Vísir - 25.01.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 25.01.1938, Blaðsíða 4
VlSIR mamamms, xm urmma^r ii TOa'rsara.- VMtTTOg^raarroawM! íé og eignum, heldur mannoröinu líka. Er nú nokkur fur'ða, þótt all- ir, sem nokkurs hafa átt úrkosta, hafí reynt að losa sig frá svona stöðum, enda hefir reynslan orðið sú. Flestir dúgmennirnir hafa far- íð, og reynt að koma sér fyrir annarsstaðar, fólkinu hefir fækk- að, tóm atvinnuhúsin standa eftir. Þangað sem áður var straumur af glöðu fólki á atvinnustaðina, er nú straumuraf öreiga og allsleysis lýð sem leitar á náðir úrræðalítilla og vanmegna bæjarfélaga, til þess að reyna að fá eitthvert bjargræði og sefa hungrið. Slík er og verður hin blákalda reynsla, þar sem dugnað- ur og einkaframtak hinna hæfustu manna, er annað hvort hnept í fjötra eða útilokað, en einhvers- konar almenningseldhús í atvinnu- rekstri á að koma í staðinn, þar sem enginn ber ábyrgð á neinu, eða allir á öllu. Það verður lík- lega lengi svo með mannseðlið, að merin vinna meira og betur fyrir sjálfa sig, heldur en fyrir fjöld- ann, hvað senr öllurn nýmóðins kenningum líður. Urn svona staði, þar sem hinir rauðu afglapar hafa náð tökum á, og konrið öllu í kalda kol, má segja það, senr góðskáld okkar eitt sagði eitt sinn, utri þorp nokkurt hér á landi: .... „Þar sem kyn- stórir kappar léku, sofa nú hross- ætur á hundaþúfum". Þetta er öm- urlegt ástand, og þetta er óþarft ástand. Þetta eru sjálfskaparvíti. Þetta eru spor sem hræða. Nú standa kosningar fyrir dyr- um, bæði hér í Reykjavík og öðr- um bæjum á landinu. Það virðist vera lítill vandi að ganga til þess- sra kosninga, fyrir alla þá, sem vilja vel framtíð þessa bæjarfélags og þar með hvers einstaklings. Sjálfstæðisstefnan hefir ríkt hér í bæ um langan thna, og sýnt hverju hún hefir áorkað í atvinnu- og menningarlífi bæjarins. Það er því skylda hvers kjósanda að fela þeim flokki völdin, bæði nú og í framtíðinni, eil láta aldrei glepj- ast af fagurgala og smjaðri eða neinskonar blekking'abrögðum, sem óhlutvandir skrumarar geta iátið sér detta í hug að beita, til þess að villa um fólkið, eða hversu oft sem þeir stagast á slagorðun- um, eða vináttufalsi sinu við „al- þý8una“, „verkamenn“, „vinnandi stéttir" og fleira af slíku góðgæti, eða hverju nafni sem þeir nefcia flokka sína eða þykjast tilheyra í það og það skiftið. Því það má líkja þessum þjóðspillingastefnum við orma, sem sagt er að séu þannig gerðir, að þó þeir séu höggnir í marga parta, þá skríði þeir saman aftur. Reykvíkingar! Látið Ingólfsbæ aldrei falla í hendur innlendra æs- ingaflokka eða útlendra landráða- flokka. Þið sýnduð mátt ýkkar við síð- ustu kosningar, sem þið eigið mik- ið lof skilið fyrir og var ykkur til mikls sóma, og eins veit eg, að muni verða við þessar kosn- ingar. Kjósið C-listann! Þ. x. Knattspyrnau í Englandi. S.l. laugardag fór fram önnur stóra umferðin í Cup-kepninni. — Kappleikirnir voru 16 og fóru á þessa leið: Aston Villa—Blackpool .... 4:0 Barnsley—Manch. United .. 2:2 Bradford—Stoke City ...... 1: 1 Brentford—Portsmouth .... 2:1 Charlton—Leeds United .... 2:1 Chesterfield—jBurnley..... 3:2 Everton—Sunderland ........0:1 Huddersfield—Notts County 1: o Luton Town—London Town 3: 1 Manch. City—Bury ......... 3:1 New Brighton—Tottenham . 0:0 Nottingham—Middlesbrough 1: 3 Preston N. E.—Leicester .. 2:0 Sheff. United—Liverpool .. 1: 1 Wolverhampton—Arsenal .. 