Vísir - 08.01.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 08.01.1938, Blaðsíða 3
V t S I R Deilur íSaBBSSFCí. GuSmundur Ásbjörnsson. Bjarni Benediktsson. Jakob Möller. GuSrún Jónasson. GuSm. Eiríksson. við bæjarstjórnarkosningarnar 30. þ. m. Félög sjálfstæðismana hér í bænum hafa nú sam- þykt framboðslista við bæjarstjórnarkosningarnar 30. þessa mánaðar. Listinn lítup þannig út: 1. Guðmundur Ásbjörnsson, útg.m., Fjölnisv. 2. 2. Bjarni Benediktsson, prófessor, Laugav. 66. 3. Jakob Möller, alþingismaður, Hólatorgi 2. 4. Guðrún Jónasson, frú, Amtmannsstíg 5. 5. Guðmundur Eiríksson, húsasmíðam., Bræðr. 11. 6. Valtýr Stefánsson, ritstjóri, Laufásvegi 69. 7. Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, Sóleyjargötu 7. 8. Jón Björnsson, kaupm., Grófin 1. 9. Gunnar Thoroddsen, lögfr., Fríkirkjuvegi 3. 10. Pétur Halldórsson, borgarstjóri, Túngötu 38. 11. Guðrún Guðlaugsdóttir, frú, Freyjugötu 37. 12. Sigurður Sigurðsson, skipstj., Túngötu 45. 13. Gunnar E. Benediktsson, lögfr., Fjölnisvegi 15. 14. Sigurður Jóhannsson, verslm., Sólvallagötu 2. 15. Ragnhildur Pétursd., frú, Háteig v. Rauðarárst. 16. Björn Snæbjörnsson, bókari, Öldugötu 3. 17. Marta Indriðadóttir, frú, Bergstaðastræti 50 A. 18. Stefán A. Pálsson, umboðs., Bjarnarstíg 9. 19. Einar Ólafsson, bóndi, Lækjarhv. v. Suðurl.veg. 20. Guðmundur Markússon, skipstj., Unnarstíg 4. 21. Einar B. Guðmundsson, hrm., Marargötu 2. 22. Einar Ásmundsson, járnsmíðam., Hverfisg. 42. 23. Sæmundur G. Ólafsson, bifreiðarstjóri, Amt. 5. 24. Þorsteinn G. Árnason, vélstj., Hringbraut 159. 25. Bogi Ólafsson, yfirkennari, Tjarnargötu 39. 26. Brynjólfur Kjartansson, stýrim., Þingholtsstr. 21. 27. Sveinn M. Hjartarson, bakaram., Bræðrb.st. 1. 28. Þ. Helgi Eyjólfsson, húsasmíðam., Eiríksg. 31. 29. Matthías Einarsson, læknir, Sólvallagötu 30. 30. Ólafur Thors, alþingismaður, Garðastræti 41. Hinir fyrstu fimm frambjóð- endur listans liafa undanfarin ár verið í bæjarstjórn og eru þektir að dugnaði og framsýni í bæjarmálúm. Ilafa þeir óskor- að traust allra sjálfstæðismanna í bænum, enda liefir það verið eindregin ósk kjósenda að fíokkurinn megi næsta kjör- tímabil njóta hinnar víðtæku þekkingar, sem þessir fram- bjóðendur bafa á málefnum bæjarins. Frambjóðendur í 6., 7., 8. og 9. sæti listans og örugt er að kosnir verði, liafa ekki áður átt sæti í bæjarstjórn. Er það ein- valalið og er gott til þess að vita hversu vel hefir tekist að skipa menn í þau sæti. Fulltrúalið fíoldksins í bæjarstjórn verður þvi að afstöðnum kosningum skipað fjórum nýjum mönn- um. Slíkar breytingar eru þarf- ar og æskilegar. Hinir nýju menn þurfa hér engra með- mæla. Þeir eru kunnir öllum bæjarbúum að framtaki og dugnaði, hver á sínu sviði og hafa allir tekið þátt í opinber- um málum. í baráttusætinu er Pétur Halldórsson, borgarstjóri, og ætti takmark sjálfstæðismanna í þessum kosningum að vera það, að fá liann lcosinn. Um leið og þessi listi er bor- inn fram til nýrra kosninga, er ástæða lil að þakka þeim full- trúum, sem starfað hafa und- anfarið fyrir flokldnn í bæjar- stjórn. Má þar nefna Jóhann Ól- afsson