Vísir - 12.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 12.02.1938, Blaðsíða 3
V IS IR Slysahættur j 1 skíðaferðum » sunnudaginn var kom það “ fyrir að mörg hundruð Reykvíkinga lögðu í tvísýnu veðri í skíðaferð upp til fjalla — hreptu illviðri og margir komust aðeins við illan leik til bygða, en aðrir lágu í skíðaskál- um eða á bæjum yfir nóttina og vissu sumir aðstandendur þessa fólks, sem heima sátu, hvað um fólkið var orðið og óttuðust, að slys hefði borið að höndum. Það má telja það liepni að ekki skyldu verða stórslys þennan dag, því margt af fólki því, sem í hrakningunum lenti var illa húið, óvant og óharðn- að. Það er víst, að gæti reykvíkst skiðafólk ekki framvegis betur að sér og varist að leggja illa búið út í tvísýnu, getur ekki hjá því farið að til þess komi, að einhverjum ldekkist á. En þess er að vænta að slíkur atburður eins og sldðaförin á sunnudaginn var veki menn til meiri aðgæslu um öryggi sitt. Vísir liefir snúið sér til for- seta Iþróttasambandsins og beð- ið Iiann um að gefa í stutlu máli nokkurar leiðbeiningar og var- úðarreglur, er skíðafólk ætti að liafa í liuga, er það leggur í fjallaferðir og fer greinargerð hans hér á eftir. LEIÐBEININGAR FORSETA I. S. 1. Það er margs sem þarf að gæta áður en íþróttafólkið legg- 1 ur.af stað í skíðaferðir. Míker mjög ánægjulegt live hinn.i/fögru og nytsömu skíða- íþrótt liefir aukist liér fjdgi á siðari árum og er þess von, að það tald nokkurn tíma fyrir menn að átta sig til fulls á því, livað til þarf og livers þarf að gæta þegar um svo tiltölulega nýja íþróttaiðkun er að ræða hjá almenningi. Áður en skíðafólkið leggur af slað þarf það að gæta þess að húa sig nægilega vel. Best er að vera í ullarnærfötum og liafa góð lilífðarföt, sem þola það að menn detti í snjófann- irnar án þess að verða votir. Sjálfsagt er að vera i tvennum sokkum og hafa með sér sokka og vetlinga til skifta. Besta höf- uðfatið er lamhhúshettan. Enn- fremur ættu menn að húa sig út með nesti þótt í stuttar ferð- ir sé, og ættu menn þá að hafa eithvað heitt, mjólk, kaffi, kakao eða heitt vatn, alt eftir því sem hverjum fellur. Þá er að gæta að þvi, að skíðaútbúnaðurinn sé í lagi — jafnt skíðin sjálf sem bindingar og stafir. Alt eru þetta mjög sjálfsagðar og einfaldar reglur, sem í rauninni ætli að vera ó- þarfi að benda á, en reynslan er þó sú, að þær vilji gleymast. Áður en menn ferðbúast í skíða- ferð til fjalla, er eitt hið sjálf- sagðasta að leggja elcki af stað i tvísýnu veðri, og er þetla sér- staklega aðgætandi fyrir börn og unglinga. Viðvaningar eiga aldrei að fara langt frá liúsum eða vegum og þeir sem eittlivað eru veilir, en fara á skíði sér til heilsubótar,þurfa sérstaldega að gæta þess að leggja sig ekki í neina hættu. Margir þeir, sem lilt eru van- ir færast fljótt of mikið í fang. Áður en farið er að gera liengju- stökk eða renna sér í erfiðum brekkum verða menn að læra Kauösynlegt er, aö menn undlrbúi skíðaferðir síie ar af fyrirhyggju. — Leiðbeiningar forseta 1. s. i. undirstöðuatriðin og umfram alt að læra vel skíðagöngur. Nú gefst Reykvíkingum kostur á góðum skíðanámskeiðum hjá Ármann, I. R. og S. R., sem þeir ættu að sækja vel, því þar er liægt að fá góðar leið- beiningar og reynslu — þar læra menn að byrja á byrjun- inni og fikra sig svo áfram. — Eg endurtek að lokum að skíðamönnum ber að gæta ýtr- ustu varúðar og því að eins kemur sldðaíþróttin að gagni, að menn læra að fara varlega og byrja á þvi að kynnast undir- stöðunni áður en lagt er í það, sem erfiðara er. Á skíðum á morgun. Eins og að undanförnu fara iþróttafélgin og Skíðafélagið í skíðafarir í fyrramálið. Ætti þátttakendur að gæta þess að vera vel búnir, því að á