Vísir - 08.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I f Austurstræti 12. og afgreiðsla ! S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Sigur konunúnista. O AMFYLKING socialista og ^ kommúnista í bæjarsjórn- arkosningunum hér i Reykjavik er nú fullráðin. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna eða meiri liluti þess, hefir tekið ráðin af meirihluta Alþýðusamands- stjórnarinnar og samþykt hana. þó að með litlum atkvæðamun sé. Og þannig hefir stjórn Al- þýðusambandsins í rauninni verið svift völdunum í Alþýðu- flokknum og þau fengin kommúnistum í hendur. Héðinn Valdimarsson hefir með þessu runnið á enda skeið sitt sem ginningarfífl kommún- ista. Uppliaflega ætlaði hann sér að koma þvi til leiðar, að Alþýðuflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn sameinuðust í einn flokk. En á þrettánda þingi Alþýðusambandsins haustið 1936, hafði samfylkingartilboð- um kommúnista verið „hafnað í eitt skifti fyrir öll“ og enn á ný á aukaþinginu s.l. haust, var allt slíkt samneyti við komm- únista bannað. Hinsvegar hafði kommúnistum á fyrra þinginu verið gerður kostur á þvi, að „ganga í“ Alþýðuflokkinn og á þvi síðara að „sameinast“ hon- um, eins og H. V. gerði tillögu um á Dagsbrúnarfundinum 15. júlí í sumar. En kommúnistar höfðu aldrei viljað annað en „samfylkingu“, og að lokum tókst þeim að koma þeim vilja sinum fram. Sigurinn í þessari deilu, er sigur kommúnista, en ekki Héðins Valdimarssonar. Hlutverk Héðins hefir ekki ver- ið annað en hlutverk asnans, sem lætur teyma sig á eyrun- um. En það lilutverk mun hann eiga eftir að leika enn um stund, við síminkandi orðstír, meðan kommúnistar geta haft hans einhver not. Og það er svo að sjá, sem hinir sigruðu muni ætla að velja þann koslinn að sætta sig við allt“. Meiri hluti Alþýðu- sambandsstjórnarinnar, sem opinberlega hefir lýst sig alger- lega andvígan „samfylking- unni“, og í hjarta sínu hefir verið jafnandvígur sameining- unni, virðist vera ráðinn i þvi að halda nú ótrauður áfram á „braut ósigranna“, eins og kommúnistar hafa orðað það í öðru sambandi. Þessi meiri hluti stjórnar Alþýðusamands- ins, og jafnframt Alþýðuflokks- ins, sem nú hefir i raun og veru látið svifta sig völdunum í flokknum, með samfylking- ar-samþykt fulltrúaráðsins, hefði, að kunnugra manna dómi, ekki þurft að þola þá nið- urlægingu. Mennimir, sem þennan meirihluta skipa þurftu að minsta kosti ekki að una því, að ósigur þeirra væri undir- strikaður með þvi að nöfn þeirra væri selt á samfylking- arlistann. Og, ef þeir hefðu eng- an kost gert á því, að verða á lista með kommúnistum, þá má fullyrða, að samfylkingarlist- inn hefði aldrei orðið til. En með þvi að leyfa það, að nöfn þeirra yrðu sett á listann, hafa þeir gerst sínir eigin böðlar, og gert ósigur sinn enn meiri en liann hefði þurft að vera, jafn- vel þó að samfylkingin hefði náð fram að ganga eigi að síður. Menn þykjast nú vita það, að ekki muni „sátt og samlyndi“ allskostar ríkjandi innan sam- fylkingarinnar, svo sem allt er í pottinn búið, og kosninga- horfurnar ekld sem sigurvæn- legastar fyrir hana. Hafa menn það fyrir satt, að á fundum fulltrúaráðsins undanfama daga, liafi fallið mörg „óþveg- in“ orð og hnútur flogið þar um borð, sem nokkrum eymsl- um hafi valdið þeim, er fyrir þeim urðu. Þykir þvi nokkur hætta á því, að kosningaáliugi