Vísir - 14.01.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 14.01.1938, Blaðsíða 4
VÍSIR SOVÉT-RÚSSLAND: Oslo, 13. jan. FÚ. Litvinov í „æSsta ráði". Sú fregn flýgur fyrir en hefir ekki fengist staðfest að Litvinov utanríkismálafulltrúi Rúss- lands muni ekki framvegis verða f ulltrúi Rússlands á f und- Um Þjóðabandalagsráðsins. Á- Btæðan er þó ekki talin ágrein- ingur við stjórnina, heldur sú að Litvinov hafi i siðustu kosning- iim verið kjörinn í æðsta ráð heima fyrir og muni því tæplega geta komið þvi við að taka þátt í fundum Þjóðabandalagsins. — PÓLLAND: Kommúnstar handteknir. Osló, 13. jan. — FÚ. Þýsk fréttastofa skýrir frá því i dag, að i Varsjá séu í þann veginn að hefjast yfir- heyrslur yfir heilum hópi kommúnista sem teknir hafa verið fastir fyrir ýmsa skað- semdar starfsemi og muni yfir- heyrslur þessar og vitnaleiðslur leiða margt i ljós um starfsemi alþjóðasambands kommúnista eins og hún hefir verið rekin í Póllandi og megi af þvi leiða getum að, hvernig hún muni vera í öðrum löndum. w Bœjof íréWtr I.0.0.F 1=11911«'/» = Veðrið í morgun. í Reykjavík i st., mestur hiti í gær 2 st., minstur í nótt — I. Heit- ast á landinu í morgun 3 st. á Fag- urhólsmýri, mestur kuldi — 6 st. Horni. Yfirlit: Djúp lægð fyrir austan land á hægri hreyfingu í norður. Horfur: Faxaflói: Noro- an kaldi. Léttir til. Skipafregnir. Gullfoss, Goöafoss og Lagarfoss eru í Kaupmannahöfn. Brúarfoss er á leiS til Vestmannaeyja frá Leith. Dettifoss er á leiö til Vest- mannaeyja austan af fjörðum. Sel- foss er á útleiS. Skemdarverk var framiö á hriSjudagskveld inn viS Vatnagarða. Var slitið sæ- símasambandrS viS ViSey og fleira eyöilagt. Lögreglan hafSi upp á þeim í gær, er frömdu hetta verk. Voru það tveir ungilngar, sem frömdu þetta í því skyni aS stela einangrunum og fleiri smáhlutum, sem þarna voru. K osningaskrifstofa SjálfstæSisflokksins er í VarS- arhúsinu. Opin alla daga frá kl. 9 árd. til 7 siSd., sími 2398. Þar fá menn allar upplýsingar kosning- unum viSvíkjandi. C-listinn er listi sjálfstæðismanna í Rvík. Vetrarhjálpin hefir flutt skrifstofu sína upp á loft í VarSarhúsinu. Skrifstofu- tími hennar er hinn sami og áSur, kl. 10—12; og 1—6 og siminn hinn sami, 4546. — Enn liggja margar umsóknir fyrir frá fólki, sem á við erfiSleika aS stríSa og ætti þeir, sem enn ekki hafa látiS neitt af hendi rakna, aS gera þaS sem fyrst. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberaS trúlofun sína ungfrú Elín Jóhannesdóttir, Ásvallagötu 81, og Marino Ingj- aldsson, sjóm., Bakkastíg 5. ORCZY: NJÓSNARI NAPÓLEONS. Ágrip þess, sem undan er gengi'ð. Sagan hefst í Frakklandi eftir mií5ja nítjándu öld. Napoleon III. er á ferð í Lyon með drotningu sinni. í „Pavillon Solferino", þar sem keisarahjónunum er fagnaö, «ru nokkurir aðalsmenn — allir konungssinnar. Dansmærin Lor- end'ana hrífur alla í Solferino, nema einn aSalsmannanna, de Lanoy, glæsimenni mikiS. En hún reynir aS beina hug hans til sín. Dularfull öfl eru aS verki. Er Lorendana verkfæri í höndum þeirra? Er hún aS leiSa de Lanoy á hættubrautir? Sjálfstæðismenn, sem kosningarétt eiga úti á landi, en verSa ekki komnir á sinn kjörstaS á kosningadaginn, mun- iS aS kjósa hjá lögmanni hiS fyrsta, svo aS atkvæSi ySar kom- ist til skila í tæka tíS. Allar uppl. viSvíkjandi kosningunum fá menn á kosningaskrifstofu SjálfstæSis- flokksins í VarSarhúsinu. Sími 2398. Sjómannakveðjur. FB. í dag. Farnir til Englands. KveSjur. Skipverjar á Garðari Erum