Vísir - 28.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 28.02.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Póll Steingrímsson. Skrifstofa } Austurstræti 12. og afgreiðsla ) S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Vorð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Sama eymdin 1T OMMUNISTUM leikur mjög hugur á því að afla sér fylgis i Alþyðufíokknum. Heist af öllu kysu þeir að geta einangrað þessa „ofurlitlu fylg- issnauðu kliku“ sem þeir segja að Jón Baldvinsson hafi „í kring um“ sig, og að sameina síðan Alþýðuflokkinn og Kommún- istaflokkinn. Og í þessu skyni reyna þeir með öllu móti að ó- frægja „klíkuna“, saka hana um undirlægjuliátt í samvinnunni við Framsóknarflokkinn,að hún láti sér í léttu rúmi liggja liags- munamál verkalýðsins og sé jafnvel vís til þess, að bindast samtökum við íhaldsöfhn í Framsóknarflokknum um „cinhverskonar ráðstafanir til almennrar kauplækkunar“. Því að alt vilji „klíka“ þessi til vinna, ef liún að eins fái að halda „beinum“ sinum og bitl- ingum. En „þessa ágætu menn“, sem gersamlega hafa „brugðist al- þýðukjósöndunum með því að loka augunum fyrir“ nej'ð al- mennings og „auka bara tolla og skatta“, eins og formaður Kommúnistaflokksins sagði á dögunum, en líklegir eru til enn meiri óhappaverk, þá vilja kommúnistar þó hafa áfram við völd og ekki „Iáta það lið- ast“ að stjórnarandstæðingum takist að ná sínu „langþráða takmarki, að fella núverandi ríkisstjórn, og setja aðra í stað- inn, sem þeir sjálfir væru þátt- takendur í,“ Þannig eru kommúnistarnir, sem svo mjög liggja Jóni Bald- vinssyni á hálsi fyrir undir- lægjuhátt hans gagnvart Fram- sóknai’flokknum, þess albúnir að feta í fótspor Iians og takast á hendur lilutverk „fylgis- snauðu ldíkunnar“ í stjórnar- samvinnunni við Framsóknar- flokkinn, með öllum þeim skyldum, sem því hlutverki fylgja, ef þeir ættu þess nokk- urn kost. Þeir bjóða það fram, að verja liverja þá stjórn falli, sem með völd fari, af liálfu Framsóknarflokksins, án þátt- töku sjálfstæðismanna. Þeir selja Framsóknarflokknum fyr- irfram öll völd í hendur í stjórnarsamvinnu við „vinstri“ flokkana, að þvi einu tilskildu, að hann sleppi ekki stjórnar- taumunum í hendur sjálfstæðis- manna. Ef hann aðeins lætur stjórn sína sitja, hvað sem á dynur, þá er kommúnistar reiðubúnir að veita þeirri stjórn stuðning hvernig sem hún liegðar sér, jafnvel þó að hún „loki augunum“ fyrir öllum þörfum alþýðunnar, hækki bara alla tolla og skatta, svo að allar nauðsynjar komist í „upp- skrúfað verð“. Jafnvel þó að vinnulöggjöf verði samþykl og gengi krónunnar lækkað, þá ætla kommúnistar að styðja stjórnina í blíðu og stríðu, al- veg eins og Alþýðuflokkurinn eða „fylgissnauða klíkan“ lians Jóns Baklvinssonar. Alveg eins og Alþýðuflokkur- inn, telja kommúnistar nú, að að eins það eitt sé nauðsynlegt, að koma i veg fyrir það, að Sjálfstæðisflokkurinn nái völd- unum i sínar hendur. Og alveg eins og Alþýðuflokkurinn hefir fyrir þá sök fallið frá öllum kröfum sínum á hendur Fram- sóknarflokknum, ef stjórnar- samvinnan eigi að liakla áfram, eins lýsa kommúnistar sig fyrir- fram reiðubúna að „sætta sig við alt“, ef þeir fái að vera þátt- takendur í stjórnarsamvinnunni i stað „fylgislausu klikunnar“ hans Jóns Baldvinssonar. Framsóknarflokknum