Vísir - 09.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.05.1938, Blaðsíða 2
y 1 s i r VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Féiagsprentsmiðjan h/f. Ríkis- ábyrgðin. f|AÐ hefir verið ákveðið, að ” leita heimildar Alþingis til þess, að ríkissjóður ábyrgist lán til hitaveitunnar, og er frum- varp um það komið fram í þinginu frá Pétri Halldórssyni borgarstjóra. Þessarar ríkisábyrgðar er ekki leitað fyrir þá sök, að synj- að hafi verið um lánið án slíkr- ar ábyrgðar. Hinsvegar er nú, þegar komið er að þingslitum, og þing á ekki að koma saman aftur fyi'r en i byrjun næsta árs, ekki liættandi á það, að lántak- an farist fyrir, eða frestist um marga mánuði, af þvi að heim- ild vanti til þess að rikisábyrgð verði veitt fyrir því, ef hennar yrði krafist. Alþýðublaðið liælist mjög um yfir þvi, að bæjarstjórnin hafi ekki komist hjá því að „biðja um ríkisábyrgð“ fyrir láninu. Segir það, að íhaldið hafi hald- ið þvi fram, „að enga ríkis- ábyrgð þyrfli“ fyrir láninu, og í vetur, „fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar“ hafi verið sagt, að lánið væri þegar fengið i London. án ríkisábyrgðar. Og þannig, segir blaðið, hefir „alt, sem Sjálfstæðisflokkurinn sagði um framkvæmdir á hitaveitu- málinu og lántöku til liennar i vetur .. reynst tilhæfulaust með öllu“! Snemma í vetur var sagt frá þvi í stjórnarblöðunum, að lán væri fengið í Englandi handa Akureyrarbæ, til virkjunar Lax- ár, og greint nákvæmlega frá lánskjörum. Nú er sagt frá því, að þetta lán sé fengið i Dan- mörku, og hefir þá lántakan í Englandi farist fyrir. En það var þó ekki „alt tilhæfulaust,“ sem sagt var um þá lántöku í vetur. Lánið liafði verið „feng- ið“ i Englandi, þannig, að á- kveðinn lánveitandi hafði samið um að veita lánið með ákveðn- um kjörum. En lánlakan fórst fyrir, af því að ríkisstjórnin enska lagði bann við henni. Og alveg sama máli er að gegna um hitaveitulánið. Fyrir láni Akureyrar, var boðin fram ríkisábyrgð í Eng- landi og einnig í Danmörku. F\TÍr hitaveituláninu var ekki boðin fram ríkisábyrgð i Eng- landi, en hennar var heldur ekki krafist. En það orkaði engu um það, að lántakan fórst fyrir. Hún hefði farist fyrir þó að riklsábyrgð hefði verið í boði alveg eins og Akureyrarlántak- an fórst fyrir, þrált fyrir ríkis- ábyrgðina. En þó að ríkisábyrgðar verði ekki krafist fyrir hitaveitulán- inu í Englandi, þá mætti vel hugsast, að liennar yrði kraf- ist á Norðurlöndum, því að „sinn er siður í landi hverju“. Og hér við bætist það, að nú er verið að efna til lántöku fyrir ríkissjóð, til þess að standa straum af afborgunum af opin- berum lánum, en það kynni að hafa nokkur áhrif á afstöðu lánveitanda í sambandi við rík- isábyrgðina, svo að því síður er nokkuð eigandi á hættu i þvi efni. Það er þannig bein afleið- ing af því, livernig öll aðstaða hefir breyst, að nú er leitað rík- isábyrgðar fyrir hitaveitulán- inu, þó að þess þætti ekki þurfa fyrri. Alþýðublaðið heitir nú öllu góðu um undirteklir „sinna manna“ undir ábyrgðarbeiðni bæjarstjórnarinnar, og segir „vonandi“, að það takist, að fá ábyrgðarheimildina samþykta á Alþingi, og að öllu i sambandi við þetta verði hraðað sem mest má verða“. En svo fær það ber- sýnilega einhverja „eftirþanka“ í sambandi við það, sem það liafi áður sagt um allan „undir- búning“ hitaveitumálsins af hálfu bæj ars tj órnarinnar, I Ieng- ilinn og Krýsivík, og liefir því þami fyrirvara um afstöðu „stjórnarvaldanna“, að þau kunni að telja, „að nauðsyn beri til, að málið liggi ljósar fyrir en það gerir nú“. Um það verð- ur þó ekkert sagt, hvort það á við það, með þessum ummæl- um, að „nauðsyn beri til“ að rannsaka til lilítar hitaveitu- möguleika frá Henglinum og