning- Það er nú löngu kunnugt, að minnihluta flokkarnir í bæjar- stjórninni hafa lítinn áliuga haft fyrir hitaveitunni. Kemur það þá heldur engum á óvart, þó að blöð þeirra taki nú dræmt í málið og telji ýms tormerki á að því verði nú þegar lirundið í framlcvæmd. Og á þá leið far- ast einnig Alþýðublaðinu orð í gær, er það skýrir frá niður- stöðum verkfræðinga bæjarins, sem birtar hafa verið í skýrslu þeirra. Reynir blaðið af veikum burðum og lítilli þekkingu að gera þessar niðurstöður sem tortryggilegastar, en höfuðmót- bára þess gegn því, að nú þegar verði ráðist í framkvæmdir, er sú, að „liitaveitan þurfi að ná til allra bæjarbúa, en ekki að eins til nokkurra þeirra“, Virðist það þannig vaka fyrir blaðinu, að þó að nú sé fengið nægilegt vatn til þess að hita upp hálfan bæinn, eða vel það, þá megi með engu móti gera nokkurar ráðstafanir til að notfæra sér það, heldur beri að bíða þess að vatnið verði nægilegt til að hita upp allan bæinn! Nú er það auðvitað, að þó að byrjað verði á hitaveitunni nú þegar og virkjað það vatns- magn sem fyrir hendi er, þá verður leitinni eftir meira vatni jöfnum höndum haldið áfram, og alt kapp lagt á það að afla sem fyrst nægilega mikils vatns til að hita upp allan bæinn. En jafnvel lw> að gert væri ráð fyrir þvi, að sú leit bæri lítinn eða engan árangur, hvaða vit væri þá í því að lála það vatn, sem þegar er fyrir hendi, haída á- fram að renna til ónýtis stund- inni lengur? Jafnvel þó að sú vrði niðurstaðan að lokum, að sækja yrði vatn til viðbotar um longri veg, þá breytir það engu um það, að sjálfsagt ér að not- færa sér það vatnsmagn, sem þegar hefir verið aflað og næst er hendi. Og ef sú yrði raunin á, að hvergi væri nægilegt valn að fá, til að liita upp allan bæinn, með kleifum kostnaði, ætti þá fyrir þá sök að láta þetta valns- magn á Reykjum ónotað um aldur og æfi, af því að það nægði ekki öllum bænum? Vetrarhjálpin. Skátar heimsækja mið- og vest- urbæinga. — Eins og aS undan- förnu hafa skátar með höndum fjársöfnun fyrir Vetrarhjálpina. Hún hófst svo sem kunnugt er meö merkjasölu I. des. og nú í kvöld ætla skátar að knýja á dyr hjá öllum mið- og vesturbæingum og leita hverskonar gjaíastyrks hjá þeim handa Vetrarhjálpinni. Skátar eru vinsælir hjá bæjarbú- um og starfa hér að mannúðar- málefni, enda sýndu móttökurnar það í fyrra, og er þess að vænta, að ekki veröi síður rausnarleg út- látin í ár. Þörfin fyrir fatnað er jafnan mest aðkallandi, maginn er hjá flestum látinn sitja í fyrirrúmi og tölurnar sýna, að þörfin fer æ vaxandi með hverju árinu. Til dæmis má nefna, að s.l. ár var af fatnaði úthlutað 7149 flíkum alls fyrir kr. 32148.10, en 1936 5450 stk. fyrir alls kr. 21.000.00. Tala þeirra fjölskyldna er fatnaðar- gjafa nutu að meira eða minna leyti s.l. starfsár nam 470 og með- limatalan 1982, þar af 1103 börn. Auk þess nutu fatnaðargjafa 231 einstaklingar, mest einstæð gamal- menni. Allar þessar tölur eru hlut- fallslega hærri en árin áður og sést af þessu ljóslega hversu þörfin er brýn og mikil nauðsyn þess að heita nú sem mest á hina alþektu hjálpíýsi og góðgirni bæjarbúa. Hverskonar gjöfum, fatnaði, matvælum, peningum etc. verður þakksamlega veitt mót- taka. Annað kvöld, 8. þ. m., fara skátarnir í söfnunarferð um Aust- urbæinn. Heiðruðu bæjarbúar! takið