er ó- hætt. Hann getur farið sínu fram, eins og nonum best likar, án þess að líta til hægri eða vinstri. En hverju skiftir það þá, livort það er „fylgislausa klíkan“ hans Jóns Baldvinsson- ar eða kommúnistarnir, með Héðin í eftirdragi, sem inna þá skyldu af liendi, að veita þennan þinglega stuðning, sem lil þess þarf? Skiftir það nokkuru fyrir alþýðuna í landinu, eða fyrir aðra en þá, sem eiga að fá „bein- in“ og bitlingana? — En ef kommúnistar takast á hendur hlulverk „fylgislausu ldíkunn- ar“ hans Jóns Baldvinssonar í stjórnarsamvinnunni við Fram- sóknarflokkinn, þá mun lil þess ætlast, af þeirra liálfu, að skyld- urnar og réttindin, sem því hlut- verki fylgja fjdgist að. Og ann- ars krefjast þeir ekki. Aðalfnnflnr Slysavarna^ félagsins var lialdinn á laugardaginn í Yarðarhúsinu. Hófst fundurinn kl. 2 og stóð í fimm tíma. Þessir menn voru kosnir í stjórn: Forseti: Friðrik lÓIafs- son, skiphexra, í stað Þorst. Þorst. skipstjóra. Gjaldkeri: Magnús Sigurðsson bankastójri, endurkosinn. Ritari: Hafsteinn Bergþórsson skipstjóri, í stað Geirs Sigurðssonar skipstjóra. Meðstjórnéndur: Sigurjón Ól- afsson, alþm. og Þorsteinn Þor- steinsson skipstjóri. Ben®dikt Sveinsson fyrv. alþm. stýrði fundinum. STYRKUR TIL SKÁLDA OG LISTAMANNA. Mentamálai'áð íslands liefir úthlutað skálda- og listamanna- styrk, sem veittur er á fjárlög- um ársins 1938: Guttormur Guttormsson lilaut 1000 kr„ en 500 kr. Guðfinna Þorsteinsdóttir, Guðmundur Böðvarsson, Hallgrímur Helga- son, Jakob Smári, Karl Run- ólfsson, Nína Tryggvadóttir, Pétur Magnússon og Sigvaldi Kaldalóns. ÚR SKAGAFIRÐI. Fréttaritari útvarpsins í Skagafirði segir þar mikla ár- gæsku. Jörð hefir verið alauð undanfarið og Héraðsvötn ör- ísa. Útigangshross eru þvi nær í haustholdum. — Fiskur hefir verið í firðinum í allan vetur og róðrar eru stundaðir frá Sauð- árkróki og Hofsós. Fundir liafa undanfarið verið haldnir í öll- um búnaðarfélögum sýslunnar. Ráðunautur Búnaðarsambands Skagafjarðar hefir setið alla fundina og flutt þar erindi um húnaðarmál (FÚ). ÉÞar sem „göfagasti Img'sjóna- maður og mannvinar nú- timans“, Josef Stalin, (»br. Þjóðv. 26. febr. bis. 2) - - - er einiraldur. Ú4-: cj ..... . ó • T Yfir tuttugu af helstu leiðtogum kommún- ista leiddir fyrir æðsta herrétt Rússlands, sakaðir um morð, skemdaverk og njósnir. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Blóðöldin heldur áfram í Rússlandi og virðist engan enda ætla að taka fyrst um sinn. Á miðvikudag, 2. mars, hefjast yfirheyrslur yfir 21 manni, sem allir eru frægir, sumir heimsþektir og allir fyrverandi leiðtogar Rússa á ýmsum sviðum. Þeir verða leiddir fyrir æðsta rétt landsins, sem saman- stendur af háttsettum herforingjum og kennurum hernaðarháskólans í Moskva. Sakirnar, sem bornar eru á þessa menn, eru þessar: Þeir eiga að hafa starfað að skipulögðum njósnum fyrir erlend ríki, framið skemdarverk í stórum stíl, undirróður og allskonar hryðjuverk og morð. Meðal hinna ákærðu eru þessir menn: Bukharin, fyrrum forseti alþjóðasambands kommúnista, Yagoda, fyrrum foringi pólitísku leynilögreglunnar Ogpu, Rakovsky, fyrv. forsætisráðherra í Ukraina, Rosen- goltz, fyrv. þjóðfulltrúi utanríkisverslunarinnar, Krest- insky, fyrv. undirfulltrúi utanríkismálanna, Chernov, fyrv. fulltrúi