Vísir - 03.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 03.01.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR 7ÍSIR DAGBLAÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og afgreiðsla Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Stjórnmála- viðhorfið. I stjórnmálasögu síðasta árs eru það aðallega tvö atriði eða fyrirbrigði, sem staldrað verður við, af því að liklegt mætti þykja, að þau ættu sér rök, sem einnig mundu hafa á- hrif á stjórnmálasögu komandi líma. Þessi tvö atríði eru þing- rofið, í aprílmánuði síðastliðn- um, og svo þetta fyrirhrigði, sem lcallað hefir verið „hægra bros“ Framsóknarflokksins. Þing hefir verið rofið tvisv- ar, hin síðustu ár, eða siðan núverandi stjómarflokkar kom- ust í meiri liluta á Alþingi, fyrir þá sök, að ágreiningur hefir ris- ið milli stuðningsfloklca ríkis- sljórnarinnar. í bæði skiftin liefir það verið af völdum AI- þýðuflokksins, að talið er. Árið 1931 var þing rofið út af ágrein- ingi mn kjördæmaskipunina eða kosningafyrirkomulagið. Hafði Alþýðuflokkurinn þá bundist samtökum við Sjálf- stæðisflokkinn um lausn þess máls í gagngerðri andstöðu við Framsóknarflokkinn. En s.I. ár er talið, að þingið hafi verið rof- ið út af ágreiningi um stefnu- mál Alþýðuflokksins eða kröf- ur hans um framkvæmd þeirra. Deilt hefir verið um það, hvort þingrofið 1931 hafi farið löglega fram. Um hitt eru allir sammála, að atvik þau, er til þess leiddu, hafi gefið nægilegt tilefni til þingrofs, samkvæmt þrengstu þingræðisreglum. Á- greiningurinn milli stjórnar- flokkanna var raunverulegur og tvimælalaus, enda háðu þeir kosningabaráttuna sem á eftir þingrofinu fór í fullkominni andstöðu livor við annan. Úrslit kosninganna urðu þau, i skjóli hinnar ranglátu kjördæmaskip- unar, að Framsóknarflokkur- inn hrepti meiri hluta þingsæta. Ilefði liann þannig einn getað ráðið öllu á þinginu eftir kosn- ingarnar, ef ekki hefði þá notið við landkjörnu þingmannanna i efri deild, og hafði hann þó að- eins hlotið tæpan þriðjung at- kvæða á öllu landinu í kosning- unum. Engin samvinna tókst þó að afstöðnum kosningunum milli Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins. í sameiningu tókst Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum að knýja Framsóknarflokkinn til sam- komulags um viðunandi lausn ó kjördæmamálinu, en til þess að binda enda á það mál, varð að mynda samsteypustjórn framsóknarmanna og sjálfstæð- ismanna og það er ekki fyrr en það mál er komið í höfn, eftir þrennar kosningar, að sam- vinna tekst aftur milli Alþýðu- í lokksins og Framsóknarflokks- ins. Gjörólík þessu er saga síðasta þingrofs. Alþýðuflokkurinn hafði „sagt slitið“ stjórnarsam- vinnu við Framsóknarflokkinn. Það liafði hann hinsvegar einn- ig gert á þinginu 1931, áður en ágrciningurinn um kjördæma- málið var risinn upp: En það vissu allir, að jjau samvinnuslit voru aðeins til málamynda, eða lierbragð af liálfu Alþýðu- flokksins. Kjörtímabilið var þá á enda og kosningar fyrir dyr- um hvort eð var, en flokkurinn kaus lieldur að vera „laus allra mála“ við Framsóknarflokkinn þegar þar að kæmi. Nú var að vísu eitt ár eftir af lögmæltu kjörtímbili, þegar þingið var rofið í vor. En Alþýðuflokkur- inn hafði engu komið fram, af því, sem liann liafði lofað fyrir síðustu kosningar. Hann hafði hinsvegar léð lið sitt til stór- feldrar hæklcunar á öllum sköttum og tollum og auk þess íþyngt kjósendum sínum í kaupstöðum og sjávarþorpum með því að hækka verðlag á landbúnaðarafurðum á inn- lendum markaði. En þar við bættist, að ef stjórnarsamviim- unni átti að halda áfram eitt