hvarvetna vinsamlega og rausnarlega á móti skátunum. Handavinnusýning. Um þessar mundir eru sýndir ýmsir handunnir munir og leik- föng í sýningarglugga Vöruhúss- ins, og er þetta alt unnið á barna- heimilinu Sólheimum í Grímsnesi. Vegfarendur ættu að gefa gaum að því, sem þama er að sjá. Þetta er alt unnið af börnunum sjálfum og er því yfir því nokkuð annar svipur en ýmsu öðru, sem algengt er að hafa á boðstólum hér. Börn- in njóta að vísu tilsagnar, en eigi að síður er það aðdáanlegt, hversu vel flest er af hendi leyst, sem þarna er sýnt, enda er lögð rík á- hersla á það í Sólheimum að glæða smekk barna fyrir því, sem fag- urt er, og yfirleitt er lögð mikil áhersla á að glæða starfsáhuga þeirra og vinnugleði. Meðali þeirra muna, sem em til sýnis, eru brúð- ur og brúðurúm, töskur, kerta- stjakar, pentudúkar o. m. fl. Er í ráði að selja þessa múni á bazar innan skamms. Mun mega gera ráð fyrir, að þeir seljist fljótt og vel, því að margir munu vilja styðja þá þörfu og góðu starfsemi, sem hér er um að ræða. Munir frá barnheimili munu og aldrei hafa verið til sölu hér og ætti það ekki að draga úr áhuga manna. ísfisksölur. Þessi skip seldu í gær: Brimir í Grimsby 1432 vættir fyrir 1472 stpd. Ólafur. Bjarnason i Hull 892 vættir á 1013 stpd. N Ný bryggja. Þórarinn Kristjánsson hafnar- stjóri er nýkominn iir utanför til þess að athuga um efniskaup og leita tilboða um að gera 130 metra langa og 10 metra breiða bryggju vestan við Ægisgarð, sem er f framhaldi af Ægisgötu. Er ætlun liafnarnefndar að láta gerá garð úr Örfiriseyjargarði beint á móti Ægisgarði og skilji garðarnir á milíi vöruhafnarinnar og fiski- hafnarinnar, sem yrði þá vestan þeirra, og færi þar fram afgreiðsla fiskiskipa. Yrði fyrgreind bryggja vestan Ægisgarðs einkum notuð sem viðgerðarbryggja í sambandi við Dráttarbrautina. Dýpi við bryggjuna verður 5 metrar um fjöru. Byrjað verður á bryggjunni í maímánuði næstkomandi og verkinu lokið næsta sumar. (FÚ). Frá utanför borgarstjóra. Hann kvaðst hafa verið ið því fylgjandi, að málið yrði undirbúið í kyrþei, svo að menn yrði ekki fyrir vonbrigð- um, ef eitthvað út af bæri. Hefði liann því ekki viljað gera málið að umtalsefni, nema framgangur þess væri trygður. Um síðasta nýár, áður en nýi borinn var tekinn í notkun, var vatnsmagnið í borholunum á Reykjum orðið um 150 1. á sek., og kom þá til umræðu milli borgarstjóra og bæjar- verkfræðings hvort það myndi borga sig, að virkja það magn. Við rannsókn kom í ljós, að það virtist gerlegt. Átti borgarstjóri tal um mál- ið við fjármálamenn í London, sem á sínum tíma höfðu verið fúsir á að útvega lán til Sogs- virkjunarinnar, og spurðist fyrir um hvernig þeir myndi taka í það, að útvega fé til þessa fyrirtækis. Tóku þeir þvi vel, en settu það skilyrði, að trúnað- armaður firmans athugaði mál- ið frá rótum. (Sama skilyrði var sett fyrir lánveitingu til Sogsvirkjunarinnar). Kom svo hingað verkfræðing- ur einn, Richards að nafni, frá firmanu Meik and Ilalcrow, ög var hér í 14 daga við rannsókn- ir. Sneri síðan heim aftur Og gerði skýrslu um atbuganir sín- ar. Var henni lokið í septemher- byrjun. Þá skýrslu fékk borgar- stjóri í utanför sinni í þeim mánuði, en firmað, Power Securities & Co, var fúst til áð halda málinu áfram á grund- velli hennar. Þegar svo bæjarverkfræðing- arnir, Helgi Sigurðsson fyrst og fremst, höfðu lokið skýrslu sinni í byrjun nóvember, kom í ljós að skýrslurnar voru næst- um alveg eins, sú enska h. u. b. 1.7% hærri í áætlunarkostnað- inum. I utanför sinni nú í nóvember s. I. gengu svo borgarstjóri og bæjarverkfræðingur frá lántök- unni að mestu leyti hjá P. S. & Go. fyrir 150 lítra hitaveitu. Lánstilboðið nemur 215 þús. stpd. með 4!