Vísir - 19.02.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 19.02.1938, Blaðsíða 4
VlSXR Sundhölli* vercSur lokuð 21.—27. þ. m., vegna hreingerningar og viðgerðar. Naeturlæknir í nótt: Sveinn Pétursson, Garðastræti 34, sími 1611. — Næturvörður í Laugavegs og Ingólfs apótekum. Næturlæknir næstu nótt: Katrín Thoroddsen, Egilsgötu 12, sími 4561. Næturvörður í Reykja- vikur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Skemtifundur að Garði. Félag lýðræðissinnaðra stúdenta, iVaka, gengst fyrir skemtifundi að 'Garði í kvöld kl. 8.30. — Verður Tnargt til skemtunar, t. d. flytur Björgúlfur Ólafsson læknir fróð legt erindi um Keops-pyramídann, Adolf Guðmundsson leikur á pí- anó, Sigurbjörn Einarsson fil. kand. talar um sænskt stúdentalíf og loks syngja þeir Thorolf Smith og Æv- arar Kvaran dúett. Að þvi búnu verður dans stiginn. Ætti stúdent- ar að fjölmenna stundvíslega á þessa Garðskemtun, sem er óvenju- lega ódýr og fjölbreytt. Hitt og þettau Herlið á héraveiðum. Hérar liöfðu grafið svo mjög tindan variiarvirkjum þeim, sem eru í Austur-Prússlandi, til að verja landið fyrir ágangi sjávar, að hermenn úr setulið- inu í Ortelshurg voru sendir til að uppræta þá. FORELDRARNIR. Sonurinn hefir orðið. Þegar hann er 11 ára: „For- eldrar mínir eru dásamlegir. JÞeir vita bókstaflega alt.“ 16 ára: „Eiginlega eru pabbi og mamma ekki eins dásamleg og eg hélt. Þau vita ekki alla skapaða hluti“. 19 ára: „Enda þótt foreldrar mínir haldi, að þau hafi ávalt á réttu að standa, vita þau þó lítið á móts við það, sem eg veit“. 22 ára: „Foreldrar mínir skilja ekki unga fólkið. Þau hafa ekkert sameiginlegt með yngri kynslóðinni". 30 ára: „Ef satt slcal segja, þá höfðu foreldrar mínir á réttu að standa í mörgu . .. .“ -50 ára: „Foreldrar mínir voru dásamlegir. Þau hugsuðu skýrt og gerðu allaf það rétta á réttum tíma. Hinir elskulegu foreldrar mínir . . . .“ -o— þEiM LídurVel sem reykja TEDFANI VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaSa. Egfert Giaisssn hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalsími: 10—12 árd. ■ I SJÁLFBLEKUNGUR hefir tapast. Finnandi láti vita í síma 2573. (326 TAPAST hefir manchettu- hnappur (gull) í leikhúsinu eða á leiðinni þangað í gærkveldi. Finnandi vinsamlega skili lion- um á afgr. Vísis gegn fundar- launum. (330 KncisNxéii TIL LEIGU 14. maí, 3 lier- bergi og eldhús í góðu liúsi í miðbænum. — Tilboð, merkt: „Sólríkt" afhendist Vísi fyrir mánudagskvöld. (320 SÉRÍBÚÐ, 2—3 lierbergi með nýtísku þægindum óslcast 14. mai. Föst atvinna. —• Tilboð, merkt: „2417“ sendist Vísi. (321 ÁGÆT stofa til leigu. Uppl. i síma 4013, milli 6 og 7.. (324 PILTUR óskar eftir litlu her- bergi. Æskilegt væri að mega greiða leiguna með vinnu. Til- hoð merkt „G. H.“. ' (323 TIL LEIGU 5 herhergja sól- rík séríhúð með nútíma þæg- indum frá 14. maí. Tilboð merkt „15“ sendist afgr. hlaðs- ins. (336 -•'V--. ' ... . . . . • . . . 1 STÚLKA óskast fyrri hluta dags. Uppl. Baldursgötu 16.