Vísir - 31.03.1938, Page 2

Vísir - 31.03.1938, Page 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Sitstjóri: Páll Steingrímsson. Bkrifstofa | } Austurstræti 12. •g afgreiðsla ) Simar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn . 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. M eð þessu tölublaði læt eg af ^ ritstjórn Vísis, eftir nálega 14 ára starf, en við tekur Krist- ján Guðlaugsson, lögfræðingur. — Heilsufar mitt hefir verið þannig síðari árin, og þó eink- um hin síðustu misseri, að eg hefi ekki getað sint störfum eins og mér hefir líkað og nauð- syn krefur. Eg hefi því orðið að sjá sitt hvað með annara aug- um, sem kallað er, og ekki get- að haft nægilegt eftirlit með sumu því lesmáli, sem blaðið hefir flutt. — Eg óska þess, að Vísi megi vel farnast. Eg óska þess, að hann vandi málfar sitt svo sem föng eru til. Eg óska þess, að hann haldi áfram að vera ör- uggur fulltrúi heilbrigðrar skyn- semi og höfuð-stoð hinna bestu málefna. .... „Enn er nóg að vinna, einum er starf meinað.“ Páll Steingrímsson. Togara- útgerðin. Samþylct þeirri, sem Sjálf- stæðisflokkurinn í bæjarstjórn Reykjavíkur hefir gert, um ívilnanir til handa togaraút- gerðinni af bæjarins hálfu, er yfirleitt vel tekið af bæjarbú- um. Togararnir eru stórtækustu framleiðslutækin, sem við ís- lendingar höfum umráð yfir. En einnig þau dýrustu í rekstri. Afkorna Reykjavíkurbæjar veltur mjög á þvi, hvernig tog- araútgerðinni vegnar. Enginn atvinnurekstur í bænum veit- ir jafnmikla atvinnu og hún, beint og óbeint. Ef hún legðist niður, kæmist Reykjavík á von- arvöl. Hag þessa atvinnureksturs er nú svo komið, að gjaldþol hans er gersamlega þrotið. Hann hefir verið rekinn með stórtapi undanfarin ár. Það er því í rauninni fullkomin fá- sinna, að ætla honum að bera nokkurar álögur til opinberra þarfa. Og á það jafnt við um útsvarsgreiðslur til bæjarsjóðs og beina sem óbeina skatta til ríkissjóðs. Útflutningsgjöld af afurðum hans og tollar af inn- fluttum nauðsynjum hans ættu því með öllu að falla nið- ur, ekki siður en útsvarsgreiðsl- ur hans til bæjarsjóðs. Og hið sama er að segja um tekju- og eignarskattinn til ríkissjóðs, jafnvel þó að ekki sé um það að ræða, eins og nú er kom- ið, að þeir skattar hvíli þungt á honum, sakir langvarandi tapreksturs. Og þó að eittlivað rættist úr fyrir útgerðinni á næstu árum, svo að slíkir skatt- ar yrðu kræfir af henni, þá mundi lienni elcki af veita, að njóta skattfrelsis um nokkurt skeið, svo að hún gæti rétt aft- ur við hag sinn. Tilmælunum um ívilnanir af hálfu ríkisins, togaraútgerð- inni til lianda hefir nú verið frekar fálega tekið fram að þessu. Að vísu hefir henni ver- ið gefið fyrirheit um endur- greiðslu kola- og salttollsins að nokkuru leyti, eða á saltfisks- vertið, ef bæjar- og sveitar- félög veittu henni tilsvarandi ívilnanir, en það fyrirlieit mun ekki liafa komið til fram- kvæmda enn. En niðurfelling þeirra tolla ættu engum slikum skilyrðum að vera bundin. Það hefir þótt rétt, að ívilna iðn- rekendum í tollgreiðslum af efnivörum til iðnaðar, án slíkra skilyrða, en um kol og salt