1:2 York City—West Bromwich 3: 2 Að Everton heima mundi tapa fyrir Sunderland mun ekki hafa þótt líklegt fyrir leikinn, því að Everton hefir altaf verið sterkt í Cup-kepninni. Að vísu er Sunder- land Cup-meistari síðan í fyrra, en munurinn á styiddeika félag- anna er ekki meira en það, að flestir hafa búist við að heima- völlur myndi ráða úrslitum. Fáir hafa þeir og verið, sem treystu Arsenal til að sigra Wolverhamp- ton heima, því að Arsenal tapaði fyrir sama félagi í síðustu viku. — ÞaS er og vel af sér vikið, af York City úr 3. deild, að slá út West Bromwich. En svona er Cup-kepn- in. Það er barist upp á líf og dauða, ef svo mætti að orði kveða, því að það félag sem tapar leik, er slegið út, og kemur ekki við söguna meir fyr en eftir heilt ár. Nú eru bara 16 félög eftir í kepn- inni. Sigurvegarinn ætti að vei'ða eitt af þessum félögum: Sunder- W '■Mk iyJ «'«■ runaur annad kvöld í kaup- þmgssalnum, kl. 8 Vs* Á DAGSKRÁ: Blað fyrir stéttina. Ennfremur ýms félagsmál. Fjölmennið. STJÓRNIN. Síiíií iíitiíSíií itiíiíiíiíittíií ií iíiíiíiOí i'iíi! 1 Ullarbaud i 8 í g (= garn) í öllum regnbog-ö jí ans litum nýkomið í g « verzl. ö Íí » £ Ben. S. Þórarinssonar.« F.U.K. A.-D. Fundur i kvöld kl. 8V2 8V2. Cand. theol. Magnús Runólf's- son talar. Alt kvenfólk velkomið. TEOfANI Ciaaretlrur ISUSNÆCI HERBERGI óslcast til leigu í iausturbænum. — Uppl. í síma Í2665. (357 VANTAR 1 eða 2 herbergi og ieldliús. Tilboð, merkt: „Strax“, Isendist Vísi. (363 2 RÚMGÓÐ lierbergi, eldhús og búr (kjallaraibúð) með þægindum, ódýrt, til leigu. — A. v. á. (365 ÍTAIAU-fUNEit] TAPAST hefir kvenarm- bandsúr. Skilist gegn fundar- launum á Haðarstíg 20. (356 FUNDINN sj álfblekungur. —- Ingólfsstræti 19. (359 REYKTAR HVARVETNA Hárfléttur við ísl. og útlendan búning í mildu úrvali. Keypt sítt, afklipt hár. — Hárgreiðslust.Ferla GULLARMBANDSÚR merkt: „Rannveig“, tapaðist á mið- vikudagskveld í Reykjavik eða Hafnarfirði. Finnandi vinsam- lega beðinn að gera aðvart í síma 9290. Fundarlaun. (340 TAPAST liefir nýlega silfur- jkross með festi. A. v. á. (362 DÖMUGULLÚR fanst í Aðal- Istræti á laugardag um þrjú jleytið. Sími 3075. (368 KARLMANNAHANSKAR töpuðust á sunnudaginn frá iHoltsgötu 18 að Sellandsstíg 18. Sldlist á Sellandsstíg 18. Fund- arlaun. (367 land, Aston Villa, Brentford, Manch. City, Arsenal — eða kann- ske' gamla og góða og vinsæla Huddersfield Town? Hver veit. í fyrstu d'eild „League“-kepn- innar fóru fram þessir tveir kapp- leikir: Birmingham—Chelsea 1:1, Bolton—Derby County o: 2. Þess- ir leikir höfðu þó litla breytingu i för með sér hvað röðina snertir. — í annari deild sigraði Coventry Southampton með 2: o og fór við það upp í 2. sæíi, eða upp fyrir Sheff. United. Mesta undrun af öllum úrslitum síðasta laugar- dags hefir þó vakið, að Fulham SKÚR eða húspláss, 50x100 m. óskast til leigu. — Tilboð, merkt: „Frostfrí“ sendist afgr. strax. (355 sigraði Swansea með 8: 1. Fulham hefir nú alllengi verið neðst í 2. deild, en nú upp á síðkastið hafa þeir heldur sótt í sig veðrið, og nú skutu þeir bæði Swansea og Plymouth aftur fyrir sig — með markafjölda, sem heiðrað hefði sjálft Arsenal eða þess líka. VÉLRITUN ARKEN SL A. — Cecilie Helgason. Sími 3165. (18 PRJÓNAVÉL til sölu. Berg- staðastræti 17. (358 I9£) — -gppp iiu'S ’uoy 'PTiymí.i ‘an -jpmq ‘.inuoj]is' ‘jn[jp|jc>[ ‘jnjæj -piS ‘pn[pnuj [ú>p 1 A[j -cuqpq -sjúuuiu) njj ggo ax\t -jn[UAi[ jns §0 uuipos 'ipnpni [[tminS c.n; g •]>[suo[si ‘jpfiusc[8Spj[ •>[su9[gJou S[ojcpncs 'Jn -qsjtjjsoA ‘joui HnayqONH PÍANÓ óskast leigt. Uppl. í síma 2366, eftir kl. 8 á kveldin. (364 Fornsalan Hafnarstræti 18 kaupir og selur ný og notuð liúsgögn og lítið notaða karl- mannafatnaði. DÖMUKÁPUR, kjólar, dragt- ir og allskonar barnaföt er snið- ið og mátað. Saumastofan, Laugavegi 12, uppi. Sími 2264. Gengið inn frá Bergstaðastræti. (317 UN GLIN GSSTÚLK A, 14—16 ára óskast austur í Biskups- tungur til aðstoðar húsmóður- inni. Uppl. á Hverfisgölu 68. — (360 STÚLKA óskast í vist á Norð- urstíg 7 (Hamar). Sími 2885. (351 KAUPMENN og verslunar- menn! Trésmiður óskar eftir atvinnu gegn alskonar vöru- úttelct. A. V. á. (366 LÁTIÐ innramma myndir yðar og málverk hjá Innrömm- unarvinnustofu Axels Cortes, Laugaveg 10. (509 ITæturlæknir. Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstr. 14, sími 2161. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. WALTHER HERRING: Das anMannte Island Verð kr. 10.20. Bókaversiun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbsfejar B. S. E., Laugavegi 34. NJÓSNARI NAPOLEONS. 18 kurieisíega með því að kinka kolli hvor til ann- ars. Gerard síaðnæmdist á götuhorni og bug- leiddi hvern hann skyldi ávarpa næst af þeim, sem fram bjá færi. „Afsakið mig, lierra, hvar er Grenelle-gat- an?“ „Þetta er Grenelle-stræti — þér standið við götuna“. Og þá gleymdi Gerard allri kurteisi og þakk- aði ekki manninum. Hann ædcli upp götuna og leitaði uns liann fan'n húsið númer 16. Hann hringdi dyrabjöllunni og er húsvörð- urinn, sem hafði setið að matborði með fjöl- skyldu sinni, kom til dyra, æpti liann nafn Lorendana. „Númer 3 á efstu hæð“, öskraði maðurinn, sem varla hafði gefið sér tíma til þess að renna jriður matnum. „Dyrnar til vinstri“. íbúð Lorendana vissi að garðinum baka til við húsið. Það var þröngt í stiganum og ógeðs- leg lykt barst að vitum Gerards, matar- og rakalykt. En Gerard veitti því vart eftirtekt. Hann bljóp upp steintröppurnar, og var móður mjög', er hann loks komst upp á efstu liæð, og stóð við dyrnar á íbúð númer 3. Óhreint og velkt nafnspjald var fest á hurð- ina með títuprjóni. Á því stóð: JUNANITA LORENDANA. Gerard bringdi bjöllunni. Dyrnar voru þegar opnaðar. Lagleg stúlka, í dökku pilsi, með snotra, hvíta smekksvuntu og hvítan kappa á höfði, opnaði dyrúar. „Hvers óskið þér, herra?“ spurði hún. „Madama Lorendana?" spurði Gerard og undraðist mjög hversu snoturlega klædd þern- an var. „Eg þarf að tala við Mme. Lorendana. Það ætti að liggja í augum uppi,“ svaraði hann stuttlega. „Eg skal spyrja hvort Mme. Lorendana þókn- ast að tala við yður. Hún situr að matborði sem stendur. Hvert er nafnið, leyfist mér að spyrja?“ Vafalaust hefir það hlaupið í taugarnar á Gerard, að tilkynna þurfti nafn hans og spyrja, livort Lorendana þókfiaðist að tala við hann. „Þessi almúgalega dansmær“, mundi hann hafa sagt við vini sina, liefði þeir verið með honum. En þetta kom honum algerlega á óvart. Og þess vegna lét hann enga frekari óþolin- mæði í ljós, heldur fór að þreifa í vasa sínum eftir smáhefti, sem liann haf'ði nafnspjöld sín í, og er hann hafði fundið það rétti hann þern- unni eitt þeirra. Ilún tók við þvi og virtist verða allmjög undrandi, eftir svip hennar að dæma, er hún las „Gerard de Lanoy greifi“. Ilún opn- aði dyrnar betur og leyf'ði Gerard að koma inn í forstofuna. „Þóknast herra greifanum að ganga inn?