á leiS til Englands. — KveSjur. Skipverjar á Karlsefni. Nýja Bíó sýndi í fyrsta sinni í gærkveldi bráSskemtilega ameríska mynd, sem nefnist „Hægan nú, Theo- dora". Aðalhlutverkin leika: Irene Dunne og Melvyn Douglas. Guðspekifélagið. Fundur í Reykjavíkurstúkunni í kvöld (föstud.) kl. 9. Form. stúk- unnar flytur erindi. „Ber er hver að baki" segir Stefán Jóhann — hinn nýi fóstursonur Stalins — sem hefir ekki okkur HéSin og Einar Ol- geirsson þeim megin viS sig til skjóls. Hann er orSinn hræddur um þaS, Stefán þessi, aS alhýðan muni hrista hann og aSra slíka „öreiga" af sér í kosningunum, en alla langar bá til þess, hina rauSu „brodda" aS mega halda áfram aS hanga á herSum og baki lúinna al- þýSumanna og sjúga sig þar fasta. AlþýSuna munar um aS rog-ast meS slíkar blóSsugur og er full von til þess, aS henni þyki nú mál til komið, aS slíta þær af sér og fleygja þeim á sorphauginn. Það mun hún og hugsa sér aS gera í kosningunum 30. jan. C-listinn er listi sjálfstæðismanna í Rvík. Selfoss lestaði í gær í Vestmannaeyj- um 1500 pakka af saltfiski til Suður-Ameríku. Næturlæknir: Karl Sig. Jónasson, Sóleyjarg. 13, sími 3925. NæturvörSur í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búSinni ISunni. Útvarpið í kvöld. 18,45 Islenskukensla. 19,10 VeS- urfregnir. 19,20 Hljómplötur: Norræn sönglög. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Skáldskapur og sannindi i íslendingasögum, III. (Björn Sigfússon magister). 20,40 Hljómplötur: Létt lög. 20.45 Öt- varpssagan: „Katrín", eftir Sally Salminen (VII.). 21,10 Útvarp frá SkagfirSinga móti aS Hótel Borg. 22,15 Dagskrárlok. C-listinn er listi sjálfstæðismanna í Rvík. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. ÍÆNSÍAl gPÁLL RJARNARSON KENNIR síslensku, dönsku, ensku, gfrönsku, þýsku, reikning og les ímeð nemöndum. óðinsgötu 9. (30 lýsvlöii s?ið WIENARPYLSUR MIÐDAGSPYLSUR, KINDABJUGU, FROSID DILKAKJÖT og margt fleira. Kjit & Fiskmelisgerðin Grettisg. 64. — Sími 2667. Reylhúsii Grettisg. 50. — Sími 4467. KjötMðiníYerkamanna-' | STÚDENT óskar eftir her- Ibergi, helst í Austurbænum. — gTilboð, sendist Vísi, — merkt: |„Stúdent". (214 g 2 SAMLIGGJANDI herbergi ^og aðgangur að eldhúsi, til leigu |jnú þegar, og 1 lítið, sérstakt. gUppl. Laugaveg 56, uppi. (219 « KVENTASKA fundin. Uppl. síma 4496. (220 Sími 2373. VINNA RÁÐSKONA óskast yfir ó- pákveðinn tíma. Uppl. Laufás- Ivegi 27. (211 Kj tMSitt Fálkagötu 2. — Sími: 2668. ~~fi£mþm> aðeins Loftur. b STÚLKA óskast um tíma í ggrend við Reykjavík. Uppl. í gsima 1797. (217 Q II II IIII.....M II ¦!¦¦¦¦ I g RÁÐSKONA óskast. Uppl. á pVesturgötu 37, kl. 8—9 í kvöld. 1 (218 K4UKK4PUIÍ HVÍT emaileruð eldavél i ágætu standi til sölu. — Uppl. í síma 3523. (216 LÁTIÐ INNRAMMA myndir yðar og málverk hjá Innrömm- unarvinnustofu Axels Cortes, Laugavegi 10. (509 RlLGRIND eða gamall Chevrolet vörubíll, model 1929 —1930, óskast til kaups. Uppl. hjá Nicolai Þorsteinssjaii. Sími 1906 og 3286. (212 VIL KAUPA notaðar blikk- tunnur. Mega vera lok- og botn- lausar. Tilboð sendist Vísi, — merkt: „Tunnur". (213 UÓSMYNDASTÆKKUNAR- VÉL óskast, plötustærð og verð tilgreint, sendist Visi, merkt: „Haukur" fyrir 18. þ. m. (215 RARNAVAGN til sölu. Uppl, Njálsgötu 79, 3. hæð. (221 KVEN-SKAUTASTÍGVÉL~ sem ný, til Söíil iriéð tækifæris- verði. Uppl. í síma 2363. (223 TIL SÖLU á Kaplaskjólsveg 2: 3 Skandia-eldavélar, nr. 908 —910—911, emaileraðar. Elda- vélár af ýmsum stærðum. Mið- stöðvarketill. Kamina. Kolaofn- ar. Alt með tækifærisverði. Sími 2462. (222 í«iJS 'NOA í «íSnqíí>fH ^PIJ }9aBm go mCijiSuBu; 'ansjij -on -uos\p 'jmjnBi 'jnyjojJBij 'jujoj -XnS 'jnjæjmS 're>[gnBa 'ibjiítaj^ •§>[ % -jö! BjnB 0S Briij buio b 'liægB 'mfíiBpui^ oisoji '^p^s í íof^piBioj 'jjnq i íofjiBisaH ^NNIIVIttSOVanNNÍlS J S SOO^^!K5^ÖÍSe«ÆKS©0«ÖOOC«X5«O^SÍOOCSOOOOeCOOOO !XXS5X?