Vísir - 14.01.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 14.01.1938, Blaðsíða 3
VlSIR i9@4£< vap aðaiicosniiiga— mál @ociaIista» að bær- inn iceypti 10 togara og ge^di vit á sína ábys*gð* Nú ei* eltki minst á bæjariitgerd. f* AÐ vekur athygli nú er líð- * ur á tíma þann, sem flokk- arnir hafa til undirbúninga kosninganna, að socialistar og kommúnistar bera ekki fram fyrir kjósendur eitt einasta mál er þeir telja sérstakt bardaga- mál sitt við kosningarnar. Við undanfarnar kosningar til bæjarstjórnar hér í Reykja- vík og þá einkum kosningarn- ar 1934 hafa rauðliðarnir stag- ast á bæjarútgerð, sem hinu eina ráði til að reisa við atvinn- una í bænum og bæjarfélagið sjálft úr þeim rústum er þeir telja það komið i „undir stjórn ihaldsins". Við kosningarnar 1934 var það aðalkosningamál socialista, að bærinn ætti að kaupa 10 nýja togara og reka þá á sína ábyrgð. Hver greinin rak aðra i Al- þýðublaðinu um þetta mál og löngu eftir að kosningarnar voru af staðnar, var ekki sparað að minna bæjarmenn á að þeir hefðu kastað frá sér 10 nýjum togurum með þvi að veita sjálf- stæðismönnum meirihluta. Nú í yfirstandandi kosninga- baráttu er ekki minst á bæjar- útgerð lengur. Socialistar hafa algerlega gefist upp á því, að reyna að veiða atkvæði á slikum hug- myndum. Ástæðan mun vera sú, að síð- an 1934 hefir fengist fremur dapurleg reynsla af bæjarút- gerð socialista. Bæjarútgerðin í Hafnarfirði er í sökkvandi skuldafeni og hefir ekki orðið bænum meira bjargræði en það, að bænum hefir á siðasta ári verið fleytt áfram með þvi að taka 4—500 þús. kr. lán á ýmsum stöðum. Samvinnuútgerð Finns Jóns- sonar á ísafirði gekk ekki bet- ur en svo, að höfuðpaurarnir, Finnur, Vilmundur og Harald- ur Guðmundsson, flýttu sér að losa sig við ábyrgðina og skeltu allri súpunni yfir á herðar bæj- ar og ríkis. Aðrar samvinnuútgerðir með opinberum stuðningi sem stofn- aðar hafa verið, hafa ekki gef- ist betur, og eftir dæmunum frá Hafnarfirði, Norðfirði og Isa- firði dettur engu bæjarfélagi fyrir alvöru i hug að leggja i slik fyrirtækL Ef Reykvikingar hefðu gleypt við flugu socialísta 1934 og ráð- ist i kaup á 10 nýjum togurum, geta menn gert sér í hugarlund hverjar afleiðingarnar hefðu orðið eins og hagur útgerðar- innar hefir verið síðan. Að visu var farið að halla stórkostlega undan fæti 1934, en síðan hefir aðstaða okkar Islendinga til út- gerðar versnað svo mjög, bæði út á við og inn á við, að það sjá allir hvert slíkt hefði leitt, ef 10 skipum hefði verið bætt ofan á tapflota útgerðarinnar árið 1934. Rauða liðið sér vel, að það dugir ekki við kosningarnar nú að veifa framan í kjófl- endur bæjarútgerð, sem reki 10 skip eða fleiri. En þegar bæjarútgerðar- flugan er orðin úrelt, þá hafa þeir ekkert til að taka upp í staðinn. Takið eftir því, Reykvíking- ar, að kosningabarátta rauðlið- anna snýst að langmestu leyti um það, að rægja sjálfstæðis- menn með almennum ókvæðis- orðum, og eigna sér þau mál, sem meiri hluti bæjarstjórnar- innar hefir hrundið í fram- kvæmd á liðnum árum. En þessir flokkar hafa eng- in mál að flytja bæjarbúum, er miða til aukinnar atvinnu ,og þæginda, á sama hátt og þau tvö stærstu mál, sem sjálfstæðismenn hafa barist fyrir, og eru að berjast fyrir —¦ Sogsstöðin og hitaveitan. Þetta mál-leysi socialista mun stafa af því, að þeir munu eftir togaraflaninu 1934 og árin þar á undan og vilja ekki eiga á hættu, að heimska sig aftur opinberlega á svipaðan hátt nú. Nyjasta bálstofan á Norðnrlsndiffl. * Edward Rodhe, biskup, vígði nýja bálstofu i Trelleborg þ. 7. nóv. s.l. í þessari borg, sem er nálægt suðurodda Svíþjóðar, eru ekki nema 13% þús. íbúar. En deild úr „Svenska