Vísir - 19.05.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 19.05.1938, Blaðsíða 3
YÍSIR Sumarskemíistaður Sjálfstæðismanna að Eiði. E I Ð I Visir hitti Stefán Pálsson kaupmann að máli í gær og spurði hann um hvað unnið hefði verið að undirbúningi sumarstarfseminnar að Eiði. „Að því máli hefir starfað nefnd, sem skipuð er af sjálf- stæðisfélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði og hefir hún með höndum ýmsan undirbúning að sumarskemtunum á Eiði, en það hefir þó mesta þýðingu að ráðist hefir verið í happdrætti til ágóða fyrir staðinn og hefst miðasala á morgun." „Ætlið þið að ráðast í miklar framkvæmdir í sumar?" „Það er ætlunin hvað sem af verður, en fyrir okkur vakir að ráðast í byggingu mikils sam- komu og veitingahúss nú á þessu sumri, en alt veltur þetta á því hvernig okkur gengur að afla tekna, með þvi að ógern- ingur er að ráðast í slíkar bygg- ingar, ef skuldir þarf að stofna þeirra vegna, sem þær fá svo ekki risið undir. Aðalliðurinn í fjársöfnunarstarfinu verður happdrættið, en þar sem vinn- ingarnir eru 20 og verðmæti þeirra á fjórða þúsund krónur, og einkum þar, serti hér er um nauðsynjamál að ræða vonum við að bæjarbúar veiti þessari viðleitni góðar undirtektir og sala miðanna gangi greiðlega". „Telur þú Eiði heppilegan stað fyrir útiskemtanir Reyk- vikinga?" „Eg býst við að óhætt sé að fullyrða að annar heppilegri staður fáist ekki hér nærlendis, enda hefir það verið svo að skemtanir á Eiði hafa verið mjög fjölsóttar, jafnvel þótt veður hafi verið misjafnt og i öllum rigningunum síðastliðið sumar voru þar nokkrar úti- skemtanir haldnar, sem öllum þóttu ánægjulegar. Á Eiði geta allir farið ferða sinna eins og þeim lystir, notað sjóinn og sól- skinið, teigað að sér heilnæmt og hressandi lof t, hlustað á ræð- ur, söng eða hljóðfæraslátt eða legið i brekkunum í skjóli fyrir öílum vindum og látið sér líða veL«« „Hvað hefir verið flest fólk á skemtunum á Eiði?" „Eg býst við að það hafi verið flest um 10 þúsund manns, ungir og gamlir af öllum stétt- um og öllum flokkum, því að „Rauðhólar lögðust í eyði" er Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir útiskemtunum þarna inn frá. Það, sem mestum erfiðleik- um hefir valdið er afgreiðsla á veitingum til alls þessa fólks, þvi að flestir hafa leitað inu í tjöldin á sama tima, þegar hlé hefir orðið á skemtiatriðum, en úr þessu ætlum við að bæta á þessu sumri og þeim næstu eftir því sem frekast er unt. Að því geta allir Reykvíkingar stuðlað með því að bregðast vel við þeg- ar við leitum til þeirra, enda eru þeir að búa i haginn fyrir sig og sína með þvi að gera okkur fært að gera Eiði eins vel úr garði frá okkar hendi eins og náttúran hefir gert fyrir sitt leyti." Þess er að vænta að Reykvík- ingar bregðist nú vel við, er til þeirra verður leitað, en sala miðanna hefst i dag, eins og að ofan greinir, og verða þeir seld- ir af sjálfboðaliðum úr flokks- félögunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Samkoma á Eiði. 17. mai. FÚ. BRÚARFOSS lagði af stað frá Kaupmanna- höfn í dag með 40 farþega á- leiðis til íslands. Á meðal þeirra eru nokkrir ungir Dan- ir, sem ráðnir eru til landbún- aðarstarfa á íslandi og Ásmund- ur Jóhannsson fasteignasali frá Winnipeg. London, 18. mai. FÚ. í Sakhara i grend við Cairo hafa fundist einhverjar hinar merkilegustu fornleifar af sinni tegund, sem sögur f ara af. Forn- leifar þessar fann prófessor Hassan, fornminjavörður egypsku stjórnarinnar. Eru það fornar egypskar áletranir og litaðar myndir. Mikil var undrun okkar er við lásum greinina „Hversvegna er ekki byrjað að æfa úrvalsliðið?" eftir B. S. i Morgunbl. i fyrra- dag, en þó tók út yfir, er við sáum grein þá sem eftir fylgdi i Morgunbl. í dag. Gegnum þessar tvær grein- ar gengur sem rauður þráður, ásökun til tveggja fé- laga og er þar átt við félög vor, Fram og Val, fyrir að þau séu svo lítilsigld, að þau vilji visvit- andi fórna heiðri þjóðarinnar, fyrir veika von um betri árang- ur gegn keppinautum sínum innanlands. Er með þessum ásökunum reynt að læða inn hjá almenningi andúð til þessar fé- laga, jafnframt þvi sem bent er á göfuglyndi og þjóð- rækni(!!) hinna. Grein B. S. i fyrradag á að vera og er, fljótt á litið, ósköp saklaus fyrirspurn; rödd úr áhorfendahópi, sem langar til að fylgjast með þvi sem gerist i sambandi við heimsókn Þjóð- verjanna. Greinarhöfundur vill láta sem hann hafi ekkert ann- að við að styðjast en skýrslu for- manns K. R. R. í Morgunbl. fyr- ir