(335 STÚLKU vantar í vist nú þegar. Uppl. í Baðliúsi Reykja- víkur. (342 4» íJiumnmÆ GUÐJÓN JÓNSSON, bílstjóri frá Siglufirði óskast til viðtals i síma 1909 sem fyrst. (313 HEIMATRUBOÐ leikmanna, Bergstaðastræti 12 B. — Sam- koma á morgun kl. 8 e. h. — Hafnarfirði, Linnetsstíg 2. Sam- koma á morgun kl 4 e. h. Allir velkonmir. . (332 Iwswia BARNAVAGN í góðu standi óskast. Hólavallagötu 11, uppi. Sími 2304. (337 FILADELFIA, Hverfisfötu 44. Samkomur á sunnudaginn, bæði ld. 5 og kl. 8% e. h. Allir velkomnir! (333 BARNAVAGN til sölu. Uppl. Bræðraborgarstig 29. (339 BLÁTT cheviot i drengja- og fermingarföt. Klæðaverslun H. Andersen & Sön, Aðalstræti 16. (341 BETANIA. Samkoma annað kvöld kl. 8V2. — Ræðumenn Bjarni Eyjólfsson og Benjamin Jónsson. Söngur og samspil. Allir velkomnir. (334 DÖMUKÁPUR, kjólar, dragt- ir og allskonar barnaföt er snið- ið og mátað. Saumastofan, Laugavegi 12, uppi. Simi 2264. Gengið inn frá Bergstaðastræti. (317 HVINNAll GÓÐ stúlka óskast strax liálf- an daginn eða unglingur allan daginn. Uppl. Laugavegi 92. — (325 EINN PAKKI af „Samvisku- spurningar og svör“ og sam- kvæmið fær sinn eglilega, glaða blæ. (300 14—16 ára stúlka óskast lil að gæta þriggja ára barns. — Guðmundur Sigurðsson, Klapp- arstíg 11. (328 HATTASAUMUR og hreyt- ingar. Hattastofa Svönu & Lár- ettu Hagan, Austurstræti 3. — Sími 3890. (1 STÚLKA óskast í vist á Flókagötu 5 vegna forl’alla annarar. — Uppl. í síma 3043. (317 REYKJAVÍKUR elsta kem- iska fatahreinsun og viðgerðar- verkstæði, breytir öllum fötum. Gúmmíkápur límdar. Buxur pressaðar fyrir kr. 1,50. Föt kemiskhreinsuð og pressuð fyr- ir 9 krónur. Pressunarvélar ekld notaðar. Komið til fagmanns- ins, Rydelsborg klæðskera, Laufásvegi 25. Sími 3510. (236 KAUPI gull og silfur til bræðslu, einnig gull og silfur- peninga. — Jón Sigmundsson, gullsmiður, Laugavegi 8. (294 VEGNA veikinda er laust pláss fyrir unga stúlku frá 1. mars. Sjómannalieimili Hjálp- ræðishersins. Sími 3203. (331 STÚLKA óskast í formið- dagsvist á Njálsgötu 94, vegna forfalla annarar. (340 ÁBYGGILEG stúlka eða ung- lingur óskast Seljaveg 3A, uppi. (338 VIL selja byggingarlóð upp i skifti á húsi. Tilboð leggist inn á afgr. Vísis, merkt: „Sann- gjarnt“. (319 „SAMVISKUSPURNINGAR OG SVÖR“, hitta naglann á höfuðið. (303 NOTAÐ útvarp óskast til ltaups. Járn í Conditorsofn til sölu sama stað. — Uppl. í síma 1819. (322 STÓR barnavagn óskast. — Uppl. i síma 4979. (327 „SAMVISKUSPURNINGAR OG SVÖR“ slá alstaðar í gegn og fást i verslunum. (302 SJÓMENN OG VERKAMENN — munið að VINNUFATA- HREINSUNIN er í Aðalstræti 16. — (238 2 HÆGINDASTÓLAR, 1 otto- man og gólfteppi óskast. A. v. á. (329 KÁPU- og kjólaefni frá Saumastofunni Laugavegi 12, eru seld í Rammaverslun Geirs Konráðssonar, Laugavegi 12. — Simi 2264. (308 „SAMVISKUSPURNINGAR OG SVÖR“ er besti samkvæmis- leikurinn. Fæst i verslunum. (301 LEÐURV ÖRUVERKSTÆÐI Hans Rottberger: Fyrirliggjandi kventöskur, með lás og renni- lás, seðlaveski, buddur og ný- móðins tveggja-cm. belti. Allar viðgerðir. — Holtsgata 12. (226 Fornsalan Hafnarstræti 18 kaupir og selur ný og notuð húsgögn og lítið notaða karl- mannafatnaði. Hrúi Höttnr og menn hans, Sögup í myndum fyrir börn. 27 Hjálpin núlgast. Fógeti, maðurinn er huglaus og deigur. — Veri þér rólegur, Gramur ríki, hann sætir aðeins færi. Hrói segir Litla-Jóni að slá sig. — Eg vil ekki a'ð þá fórnir lífi þínu fyrir mig. Bardaginn heldur áfram lengi dags, og vill hvorugur meiða hinn. Hinir óvopnuðu menn Hróa hraða sér til staðarins.