þessuin tíma árs er allra veðra von. Ármenningar fara í skíðaferð í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 0. Farmiðar seldir í Brynju í dag (en þar er ekki svarað fyr- irspurnum í síma) og á skrif- stofu félagsins, sími 3356, kl. 6—9 í kvöld. Engir farmiðar seldir að morgni. — Ketill Ól- afsson skíðakappi frá Siglu- firði er nýkominn til hæjarins á vegum Ármanns. Ætlar hann að annast sldðakenslu í slcála Ármenninga í Jósefsdal, og er öllum félagsmönnum, sem tök hafa á, gefinn kostur á að dvelja í slcálanum og njóta til- sagnar Ketils ókeypis. Nánari uppl. geta menn fengið á skrif- stofu félagsins. íþróttafélag kvenna fer í fyrramálið kl. 9. Lagt af stað frá Gamla Bíó. Þátttaka til- kynnist í síma 3140 kl. 6—7 í kveld. íþróttafélag Reykjavíkur fer að Lögbergi, ef fært verður. Fer þá fram þar sú útikensla, sem átti að vera á s.l. sunnudag. Menn liafi með sér flokksein- kenni og kensluskirteini. Far- miðar á Laugaveg 11, Stálhús- gögn, til kl. 6 í kveld. Engír far- miðar fást við bílana. Skíðafélagið fer að Lögbergi. Lagt upp kl. 9. í morgun fór fyrsti námskeiðaflokkurinn til Skíðaskálans og verður Otto Rollnes kennari. K.R.-ingar fara í sldðaferð að Lögbergi á morgun kl. 9 f. h. frá K. R.-liúsinu. Frekari uppl. í síma 2130 kl. 5 6 á skrifstofu íelagsins í K.R.-húsinu. Bítaábjrfiafiiai Vast- nainiBjja 75 ára. 11. febr. FÚ. Sjötíu og fimm ára afmælis Bátaábyrgðarfélags Yestmanna- eyja var minst í Vestmanna- eyjum i gær. Stjórn félagsins hauð 440 manns til miðdegis- verðar í samkomuhúsi bæjar- jns. Utanliéraðsgestir voru Gísli Jolinsen og kona hans og Ósk- ar Einarsson læknir. Hálíðina setti fyrir hönd sljórnarinnar Jóhann Þó Jósefs- son alþm. og hélt minningar- ræðu um þá sem drulcnuðu af vélbátnum Víði, og að því búnu var leikið sorgarlag, en veislu- gestir risu úr sætum sínum meðan lagið var leikið. For- maður félagsins Guðmundur Einarsson flutti ræðu um störf félagsins frá stofnun þess. —■ Veisluljóð eftir Magnús Jóns- son voru sungin. Félagið var stofnað 22. janúar 1862 að til- hlutun Björns Magnússonar sýslumanns og Brynjólfs Jóns- sonar sóknarprests og noklcurra annara áhuga- og framfara- manna. Nafn félagsins var í hyrjun Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyj a. Á fyrsta starfsári félagsins voru trygð 11 róðrarskip. Tryggingarfjárhæð fyrsta árið var 4044 kr. en iðgjöld á því ári voru 121.28 kr. Fyrstu 45 starfsár félagsins greiddi það í skaðabætur 674,00 kr. Árið 1907 var breytt um nafn á félaginu og það kallað Báta- ábyrgðarfélag Vestmannaeyja. Félagið liefir frá því að vél- bátaútgerðin hófst í Vestmanna- eyjum greitt í skaðabætur til félagsmanna 621,545,00 krón- ur, auk þess sem það greiddi á tímabili til samábyrgðarfélags íslands vegna endurtrygginga 404,476,00 kr., en af því hefir endurgreiðst kr. 233,109,00 til skaðabóta. Virðingarverð báta þeirra, sem félagið hefir trygt frá því að vélbátaútgerðin liófst er kr. 31 milj. 510 þúsund. Ið- gjöld voru samkvæmt lögum félagsins 5 af hundraði en árið 1932, þegar Guðmundur Ein- arsson núverandi formaður tók við stjórn félagsins var tekin upp sú nýbreytni, að borga á- góðahlut til félagsmanna. Fjár- Iiæð sú, sem borguð hefir verið í ágóðahlut síðastliðin 5 ár, nemur kr. 83,000,00. Auk þess lánar félagið bátaeigenduin, sem tryggja í félaginu kr. 400.00 til þess að kaupa tal- stöðvar i báta sína. Talstöðvar bátanna eru trygðar endur- gjaldslaVst hjá félaginu. Félag- ið leggur árlega til Björgunar- tclags Vestmannaeyja kr. 3000,- 00 og nemur sú fjárhæð, sem það hefir lagt til þessarar starf- semi kr. 45.000.00. Iðgjöld fé- lagsins liafa síðastliðin 5 ár far- ið sílækkandi og eru nú 3 V2 af liundraði. Öll sú nýhreytni, sem liér var greind í tryggingarmálum, hef ir verið tekin upp í tíð núver- andi formanns félagsins, Guð- mundar Einarssonar. Ræður á fundinum héldu aulc Jóhanns Þ. Jósefssonar og Guð- mundar Einarssonar þeir Jó hann Gunnar Ólafsson bæjar- stjóri um æfiatriði Björns Magnússonar sýslumanns og Jes Gíslason. Stjórn félagsins slcipa: Formaður Guðmundur Einarsson útgerðarmaður, Jón Ólafsson útgerðarmaður og Ár sæll Sveinsson timburkaupmað- ur. r komnir Biering Laugavegi 3. Sími: 4550. 