landbúnaðarins, Rykov, fyrv. fulltrúi samgöngumálanna, prófessor Pletnov, frægasti hjarta- sjúkdómasérfræðingur Rússa og allmargir aðrir lækn- ar og prófessorar, sem öllum er gefið að sök að hafa drepið Maxim Gorki, er þeir höfðu umsjá með heilsu hans fyrir þrem árum síðan. Þá var og einn maður enn, sem átti að ákæra, en hann er nú látinn. United Press. vegna hótana nazista. London, 28. febr. Hermenn voru á veröi í all- an gærdag á götum Graz-borg- ar í Austurrílci og á vegunum sem liggja til borgarinnar. Á borgargötunum voru notaðir brynvarðir vagnar, en á vegum úti bifhjólasveitir með vélbyss- ur. Þar að auki voru flugvélar notaðar við gæslustarfið. All- ur þessi viðbúnaður var hafð- ur í tilefni af því, að nazistar í Graz höfðu látið það í veðri vaka, að þeir mundu halda fund í borginni þrátt fyrir bann yfirvaldanna, og að von væri á fjölda fólks utan úr nærliggjandi sveitum. Alla sunnudagsnóttina sátu yfir- völdin í Graz á fundi með leiðtogum nazista, til þess að hafa þá ofan af þessari fyrir- ætlun, og loks var nazistum til- kynt fyrir hönd stjórnarinnar, að það yrði komið í veg fyrir fundaliöldin með valdi. Dr. Seyssinquart stóð fyrir þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru til þess að stöðva fundarhöld- in; hann hefir tilkynt, að hann muni sjálfur fara til Graz inn- an skamms. aðeins Loftur. Styrjöldin í Kína. London, 28. febr. Japanskar flugvélar gerðu í gær loftárásir á fjölda borga og bæja víðsvegar um Kína, en mest kvað þó að þeim í Fu- kien-fylki, en það er i Suð- austur-Kína, og liggur For- mosa þaðan í austur. Þess vegna er álit manna, að loft- árásir þær, sem kínverskar flugvélar gerðu á Formosa í vilcunni sem leið hafi verið það- an. Meðal annars varð Canton fyrir einni loftárás í gær. Japanski herinn, sem sækir fram i suðurhluta Shansi-fylk- is frá Tai-yuan-fu er nú sagð- ur eiga aðeins fimm til sjö mílur ófarnar til Ling-shi. Kín- verjar liraða nú liðsauka i átt- ina til Loi-yang, þar sem þeir ætla að stemma stigu fyrir framsókn japanska hersins og varna honum að komast yfir Gulafljót. Jajxanir segja frá því, að kinversk sveit liafi verið brytj- uð niður í grend við Wu-hu. Matzui hershöfðingi, sem ný- lega er kominn heim til Tokio, hefir i viðtali við Domai-frétta- stofuna lýst því yfir, að hann hafi beðið keisarann fyrirgefn- ingar á því mikla manntjóni, sem hann var valdur að á meðan hann veitti forstöðu japanska hernum í Kína. Japanir bera á móti því, að Kínverjar hafi sökt tveimur lierskipum Japana nýlega með flugvélaárásum. I gær vildi það til i Shang- hai, í japanska hverfinu, að ráðist var á þýskan skurðlækni (dr. Burte?) og liann særður í andlitið með hnífum og rýt- Chaiteis tékk tnistsyfirlýsiniu. London, 27. febr. Traustyfirlýsing á stjórn Chautemps var samþykt í franska þinginu i gærlcvöldi með 439 atkvæðum gegn tveim ur, að loknum umræðum um utanríkismál. Helstu ræðu- menn voru þeir Cliautemps forsætisráðherra, Delbos utan- ríkisráðherra, Flandin fyrver- andi utanríkisráðherra og Re- nauld. Finska skíðamótiS. 28. febrúar. Á skíðamótinu í Lahti i Finnlandi urðu úrslit í 18 km. skíðagöngu þau, að sigurveg- ari varð Finnlendingurinn Pit- kánen á 1 klst. 9 mín. 33 sek. Næstur honum kom Svíinn Dalquist á 1 klst. 10 mín. 2 sek. Þriðji varð Jalkanen frá Finn- landi og fjórði Matsbo frá Sví- þjóð. Fljótasti Norðmaðurinn varð liinn áttundi í röðinni. <FÚ.) Sæmdarboð. 