Eldbe- gángelseföreningen" hefir starf- að þar í 7 ár og tekist að koma upp bálstofu, með framlögum af opinberu fé og frá einstakl- ingum. Sparisjóður bæjarins lagði fram 10 þús. kr., enda er það skv. sparnaðarstefnum sparisjóðanna, að gefa borgur- unum kost á ódýrum útförum. Eru sparisjóðir viða um Norð- urlönd teknir að sinna þessu menningarmáli. Bálfarir reyn- ast allstaðar miklu ódýrari en greftranir. í kapellu Trelleborg-bálstof- unnar eru sæti handa 110 manns. Það þykir kannske litið. En í sænskum borgum sækja aðeins vandamenn og nánustu vinir útfarir. Það tíðkast ekki þar, eins og i Reykjavík, að fjöldi óviðkomandi manna þyrpist saman, fyrir forvitnis sakir. Líkofninn eí hitaður með gasi. Bálstofan kostaði 140 þús. kr., enda vönduð og skrautleg bygging. Bálstofur i Sviþjóð tiðkast nú meir og meir með ári hverju. Sænska bálfarafélagið hefir 100 deildir, víðsvegar um landið. 30 nýjar bálstofur eru ráðgerð- ar, og sumar þeirra í smiðum. í Stokkhólmi sjá bálstofurnar nú um útför meira en þriðjungs þeirra, sem falla frá. Hin nýja bálstofa i Trelle- borg er sú 18. í röðinni í Svi- þjóð, en alls er 41 bálstofa á Norðurlöndum. (Tilk. frá Bál- farafél. Isl. — FB). [iikiiíiiniil. Jílías GuinmnAsson kjörinn formiðnr nefnðarinnar. Fundur var haldinn í Fiski- málanefnd í gær. Var það fyrsti fundurinn, sem haldinn hefir verið í nefndinni, siðan er hún var endurskipulögð. Á fundin- um fór fram formannskosning og var Júlíus Guðmundsson út- gerðarmaður kosinn for- maður nefndarinnar, en hann er fulltrúi' Lands- bankans í nefndinni. Það mun óhætt að segja, að útgerðarmenn og sjómenn hafi alment fagnað því, er Héðinn Valdimarsson hröklaðist úr nefndinni við Utinn orðstír, en þegar svo ríkisstjórnin skipaði Emil Jónsson til setu í nefnd- inni, i stað Héðins, var furða manna meiri en orð fá lýst, og þótti skipunin sýna hug at- vinnumálaráðherra til útgerð- armanna. Hefir um þetta verið rætt áður hér í blaðinu og því ekki ástæða til að fjölyrða um. Sem betur fer hefir nú svo skipast, að gætinn og reyndur útgerðarmaður hefir verið val- inn i formannssæti í Fiskimála- nefnd og spáir það góðu um framtíðarstörf nefndarinnar, að jafnhæfur maður og Július Guðmundsson er, verður þar við stýrið. Meðan Héðinn Valdimarsson var i formannssæti, voru rauð- liðar einráðir i nefndinni. Það eitt var nægilegt til þess, að H. V. hefði ekki átt að skipa stöð- una, að hann hafði enga reynslu eða þekkingu i útgerð- armálum, en það ætti að vera eitt fyrsta skilyrðið, þegar menn eru valdir í slíka nefnd sem þessa. Væntanlega verður svo gert framvegis, enda ætti menn að hafa sannfærst um nauðsynina á að þannig sé val- ið, af því, hvernig til tókst með ýmislegt, sem Fiskimálanefnd hafði með höndum í stjórnar- tið H. V., og má þar til nefna hinar mishepnuðu fisksölutil- raunir o. fl. Bágt eiga mennírnir á Moskva-listanum. Alþýðan trúir þeim ekki. Enginn trúir þeim. Þeir eru sjálfir vonlausir. Sjálfstæðismenn, sem veröa fjarverandi úr bæn- um á kjördag, veröa a'S kjósa hjá lögmanni, áður en ]?eir fara. Kosn- ingaskrifstofa lögmanns í Arn- arhváli er opin daglega frá ro— 12 árd. og i—4 síSd., nema sunnu- daga. Allar upplýsingar kosning- unum viSvíkjandi geta menn feng- iS á kosningaskrifstofu SjálfstæS- isflokksins í Varðarhúsinu, sími 2398. Sjálfstæðismenn, sem vita um flokksmenn, sem hér eiga kosningarétt, en eru staddir úti á landi, gefi upplýs- ingar um þá hiö fyrsta, svo a?S hægt sé aS ná í atkvæöi þeirra í tæka tíS. Láti'S kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Varðarhús- inu, sími 2398, þessar upplýsing- ar í té. Keishmyiá tjrir skíiafdík. íþróttafélag Reykjavikur hef- ir átt því láni