“ spurði hún nú, enn hátíðlegar og kurteislegar en áður. „Eg skal tilkynna Iiúsmóður minni komu yðar“. Gerard litaðist um í forstofunni, en stúlkan fór gegnum dyr, sem glerhurð var í, inn í íbúð- ina. Gerard var í ranninni alveg forviða — svo forviða, a'ð öll gremja lians og í rauninni á- stæðulitla reiði hjaðnaði á svipstundu. Vitan- lega var hann þreyttur og svefnlítill og þa'ð liafði lamað hann, en þegar í stað, er hann kom inn í forstofu þessar ibúðar, þar sem var svalt og góðnr ilmur, leið honum vel. Það var eítt- livað svo kyrlátt og friðarlegt þarna. Það var eins og hann hefði komið úr öðrum og verri heimi inn í annan betri. Þar, sem liann hafði verið var ófriður, óhreinindi, ilt loft, vanlíðan. Þar sem hann var nú, var fri'ður, alt hreint og snoturt, jafnvel fagurt og gott loft, öll skilyr'ði til velliðunar. Það var því ekki furða, þótt hann væri forviða. Þegar hann hringdi dyrabjöllu íbúðarinnar liafði hann búist við að sjá eitthvert kerlingar- hró, geðilslculegt og slægviskulegt, sem svo tið- um voru í vistum hjá gleðimeyjum — eða þá, að móðir liennar mundi opna dyrnar, móðir hennar, sem vérndaði hana sem dreki. En þess i stað kom þessi litla, snotra og smekklega klædda þerna, augsýnilega vel þjálfuð í starfi sínu. — Gerard leit í kringum sig af enn meiri áhuga en áður. Forstofan var lítil og glerdyrnar voru gegnt inngangsdyrunum, en göng voru til vinstri liliðar. Snotur Austurlandaábreiða liuldi að mestu gólfið, sem var lagt tígulsteinum, og á miðju gólfinu var kringlótt borð, gert af hlyn- viði, en á því miðju stóð bronze-lampi, og frá honum virtist koma hin unaðslega angan, sem Iiafði fylt vit Gerards, þegar er þernan opna'ði dyrnar, og haf'ði þau áhrif á hann, að honum fór nærri þegar að li'ða betur. Á'ður en hann fengi tækifæri til þess að skoða sig um betur kom þernan í ljós. Hún sagði, af kurleisi mikilli: „Þóknast yður að ganga inn, herra minn?“ Hún tók liatt hans og staf og hann gekk inn í hið snoturlegasta kvennaherbergi, sem hann nokkuru sinni hafði í komið. Alt bar vitni hinni mestn og fullkomnustu smekkvísi. Á gólfinu var Aubusson-ábreiða, en fagurlega gerð knipl- uð tjöld voru fyrir gluggum. Á spjaldþiljuðum veggjunum voru Bartolozzi-koparstungur, Berg- ére-húsgögn, Sevres-postulín! Furða Gerards var svo mikil, að hann mundi engu orði hafa upp komið fyrst í sta'ð hefði hann gengi'ð þarna inn með einhverjum vina sinna. Honum fanst hann vera að lifa eitthvert æfintýrið, sem hann liafði lesið þegar liann var barn. Honum fanst, að hann, eins og Aladdin í Þúsund og einni nótt, hefði komið inn í töfrahelli, og séð hina furðu- Iegustu Austurlandaskartgripi. En það, sem vakti þó enn meiri fur'ðu lians var það, er hann sá drotningu þessa ríkis koma á móti sér. Meðan Gerard, sveittur og þreytlur og æfur af reiði, var að stritast við að finna liús- ið nr. 16 við Grenellgötuna, hafði Lorendana skift um klæði, farið úr svarta kjólnum með livítu déplunum, og í hvítan musselinskjól með kniplingaleggingum og bláum böndum, sem eins og gengu í bylgjum á krinolinu hennar, er hún gekk til lians — hún var eins og prinsessa, sem skyndilega hafði komið í ljós, til þess a'ð vekja líf í þéssari töfrahöll. „Vesalings Gerard varð þegar ljóst,“ hélt hcrtogafrúin áfram, „að hann gat ekki látið reiði sína bitna á þessari fögru konu, sem birt- ist honnm sem hin fegursta álfamær. Það hefði líka verið ófyrirgefanlegt af lionum að liand- leika nema með varúð þennan fagra kjól og kniplingaleggingarnar. En eg geri ráð fyrir, að þetta liafi alt verið með ráði gert lijá dansmær-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.