Vísir - 12.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 12.02.1938, Blaðsíða 2
V 1 S I R VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I ! Austurstræti 12. og afgreiðsla j S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Mjólkin. MjólkurverSlagsnefnd hefir ® nú ákveðið að hækka út- söluverðið á mjólk hér í bæn- um. Þessi verðhækkun er einn ávöxturinn enn af síðustu „hrossakaupum“ stjórnarflokk- anna í landinu, eða samningum þeirra á síðasta þingi um „á- f ramhaldandi s t j ómarsam- vinnu“. Eitt atriðið í þeim samningum, var um það, að mjóíkurlögunum skyldi yerða breytt þannig, að framkvæmd jæði full verðjöfnun á allri sölumjólk, sem framleidd væri á sama verðjöfnunarsvæði, livort sem hún væri seld til neyslu eða liagnýtt á annan hátt. Áður var verðjöfnun talc- mörkuð og mátti ekki verja til hennar meira en 8% af sölu- verði neyslumjólkurinnar. En lil ]>ess að framkvæma fulla verðjöfnun, verður að hækka verðjöfnunargjaldið að miklum mun, eða afla tekna til þess með öðrum hætti. Verðjöfnunargjaldið hefir nú verið liækkað úr 8 upp í 10% af verði neyslumjólkurinnar. En sú hækkun lirekkur hvergi nærri til þess, að unt verði að framkvæma fulla verðjöfnun. Þess vegna virðist nú hafa ver- ið gripið til þess ráðs, að liækka útsöluverð neyslumjólkur, án þess þó að tilætlunin sé að framleiðendur hennar njóti góðs af þeirri verðhækkun, og þeir fái hærra verð greitt fyrir mjólk sína, heldur fyrst og fremst eða eingöngu í þvi skyni að afla fjár til verðjöfnunar, auk hækkunarinnar á sjálfu verðjöfnunargjaldinu. Því er nú haldið fram, í stjórnarblöðunum, að útsölu- verð neyslumjólkurinnar hafi verið hælckað samkvæmt kröfu mjólkurframleiðenda i ná- grenni Reykjavíkur, sem flestir séu sjálfstæðismenn. Það eitt virðist rétt í því, að þessir m j ólkurf ramleiðendur haf i krafist þess, að mjólkurverðið yrði hækkað. En þeirri kröfu liefir veríð tekið þannig, að neyslumjólkurverðið hefir að vísu verið liöfkkað, en ekki beinlínis í þágu framleiðenda Iiennar, heldur til þess að full- nægja fyrirmælum nýju mjólk- urlaganna, sem Alþýðuflokkur- inn hjálpaði Framsóknar- flokknum til að koma fram á síðasta þingi. Krafa framleið- endanna um verðhækkun er því aðeins notuð sem skálkaskjól, lil þess að fela það fyrir al- menningi, hver hin sanna orsök verðhækkunarinnar á mjólk- inni er, að það eru „hrossa- kaup“ stjórnarflokkanna í mjólkurmálinu sem henni Ágreiningur innan bresku stjórn- arinnar um Miðjarðarhafsmálin. Cliamberlaiii vill ná samkomulagi vid Mussolini, en Eden ep á annari skoðun. valda, en ekki kröfur eða þarfir framleiðenda neyslumjólkur- innar. Því liefir verið harðlega neit- að af Alþýðuflokksmönnum, að svo liafi verið um samið milli Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, að útsöluverð neyslumjólkurinnar skyldi verða hækkað, þegar nýju mjólkurlögin kæmi til fram- kvæmdar. En í rauninni skiftir það engu máli, livort um þetta liefir verið samið eða ekki. Þó að fulltrúar Alþýðuflokksins á Alþingi, sem stóðu að samn- ingunum við Framsóknarflokk- inn, séu engir afburðamenn að viti eða skilningi, þá eru þeir þó ekki þeir skynskiftingar, að ]>eir liafi ekki hlotið að skilja það, að með einhverjum hætti mundi verða að afla fjár til þess að framkvæma fulla verð- jöfnun allrar sölumjólkur á verðjöfnunarsvæði Reykjavík- ur og Ilafnarfjarðar, sem nær yfir allan Sunnlendingaf jórðung að Vestur-Skaftafellssýslu