/2% ársvöxtum og er veitt til 35 ára. Er það af- borgunarlaust 3 fyrstu árin, en greiðist á 32 iiæstu árum (1941- 73). Hitaveitan er sjálf veð fyr- ir láninu og síðan tekjur og eignir bæjarins. Eitt skilyrði er sett fyrir lánveitingunni, nefni- lega að systurfirma P. S. & Co., Balfour, Beattie & Co., liafi um- sjón með efniskaupum á Eng- landi og fái 5% í umboðslaun, en verkfræðingafirmað Meik & Halcrow, sem er trúnaðarmað- ur heggja, hefir yfirumsjón með verkinu, gegn 3% þóknun. Á meðan þessu fór fram í London varð þar truflun á kauphöllinni, sem stafaði af erfiðleikum í Ameríku. Var því frestað að ákveða söluverð á skuldabréfunum, þangað til séð yrði hvað úr verðfallinu yrði, en það virðist þó ætla að lagast fljótlega fyrir aðgerðir stjórn- arvaldanna. Á borgarstjóri von á skeyti þessa daga, um það hvert verðið verði. Útborgun lánsins verður að lílcindum skift í þrent, eftir KARL PRINS OG LAFÐI ANNE. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Samkvæmt Lundúna- blaðinu Daily Sketch var haldin leynileg ’áðstefna í gær milli Lepolds konungs, hertogahjónanna af Portland, markgreifans af Titchfield og tveggja dætra hans, Anne og Margaret Ca- vendish Bentinck. Býst blað- ið við að þar hafi verið tekin mikilvæg ákvörðun umfram- tíðarfyrirætlanir lafði Anne, og verði birt tilkynning um það við fyrsta tækifæri. Eng- inn veit með vissu hvar Karl prins býr meðan hann dvelur í London. United Press. þörfum, en sú fyrsta, 40—50%, af allri upphæðinni fer fram þegar eftir nýár. Verður það fé sett í banka hér og fást þá hærri vextir en erlendis. í lánsupp- hæðinni er innifalinn sá kostn- aður, sem þegar er á orðinn, fyrir hitaréttindi og boranir, h. u. b. 300 þús. kr. Lánið á að borgast með jöfn- um afborgunum tvisvar á ári, 1. apríl og 1. okt., og greiðast árlega 6% af allri upphæðinni. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist þegar í vor, í mars eða apríl, og verður verkinu hrað- að svo, að alt verði tilbúið og hægt að selja vatnið á hausti komanda. Byrjað verður á þrem stöðum: Á geymunum á Öskjuhlíð, á aðalleiðslunum og á Reylcjum. Veita þessar fram- kvæmdir mikla og góða at- vinnu. Það eru góð tiðindi og gleði- leg, að mál þetta skuli nú hafa ráðist svo ákjósanlega, sem raun ber vitni. Sjálfstæðismenn ' hrundu Sogsvirkjuninni í framkvæmd, gégn andstöðu núverandi stjórn- arflokka, sem kunnugt er. En því stórvirki er naumast lokið, er ráðist verður í annað þrek- virki eklci minna, þ. e. liitaveit- una. Foringjar socialista hafa barist sem ljón gegn því mikla nauðsynjamáli og menningar- máli og framsóknarmenn tekið drjúgan þátt í þeirri baráttu. En sjálfstæðismenn hafa látið óp þeirra og hróp sem vind um eyru þjóta, og unnið ótrauðir að undirbúningi málsins. Og nú er að því komið, að verkinu verði lirundið í framkvæmd. — Það er eftirtektarvert og mjög til íhugunar fallið, að samtímis