stórkaupmann, sem færst hefir undan að taka við endurkosningu, en það sæti er vel skipað sem Jóbann situr, í hverju starfi sem liann tekur að sér. Það er ekki aðeins framtíð Reykjavíkur, sem veltur á því, hvernig þessar kosningar fara. Þær munu einnig skera úr urn það hvernig stjórnmálaástandið, verður hér næstu árin. Með miklum og ákveðnum sigri Sjálfstæðisflokksins, munu skapast straumhvörf, sem öll- um landsmönnum er nú lífs- Valtýr Stefánsson. nauðsyn að megi verða í stjórn- málum og atvinnu þjóðarinnar. Þau straumhvörf verða um leið og þjóðin hristir af sér hina ó- farsælu forustu rauðu flokk- anna, sem nú ganga sameinaðir til kosninga í þeirri von, að sameiginlegt átak geti forðað þeim frá hruni. EN ALÞÝÐAN TRÚIR ÞEIM EKKI. ENGINN TRÚIR ÞEIM. ÞESS VEGNA TAPA ÞEIR NÚ GEIPILEGAR EN NOKKRU SINNI FYR. Helgi H. Eiríksson. Jón Björnsson. Gunnar Thoroddsen. Pétur Halldórsson. H-S r siaiisiæois- O ameiginlegur fundur sjálf- U stæðisfélaganna, Varðar, Heimdallar og Hvatar, var hald- inn i gærkveldi i V'arðarhúsinu. Tlior Thors, sem var formað- ur nefndar þeirrar sem undir- bjó listann, tók fyrstur til máls. Skýrði hann frá starfi nefndar- innar og út frá livaða grund- vallarreglum hún hefði viljað fara í starfi sínu og las upp nöfn þeirra, sem nefndin liafði komið sér saman um að bjóða skyldi fram. Kvað T. T. það vera atliyglis- vert, við hinn nýja lisla, að á honum værti a. m. k. 4 ungir menn, sefn fengju aðstöðu til áhrifa á gang bæjarmálanna og að konur væru einnig í fleiri álirifasætum nú en áður. Kvað liann það liafa verið reynt að sjá sem flestum liagsmuna- lieildum innan bæjarins fyrir fulltrúum, en Sjálfstæðisfloklc- urinn væri þannig samansettur, að hann þyrfti í mörg liorn að líta, og erfitt að fullnægja allra kröfum. Að lokinni ræðu T. T. var listinn borinn undir atkv. og var liann samþyktur méð sam- hljóða atkv. Næstur tók til máls Pétur Halldórsson borgarstjóri. Lagði hann áherslu á, að nú eða ald- rei yrðu sjálfstæðismenn að standa saman gegn sameinaðri árás rauðu flokkanna. Ef sú framfaraþróun ekki á að stöðv- ast, sem hafin er með hinum verklegu framkvæmdum sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn, þá verða sjálfstæðismenn að sigra. Jakob Möller benti á, að hin síðustu ár hefði meirihluti bæj- arstjórnarinnar sífelt lialdið á- fram að vinna að stórfeldum framfaramálum, þrátt fyrir þá órðugleika, sem stjórnarfarið í landinu liafi skapað höfuð- staðnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefði aldrei verið kyrstöðuflokkur. Mintist J. M. einnig að, að valt væri að treysta á hægra brosið lijá sumum háttsettum Framsóknarmönnum o g bæri yfirlýsing þeirra um, að frarn- boð floksins í Vestmannaeyjum ætti að tryggja þar meirihíuta- aðstöðu rauðliða, vott um það. Framsóknarmenn liafa verið óaðskiljanlegir hinum rauðu flokkum og þeir munu lialda á- fram að vera það, sagði J. M. Þess vegna ber Sjálfstæðis- flokknum ekki síður að hafa auga á þeim andstæðing en öðr- um. Bjarni Benediktsson fór nokkrum orðum um samein- ingu socialisla og kommúnista og svik socialista við yfirlýsta stcfnu