til útgerðarmanna ætti í rauninni að gilda alveg það saxna. Og á það að sjálfsögðu ekki aðeins við um kol og salt, til notkun- ar á saltfisksvertíð, heldur til hvaða veiðiskapar sem er. Með þessu er nú ekki á nokk- urn liátt verið að mæla bæjar- og sveitarfélög undan því, að létta undir með útgerðinni. Hinsvegar virðast stjórnarvöld landsins gera kröfur í þeim efnum til bæjar- og áveitarfé- laga, sem á engan hátt eru sambærilegar við það, að feld- ir séu niður tollar til ríkissjóðs af framleiðsluvörum útgerðar- innar. T. d. er alt öðru máli að gegna um hafnargjöld, og aðrar greiðslur útgerðarinnar fyrir afnot af mannvirkjum og livers konar þægindum, sem atvinnurekstrinum eru nauð- synleg og fé er kostað til af bæjar- eða sveitarfélögum hans vegná. Ög þó að bæjar- stjórn Reykjavílcur hafi þegar veitt útgerðinni verulegar ívilnanir í þeim greiðslum, og í ráði sé að auka þær íviln- anir að miklum mun, þá er það ekki af því, að svo sé litið á, að sama máli sé að gegna um þær eins og skatta og aðrar á- lögur til almennra opinberra þarfa, heldur eingöngu af því, að þörf útgerðarinnar sé svo brýn, að alt verði að gera sem kleift þykir, til þess að draga úr tilkostnaði hennar á öllum sviðum. Og er þá einnig von- andi, að stjórnarvöld landsins taki sér það til fyrirmyndar og eftirbreytni. Kröfur Sudeten-Þjóðverja. London, 30. mars. FÚ. í frétt frá Prag segir, að stjórnin í Tékkóslóvaldu muni innan skamms hefja viðræður við fulltrúa Sudeten- Þjóðverja, um þær kröfur, sem flokkurinn liefir lagt fram um sjálfsljórn í héraðsmálum. Stjórnin hefir í hyggju að sameina öll lagaá- kvæði viðvíkjandi þjóðernis- minnihlutum í landinu í einn lagabálk. Þessi tilkynning var birt í Prag í gær. Sudeten Þjóð- verjar krefjast nú þess, að al- mennar kosningar og kosningar í sveitastjórnir séu látnar fara fram tafarlaust. Frá írlandi. London, 30. mars. FÚ. í Eire liafa farið fram kosn- ingar til efri málstofu þingsins. Af 49 kjörnum fulltrúum styðja 26 De Valera og stjórn hans. De Valera á eftir að útnefna 11 menn í efri deild. Hersveitixr uppreistar- mauna þrjá kilometra firá. Lerida. Gagssóknir lýðveldishersins. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Fregnir frá Barcelona herma, að lýðveldisherinn hafi gert velhepnaða gagnárás skamt frá Ler- ida, svo og fyrir vestan Teruel. Segir í tilkynn- ingu lýðveldisstjórnarinnar, að hersveitir hennar hafi náð mörgum þorpum og mikilvægum varnarstöðvum á sitt vald. íbúar Barcelona eru furðu rólegir, þótt sú hætta sé enn yfirvofandi, að borgin falli uppreistar- mönnum í hendur. Blöðin birta áskoranir til allrar al- þýðu manna um að sameinast í vörninni gegn uppreist- armönnum. Stórar auglýsingar eru festar upp hvarvetna í borg- inni í hvatningarskyni. IJtvarpið er og óspart notað til þess að hvetja menn til öflugrar mótspyrnu. Símfregnir frá Saragossa herma hinvegar, að her- sveitir þjóðernissinna sé að eins 3 kílómetra frá Lerida. Búast uppreistarmenn við, að borgin falli þeim í hend- ur í dag, þrátt fyrir gagn- árásir lýðveldishersins. Þjóðernissinnar hafa tekið Alcarraz og eru komnir að