einni undantekinni. En til þess voru i rauninni ekki nema tvær leið- ir: að hækka verðjöfnunar- gjaldið nægilega mikið, og lækka að sama skapi útborgun- arverðið til framleiðenda neyslumjólkurinnar, eða að bækka útsöluverð neyslumjólk- urinnar, og nota þá hækkun til verðjöfnunarinnar til viðbótar verðjöfnunargjaldinu. Ef fyrri leiðin hefði verið farin, þá hefði afleiðingin orðið algert hrun landbúnaðarins í nærsveitum Reykjavíkur. Þess vegna liefir síðari leiðin verið valin, og þó þannig, að verðjöfnunargjaldið liefir verið liækkað nolckuð, og framleiðendurnir þannig skatt- lagðir að sínum liluta svo sem fært hefir verið talið. En aðal- skatturinn er þó lagður á neyt- endurna. Og að svo mundi fara, Iiljóta allir, sem um þetta mál liafa fjallað, að hafa gert sér Ijóst. Og það skorti heldur ekkert á það, að á það væri bent undir meðferð mjólkur- málsins á síðasta Alþingi. Það er nú lílca vitað, að einmitt fyr- ir þessar sakir var það, að Al- þýðuflokkurinn hafði á undan- förnum þingum lagst á móti þeim breytingum á mjólkurlög- unum, sem nú eru orðnar að lögum fyrir atbeina flokksins. Og J>eim breytingum var and- mælt af hálfu flokksins einmitt með þeim rökum, að söluverð neyslumjólkurinnar hlyti að Iiækka, ef framkvæma ætti fulla verðjöfnun. En á síðasta þingi álli floklíurinn um það tvent að velja, að ganga að þessu eða að ganga úr stjórn- arsamvinnunni við Framsókn- arflokkinn. Og þá þótti honum ekki í það horfandi, að fóma hagsmunum kjósenda sinna l'yrir flokkshagsmunina. ERLEND VÍÐSJÁ: FLOTAAUKNING RÚSSA. Fjandsamlegar þjóÖir búa sig undir stríð gegn Rússum í Evrópu og Asíu, sagði Stanislas Kossior, rússneskur embættismaður, í ræðu, sem hann flutti á hinu nýja Rúss- landsþingi i janúar. En þingið veitti stjórninni ótakmarkað vald til hvers konar ráðstafana, ef hætt væri við styrjöld. Og á þessu sama þingi lýsti forsætisráðherra Rússlands, Wyascheslaff M. Molotoff, yfir því, að ríkisstjórnin ætlaði sér að vinna af öllu kappi að því, að auka rússneska flotann, m. a. smíða mörg stór herskip. „Það er satt,“ sagði forsætisráðherrann, „að vér höfum eignast mörg lítil herskip, sem munu koma að góðu liði til landvarna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. / Agreiningur er kominn upp innan bresku stjórnar- innar um það hvaða stefnu Bretar skuli taka gagn- vart Ítalíu. Blöðin gera þennan ágreining að umtalsefni í morg- un. Það er kunnugt, að Italir hafa fyrir nokkuru leitað fyrir sér um lán í Englandi, en breska stjórnin liefir verið talin ófús til þess að veita samþykki sitt til lánveitingarinnar, nema ítalir hætti öllum áróðri í garð Breta EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, i morgun. Imorgun gaf hin nýja stjórn í Búkarest út opinbera tilkynningu um stefnu sína. Segir í tilkynningunni að liin nýja stjórn muni i höfuð- atriðum fylgja sömu stefnu og Gogastjórnin, þ. e. að liún muni halda áfram að vinna gegn Gyðingum og vinna á þjóðernis- legum grundvelli. Þá verður hafin endurskoðun á því, hverj- ir hafa hlotið borgararéttindi síðan stríðinu lauk og allir þeir, er hafa öðlast þau á sviksam- legan liátt, verða sviftir þeim. Rúmenía muni halda áfram hinni fyrri utanríkisstefnu sinni, slyðja Þjóðabandalagið á allan hátt og halda við gömlum bandalögum. United Press. FLUGFERÐIR TIL ÍSLANDS. Stjórn norska flugfélagsins skýrir fréttaritara úlvarpsins i Kaupmannah. frá því, að enn þá sé ekkert afráðið um það, hvenær flug geti hafist á milli Noregs og íslands og lætur þess getið um leið, að þetta mál hafi enn þá ekki verið rætt í fullri alvöru milli fulltrúa frá félag- inu og íslenskra stjórnarvalda. Hinsvegar hljóti samvinna Dan- merkúr og Islands að hafa mjög mikla þýðingu fyrir framgang málsins. — FÚ. En þegar vér höfum lokið við aÖ koma upp verksmiÖjum þeim, sem nú eru í smíðum, verður hafist handa um smiði stórra herskipa. Og smíði þeirra verður mjög hrað- að.