sína. Reykvíkingum væri nú gert að velja um hvort þeir vildu heldur þjóna vikapiltum Moskvastjórnarinnar, en styðja framfaraviðleitni íslensks flokks í höfuðborg íslendinga. Með því að veita viðnám nú, öflugra en nokkru sinni, eiga Reykvíkingar að dæma útsend- arana frá Moskva. Að lokinni ræðu Bjarna Benediktssonar var fundi slitið. sociilista E' INS og getið var um í Vísi í gær mun það liafa verið efst í huga ýmsra Alþýðu- flokksmanna, er þeir sáu fram á, að Héðinn Valdimarsson yrði ofan á í flokknum, að bjóða fram annan lista við bæjar- stjórnarkosningarnar og láta' Iléðinn og konnnúnista eina um að spjara sig. Þeir, sem á- kveðnastir voru gegn Iíéðni voru jafnvel farnir að líta í kringum sig eftir meðmælend- um ef þeir tækju upp að nýju lista þann, sem fyrir atbeina Héðins var feldur i hinu svo- nefnda fulltrúaráði og skipað- ur var Alþýðuflokksmönnum eingöngu. En þrátt fyrir það, þótt megn óánægja væri meðal helstu brodda i Alþýðuflokkn- um, treystust þeir þó ekki til að taka af skarið og afneita Héðni og kommúnistum og öllú þeirra athæfi. Það varð ofan á í gær hja þeim, sem telja sig liægfara, að bíða heldur og sjá, láta Héð- inn hlaupa af sér hornin einú sinni ennþá, eins og við þing- kosningarnar i vor, er hann hugðist vinna sér fylgi á Kveld- úlfs málinu. En það mun vera fullvíst, að þótt hinir hægfara í flokknum hafi skort þrek til að gera nú þegar upp reilcn- ingana við Héðin Valdi- marsson og kommúnistalið hans, þá munu þeir ekki hafa i hyggju að ljá samfylking- unni atkvæði sitt. Þeir munu í stórliópum sitja lieima, eða skila auðum seðli í mótmæla- skyni gegn þvi, að selja eigi atkvæði þeirra kommúnist- um, til að tylla undir þá og Héðinn Valdimarsson. Þessir menn líta svo á, sem hinn sameiginlegi listi sé skýrt brot á samþyktum AI- þýðusambandsþingsins og yfirlýstri slefnu Alþýðu- flokksins, að ganga ekki til samfylkingar við kommún- ista. Þessir menn líta svo á, að þeim beri engin skylda til þess að bevgja sig undir samþyktir, sem gerðar eru þvert ofan í stefnu flokksins, fyrir offors og áróður Héðins Valdimarssonar. Ef klíka Héðins nær full- um yf irtökum, er enginn Al- þýðuflokkur lengur til, segja þessir menn. En nú spyrja menn eðlilega: Fvrst þessir svonefndu hægfara socialistar, sem telja sig hina einu og sönnu Alþýðuflokks- menn, ekki liöfðu þrek í sér til að neita að eiga sæti á sam- fylkingarlistanum og hefja í stað þess upp merki Alþýðu- flokksins gegn valdagræðgi Héðins Valdimarssonar, hafa þeir þá næga einurð til mót- mæla á kjördegi með því að Ijá ekki lista Héðins atkvæði sitt. Þessari spurningu verður auðvitað ekki svarað með neinni vissu fyr en að kjördegi liðnum, en minna má á það, að margir voru þeir Alþýðuflokks- menn, sem liöfðu einurð á að gefa Héðni Valdimarssyni á- minningu við þingkosningarn- ar í vor. Sú áminning liafði að visu nokkuð öfug áhrif við það, sem þessir menn munu hafa ætlast til, því í stað þess að vinna að eflingu Alþýðuflokksins, sem sjálfstæðs flokks, tók Héðinn það fangaráð að leita til komm- únista um stuðning og berjast

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.