járnbrautinni fyrir vestan Lerida. United Press. Rflssar vilja fá >ðra til þess afl hjáipa SpáDTerjtm. Frakkar vísa öllnm ráða^ gerðom þeirra á bug. Paul-Boncour utanríkismála- ráðherra Frakka, átti í gær tal við sendiherra spænsku stjórn- arinnar í París. Franska blaðið Le Matin segir frá því, að Rúss- ar geri nú ákveðnar tilraunir til að fá stórveldin í Vestur-Evrópu til að koma spönsku stjórninni til hjálpar. Sendiherra Rússa í París liafi gert alt sem í lians valdi stóð til að fá frönslcu stjórnina til þess að senda spönsku stjórninni sprengju- flugvélar, en stjórn Frakklands hafi vísað algerlega á bug öllum slíkum ráðagerðum. Hertoginn af Alba, fulltrúi Francos í London, hefir þó sent bresku stjórninni skjal, þar sem hann lieldur því fram, að Frakk- ar hafi undanfarna mánuði sent mikið af liergögnum og yfir 3000 hermenn til spönsku stjórnarinnar. Verklýðsfélög jafnaðarmanna og kommúnista á Frakklandi heimta nú af stjórn Leon Blum að hún opni þegar í stað landa- mærin milli Frakklands og Spánar og veiti spánska lýðveld- inu aðstoð sína. London 31. mars. FÚ. Fellibylur mikill hefir ge>sað um Illinois og Oliio ríkin í Bandaríkjunum. í borginni Columbus í Ohio er sagt að 200 liús liafi eyði- lagst. Kunnugt er um 27 menn, sem farist liafa, en margir hafa meiðst og særst. Flugvélaskemdirnar í Bretlandi. London 31. mars. FÚ. Fulltrúi flugmálaráðherrans breska, Winterton lávarður, skýrði frá því í gær, við um- ræður í lávarðadeild breska þingsins, að skemdir hefðu ver ið gerðar á nýjum flugvélum til liersins í Southampton, Stockport og Coventry. Hann sagði, að verið væri að rann- saka þetta mál, en það væri ekkert sem benti til þess, að hér væri um verk útlendra manna að ræða. „EC ÆTLA EKKI AÐ VERÐA EINRÆÐIS- HERRA“, SEGIR ROOSEVELT. Frá Warm Springs í Georgiafylki er símað, að Roosevelt hafi látið birta þar Roosevelt. bréf, til ónefnds gagnrýnanda á frumvarpi því, sem nú liggur fyrir öld- ungadeildinni og veitir Roos- evelt meira vald yfir stjórn- ardeildunum í Washington. Roosevelt segir m. a. í þessu bréfi sínu: „Eg hefi enga til- hneigingu til að gerast ein- ræðisherra. Eg hefi engin skilyrði til að verða einræð- isherra. Eg er of kunnur ein- veldum sögunnar og nútím- ans, til að vilja gera Banda- ríkjamenn að þegnum ein- ræðisherra.“ United Press. 5000 manna jap- anskur lier inni- króaðup London, 30. mars. FÚ. Á austur Lung-hai vígstöðv- unum eru Japanir á flótta, en kínverski herinn veitir þeim liraða eftirför. Á einum stað er 4000 til 5000 manna japanskur her króaður inni, og eru lijálp- arsveitir að reyna að ná til hans. London 31. mars. FÚ. Frá Japönum sjálfum berast ennþá engar fréttir um ástand- ið á Lung-hai vígstöðvunum. Símfregn frá kínverska hers- höfðingjanum við Su-chow, segir, að Kínverjum hafi tek- ist að króa inni 5000 manna japanskan her, og lirinda til baka hjálparsveitum, sem voru á leið til þeirra. Ennfremur eyðileggja Kínverjar alveg á skipulagðan hátt öll samgöngu- tæki að baki Japönum og gera þeim þannig mjög erfitt að draga að sér varaliðssveitir og nauðsynjar. Frh. erl. frétta á bls. 3. Bráðabirgðastjórn Japana í N.