“ Forsætisráðherrann minti áheyr- endur sína á, að Rússar hefðu mik- illar strandlengju að gæta, en f jand- menn þjóðarinnar væru margir, og þess vegna þyrfti Rússar að hafa öflugan herskipaflota. — Sérstakt flotamálaráð hefir verið stofnað i Rússlandi, og er það aðskilið frá landvarnaráðinu. á útvarpsstöðvum sínum, liætti afskiftum sínum af Spánar- styrjöldinni o. s. frv. Hafa sam- komulagsliorfur verið litlar þar til nú fyrir skemslu. Er nú svo að sjá, sem nokkur hluti bresku stjórnarinnar vilji ná samkomu- lagi við ítali, og er þar Chám- berlain forsætisráðherra fremst- ur í flokki. En Anthony Eden utanríkis- málaráðherra hvetur til hinn- ar mestu varfærni. Treystir hann ítölum lítt. — Upphæð lánsins, sem ítalir vilja fá í London, er 25 miljónir ster- lingspunda. London, 11. febr. — FÚ. 1 frétt frá Moskva segir, að 6 ílutningaverkamenn liafi verið dæmdir til dauða fyrir skemd- arstarfsemi að lokinni rannsókn á slysi, þar sem almennings- vagn hrapaði ofan í á og nokk- urir menn druknuðu. Þessir 6 menn eru sagðir liafa verið meðlimir í gagnbyltingarsinnuð- um félagsskap. Fimm aðrir, þar á meðal ein kona við eina siarfsdeild stjórn- arinnar í Krim-lýðveldinu, liafa verið dæmdir til dauða fyrir fjárdrátt, sem nemur um hálfri miljón rúblna. Aftökur í Japan. 85 aeni líflátnir fyrir kommánistastarfseml. London, 11. febr. — FÚ. I frétt frá Tokio hermir, að 85 menn hafi verið teknir af lífi fyrir kommúnisliska starfsemi. Það er upplýst um leið, að á tímabilinu frá þvi í mars í fyrra, þar til í nóvember, voru mörg liundruð manns teknir fastir fyrir kommúnistiskan undirróður í Japan, og liefir margt af þessu fólki þegar ver- ið dæmt til æfilangrar þrælkun- arvinnu. 135 manns eru nú fyr- ir rétti. ORUSTURNAR VIÐ TERUEL. Orustur hafa brolist út á ný riorðan við Teruel, og ennfrem- ur á Guadalajara-vígstöðvun- um, norðaustan við Madrid. Nákvæmar fréttir vantar þó af þessum orustum. GYÐINGAOFSÓKNIR Á ÍTALÍU. Einkaskeyti til Vísis. London, í morgun. Fyrstu afleiðingarnar af Gyðingaárásum blað- anna eru nú farnar að koma í ljós. Hefir nú verið lýst yfir opinberlega, að Gino Olivetti, þingmaður, hafi lát- ið af embætti sem forseti rannsóknarstofunnar í þágu baðmullariðnaðarins og sem raraforseti félags baðmullar- iðnrekenda. Olivetti var mik- ilsmetinn maður á f jármála- aviðinu og í iðnaðarmálum. United Press. Frá rússnesku leiðangursmönnunum. Dr. Lauge Koch hefir þegar sent mönnum sínum á Austur- Grænlandi fyrirskipanir um, livernig haga skuli aðstoðinni við leiðangursmenn. Er gert ráð fyrir, að settur verði vörður á 400 kílómetra langa strand- lengju, frá Ella-eyju verður flokkur sendur til stöðvarinnar við Parry-höfða. Varðstöðvarn- ar nr. 2, 3 og 4 verða settar und- ir gæslu Egil Egilsens frá Scor- esbysundi. — FÚ. Óhigstæðnr versl- nnarjöff uínr. Verslunarjöfnuðurinn varð í janúar óhagstæður um 1.136.- 970 kr. Innflutningurinn nam 2.555.830 kr., en útflutningur- inn 1.418.860 kr. I janúar 1937 nam innflutningurinn 1.617.