Alþýðufloklísmanna verði með minna móti i þessum kosning- um, og talsverð vanhöld á at- lcvæðum þeirra. En þó að svo kynni að fara, að þau skiluðu sér ekki öll í samfylkingardilk- inn i kosningaréttunum, þá stendur framsóknardilkurinn þeim þá altaf opinn, og engin hætta á að liann offyllist i fyrstu göngum. Og Framsókn- arflokkurinn virðist vera sér þess vel meðvitandi, að honum beri að annast um þann óskila- fénað, sem erfiðast verði að draga i sameiginlegan dilk so- cialista og kommúnista i þess- um kosningum, bæði í Reykja- vik og annarsstaðar, þar sem samfylking hefir verið ákveðin. I því skyni hefir flokkurinn vafalaust ákveðið að bjóða fram til bæjarstjórnar i Vest- mannaeyjum að þessu sinni, þó að hann liafi aldrei gert það áður. Og er þannig við öllu séð í þessu efni, og ráðstafanir gerðar til þess að þessi ráða- breytni socialista og komm- únista megi takast sem best. Er þess þá líka að vænta, að samfylkingin nái áður en langt líður til allra „rauðu flokk- anna“, og sigur kommúnista eigi það fyrir sér að verða enn meiri en þegar verður séð fyrir. Símaklukkan. Símanúmer símaklukku Bæjar- síma Reykjavíkur breyttist um jjaS leyti, sem nýja símaskráin kom út úr 03 í 04. — Allmargir hafa ekki áttaö sig á breyting- unni og valiö fram aS þessu hiö. eldra númer, og þá ekki fengiö svar utan venjulegs vinnutíma. Ástæ'öan fyrir breytingunni var sú, aS númer símaklukkunnar lá fast viö upphringingarnúm'er Landsímans, og völdu um 10 af hundraði landsímanúmeriö í staö númers klukkulinar. Meö breyt- ingunni, sem stækkar biliö á milli þessara númera er áætlaö að þess- um röngu upphringingum fækki niöur á 3—5 af hundraði. — Hið nýja númer símaklukkunnar 04, er prentað á forsíöu símaskrár- innar. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Leith í gær. Goðafoss er í Kaupmannahöfn. Brúarfoss fer frá Kaupmannahöfn 1 dag. Dettifoss fer frá Hull í dag. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss í Reykjavík. Lyra fór frá Bergen í gær áleiðis hingað. Drotningin er væntanleg hingað á morgun. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá ónefndum, 1 kr. frá stúlku. Bretar, Bandarlkjamenn og Frtkkar sameinast gegn yfirgangi Japana i Shanghai. Nýip ápekstrap i alþjóðahverflnii. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Breska stjórnin lítur mjög alvarlegum augum á það, að japanskir hermenn réðust í gær á breska lögreglu- hermenn í Shanghai og börðu þá. Daily Mail skýrir frá því, að breska stjórnin muni að líkindum krefjast þess af Japönum, að þeir biðjist afsökunar og greiði bresku lögregluhermönnunum skaðabætur. Daily Herald boðar, að Chamberlain muni kalla sam- an ráðuneytisfund í næstu viku til þess að taka ákvarð- anir um hverjar kröfur skuli bera fram á hendur Jap- önum í þessu máli. Af því er United Press hefir fregnað fara nú fram viðræður milli ríkisstjórnar Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, um samtök gegn ágengni Japana og uppivöðslu í Shanghai. Er búist við, að milli þessara þriggja velda takist náin samvinna gegn Japönum, um verndun réttinda þeirra í Kína. (United Press). Um þennan atburð segir svo f F. Ú.