-Kína situr í Peiping. Myndin sýnir tvo lcvenlögregluþjóna í Peiping yfirheyra og leita á kínverskri konu. Kveðja Alþingis, Intt við jarðarför Jóns Baldvinssonar af Jakoh Möller. Mörg skörð og stór hafa ver- ið höggvin í lið íslenskra þjóð- málaskörunga liin siðari árin. Og skamt látið höggvanna í milli. Þess er ekki langt að minnast, að tveir þeir menn, er verið höfðu aðalforystumenn tveggja stærstu stjórnmálaflokka lands- ins, og forsætisráðlierrar livor eftir annan, féllu i valinn á besta skeiði ævinnar. Síðan hafa fallið í valinn, hver af öðrum með fárra mánaða millibili, þrír af mestu ágætismönnum þjóðar- innar, er allir áttu setu á Alþingi og allir voru afreksmenn á sviði þjóðmálanna. Einn þeirra og hinn síðasti er sá, sem til grafar er borinn í dag og verið liefir aðalforystumaður þriðja stærsta stjórnmálaflokks- ins í landinu, frá því er sá flokk- ur var stofnaður, forseti sam- einaðs Alþingis, Jón Baldvins- son. Alþingi átti þess ekki kost að þessu sinni að heilsa forsetan- um í forsetastóli. Hann var kos- inn i þá trúnaðar- og virðingar- stöðu, æðstu virðingarstöðu þingsins, eftir að hann var Iagst- ur banaleguna. Og nú er Alþingi saman lcomið til að kveðja hann látinn. Alþingi hannar fráfall Jóns Baldvinssonar og telur vandfylt það skarð, sem með því hefir verið höggvið í lið þess.. Enda ber starfsferill hans því órækt vitni, að þar var enginn miðl- ungsmaður á ferð, sem hann fór. Hann var ekki „til menta settur“ í æsku. IJann sagði það oft sjálfur, að hann væri nú oi'ð- inn einn af þeim fáu mönnum i landinu, sem aldrei hefðu geng- ið í nokkurn skóla. En liann aflaði sér sjálfur staðgóði'ar þekkingar á mörgum sviðum, bæði í tungumálum, sögu og öðrum fræðum. Hann var sér- staklega næmur á íslenskt mál og unni mjög Islendingasögum, og svo var hann vel að sér í þeim fræðum, að ekki munu margir skólagengnir menn hafa þurft að þreyta kapp við hann í þeim efnum. Undirstöðunnar að þessari sjálfsmentun sinni aflaði hann sér jöfnum höndum og hann nam prentiðn, sem hann hugðist að gera að lífsstarfi sinu. En mentun og aðrir yfirburðir hans gerðu hann að sjálfkjörnum for- ystumanni stéttar sinnar. Hann varð fulltrúi Prentarafélagsins á stofnfundi Alþýðusambands- ins, og þegar á fyrsta ári AI- þýðusambandsins var hann kjörinn forseti þess. En upp frá því og til dauðadags, var liann taíinn sjálfkjörinn í hverja vanda- og virðíngarstöðu innan alþýðusamtakanna, sem hann vildi gefa kost á sér til að gegna og hann gat komist yfir að gegna Og upp frá því urðu þjóð- málin megináhugamál hans og aðallífsstarf hans varð á þeim vettvangi. Það sem aflaði honum álils og ruddi honum braut voru með- fæddir hæfileikar hans, vits- munir og margvíslegir mann- kostir. „Öll störf sín vann hann svo, að liann aflaði sér trausts og virðingar allra samslarfs- manna sinna, hvar í flokki sem þeir stóðu“, segir gamall starfs- bróðir hans i minningargrein um hann. Þau orð vil eg gera að mínum orðum, því að þannig reyndist Jón Baldvinsson í störfum sínum á Alþingi. Hann

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.