- 540 kr., en útflutningurinn 2.336.420 lcr. Mestur hluti þessa mismunar kemur af minni saltfislcútflutn- ingi þetta ár. I jan. 1937 nam hann 1.190.090 kr., en í jan. nú aðeins 289.160 kr. Thor Thors alþm. hefir verið kosinn formaður sýningarráðs- ins, sem sér um þátttöku okkar íslendinga í heimssýningunni í New York. Varaformaður var kosinn Guðm. Vilhjálmsson frkv.slj. Ritarar voru þeir kosn- ir þingmennirnir Emil Jónsson og Steingr. Steinþórsson. Vilhjálmur Þór, sem er á leið hingað suður, hefir verið ráð- inn framkvæmdastjóri íslensku sýningarinnar. Með honum í framkvæmdastjórn eru Har. Árnason og Ragnar Kvaran. iýja rúmeoska sljórain heldur ðfram stefnu fjoga stjórnarinnar Björfunarskútan Siebjörg leggur bráðlega af ■tað til íslands. Islensk áhöfn liefir nú tekið við björgunarskútunni „Sæ- björg“ og er gert ráð fyrir, að skipið sigli bráðlega áleiðis til Islands. Þorsteinn skipstjóri Þorsteinsson í Þórshamri í Reykjavík, sem séð liefir um smíði skipsins, segir í viðtali við „Berlingske Tidende“, að Slysa- varnafélag Islands mundi fús- lega vilja láta smiða skip í Dan- mörku, en þó teldi liann liklegt, að ekki gæti af því orðið, fyrst og fremst af gjaldeyris ástæð- um, með því að viðskiftajöfnuð- ur íslands og Danmerkur væri Islandi mjög óhagstæður. - FÚ. Skákþing íslendii&ga Níunda umferð fór fram í gærkveldi. — I meistaraflokki fóru svo leikar, að Ásmundur Ásgeirsson vann Guðbjart Vig- fússon, jafntefli varð milli Steingríms Guðmundssonar og Baldurs Möller, en biðskák milli Eggerts Gilfer og Einars Þorvaldssonar. Aðeins ein um- ferð er nú eftir ótefld og svo nokkrar biðskákir. Baldur hefir nú GY2 vinning (og 1 biðskák), Einar er næstur með 5 vinninga (og 2 biðskákir). Steingrimur hefir 4% v. (2 biðskákir), og Ásmundur 3% v., Gilfer 2% (2 biðslcákir) og Guðbjartur 1 v. (og 1 biðskák). I 1. fl. (úrslitakepni) vann Sigurður Lárusson Jón Guð- mundsson og Jón Þorvaldsson vann Sæmund Ólafsson. Jón Þorvaldsson og Sigurður lxafa nú báðir 1% vinning. I 2. flokki fóru leikar sem hér segir: Gunnl. Pétursson vann Guðjón Tómasson, Sigfús Jónasson vann Jón J. Barðason, Edv. Blomkvist vann Jóliann Bernhard, Helgi Guðmundsson vann Ólaf Einarsson, Guðrn. Guðmundsson vann Karl Gísla- son, Eggert ísaksson vann Har- ald Bjarnason, Björn Axfjörð vann G;est Pálsson, Hákon Jóns- son vann Sigurð Jóliannsson, Aðalsteinn Halldórsson vann Stefán Þ. Guðmundsson, Bjart- mar Kristjánsson vann Þóri Tryggvason, Kristínus Arndal vann Kaj Rasmussen, Guðm. Einarsson vann Sæmund Krist- jánsson, Jón Emilsson vann Svein Loftsson, Ingi Eyjólfsson vann Pétur Jónsson, jafntefli varð milli Þorl. Þorgrímssonar og Einars Bjarnasonar og Guð- björns Jónssonar og Antons Sigurðssonar. Ingólfur Jónsson álti fri. — (I fréttum frá Skák- þinginu í blaðinu í gær stóð, að Jón Barðason hefði unnið Egg- ert Isaksson, en átti að vera: Jón Barðason vann Helga Guð- mundsson og Ólafur Einarsson vann Eggert Isaksson. Eru les- endur beðnir velvirðingar á þessari villu). Hæstir í flolckn- um eru nú Gunnl. Pétursson með 7 vinn., Guðjón Tómasson hefir 6T/2, Sigfús Jónasson GV^. Næst verður kept annað kveld í Varðarhúsinu og er það síðasta umferð þingsins. Þá keppa í meistaraflokki Baldur móti Gilfer, Einar móti Guð- bjarti og Steingr. móti Ás- mundi. ~-pM$5ES> aðeins Loftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.