Vísir - 11.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 11.04.1938, Blaðsíða 2
V 1 S I R VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstraeti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver-ð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Lánleysi“. AÐ dylst engum, að at- vinnuhorfur eru nú liinar verstu liér á landi. Svo virðist sem togaraveiðarnar ætli ger- samlega að bregðast og litlu bet- ur að takast til fyrir vélbátaút- gerðinni, þrátt fyrir góðar horf- ur í byrjun vertiðarinnar. En eins og nú horfir um verðlag á síldarafurðum, eru litlar líkur til þess, að síldveiðarnar fái að þessu sinni bætt nokkuð úr eins og undanfarin ár. Það stoðar nú lítið, þegar svo er komið, að krefjast hærra kaupgjalds og meiri atvinnu- bótavinnu. Ef framleiðslan ber sig ekkj, þá stöðvast hún því fyr, sem kaupgjaldið er hærra. Og atvinnubótavinnu verður ekki haldið uppi til lengdar, ef arðbæri atvinnureksturinn stöðvast. Hér í Reykjavík hafa miklar atvinnuvonir verið bundnar við framkvæmd hitaveitunnar, þó að ekki væri með henni bætt úr atvinnuleysisástandinu nema í svip. Það mætti þvi ætla, að málssvörum verkalýðsins þætti það allmiklu skifta, að sem fyrst yrði byrjað á því verki. En því virðist ffira nijög fjarri, Það er engu líkara en að það sé þeim hið mesta fagnaðarefni, hve örð- ugt liefir reynst að fá lán til hitaveitunnar, Éins ög kunniigl er, hafði borgarstjórinn fengið fyrirheit um lán til hitaveitunnar í Eng- landi. Um það eru óyggjandi skilriki fyrir hendi. Hitt er nú fullvíst, að þetta hefir brugðist, þegar til átti að taka, og er engu öðru um að kenna en al- mennura fjárhagsörðugleikum okkar. Frá þessu var nú skýrt á dögunum í blaði verkamanna, Alþýðublaðinu, og hlakkaði mjög yfir „Iánleysi" borgar- stjórans. Var svo frá sagt, að borgarstjórinn hefði farið Iand úr landi til þess að reyna að fá lánið til hitaveitunnar, en hon- um mundi ekkert hafa orðið á- gengt, og vissi nú enginn hvar hann væri niður kominn. En liklegast þótti blaðinu að liann mundi ekki koma heim fyrr en eftir næstu kosningar! Það eru nú um þrjú ár síðan fjármálaráðherrann okkar gaf það loforð i Englandi, að ekkert erlent lán skyldi verða tekið fyr- ir landsins hönd, né með ábyrgð þess, fyrr en til muna rættist úr fjárhagnum. Þess hefir þó ekki orðið vart, að Alþýðublaðið hafi haft verulega orð á „lánleysi“ fjármálaráðlierrans“ af þeim sökum. En ef til vill er það af þvi, að það er sameiginlegt „lánleysi“ ráðherrans og ráða- manna blaðsins sjálfs og Al- þýðuflokksins, sem þar er um að ræða. Hinsvegar gætir blaðið þess þó ekki, að það „lánleysi“ er Iánleysi alls landsins. Borgarstjórinn er nú væntan- legur heim á morgun. Ókunnugt er um það, bvað honum liefir orðið ágengt um lánsútvegun- ina. Hitt er fullvíst, að það er sameiginleg von alls almennings í bænum, jafnt flokksmanna Al- þýðublaðsins sem annara, að hann liafi haft lánið með sér. — Dalair ftefir lei sUiraaiwadBB. Ókyrð og verltföll yfirvofandi. London 11. apríl. FO. í gær laulc Daladier við stjórnarmyndun i Frakklandi. Mun hann leggja stefnuskrá sína fyrir þingið næstu daga. Jafnaðarmenn neituðu að styðja Daladier um stjómarmyndun, þrátt fyrir áskoranir Leon Blum, að þeir aðstoðuðu Dala- dier um myndun þjóðstjórnar. Stjórn Daladiers er ekki eins róttæk og stjórn Blums. Flestir ráðherrarnir eru úr radikal-so- cial flokknum, en hinir úr fiokkunum bæði til hægri og vinstri. Daladier gegnir áfram bermálaráðherrastörfum í við- bót við störf forsætisráðherra. Marchandeau er fjármálaráð- herra en Bonnet er utanríkis- málaráðherra. Reynaulds er dómsmálaráðherra. Það er gert ráð fyrir að öld- ungadeildin sætti sig við þessa stjórn. Aftur á móti er óttast að verkamenn í landinu taki af- slöðu gegn lienni, og þegar eft- ir að stjórnarmyndun hafði ver- ið tilkynt, hófust ný verkföll. Daladier hefir skorað á þjóð- ina, að sameinast í stuðningi við hina