25. febr. FÚ. Háskólinn í Oslo hefir boðið dr. Skúla Guðjónssyni í Kaup- mannahöfn, að koma til Oslo í sumar og taka þátt í að dæma um doktorsritgerð sem háskól- anum liefir borist og fjallar um Silikose meðal norskra postulíns-verkamanna. Þar sem það er mjög sjaldgæft, að há- skólinn í Oslo kveðji útlenda vísindamenn til slíkra dóm- starfa, er boðið talið sómi fyrir dr. Skúla. -------MOSgMB——------ Ræningjar brenna norska trú- boðsstöð í Kína. Norska trúboðsstöðin í Yang- Wei-shan varð fyrir árás kín- verskra ræningja nýlega. •—- Kveiktu þeir í liúsum og stend- ur nú aðeins eitt hús uppi i bæn- um. — NRP. — FB. Verkfall hefir verið boðað í Danmörku, sem tekur til 70 þús- und verlcamanna og hefst verk- fallið 4. apríl, ef ekki liefir gengið saman milli verkmanna og atvinnuveitenda fyrir þann tíma. Sáttasemjari hins opin- bei’a hefir nú tekið mál þetta til meðferðar. (FÚ). ingum. Annar Þjóðverji, sem var í fylgd með lækninum, gaf síðan skýrslu um árásina i þýska konsúlatinu og hefir nú ræðismaðurinn lagt fram kröftugleg mótmæli vegna þessa atburðar. (FÚ.). Dr. pbll. Jón Öfeigssei yfirkennari andaðist í gær eftir langvinna vanlieilsu. Æviatriða þessa merka og; ágæta lcennara verður siðar get- ið liér í blaðinu. 80 ára atmæli Björns Kristjánssoaar. Það lcom greinilega í Ijós á afmæli hans i fyrradag, liversu mikil ítök hann á i hugum fólks af öllum stéttum. Allan daginn streymdu til hans ám- aðaróskir úr ýmsum áttum og blómasendingar. Þegar liða tók á daginn, var heimili hans orð- ið eins og angandi blómgarður. Og allan daginn var fult af gestum. Einar Jónsson myndhöggvari færði afmælisbarninu að gjöf eitt af listaverkum sínum (Konunginn í Thule) og Kjar- val þrjú málverk. Stjórn Yersl- unarráðs Islands gekk á fund hans, færði honum blóm og flutti munnlegt ávarp. Hafði Oddur Guðjónsson orð fyrir komumönnum. Slcrautritað á- varp féklc hann frá Verslunar- mannafélagi Reylcjavilcur. Var það afhent af stjórn félagsins og liélt Egill Guttormsson stutta ræðu. — Annað skrautritað á- varp barst honum frá Sjálf- stæðisfloklcnum á þingi, undir- ritað eigin liendi af öllum þing- mönnum flokksins. Heillaslceyti bárust ennfremur frá: Eim- skipafélagi íslands, stjórn Landsbanlcans, forsetum Al- þingis, Stórstúku Islands, Félagi vefnaðarvörulcaupmanna í Reylcjavík, bæjarstjórn Reykja- vílcur, stjórn Iðnaðarmannafé- lagsins í Reykjavík, sendiheira Dana á Islandi o. s. frv. Lolcs vorulieillaskeyti fráfjölmörgum einstaklingum, ekki einungis í Reykjavík og nágrenni liennar, heldur frá mönnum viðsvegar um land og frá útlöndum. Alls munu skeytin hafa verið rúm- lega hálft annað hundrað. SæmdarmerM, Aðalræðismaður Svía, O. Jolxansson og frú,höfðu boð inni s. 1. laugardag, fyrir Magnús Sigurðsson bankastjóra og frú hans. Við þetta tælcifæri liélt aðah-æðismaðurinn mjög vin- gjarnlega ræðu í garð gesta sinna, og að henni lokinni af- henti hann Magnúsi Sigurðs- syni kommandöi’kross Vasaorð- unnar af 1. gráðu, frá konungi sínum og ríkisstjórn. Næturlæknir. Eyþór Gunnarsson, Laugav. 98, sími 2111. NæturvörSur í Lauga- vegsapóteki og Ingólfs apótekL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.