því, sem ríkið — und- ir stjórn rauðliða — fær hvergi eyrisvirði að láni erlendis, virð- ist Reykjavíkurbær, undir stjórn sjálfstæðismanna, eiga greiða leið að miljónalánum. — Þetta ætti kjósendur stjórn- arflokkanha að íhuga í ró og næði. ^ ^jAin^ötúP aðeinfl Loftnp. Daoíel Daoíelsson dyravörður í stjórnarráðinu, andaðist í gærkveldi, eftir slutla legu í lungnabólgu. Hans verður síðar minst liér í blaðinu. Alþingi. Sameinað þing. Þar var í gær á dagskrá frv. til fjárl. fyrir næsta ár, framh. 1. umr. Umræður urðu engar og fór frv. til annarar um- ræðu. Jafnframt var tilkynt, aö hún mundi fara fram á miðviku- dag (eldhúsumræður). •— Jakob< Möller var kjörinn fyrsti varafor- seti sameinaðs Alþingis, í sta'S Magnúsar heitins Guðmundssonar. Veðrið í morgun. í Reykjavík 2 st., mest í gær 3, minst í nótt o st. Yfirlit: Lægð um Bretlandseyjar, en háþrýstisvæði um Grænland og ísland. Horfur: Norðaustan kaldi. Léttskýjað. Skipafregnir. Gullfoss fer frá Kaupmanna- höfn í kveld. Goðafoss fer frá Hull í dag. Brúarfoss fer vestur og norður á miðnætti í nótt. Sel- foss kemur til Rotterdam í kveld. Bæjarhúar! Munið Vetrarhjálpina. — Sími 4546. Varðarfélagið. Foringjaráðsfundur verður haldinn á miðvikudagskvöld kl. 8j4- Áríðandi að allir foringjarnir mæti. Guido Ciardi frá S.A.P.R.I.-firmanu í Róma- borg dvelst hér til miðs desember á vegum firma síns, sem framleið- ir snurpinætur og reknet. Herra Ciardi mun verða til viðtals dag- lega í Heildverslun Ásgeirs Sig- urðssonar, Leiðrétting. Sú leiða villa slæddist inn í frá- sögn um málverkasýningu Krist- ins Péturssonar nýlega, að hún væri þar sem Húsgagnaverslun Reykjavíkur hefði áður verið, en átti að vera Húsgagnaverslunin við dómkirkjuna. Húsgagnaversl- un Reykjavíkur er, eins og hún hefir altaf verið, á Vatnsstíg 3. Skátar! Emir og Væringjar! Mætið allir í Varðarhúsinu kl. 8 í kvöld. Verið vel klæddir. Vetrarhjálpin. U. M. F. Velvakandi heldur útbreiðslufund fyrir starfsemi sína í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 9. Dagskrá verður fjöl- breytt, upplestur, söngur og ræðu- höld. Gera má ráð fyrir fjölmenni á fundinum, þar sem hér í bæn- um er fjöldi af unginennafélögum utan af landi, og mörgum öðrum, sem áhuga hafa á þessum málum. öllum er heimill aðgangur að fundinum meðan húsrúm leyfir. Sjálfstæðisfélag önfirðinga. Að tilhlutun Gunnars Thorodd- sen lögfræðings, var á Flateyri stofnað Sjálfstæðisfélag Önfirð- inga síðastliðinn sunnudag. Stofn- endur félagsins voru 81 að tölu. Formaður var kosinn Ragnar Ja- kobsson og meðstjórnendur Sturla Ebenesarson, Ragnar Thoraren- sen, María Jóhannsdóttir og Guðni Ásgeirsson. (iFÚ). Útvarpið í kvöld. 18,45 Þýskukensla. 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,50- Fréttir. 20,15 Erindi: Líknarstarf- semi fyrir heyrnardaufa menn (Stgr. Arason kennari). 20,40- Hljómplötur: Létt lög. 20,45 Hús- mæðratími: Mismunandi uppeldi drengsins og stúlkunnar, II (frú Aðalbjörg Sigurðardóttir). 21,00 Symfóníu-tónleikar: a) Symfónía nr. 4, eftir Tschaikowsky (plöt- ur). 22,15 Dagskrárlok. Ræturlæknir: Karl Sig. Jónasson, Sóleyjarg. 13, síhii 3925. Næturvörður í Laugavegs og Ingólfs apótekum. Málverkasýning Kristins Pétursson semasti sýningardagur er í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.