'V’-' .. ■ • ':Mi Póstmálastjórnin fékk i gær skeyii frá póstmeistaranum í Bergen og var það svar við fyr- irspurn, er liéðan var send, varðandi inniliald póstpokans, Stormur kemur út á mánudaginn. Lesið greinina: KJósigar stjórnmál- anna. — Drengir komi i Tjarn- argötu 5 kl. 10. — Há sölulaun. Á KVÖLDBORÐIÐ: Salöt, margar teg. Skinka. Pylsur. Svið o. fl. MATARVERSLANIR TÓMASAR JÓNSSONAR. sem hvarf. I pokanum voru 74 ábyrgðarbréf og 4 peningabréf. Pokinn var 7 kg. — Hvarf pok- ans er enn óupplýst. K. F. U. M. Á morgun: KI. 10 f. li. Sunnudagaskóli. — iy2 e. li. Y. D. og V. D. — 8% e. li. U. D. fundur. - 8V2 e. h. Almenn samkoma. Magnús Runólfsson talar. — Efni: „Eru trúarbrögðin ópíum fyrir fólkið?“ Allir velkomnir. Faðir minn og tengdafaðir, Jón Magnússon Melsted, andaðist i gær. ólafur L. Jónsson. Guðrún Karvels. Ránargötu 6. Það tilkynnist vinum og ættingjum, að konan min, móðir okkar og tengdamóðir, Halldóra JLoftsdóttir, andaðist hér í Reykjavík, 10. þessa mánaðar. Guðmundur Helgason, börn og tengdabörn. Hanpdrastti Háskðla íslands. K.F.U.K. V.-D. Fundur á morgun kl. 5. Söngur og ungar stúlkur hafa fundinn. Fjölmennið. Aukablað af „Nýju Landi“, málgagni j afnaöarmannafél. Rvíkur og Samb. ungra jafnaSar- manna, kemur út í dag, og gera þar nokkrir vinstrimenn í AlþýSu- flokknum grein fyrir afstöbu sinni i tilefni af brottrekstri HéS- ins Valdimarssonar úr AlþýSu- flokknum. Næturlæknir í nótt: Kjartan Ólafsson, Lækj- argötu 6 B, shni 2614. Nætur- vöröur í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúöinni Iðunni. K.F.U.M. Alinenn samkoma annaS kvöld kl. 8V2. Magnús Runólfsson talar. Efni: „Eru trúarbrögöin ópium fyrir fólkið?“ Allir velkomnir. Útvarpið á morgun. 9,45 Morguntónleikar. 12,00 Há- degisútvarp. 13,00 Enskukensla, 3. fl. 13,25 Íslenskukensla, 3. fl. 14.00 Messa í fríkirkjunni (sira Árni SigurSsson). 15,30 Miðdegistón- leikar. 17,10 Esperantókensla. 17,40 Útvarp til útlandá. 18,30 Bamatími. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplötur. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Afkoma atvinnuveganna og utanríkisverslunin 1937 (at- vinnumálaráðherra). 21,10 Hljóm- plötur. 22,00 Útvarp frá Aust- firöingamóti. Danslög. 24,00 Dag- skrárlok. Frá Happdrættinu Sala happdrættismiða er nú í fullum gangi um land alt. Nú eru allir miðar i umferð, sem leyfilegt er samkvæmt happdrættislögunum. ATHUGIÐ: Til 15. febrúar hafa menn forréttindi að númerum sínum, eftir þann tíma eiga menn á hættu, að þau verði seld öðrum. Umboðsmenn í Reykjavík hafa opið til kl. 10 e. h. á mánudag og þriðjudag (14. og 15. þ. m.). Umhoðsmenn í Reykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380, Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vestur- götu 42, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týsgötu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykjavíkuryeg 5, sími 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Laugavegi 66, simi 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhús- inu, sími 3244. lV Umboðsmenn í Hafnarfiröi^eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, simi 9310. '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.