Krýsivík, áður en ríkisábyrgð- in verði veitt. En naumuFverð- ur þó tíminn til þess, ef ábyrgð- in á að fást á þessu þingi. Rásetar á lera usla á Isaíiröi. jt Ð þvi er fréttaritari Vísis á “ ísafirði hermir, gerðu há- setar á Iividbjömen noklcum bsla þar í bænum í siðustu viku. Gengu þeir í hús og hirtu ýmsa smámuni, svo sem vekjara, páfagauk og annað, sem auð- velt var að flytja til skips. Bif- reiðar tóku þeir einnig trausta- taki og óku sér til skemtunar um bæinn, og munu hafa vald- ið einhverjum skemdum á bif- reiðunum með því tiltæki. Bæj- arfógetinn á Isafirði, Torfi Iljartarson, hefir tekið skýrsl- ur af þeim mönnum, sem urðu fyrir ágangi hásetanna, og hafa þeir fengið leiðréttingu sinna mála og muni þá aftur, sem frá þeim voru telcnir. Verður það að teljast mjög óviðfeldið, að þeir menn, sem teljast hafa landhelgisgæslu með höndum hér við land ger- ist svo uppivöðslusamir, er þeir hafa fasita jörð undir fótum, einkum þar, sem það verður ekki talin sérstök nýlunda fyr- ir háseta á Hvidbjörnen. Víðavangshlaup drengja í Hafnap- fór fram i gær, að tilhlutun Iþróttaráðs Hafnarfjarðar. Keppendur voru 13, og fyrst- ur að marki varð Haraldur Sigurjónsson á 8 mín. 3,2 sek., annar Guðm. Hjartarson á 8 mín. 21 sek., og þriðji Guðm. Marteinsson 8 mín. 25 sek. Keppendur voru allir innan Fjöldi manns meiðist EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frá Briissel er símað, að til talsverðra óeirða hafi komið þar í gærkveldi, er menn söfnuðust saman í þúsundatali fyrir framan kauphöll- ina og í miðhluta borgarinnar og víðar, til þess að mót- mæla auknum skattaálögum og dýrtíð. Lögreglan dreifði mannfjöldanum og voru margir menn hand- teknir. Fjölda margir meiddust í þessari viðureign. Óeirðirnar voru allalvarlegs eðlis og þótt lögreglunni tækist að tvístra mannf jöldanum og koma í veg fyrir, að hann safnaðist saman aftur í miðhluta borgarinnar, söfnuðust kröfugöngumenn þegar saman annarsstaðar í bænum, til mótmælafunda. United Press. Bresk-ítöísku samningarnir og* vidrædur einrædislierranna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Vviðræður Hitlers og Mussolini eru enn þá að- alumræðuefni heimsblaðanna. Lundúnadag- blaðið Times telur, að viðræðurnar hafi orðið til þess að varpa skýrara Ijósi á stjórnmálaástandið í suðaustur og miðhluta álfunnar og hér eftir þurfi menn ekki að vera eins í vafa um afstöðu Mussolini og Hitlers til þessara mála. Daily Telegraph hyggur að einvaldsherrarnir hafi rætt um Tékkóslóvakíu, en eins og United Press hafði áður fregnað, mun ekki verða af stofnun neins hern- aðarbandalags með Itölum og Þjóðverjum, en Hitler mun styðja kröfur Sudeten-þjóðverja án þess að beita vopnavaldi. Daily Telegraph telur ekkert í ræðu Mussolini benda til þess, að bresk-ítalska samkomulagið þurfi að hafa óheppileg áhrif á samvinnu ítala og Þjóðverja. United Press. BandarUdn aflétta vopna- sSInbanni til Spánar? EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Frá Charleston í Suð- ur-Carolinu er símað, að Roosevelt forseti sé kom- inn þangað úr ferð sér til hressingar á herskipinu Pennsylvania, á heimleið til Washington. Roosevelt átti viðtal við blaðamenn í Charleston og sagði, að hann mundi ræða við Cordell Hull, utanríkismálaráðherra, þegar við komu sína til Washington, um þings- ályktun Nye öldunga- deildarþingmanns, þess efnis, að aflétt verði hanninu á flutningi hergagna til Spánar. Talið hefir verið, að undanfÖrnu, að nokkurar líkur sé til þess, að stjórnin fallist á þingsályktunartillögu Nye. United Press. BOSEVELT. 