ár- ið enn, var óhjákvæmilegt að hækka alla skatta og tolla á nýjan leik, eða þá að „skera nið- ur“ útgjöldin. Upp á þessar spýtur gat Alþýðuflokkurinn ekki haldið áfram stjórnarsam- vinnu við Framsóknarflokkinn eitt ár í viðbót, áður en kosn- ingar færu fram, svo að það væri ekki sama sem að „ganga út í opinn dauðann“. Hann átti ekki nema um tvent að velja, kosningar eða dauðann. Hann varð því til málamynda að gera miklar kröfur og leggja þær undir „dóm kjósendanna“. Ef það liefði verið ætlun hans að knýja þessar kröfur sínar fram, þá liefði hann að sjálfsögðu íylgt þeirn fram með svipuðum hætti og i kosningunum 1931. Þá var honum alvara um kröf- ur sínar og hann fylgdi þeim fram með oddi og egg. Nú var ekki einu sinni látið til skarar skriða um að slíta stjórnarsam- vinnunni á ysta yfirborðinu. Ráðherra flokksins sat kyrr í ráðuneyti Framsóknarflokks- ins. Alþýðuflokkurinn studdi framhjóðendur Framsóknar- flokksins allstaðar þar sem þess þurfti með, og því var jafnvel lýst yfir að stjórnarsamvinn- unni yrði haldið áfram eftir kosningarnar hvernig sem alt veltist! Svo augljós slcollaleikur hefir aldrei verið leikinn i stjórnmál- um nokkurs lands, og Alþýðu- flokkurinn „saup af því seyðið“ í kosningunum. Og af þessu er þáð líka ljóst, að ágreiningur- inn milli stjórnarflokkanna, sem olli þingrofinu, var mark- leysa og þingrofið ekkert ann- að en loddarabragð, og gersam- lega þýðingarlaus viðburður. „Hægra bros“ Framsóknar- flokksins kemur nú ekki tíl sögunnar fyrr en að afstöðnum kosningum, þegar öllum má vera ljóst orðið hversu lítið Al- þýðuflokkurinn á undir sér. Það virðist þvi varla geta átt rót sína að relcja til nokkurs ótta um það, að hann muni ger- ast svo kröfðuharður í niður- lægingu sinni, um fríðindi sér til handa, eða tillátssemi af hálfu Framsóknarflokksins í sinn garð, að það mundi koma Framsóknarflokknum í full- komna ónáð hjá kjósendum hans í sveitum landsins, eftir margra ára sambúð flokkanna, að verða við þeim. Hinsvegar er það kunnara en frá þurfi að segja að þröngt er orðið um fjárliaginn á ríkisbúinu og mikil nauðsyn að spara sem mest allan óþarfan tilkostnað. Og eins og samvinnufélögin „skamta smátt“ þjónum sínum í verksmiðjunum fyrir norðan, svo má einnig gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn kjósi að geta skamtað Alþýðuflokknum. Ummæli framsóknarmanna um það, hvernig þeir séu „alltaf að kaupa socialista“ og verði að gera það, eru löngu landfleyg orðin. En það munu menn láta sér skiljast, að verði þeir að kaupa þá, þá muni þeir þó helst kjósa að fá þá sem ódýrasta. Og til þess að „þrykkja niður“ verðinu, virðist Framsóknar- mönnum liafa gefist það furðu vel, að láta svo sem „altaf sé til annað skip og annað föru- neyti“. Og socialistar vilja ber- sýnilega eklcert eiga á liættu um það. Þeir kjósa heldur þann koslinn, að selja sig ódýrt, held- ur en að reyna noklcuð á það, hvern árangur „liægra bros“ framsóknarmanna kynni að bera, ef á reyndi. Viðreisnaráform Pólverja. Eitt af höf uö vi'ö f angsef num þeirn, sem Pólverjar tóku sér, a'ð fengnu sjálfstæði, upp úr heims- styrjöldinni, var að koma sér upp stórum kaupskipaflota, og því takmarki hefir veriS náð. Pólverj- ar eiga nú mörg farþega- og vöru- flutningaskip, og þeir hafa komið sér upp hafnarborg, Gdynia, en Pólverjar sáu þegar, að um leið og þeir gerðust siglingaþjóð yrði þeir að hafa sínar eigin hafnar- borgir. Viðreisnin í Póllandi hefir verið á ýmsum öðrum sviðum og víðast orðið mikið ágengt, en sem stendur er það aðallega iðnaðar- viðreisnin, sem unnið er að, og er það