íS«5SOÍ Mbhí ad angiýsa í VI Irói Höttur og menn hans, Sögur 1 myjndum fyrir börn, Z. Fógetinn og GramuF ríki. — Eg var ræntur af Hróa Hetti og stigamönnum hans. Þér verfS- íd aí5 hengja þá alla! — VeriS rólegnr, Gramur ríki, auð- vitað verSur Hrói Höttur hengdur, en nú skal eg segja yður fréttir — En fyrir utan klifraSi MeSan fógetinn og Gramur ríki betlarinn uþp eftir vín- tóku saman rá?S sín, hlustaSi ó- viöinum. kunnur maBur á ráðagerS þeirra. INJÓSNARI NAPOLEONS. 10 feginn, að hann var ekki staddur inni i lu.isinu, waknaði af móki sínu. Nú var hann ekki til neyddur að risa á fætur og ef til vill taka þált í að hylla keisarahjónin með húrrahrópum og ýmsu öðru móti, eins og menn gerðu af undir- lægju hætti. Þarna voru þeir allir þessi lífs- tíðar-„þrælar", til þess, ef gerlegl væri, að vekja athygli á sér og lifa það, að keisarinn kinkaði kolli til þeirra af náð sinni. Keisarinn — aisprengur lcorsikanskra hragðarefa'. Hversu . fyrirlitlegt þetta fólk var! Og kona bróður hans, hin stolta, eðalborna hertogafrú de Lanoy, sem kraup sem þerna — hvað hún að eins hefði átt að gera fyrir drottningu, sem borin var til tign- arinnar. Hann beið þar til hávaðinn minkaði, þar til búið var að kajla á vagn keisarahjónanna og .þau.voru ekin af stað. Innan úr salnum bárust veikir hljómar, en hljómsveit frá Vínarborg sat þar inni og lék á hljóðfæri sín. Hann leit inn í salinn og sá sér til hugarléttis, að tjaldið hafði verið dregið niður, og engin sýning fór fram á leiksviðinu. Gestirnir voru margir farnir og smám saman fóru fleiri og fleiri. Að vísu átti skemtunin að standa til klukkan tiu, en „lífs- tíðar-þrælarnir" kunnu ekki lengur við sig þarna, þvi að andrúmsloftið var nú ekki nógu keisaralegt fyrir þá, eftir að keisarinn var far- 'inn á brott með föruneyti sínu. Gérard gekk nú af tur inn í salinn og að borð- inu, þar sem hann hafði áður setið. En vinir hans voru þegar farnir og ítalskur þjónn var að .íaka glösin og flöskurnar af borðinu. Gérard settist niður og skipaði þjóninum að sækja sér könnu fulla af Normandie-öli. Þegar þjónninn var farinn horfði hann i kringum sig og á þá, sem voru að fara út. Einu sinni eða tvisvar reis hann upp til Mlfs til þess að svara kveðju. Og eftir nokkur augnablik vildi svo til, að hann leit á gólfið og — þar — undir borðinu, sá hann rósina, sem Lorendana hafði borið i munni sér, og kastað til hans. Þarna lá rósin illa til reika, marin sundur, svo að hún var engu lík, því að, er Gérard nú beygði sig niður og tók hana upp, var eigi meira en svo að hún héngi saman. Hann lagði hana i lófa sinn og virti hana fyrir sér um stund. Þvi næst tók hann dálítið flatt hylki úr brjóstvasa sínum og lagði rósina i það milli tveggja gagnsærra blaða, og stakk því næst hylkinu aftur í vasa sinn. Honum var ekki ljóst hvers vegna hann gerði þetta. Gérard de Lanoy var að eins tuttugu og þriggja ára þetta ár — árið 1868, Af þvi kann það að hafa stafað, að hið sundurtraðkaða blóm, var lagl til geymslu í „bók minninganna". En nú kom þjónninn með mjaðarkönnuna. Gérard de Lanoy var alveg hárviss um, að hann mundi aldrei framar