17 ára. Vegalengdin hálfur þriðji km. Veður var gott, en svalt. íþróttaráð Hafnarfjarðar liélt keppendum og starfsmönn um mótsins veislu á Hótel Birninum í gærkveldi. Voru þar margar ræður haldnar. Qoga látinn. Octavian Goga, sá er var for- sætisráðherra Búmeníu frá því i desemberlok siðastliðinn og þangað til um miðjan febrúar, andaðist á laugardag, 57 ára að aldri. — (FÚ). og margir hanðteknir. BRÚSSEL, IIÖFUÐBORG BELGÍU. (Dómsmálaráðuneytið í baksýn). Verkefni sem bíða páðs- fandap Jþjóðabandalagsins. London, 8. maí - FU. Ýms stórmál sem talið er að geli valdið allmiklum vafning- um og erfiðleikum bíða Þjóða- bandalagsráðsfundarins, sem kemur saman á morgun. Breska stjórnin hefir farið fram á það, að eitt með fyrstu málunum, sem tekið yrði fyrir yrði yfir- ráðaréttur ítala i Aljessiniu. Það þykir ekki líklegt, eins og til lians er stofnað, að samþykki fáist um að viðurkenna hann, en það er loforð af liálfu Breta, að sjá um að málið fáist rætt á þessum fundi og er það gefið í sambandi við bresk-ítölsku samningana.. Þá er og búist við, að það sæti magnaðri mót- spyrnu af hálfu þeirra ríkja, sem þegar liafa viðurkent yfir- ráðarétt ítala, að fulltrúi Ilaile Selassie keisara fái að silja fundinn. Getur vel svo farið, að til mjög alvarlegs ágreinings komi út úr því. líÉn iandiBstor i Horo. rRÉTTARITARI Vísis á Isa- firði skýrði svo frá í sím- lali í dag, að liafísinn væri orð- inn landfastur við Horn, og mikill ís væri á siglingaleiðum inn í Húnaflóa. Veður hefir verið slæmt vestra undanfarið, hríðar ogfrost. Vindur liefir ver- ið norðan eða norðaustan, og má búast við, ef svo lieklur á- fram, að aðalísspöngin, sem liefir nálgast landið mjög hratt, að þvL er talið er, verði land- föst næstu daga, ef vindstaðan breytist ekki. ILvíða menn al- ment fyrir erfiðu vori. Hafíshroði kom í fyrradag inn á Skjálfandaflóa á móts við Tjörnes, en fjarlægðist lieldur í gær. Stöku jakar voru á reki inn flóa. — Stefán Jón- asson skipstjóri, sem var i at- huganaleiðangri flugvélarinn- ar síðastl. laugardag, skýrir svo frá: Flugvélin flaug um 180 kílómetra undan landi, og var þaðan að sjá íslaust í Þá er það víst að á þessumr fundi mun spánska stjórnin leggja fram kæru yfir innrás útlendra herja í Spán og krefj- ast þess að hún sé þegar rædd og fara fram á það við Þjóða- bandalagið að það beiti sér fyrir þeirra augljósu skyldu sinni að þeir sé fluttir á brott. Þá er búist við að Sviss fari fram á það, vegna lilutleysis síns, að vera undanþegið skuld- bindingum sínum samkvæmt Þj óðabandalagssáttmálanum. Telur Sviss sig ekki geta staðið undir slíkum skuldbindingum með þeim gífurlega vígbúnaði sem öll nágrannarikin hafi og jafntvísýnt eins og sé með frið- inn í álfunni. Þá er það ennfremur vitað, að Kina kærir yfir innrás Japana í Kína bg krefst aðstoðar Þjóða- bandalagsins til þess að hrinda henni af höndum sér. norðvestri, en í norðaustri sást ekki út yfir ísinn. — Á Húna- flóa er önnur spöng, á siglinga- leið frá Horni að Skaga, en auður sjór er norðan við þá spöng. (Samkv. FU.). — Veð- urstofunni höfðu engar nýjar veðurfregnir borist í morgun. ÍSLAND I ERLENDU ÚTVARPI. Á miðvikudaginn kemur kl. 18,10 eftir íslenskum tíma les frá Agnete Kamban upp í, danska útvarpið úr siðustu skáldsögu Guðmundar Kamb- ans og á fimtudaginn kl. 18,00 eftir íslenskum tíma verður Galdra-Loftur eftir Jóhann Sig- urjónsson leikinn í danska út- varpið. Eyvind Johan Svendsen leikur Loft, Albert Lutlier bisk- upinn, Rigmor Jespersen dóttur biskups, Grete Bendiz Stein- unni. Dönsk útvarpsblöð flytja í þessu tilefni rækilegar grein- ar um þetta leikrit og fyrri sýn- ingar þess. Á miðvikudaginn kemur flytur dr. Matthias Jónasson er- indi unx íslenskt menningarlíf að fornu og nýju í útvarpið í Leipzig kl. 1G eftir íslenskum tíma. (FÚ).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.