— Komdu, Nalli, og sýndu nú hvað i þig er spunnið, segir eigandi þjarn- dýrsins. NJÓSNARINAPOLEONS. 38 framan, því að ofsareiði náði tökum á honum yfir þeirri móðgun, sem hann liugði sér húna. „Þér eigið þó ekki við það, að — að ákvörðun um iiflátsdóm liafi verið breytt í ævilangt fang- elsi?“ Þegar Toulon svaraði ekki undir eins slökk Gerard á fætur og hló kaldranalega. Hann, Ger- ard de Lanoy — betrunarliúsfangi ævilangt! „Eg mótmæii,“ æpti hann hásum rómi, „eg mótmæli, heyrið þér. Eg neita að lifa slíku lífi. Eruð þér slíkur heimskingi, að ætla, að maður af de Lanoyæltinni sætti sig við tuttugu ára fangelsisvist ?“ En svo virlist, sem Toulon hefði eitthvað frekara að segja. Ilann lyfti liöndum sínum i mótmæla skyni með sarna góðvildarbrosinu á vörunum — það var sem liann vildi sýna og sanna, að það mundi ekki draga úr góðvild lians og samúð, þótt hann væri kallaður heimsk- ingi. ,,Að maður af de Lanoyættinni — hágöfugur aðalsmaður — verði látinn vera tuttugu ár í fangelsi — til slíks gelur vitanlega ekki komið, kæri, ungi vinur minn. Haldið þér, að eg liafi stungið upp á því? Nei, slíkt mundi mér aldrei III hugar koma. Setjist nú niður og verið ró- legir og lilýðið á livað eg hefi að segja.“ En hann fór sínu fram, beitti sömu aðferð- Iniii og við aðra fanga, en hann miðaði alt við það, að veikja þá, uppræta sjálfvarnarþrelc þeirra, uns þeir yrði sem deig í höndum hans. Gerard var æstur orðinn. Hann liafði verið milli vonar og ótlta svo lengi vonað aðra stundina — örvænt hina. Og þetla hafði þreytt liann og iamað. Þegar liann settist var hann móður, eins og hann liefði verið á liarða hlaupum. Hann liafði mist vald á sér — liann var sér þess með- vitandi — og einnig það stuðlaði að því að veikja viðnámsþrótt hans. „Vitið þér hvað átt er við með „dómslegu“ andláti?“ En Gerard gat að eins hrist höfuðið og mælt sljólega, veikum rómi: „Nei!“ „Skilyrðin, sem sett eru, er ekki erfitt að upp- fylia,“ svaraði Toulon mjúklega. „Eins og eg liefi skýrt fyrir yður, býst Hans Hátign keisar- inn til þess að gefa yður fult frelsi — utan Frakklands. Og þér fáið til umráða talsvert af eignum yðar, sem upptækar voru gerðar, — svo fremi að þér fallist á að kvongast lconu, sem þér fáið aldrei að vita hver er — og ekki á fyrir yður að liggja að búa með.“ „Kvongast?“ sagði Gerard og varð ygldur á svip og undrandi að sama skapi. „Hvaða konu?“ „Hefi eg ekki sagt, að þér fáið aldrei að vita iiver hún er?“ „En eg verð að fá vitneskju.......“ „Um hvað ?“ „Eg verð að vera þess fuliviss, að konan, sem eg geng að eiga sé þess verðug að hera hið sögulega nafn ættar minnar.“ „Keisarinn sjálfur mun leggja við drengskap sinn, að konan sé að öllu leyti verðug þess, að hera nafnið de Lanoy.“ „En....“ „Hvað annað skiftir máli, herra markgreifi,“ greip Toulon fram í fyrir honum ákaflega mild- ur — „þar sem þér verðið „dauður“ á morgun?“ Og þegar Gerard svaraði þessu engu liélt Toulon áfram jafn smeðjulega og áður: „Þegar eftir að hjónavígslan hefir farið fram er Gerard de Lanoy ekki lengur til. En það verður á lifi kona nokkur — ekkjufrú de Lanoy. Henni verður veitt móttaka við liirðina, svo sem aðalskonu, er ber nafn de Lanoyættarinn- ar. Ilún mun hafa saman að sælda við tignustu menn og konur landsins, því að keisarafrúin sjáif mun heita henni vernd sinni.“ „En hróðir minn,“ greip Gerard fram í veik- lega, en þó eins og í mótmæla skyni, „og lier- logafrúin og ....“ „Þau vita ekki annað en þér séuð dauðir,“ liélt Toulon áfram. — „Þér verðið dauðir — þér verðið úr sögunni — þau eins og aðrir, sem þekkja yður eiga að eins minningarnar um yður.“ Gerard imeigði þreyttu höfði sínu og hann lokaði augum sínum. Lifið — lífið var svo ynd- islegt — liafði upp á svo margt fagurt að bjóða Ilann var 25 ára og við bestu heilsu. Og lifið sjálft er þess virði, þegar um það og dauðann er að tefla, að eitthvað sé lagt í sölurnar. Og Toulon iiélt áfram að leggja að honum, mjúk- lega, sem fyrr: „Heimurinn er stór og fagur, vinur minn. Tökum Belgíu til dæmis þar sem afi yðar dvald- ist um mörg ár, af trygð við konung, sem látið hafði af völdum og sest þar að. Nefnmn ann- að land — England — en þangað lögðu á flótta margir frakkneskir aðalsmenn og konur á stjórnarþyltingardögunum. Og svo er hinn nýi lieimur, sem Lafayette lijálpaði til þess að gera frjálsan.“ Þetta var alt satt. Nýtt líf í nýjum heimi. Aðrir menn höfðu farið þessa leið, ungir menn, miðaldra, öldungar! Lífið var fagurt, lokkandi í augum þeirra allra. Öllum fanst þeim, að það liefði upp á eitlhvað að bjóða — eitllivað mikið, eittlivað, sem var ósegjanlega mikils virði. Líf! Frelsi! Hjónahand! Einkennilegt, að þetta þrent skyldi koma til greina er skilyrði voru sett fyrir því, að dæmdur maður kæmist hjá aftöku. — „Það er vandalitið að velja, vinur minn,“ sagði Toulon og lagði enn lióglega að honum, „lif og frelsi á annari vogarskálinni, en dauði og vansæmd á hinni.“ „En hjónaband —“ sagði Gerard og var mál lians næstum livisl eitt. „Hjónaband,“ sagði Toulon. „það er nú svo og svo. Það er i rauninni að eins lijónavígslu- athöfn — athöfn, sem fer fram til þess að gefa konu nafn yðar, nafn, sem — ef þér neitið — deyr á morgun livort eð væri. M. de Lanoy her- togi er barnlaus, svo að ....“ Og Toulon lyfti báðum, litlu, feitu hönduu- um sinum — lét þær tákna vogarskálar, sem rent var upp og niður. „Lif hérna megin, dauði hinum megin. Tutt- ugu og fimm ára. Það lilýtur að vera vanda- laust val.“ Þetta liafði sín álirif, þessar hendur, sem táknuðu vogarskálarnar — vogarskálar lífs og dauða. Það var alt undir honum sjálfum komið. Hann gat valið. Yar það lieimskulegt af honum að hika. En þess er að gæta, að þótt lífið væri lieillandi í augum hans kom fleira til greina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.