að fagna frá önd- verðu að eiga framsýna stjórn- endur, og það hefir fylgst vel með nýjungum á ýmsum svið- um íþróltanna. Á öndverðum vetri fékk fé- lagið þýska kenslumynd í skíða- íþróttinni — tekna i Alpafjöll- um með aðstoð ýmsra færustu skiðamanna suður þar. Mynd þessi hefir nú verið sýnd tvisvar opinberlega i húsi K. F. U. M. fyrir fullu húsi, hef- ir Steinþór Sigurðsson menta- skólakennari skýrt hana glögg- lega fyrir áhorfendum. Er myndin í 8 köflum, sýnir mis- munandi göngulag, sveiflur, fjallastökk og yfirleitt allar listir sem fullkominn skíðamað- ur þarf að kunna til að njóta hinnar „hvitu íþróttar". Sýning myndar þessarar er viðburður í íslensku íþrótlalifi, og eg hygg að öllum sem séð hafa myndina sé ljóst hverjum regin framförum skíðaíþróttin hefir tekið á síðari árum. Heimurinn veit að Norðmenn voru frumkvöðlar íþróttarinnar og hafa átt þar fremstu menn á ýmsum sviðum, en hitt er jafn víst að Þjóðverjar, Austurríkis- menn og Svisslendingar hafa umskapað ýmsar greinar og gjört íþróttina fjölþættari. Hinu nýja hefir verið tekið með nokkurri torlryggni, því atvinnumenn hafa leyft sér ýmsar öfugar í metakapphlaup- um og talið sig hálfgerða galdramenn. En skiðaiþróttin er i eðli sínu auðlærð og heillandi, það sýnir þessi skemtilega skíðamynd betur en bækur eða ræðumenn fá gjört. Fyrst er sýnt hvað kent er a námskeiðum i hinum látlausu en þægilegu skólum Alpaf jalla, svo fylgjumst við með þeim sem lengra eru komnir og að lokum sýna hinir færustu listir sínar. Þannig hefir íþróttin þroskasl í fjöllum lið fyrir lið og hinir örmjóu snjógeirar hafa skapað undraverða leikni í sveiflum, hengjur og hindranir knúið fram Alpastökkið (þverstökk) og alt þetta er sameinað í hug- takinu „Slaalom" — sem er fornskandinaviska og við ætt- um að þýða með „hindrunar- skrið" (hlaup). — Fyrir 20 árum voru sveiflur aðallega notaðar til að stöðva sig með þeim en nú er þeim breitt i viðnámskerfi sem veitir iþróttamanni ótæmandi mögu- leika til að ráða ferð sinni og nota ójöfnur landslagsins til hins ýtrasta. Tækni kvikmynd- anna gjörir mögulegt að sýna sveiflur og stökk sem gjörast með leifturhraða svo hægt að maður sér nákvæmlega hvernig íþróttamaðurinn notar líkams- þungann og mótstöðu snjólags- ins og loftsins. — Við sjáum að þetta jeru ekki eins miklir gakh - ar og sumir vilja halda heldur einfalt reikningsdæmi. Það er óréttlát skoðun að skíðaíþróttin sé seinlærð og glæfraleg, þvi með fyrirsögn góðs þjálfara er hægt að læra undirstöðugreinarnar á 2—3 vikum. — En, vegurinn er lang- ur frá fyrstu plógsveiflum í Iiægri brekku til hraðsveiflu (Temposchwing) sem tekin er á hengjubrú með leifturhraða. Svið þessarar kenslumyndar eru æfingasvæðin á takmörk- um skóga og fjallveggja, þetta svæði er tilvalið til að þroska snarræði og athyglisgáfu nem- andans, að frádregnum trján- Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall mannsins mins, Jes Zimsens. Ragnheiður Zimsen. Morska Stórþingið var seít i Fjárlagafrumvarpið og mörg önnur frumvörp hafa verið lögð fram. Skattabyrðarnar eru ekki þyngdar. Bensínskatturinn hækkar þó, en gengur til nýrra vega og járnbrauta. Osló, 13. janúar. 