-tregn. Lodon, 7. janúar. — FÚ. 1 Slianghai bar þaö við í dag, að tveir breskir lögreglulíer- menn voru barðir af japönskum hermönnum. Hefir atburður þessi vakið stórkostlega gremju meðal Breta í Shanghai. Sjálf- ur yfirforingi breska liðsins, Smollet, fór iá fund hermálaráðu- nauts japönsku sljórnarinnar þar í borginni og tillcynti lionum, að ef slíkir atburðir endurtækju sig oftar, en þetta er í annað sinn sem slíkt hefir skeð, þá mundi það liafa hinar alvarlegustu afleiðingar sem hugsast gæti fyrir sambúð þessara tveggja ríkja. Hinir bresku lögregluhermenn voru inn á bresku varnarsvæði, þegar þeir voi’u barðir og var orsökin til árekstursins sú að þeir höfðu fundið að því við japanska hermenn, hvernig þeir léku Kinverja sem þeir voru að handtaka. Breska stjórnin hefir nú fengið nákvæma skýrslu um kröfur Japana i sambandi við stjórn Shanghaiborgar. Krefjast Japanir þess að fá fleiri fulltrúa og meiri ililutun um stjórn borgarinnar. í London er litið svo á, að stjórn borgarinnar sé skipuð á full- komlega löglegan hátt, en um hana gildir sanmingur frá 1869, er Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Japan undirrita ásamt stjórn Kína, og er þar nákvæmlega tiltekið hverja íhlutun stjórn- ir hinna útlendu ríkja skuli liafa um stjórn borgarinnar. Breska stjórnin liefir nú ákveðið að ráðfæra sig við stjórn Bandaríkjanna um það, hvernig snúast eigi við þessum kröf- um og er talið vafalaust að þær muni gera samhljóða ráðstaf- anir, eins og þær liafa gert í öllu er viðkemur styrjöldinni í Kína. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London i morgun. Æsingar eru miklar í Sliang- hai — meiri en nokkuru sinni — og liorfir svo, að til bardaga komi milli Japana og hersveita stórveldanna þá og þegar. Jap- anskir og frakkneskir hermenn standa reiðubúnir með vélbyss- ur sinar á mörkum frakkneska forréttindasvæðisins. Óltast menn, að hið minsta æsinga- atvik geti leitt til þess, að alt fari í bál. Orsölc æsinganna þarna er sú, að japanskir lier- menn höfðu ráðist á kínverska konu, en rússneskur maður í sjálfboðaliði forréttindasvæðis- ins, kom henni til hjálpar. Jap- önsku hermennirnir börðu Rússann niður og ætluðu að draga hann með sér yfir merkjalínu forréttindasvæðis- ins, en þá bar aðra sjálfboða að og komu þeir Rússanum til að- stoðar. Frakkar sendu þá lier- menn á vettvang og gengu þeir á milli og komu í veg fyrir, að meira ilt hlytist af í bili, en æsingarnar eru miklar og horf- urnar slæmar. Þrír menn teknir af lífi í Þýskalandi fyrir landráð. London, 7. janúar. — FÚ. í dag er tilkynt í Berlín að 3 menn hafi verið líflátnir fyrir landráð. Einn var handtekinn i nánd við pólsku landamærin og var honum gefið að sök að hafa látið öðru ríki í té liernað- arleg leyndarmál. Var hann dæmdur til dauða fyrir borgara- legum rétti. Hinir tveir voru dæmdir til dauða af lierrétti. Þá er dómur fallinn í máli Arnold Bernstein forstjóra gufu- skipafélagsins „Red Star“ í Hamborg og var honum gefið að sök að liafa farið í kring um gjaldeyrislögin. Hann var dæmd- ur í 30 miánaða þrælkunarvinnu og 80 þúsund sterlingspunda sekt. Mál var einnig höfðað gegn þremur öðrum forstjórum fé- lagsins og voru þeir dærndir í háar sektir og fangelsi. 1500—2000 UPPREISTAR- MENN GEFAST UPP I TERUEL. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Símfregnir frá Madrid herma, að síðasta vörn uppreistarmanna í Teruel, sé nú brotin á bak aftur og borgin að öllu leyti í höndum stjórnarinnar. — Lauk vörninni í gærkveldi kl. 9, þegar Rey Darcourt, undir- ofursti, gafst upp með um 1500—2000 af liðsmönnum sínum. United Press. ítaUr áforma stórkost- lega flotaankningu. London, 7. jan. — FÚ. Italska stjórnin tilkynnir í dag, að liún hafi i hyggju að láta smíða 2 stór orustuskip, 35 þúsund smálestir livort. Auk þess 12 stóra tundurspilla og allmarga kafbáta og er hér sam- tals um stórkostlega flotaaukn- ingu að ræða. Segir Lundúnaút- varpið í þessu sambandi að síð- an 1934 liafi Mússólini látlaust verið að kenna ítölsku þjóðinni að flotastyrk livers ríkis ætti undantekningarlaust að miða við hvað mikið það hefði á tak- teinum af orustuskipum. Þegar hinir nýju kafbátar liafa verið smíðaðir, en tala þeirra er eklci látin uppi, má gera ráð fyrir að kafbátafloti ítala sé orðinn hinn stærsti í heimi. Þá hefir ítalska stjórnin enn- fremur ákveðið að þegar Hitler fer til Ítalíu í mai í vor til að endurgjalda heimsókn Mússó- líni frá þvi i haust, fari fram stórkostlegar hersýningar og flotaæfingar. ÖLLUM BÆJAR OG SVEITAR- STJÓRNUM I RÚMENlU YIKII) FRÁ. Rúmenska stjórnin liefir sett af allar borgarstjórnir og sveit- arstjórnir í landinu og skipað bráðahirgðarstj órnir hliðliollar ríkisstjórninni. Síðan eiga kosn- ingar að fara fram, en cnnþá er ekkert tilkynnt um, hvenær það muni verða. — FÚ. ifli sinn. Lögreglan liefir nú upplýst þjófnaðinn á Bergstaðasræti 8» sem sagt var frá í Vísi í gær. Peningana, 3500 kr., áttu þeir Kristvin Guðbrandsson og Jón Guðlaugsson, fisksali, og var hinn fyrnefndi valdur að þjófn- aðinum. Stal hann peningunum í fyrramorgun, er liann var á leið íil vinnu sinnar. Tólc hann sína peninga einnig, til þess að ekki skyldi grunsemdir falla á hann. Faldi hann síðan peningana í Flosaporti við Klapparstíg á milli togaralilera og visaði á þá, er hann játaði brot sitt í gær. Lögreglan fann þó ekki 300 kr. af uppliæðinni. Hafði spýtna- brak verið tekið þarna í port- inu til álfadansins og brenn- unnar, sem haldin verður á morgun. Rnmenar þnrta hreskt tjármagn. London, 7. jan. — FÚ. Nefnd breskra kaupsýslu- manna er nú á ferð í Rúmeníu og tók Goga forsætisráðherra á móti henni í dag. Hann sagði, að stjórninni væri mjög umhug- að um það, að samvinna við Bretland og viðskifti við það væru jafnan hin bestu, og sér- staklega riði Rúmeníu á að hafa nána samvinnu við hið breska fjármagn. Olíufram- leiðslu Rúmeníu hefði t. d. hrakað á undanförnum árum og það mundi verða mjög vel séð, ef breskt fjármagn fengist til þess að lileypa nýju fjöri í olíuvinsluna. JÓN GUNNARSSON RÁÐINN FRAMKVÆMDAR- STJÓRI SÍLDARVERK- SMIÐJA RÍKISINS. Á fundi í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins í morgun var Jón Gunnarsson verkfræðingur ráðinn framkvæmdarstjóri verksmiðjanna til næstu þriggja ára. Ráðning hans var samþykt með atkvæðum sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna, 4 atkv., gegn 1, Finns Jónssonar. ÚR SANDGERÐI fóru 3 bátar á sjó í dag í fyrsta róður á vertiðinni og öfluðu 10 til 12 skippund á bát. Telst það ágætur afli á þessum tíma árs. Þessi mynd er úr söngleiknum „Liljur vallarins“, sem Leilc- félagið sýnir um þessar mundir, og sýnir lciksviðið í 1. jiælti. Allur leiksviðsútbúnaður og búningar er mjög skrautlegur og aðlaðandi og söngvarnir mjög skemtilegir. — Um meðferð leikenda á lilutverkum hefir áður verið getið hér í blaðinu. — Næsta sýning verður á morgun (sunnudag). —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.