lita dansmærina Lorendana augum. IV. KAPITULI. Á hinum erfiðu árum, sem nú komu hvert á fætur öðru spurði Gérard de Lanoy oft sjálf- an sig, hvers vegna hann hefði ekki látið þar við sitja. Hann hafði kveðið upp dóm, i huga sér, yfir dansmærinni Lorendana, þann dóm, að hún væri almúgaleg, og hann taldi sjálfum sér trú um, að hún skifti hann engu, að hann hefði ekki neinn áhuga fyrir henni, og vissu- lega hefði hún ekki hrifið hann, þótt hún hefði haft gagnstæð áhrif á vini hans, i sannleika hafði hún „hlaupið í taugarnar" á honum, einkanlega haf ði litaða hárið hennar vakið and- úð hans, og litaðar varirnar og alt þetta dular- fulla, sem hún var að reyna að tileinka sér. En hvernig, sem á því stóð, — þegar hann loks fór úr Pavillon Solferino þetta kvöld, til þess að hitta vini sina í klúbbnum, var það eitthvert ómótstæðilegt afl, sem dró hann aft- ur að Pavillon Solferino. Og nú lagði hann leið sína að dyrum baka til á húsinu, þar sem yfir var letrað: ENT1\ÉE DES ARTISTES undir blaktandi, daufu ljósi. — Algerlega i ósamræmi við sjálfan sg og gramur sjálfum sér, vegna heimsku sinnar, tók hann sér eigi að síður stöðu þarna, og hallaði sér upp að veggn- um skamt frá dyrunum, þar sem skugga bar á. Dálitill hópur fólks hafði safnast þarna, er de Lanoy bar að. Voru það blaðamehn og að- dáendur og vinir hinna ýmsu listamanna, sem nú voru að koma út, og f óru nú sína leið ásamt vinum þeirra, sem eftir þeim höfðu beðið. Gér- ard horfði á fólk þetta, með leti- og kæruleysis- svip, en annað veifið skaut þeirri spurningu upp í huga hans, hvort Lorendana mundi vera farin, hvort hann mundi sjá hana aftur nú og hvort hún mundi hafa þvegið litinn úr hári sínu og þurkað farðann af vörum sér. Þannig leið fjórðungur stundar og smám saman fækkaði þeim, sem biðu. Lorendana hlaut að vera farin, en Gérard var undarlega skapi farinn af tilhugsuninni um það. Hann var feginn í aðra röndina, en í hina þótti hon- um leitt, að hún skyldi vera farin. Og nú tók hann i sig að fara sina leið, en þá heyrði hann alt í einu karlmann segja eitthvað, en kona svaraði, og á næsta andartaki kom dansmærin í ljós í dyrunum. Hún var að tala við einhvern, sem gekk á ef tir henni, og hún nam staðar rétt í svip, í dyrunum, þannig, að ljósið bar á niður- andlit hennar. Gérard vildi fyrir hvern mun, að liún sæi sig ekki þarna, og færði sig eins nálægt veggnum og honum var auðið, til þess að hún kæmi ekki auga á sig. Nú gekk hún út á götuna. Maðurinn gekk á ef tir henni og er þau voru komin niður tröpp- urnar bjóst hann til að leiða hana, all-kumpána- lega. Þótt skuggalegt væri þarna þóttist Gérard geta séð, að þetta væri heldur draslaralegur ná- ungi, sennilega einn af fimleikamönnunum, sem tóku þátt í sýningum í Solferino. Er þau höfðu gengið nokkur skref var sem Lorendana rankaði við sér alt í einu, því að hún sagði: „Hamingjan góða, eg hefi gleymt hringnum mínum!" Hún ætlaði að snúa aftur til leikhúss-bak- dj'ranna, en maðurinn varð fyrri til. „Eg skal fara," sagði hann og bætti við: „Hvar skildirðu hann eftir?" „I herberginu mínu, flýttu þér, væni minn, áður en nokkur finnur hann og hirðir." Hún stóð þarna og beið meðan maðurinn f ór aftur inn i leikhúsið. Birtuna bar nú svo á hana, að Gérard gat virt hana vel fyrir sér. Hún bar barðastóran, skrautlausan hatt á höfði, sem hún batt með breiðu bandi undir hökunni, en hrokkið hár hennar gægðist fram undan liatt-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.