nýju stjórn, til þess að liún geti leyst þau vandamál sem eru mest aðkallandi, en þau sagði hann, væra land- varnamálin. Yið þau væru öll önnur vandamál terigd, fjár- hagsleg, viðskiftaleg og félags- leg. Hrakfarir Japaaa. London 11. apríl. FÚ. Hernaðaryfirvöld Japana bera á móti fréttum Kínverja um sigur kinverska hersins á. Lung-hai vígstöðvunum, en aft- ur á móti segir fréttaritari Reuters, að ekki sé neinn vafi á þvi, að Kinverjar hafi tekið Tai-erh-chwang, og að Japanir liafi mist milli fimm og sex þúsund manna i orustunni um borgina. Frá Tsi-nan-fú, höfuðborg Shantung-fylkis, hefir ekkert frétst siðan á laugardaginn, en þá var kínverski herinn kominn inn i borgina og stóðu bardag- ar á götunum. Japanskar flugvélar gerðu loftárásir á nokkrum stöðum í Kína í gær, t. d. varð Canton fyrir loftárás, í fyrsta skifti síð- an á síðastliðnu hausti. í þessari lárás tóku fjórar flugvélar þátt og lenti. sprengikúla á verk- smiðju einni og olli eldi, sem Veiddisl út til margra húsa. Um 150 manns fórast. Úbagstæðnr verslunar- jöfnnðnr. Um síðustu mánaðamót var verslunarjöfnuðurinn óhag- stæður um 1.1 milj. kr., en það er þó 0.6 milj. hagstæðara en næstu mánaðamót þar á undan. Innflutt liafði verið fyrir 9.866 þús. kr., en útflutt fyrir 8.714 þús. kr. í marsmánuði nam út- flutningurinn 3.677 þús. kr. I»jódapatk:vædi5: 99.082% greiddu atkvæði með Hitler. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. jóðaratkvæði fór fram um gervalt þýska ríkið í gær, um innlimun Austurríkis í Þýskaland, að afstöðnum miklum fundahöldum hvar- vetna í Austurríki og Þýskalandi. Fluttu helstu menn nazista ræður í ýmsum helstu borgum landsins, en Hitler sjáifur ferðaðist um Austurríki til ræðuhalda og var hvarvetna tekið með kostum og kynjum. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að 99.082% sögðu já. Eru hér innifalin atkvæð- in, sem greidd voru í Austurríki. Ekkert lát er á ofsóknunum í Rússlandi, segir í fregn frá Mosk- wa, sem hin alkunna ameríska fréttastofa Associated Press birtir. hefir hann æriS nóg aS starfa og; allir hans menn, við aö handtaka alla þá, sem grunaSir eru um afr ! standa á öndveröum meiö við Josef í ritstjórnargrein í Times segir svo um úrslit þjóð- aratkvæðisins, að ef um algert kosningafrelsi hefði verið að ræða — og miðar blaðið þá við þann skilning, sem Bretar leggja í orðið frelsi — mundu úrslitin að líkindum liafa orðið þau, að meiri hluti kjósenda, bæði í Austurríki og Þýskalandi, hefði verið fylgjandi sam- einingu ríkjanna. í Daily Telegraph og Morning Post segir, að það sem sé eftirtektarverðast sé ekki hin raunverulegu úrslit þjóðaratkvæðisins, sem tölurnar greini frá, heldur hitt hve hægt sé að koma lýðæsingunni á hátt stig. United Press. Otto etietloii áksrönr fyrir landráö. Fregnir frá Vínarborg í morgun herma, að Otto erki- hertogi muni verða ákærður fyrir landráð. Hefir ver- ið gefin fyrirskipan um að handtaka Otto, en þar sem hann dvelst í öðru Iandi, leiðir af þessu, að ef hann hættir sér til Þýskalands verður hann handtekinn og kærður fyrir landráð, en refsingin, sem yfir honum vofir, er til handtöku kemur, er líflát. Ásökunin er bygð á því, að Otto hafi hvatt önnur veldi til þess að vinna gegn sameiningu Austurríkis og Þýskalands. , Þá er og fullyrt, að allir Þjóðverjar og Austurmerk- urbúar, sem sýna Otto hollustu áfram, verði ákærðir fyrir landráð. United Press. London 11. apríl. FÚ. Næstum því hvert manns- barn, af þeim 49 og hálfri mil- jón manna í Austurríki og Þýskalandi, sem kosningarrétt höfðu, greiddu atkvæði í gær. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir kjósendur voru þær, livort þeir væra samþykkir samein- ingu Þýskalands og Austurríkis og hvort þeir samþyktu þing- mannaskrá þá, sem fyrir þá var lögð og samin hafði verið af Hitler. Aðeins tæplega hálf mil- jón kjósenda svöruðu neitandi, en játandi svöruðu 99.08 af hundraði. I Austurriki voru mótatkvæðin hlutfallslega færri en í Þýskalandi. Hverjum kjósenda var afhent merki um leið og hann fór af kjörstaðnum, og fengu ekki aðrir aðgang að leikjum og há- tíðahöldum, sem víðsvegar fóru fram í tilefni af deginum, en þeir sem gátu sýnt þetta merki. Þetta er í fjórða skiftið sem þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í stjórnartíð Hitlers, og hefir neikvæðum atkvæðum fækkað í bvert skifti en hlutfallslegri tölu kjósenda fjölgað. Blööum veröur hvarvetna tíðrætt . STALIN. um þá, sem dæmdir eru til lífláts, enda eru þaö ýmsir helstu forystu- menn þjóðarinnar, sem teknir eru af lífi. En minna er rætt um hina fjölmörgu, sem halda lífinu, en eru dæmd'ir í fangavinnu, margra ára, eða lífstíðar þrælkunarvinnu. í Rússlandi vinna heilir herir póli- tískra fanga að þjóðvega- og járn- brautalagningum, hafnargerðum, skipaskurðagreftri, í kolajnámum o. s. frv. Það er ekki furða, þótt talsvert sé unnið að framkvæmd verklegra fyrirtækja í Rússlandi, þegar þess er gætt, að tala fang- anna, sem vinna í þrælkunar- vinnu, skiftir hundruðum þúsunda. Giskað er á, af erlendum blaða- mönnum, sem dvelja í Rússlandi, að þessi fangaher sé um tvær milj- cnir talsins. Öll vinna, sem þeir inna af höndum, er undir umsjón NKVD, eða stjórnmálalögreglunn- ar, og vopnaðir verðir eru hvar- vetna, þar sem slík vinna er af hendi leyst. Yfirmaður NKVD er Yezof og Stalin, þá, sem grunaðir eru ujn skemdarverk, njósnir o. s. frv. Skipaskurðurinn, sem tengir saman Eystrasalt og Hvítahaf og Volga—Moskwa skipaskurðurinri, eru verk pólitískra fanga. Enn- fremur járnbraut í Sibiríu, sejn hefir mikilvæga hernaðarlega þýð- ingu. Alt eru þetta stórkostleg mannvirki — og enn stærri manrt virki er verið að undirbúa í Rús* neskum löndum. Vinnukraftinfi þarf ekki að spara í landi blóðveld. isins. Tvö gríðarstór orkuver vif Rybinsk og Uglich, við Volgu og Sheksna-fljót, eiga að verða full* gerð árið 1940. Við Volgu á að koma upp mestu rafmagnsfram- leiðslustöð í heimi. Þar á að fram- leiða rafmagn handa stórum iðn- aðarsvæðum. Fyrir austan Volgu á að ræsa fram feikna stórt landflæmi, þar sem nú er votlent sléttlendi (stepp- ur). Þegar búið er að þurka þaðr og undirbúa til ræktunar, á að hefja þar hveitirækt í stórum stíl. Einnig þessa vinnu eiga pólitískir fangar að inna af höndum. Norður í Rússlandi, þar sejtxi stundum er um 50—óo stiga frost, eru fangar látnir vinna kol úr jörð, vinna að borunum, til þess að leita að olíu, við járnbrauta- lagningar 0. fl. Fangar eru að leggja bifreiða- vegi frá Moskwa til Minsk, höfuð- borgar Hvíta-Rússlands, og til Kiev, höfuðborgar Ukraine. Fangar eru að endúrbæta Geor- giu-þjóðbrautina, til þess að gera herflutninga greiðari. Annan þjój3- veg eru fangar að leggja — 819 krn. langan — yfir Kirghiza, fjá Frunze til Osh, um fjalllendi, þsar sem snjó leysir aldrei að fullu, *-* alt til kínversku landamærannp, þar sem baðmull er ræktuð í döl- unum. Við þessi fyrirtæki vinna fangár og útlagar, þ. e. menn, sem skipáð hefir verið að flytja til ákveðinria héraða. Þegar þeir koma þangájð, verða þeir að taka þá vinnu, sejn fyrir hendi er. En vanalega er enga vinnu að fá — nema við það, sejn rikið hefir með höndum, hin stór- kostlegu fyrirtæki, sem hér hafa verið nefnd sum og önnur slík, og hægt er að koma í framkvæmd, af því að vinnukrafturinn er fenginn á þann hátt, sem að framan greiri- ir. — HITLER, LEIÐTOGI STjÓR-ÞÝSKALANDS, FLYTUR RÆÐU í RÍKISÞINGINU. Boðsundskepni skólanna, Sundflolckur stúdenta vann boðsundskepnina, sem fór fram á laugardagskveld, milli skól- anna í bænum. Tími stúdenta var 18 mín. og 35 sek. Vöra 20 menn í hverjum flokki og synti bver maöur 66% m. Verslunarskólapiltar urðu nsestir að marki á 18.53 mín., en Iðnskólapiltar liinir þriðju á 19.16 mín. Verðlaunagripinn, silfurbik- ar, hafði Stúdentaráð Háskól- ans gefið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.