1 hásætisræðunni, sem lesin var upp af konungi, við hina hátiðlegu setningu Stórþingsins i dag, var boðað hvaða laga- frumvörp yrði lögð fram. Meðal þeirra eru: Frumvarp til laga um tannlæknaháskóla, frv. til 1. um sameignarlönd (almenn- inga) smábænda, frv. um botn- vörpveiðar, ný fiskifriðunarlög, frv. til 1. um vinnutíma á sldp- um, frv. um stjórn ríkisútvarps- ins (ný tilhögun) o. s. frv. — Frv. til fjárlaga fyrir næsta fjárhagsár hefir verið Iagt fram. Niðurstöðutölur samtals 563 milj. kr. Ríkisstjórnin kveðst hafa reynt að koma í veg fyrir nokkura hækkun á út- gjöldum til reksturs þeirra stofnana og fyrirtækja, sem rikið hefir með höndum, og eru þessi útgjöld svipuð sem á yfir- standandi fjárhagstímabili. Til húsabygginga, vega og járn- brauta er meira veitt, þ. e. til vega nemur hækkunin 9 milj. kr. og til járnbrauta 4 milj. kr. Til þess að vega upp á móti þessum útgjöldum er lagt til, að bensínskatturinn hækki um 2 aura lítrinn, en að öðru leyti eru skattar ekki hækkaðir. Til afborgana af ríkisskuldum eru ætlaðar 41 milj. kr. — Gert er ráð fyrir, að stofnuð verði Sendiherra Rússa kveður. Osló, 13. janúar. Jakobowitz, sendiherra Rússa, var í dag í kveðjuheim- sókn hjá Hákoni konungi. — Ráðstjórnin rússneska hefir óskað þess, að aðalræðismanns- skrifstofan í Leningrad verði lögð niður, þar sem ráðstjórnin óski ekki að Norðmenn hafi fleiri ræðismannsskrifstofur í Rússlandi en Rússar i Noregi. Ráðstjórnarríkjasambandið hef- ir nú að eins einn ræðismann í Noregi og ræiðismannsfulltrúa á Svalbarða. — Svipaðar óskir hafa verið bornar fram við Dani og Svía í þessum efnum. NRP.-FB. um ekki ólíkt okkar æfingar- svæðum. Á milli þátta sýnir myndin kamba fjallanna og hrímþokuna, en bak við tind- ana liggja jöklarnir og þangað stefnir hugur skíðamannsins að afloknu námi, því þar bjrrjar hans sjálfstæða líf. Eg leyfi mér að skora á 1. R. að sýna þessa ágætu mynd oftar og ráðlegg jafnframt öllum sem áhuga hafa á skíðaíþróttinni að sjá myndina tvisvar — eða helst oftar — því þá er hægt að glöggva margt sem tapast við fyrstu sýn. Guðmundur Einarsson, frá Miðdal. sendiherraembætti i Bukarest og Mexico City en ræðismanns- embætti í Hongkong. Rithöf- undinum överland eru ætluð 2000 kr. skáldalaun. Til land- hersins eru ætlaðar um 24 milj. kr. (óbreytt) og til flotans liðl. 16 milj. kr. Þar af 3 milj. kr. til smíði nýrra herskipa. NRP.-FB. Fréttir í dag frá ýmsum löndum. NORÐUR-lRLAND: Nýjar kosningar. London, 13. jan. — FtJ. Að afloknum ráðuneytis- f undi í Norður-lrlandi í dag var tilkynt, að almennar kosningar ættu að fara fram 9. febrúar. Áður hafði verið gert ráð fyrir að þær færu ekki fram fyr en i maí. Tilgangurinn mun vera sá, að komast sem fyrst að því, hver vilji kjósenda i Norður- írlandi sé i sambandi við skift- ingu Irlands. í dag er tilkynt að hinn fyrir- hugaði fundur bresku og írsku ráðherranna muni hefjast á mánudaginn kemur i London. ERITREA: Kælihús fyrir síld og fisk. Kaupmannahöfn, 13. jan. FÚ. Norska blaðið „Norges Hand- els- og Sjöfarts Tidende" birtir i dag símskeyti sem segir frá því að Italir séu nú að reisa kælihús í Eritreu, með það fyrir augum að auka innflutning á síld og fiski til Eritreu og Abessiniu og mun þetta geta orðið markaður fyrir þau lönd sem eru hlutlaus i stjórnmálastefnu sinni gagn- vart ítalíu. FRAKKLAND: Gengisfall. London, 13. jan. — FÚ. Gengisfall varð mikið á franska frankanum i gær og; enn meira í dag. Þegar viðskift- um lauk i dag á kauphöllinni í Paris var frankinn 153.5 miðað við sterlingspund, en 147.5 'is gærkveldi. Þetta þj'kir benda- til þess, að gengisjöfnunarsjóð- ur frönsku stjórnarinnar sé genginn til þurðar. Franska ráðuneytið kom saman á fund í dag og að hon- um loknum sagði Chautemps, að stjórnin hefði ákveðið að koma í veg fyrir frekari gengis- lækkun. Hann sagði að hagur ríkissjóðs væri góður, skatta- innheimtur gengju vel og yfir höfuð væru engin þau skilyrði fyrir hendi sem réttlættu þetta gengisfall. NOREGUR: íbúatala Noregs. Osló, 13. janúar. íbúatala Noregs var við síð- ustu áramót áætluð 2.900.000 eða 14.000 meira en i árslok 1936. — NRP.-FB. x

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.