varaforsætisráðherrann, Eu- gene Kwiatowski, sem hefir for- ystuna. Fyrir forgöngu hans var lögð fjögurra ára áætlun til þess að reisa við iðnaðinn í landinu, en höfuðsetur hans er borgin Rzes- zow, sem til skamms tíma hefir verið í allmikilli niðurlægingu. Fyrr á tímum var velgengni mikil í borg þessari, en smám saman hrakaði þar öllu og hefir verið þar mikil eymd og fátækt. Þegar ríkis- stjórnin tók iðnaðarmálin til íhug- unar og viðreisn þeirra sannfærð- ist hún um, að þessi borg, vegna legu hennar, væri best til þess fall- in allra borga Póllands, að verða aöalsetur iðnaðarins í landinu. Hefir að undanförnu verið unnið þar mikið að endurskipulagningu. Nýjar verksmiöjur hafa verið reistar þar og gamlar opnaðar að nýju. Framleiðsla og viðskifti er í örum vexti og erlendir fjármála- menn hafa fengið áhuga fyrir að leggja fé í fyrirtæki þar. Járnnám- ur eru í nágrenni borgarinnar. Aukin vinsla í þeim er ráðgerð. Þá er í ráði aS grafa skipaskurSi til þess að koma þessari borg í siglingasamband við aSrar borgir landsins. Skipaskurð á að grafa frá Krakow til Eystrasalts og ann- an skipaskurS milli fljótanna Vis- tula og Djnestr. Allar þessar framkvæmdir spá góSu um fram- tíð Póllands, einkanlega miðhér- aða landsins, sem orSið hafa út undan til þessa að miklu leyti. aðeins Loftup. Versnandi sambúð ítala og Breta. Bretar ætla að útvarpa á itölsku sannri lýs- ingu á ástandinu á Ítalíu. EINIíASKEYTI TIL VÍSIS. g London, í morgun. Alt virðist benda til þess, að sambúð Breta og It- ala muni fara mjög versnandi í nánustu fram- tíð. Stjórnmálaritstjóri Daily Express skrifar um þetta mál, og segir m. a., að breska stjórnin hafi í hyggju, að láta breskar útvarpsstöðvar útvarpa á ít- alskri tungu lýsingu á f járhagsástandinu á Italíu og á fleiri sviðum, sem ítölskum blöðunum er bannað að birta. Segir ritstjórinn, að þessi starfsemi verði hafin þegar í stað, ef ítalir hætti ekki undir eins öllum undir- róðri og álygum á Breta. Þá hefir breska stjórnin í hyggju, að stofna sérstaka stjórnarnefnd undir for- sæti Sir Kingsley Wood, heilbrigðismálaráðherra. Þessi nefnd á að taka til athugunar, hvaða ráðstafanir séu heppilegastar og komi að bestum notum til að kveða niður baráttuna gegn Bretum. Það, sem m. a. á að gera fyrst og fremst, er að bæta fréttaf lutning erlendra blaða um breska viðburði. í öðru lagi ætla Bretar að senda sérstaka umboðsmenn sína til þeirra staða, þar sem undirróðurinn er mestur til að berjast gegn honum. Fyrsta útvarpssendingin á arabisku fer fram í kveld, eins og ákveðið haf ði verið. Virðast Bretar nú ætla að láta til skarar skríða gegn yfirgangi ítala og undirróðri þeirra gegn yfirráðum Breta yfir Múhameðstrúarmönnum. Mega menn búast við stórtíðindum af þessari valdastreitu, því að það er síðasti áfangi Mússólínis að því marki, að gera Miðjarð- arhaf að ítölsku hafi. Geti þeir bolað Bretum á brott úr Gyðingalandi, er stutt orðið til Suezskurðarins, og þá er sjóleiðin til Indlands að heita má lokuð Englend- ingum. — United Press. Tveip blaðamenn, annap bpeskur, liinn ameriskup, bíða bana vid Tepuel. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Tveir blaðamenn heimskunnra stofnana, annar amerískur hinn breskur, biðu bana við Teruel á Spáni, er sprengi- kúla frá uppreistarmönnum hæfði bíl þeirra. Þriðji blaðamaðurinn er í bílnum var særðist hættulega, en sá f jórði misti meðvitund, en slapp ómeiddur. Þetta vildi til í nánd við vígstöðvarnar, þar sem heiftarlegast var barist um þetta leyti. Breski blaðamaðurinn, sem beið bana, var E. R. Sheepshanks, fréttaritari Reutersfréttastofunnar heimskunnu, en ameríski blaðamaðurinn hét Braddish Johnson, og var fulltrúi tveggja kunnra amerískra blaða. Edward Neil, fréttaritari Associated Press, særðist alvarlega, en Philby, fréttaritari The Times misti meðvitund. United Press. London í gær. HER UPPREISTARMANNA TEKUR MUELA YIÐ TERUEL. Samkvæmt útvarpsskeytum stjórnarinnar iá Spáni er það viðurkent, að stjórnarlierinn hafi mist Muela við Teruel og hafi lier stjómarinnar hörfað undan fyrir vestan horgina. Upp- reistarmenn hafa dregið að sér mikið lið á Teruelvígstöðvun- um, samkvæmt sumum fregnum um 60.000 manna lið, og er barist grimmilega um horgina. Hafa uppreistarmenn vcrið i sókn, cn fregnum her eklci saman um hve mikið þcim liafi orðið ágengt. Þeir segjast liafa náð nokkurum úthverfum á United Press. sitt vald. London 31. des. FÚ. I fréttaslceytum, sem ber- ast frá Spáni, verður ekki ráðið, livort Teruel er enn á valdi stjórnarinnar, eða hvort uppreistarmönnum hefir tekist að ná þar fótfeslu. I frétt frá Salamanca er sagt, að hjúkrun- arsveitir uppreistarmanna hafi gengið inn í borgina á eftir hernum, en í öðrum fréttum, sem einnig eru frá uppreistar- mönnum, er talað um orustur, sem eigi sér stað utan við borg- ina. Stjórnin viðurlcennir, að uppreistarmenn hafi náð ein- staka stöðvum í úthverfum borgarinnar. LOFTÁRS Á BARCELONA. Seint á laugardagskvöld gerðu flugvélar árás á Barce- lona. Komu þær úr áttinni frá Majorca. Fjörutíu og níu menn hiðu bana en um fimtíu særð- ust. Skipafregnir. Gullfoss fer til útlanda kl. 8 i kveld. GoÖafoss er í Ilamborg, Brúarfoss i Kaupmannahöfn, Detti- JAPÖNSKU FARÞEGA- SKIPI HVOLFIR. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. OKYO-fregnir herma, að eimskipið Midori Maru hafi farist í morgun í stórsjó og hríð nálægt Ujima. Minsta kosti ellefu farþegar hafa druknað, en aulc þeirra er 16 saknað, og eru þeir taldir af. Farþegarnir með skipinu voru allir á leið heim úr jóla- leyfum. Vcgna þess live veð- ur var ilt, var afar erfitt um alla björgun. Midori Maru er 5827 smálestir að stærð. United Press. Óeipðip í Egipta— landi. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. ppþot varð í þorpinti Tana á Egiptalandi í gærkveldi. I óeirð- unum voru tveir menn drepnir en fjörutíu særð- ust, einn þeirra hættulega. 50 menn voru handteknir. Þorpsskólinn og eignir hans voru eyðilagðar, svo og voru rifin upp með rót- um flest tré þau, sem menn höf ðu gróðursett umhverf is hús sín. United Press. Stórkostlegar Gyðinga- ofsóknir jfirvofanði i Rómenin. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gær. Búkarest-fregn hermir, að Goga-stjórnin áformi víðtækar ráðstafanir, sem beitt verði gegn Gyðingum. M. a. verði Gyðingar — um 800.000 talsins — sviftir þe|gnréttindum í Rú- meníu, löghald lagt á eignir þeirra o. s. frv. Ennfremur verði Gyðingum bannað að. hafa ritstjórn blaða á hendi. — Er það blað Goga, Porunca Vremi, sem boðar þessar ráðstafanir. United Press. NJÓSNARI NAPOLEONS. Ný saga liefst í blaðinu í dag eftir hinn heimsfræga skáldsagnahöfund Orczy bar- ónsfrú, er nefnist „Njósnari Napóleons“. Sagan gerist ú öldinni sem leið í Fraklc- landi og víðar og fjallar um ástir og stjórnmál. Efni henn- ar og öll fnásögn er svo „spennandi“ að engi bók þessa vinsæla og fræga höf- undar mun talca þessari slcáldsögu fram. Þeir sem nokkuð þekkja bækur Orczy þarónessu vita því livers þeir mega vænla. Fylgist með sögunni frá byrjun. Enginn mun verða vonsvikinn á því. foss í Hamborg, Lagarfoss í Kaup- mannahöfn, Selfoss i Reykjavík,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.