nokkuru, og svo þa staðreynd að æfingar „landsliðs" séu ekki byrjaðar er hann kemur fram með þessar hugleiðingar. En er hann fer að gagnrýna hið sjálf- sagða orðaval formanns K. R. R. „að félögin hafi hinsvegar ósk- að þess, að slikar æfingar biðu þar til eftir íslandsmót", þá kemur í Ijós að hann veit af- stöðu allra félaganna og þar með ástæður þeirra fyrir þess- um „óskum þeirra". Greinin er þvi ekki skrifuð með það fyrir augum að fá fræðslu á áhugamálum áhorf- andans. Hún er beldur ekki rit- uð til þess að gefa ófróðum mönnum óhlutdrægar upplýs- ingar, því þá hefði hann jafn- framt skýrt afstöðu Fram og Vals. Ekki er hún heldur skrif- uð til þess að sannfæra Fram og Val um villu síns yegar i þess- um efnum, þvi slikar greinar leiða aldrei til annars en sundr- ungar og illinda milli f élaganna. Nei, greinin er að eins rituð með það fyrir augum að snúa almenningsálitinu gegn Fram og Val og til þess að kenna þessum félögum um og afsaka K. R. ef illa tekst til með „að sigra þýsku snillingana". Er leitt til þess að vita, að iþrótta- menska þessara manna skuli ekki vera á hærra stigi. Þegar rætt er um hvenær úr- valsæfingar eigi að byrja, þá er samtímis rætt um hverjir skuli velja mennina i liðið og svo hver æfa skuli. En það er ein- mitt í þessum tveim atriðum sem aðalágreiningurinn liggur. Fulltrúi K. R. í knattspyrnu- ráðinu (K.R.R.), ásamt for- manni þess og fulltrúa Víkings, vilja láta ákveðinn mann, sem hvorugt hinna félaganna treyst- ir, ekki að eins æfa þetta lið, heldur einnig láta hann velja mennina í það og það án íhlut- unar annara. Ósamkomulagið er sem sagt ekki eingöngu eða aðallega fólg- ið í því hvenær byrja skuli æf- ingar, heldur miklu fremur í því hverjir ekki skuli velja það og æfa. Þvi vitanlega myndu Fram og Valur ekki standa fast á móti því að þær byrjuðu fyr, ef trygt yrði að æfingar félag- anna undir íslandsmót liðu eigi við það, og óhlutdrægt val í liðið og það falið.i umsjá hæfasta kennarans. Voræf ingar Fram og Vals eru allar miðaðar við að afla leik- mönnum nauðsynlegs úthalds, fullkominnar leikni í knattmeð- ferð og loks „taktik", þ. e. sam- leik og skípulag í sókn og vörn. Að ná þessum árangri tekur hinsvegar langan tíma og verð- ur að smáauka viðfangsefnin ef tir því sem þol og þroski leyf- ir. Ein óvarleg æfing þar sem einskis þessa er gætt, getur hæglega eyðilagt meira en hægt er að vinna upp aftur á mörg- um æfingum ef leikmennirnir hafa ekki áður náð nauðsynlegri þjálfun (condition), festu og skilningi á „taktikinni". Við telj- um þvi óráð að hef ja samæfing- ar þessar fyr en hver einstakur leikmaður hefir fengið þenna nauðsynlega undirbúning, en til þess teljum við ekki hægt að komast af með minni tíma en fram að íslandsmóti. Ef vilji þessara „þjóðræknu" félaga næði fram að ganga myndi „með öðrum orðum sama hneykslið enn einu sinni endurtaka sig. Þúsundir áhorf- enda, sem byggja sínar sterkustu vonir á hinu svokallaða úrvals- liði, verða blektir og keppend- urnir sjálfir litilsvirtir, með þvi að þetta „úrvalslið" yrði sent máttvana, vegna ónógra eða alls engra æfinga, móti hinu þaul- æfða þýska úrvalsliði", eins og B. S. kemst sjálfur að orði. í þessu sambandi er ekki ó- fróðlegt að geta þess, ókunnug- um til leiðbeiningar, að þýska liðið sem hingað kom 1935, hafði enga samæfingu haft áð- ur en það kom hingað, enda munu sumir Þjóðverjanna hafa sést fyrsta sinni er þeir stigu á skipsf jöl. Svo mun einnig verða um þetta lið er nú kemur. B. S. segir ennfremur og und- irstrikar: „því það er alls ekki nóg að hver leikmaður sé sterk- ur ef heild og samleik vantar". Alveg rétt. En hvaða leikmaður getur talist „sterkur" sem ekki getur leikið vel með öðrum góð- um leikmönnum sér við hlið, og hvernig tekst „veikum" leik- mönnum að sýna heild og sam- leik gegn „snillingum". Enn segir B. S. að það sé „dá- lítið villandi" er formaður K. R. R. segir að félögin hafi óskað eftir að æfingar þessar biðu fram yfir íslandsmót, „að vísu hafi tveir fulltrúar talið sig mótfallna æfingunum, o. s. frv." Má í þvi sambandi benda hon- um á að þó K. R. hafi ekki talið sér skylt að standa við skuld- bindingar síns fulltrúa í ráðinu, þegar því hefir verið að skifta, þá er til þess ætlast og fram tekið í reglugerð K. R. R., að fulltrúinn komi fram i nafni síns félags og með fult umboð frá því. Hinsvegar er það full- komlega rétt álitið hjá formanni ráðsins, að um leið og tvö félög hafa tjáð sig mótfallin æfing- um þessum, þá geti ekki um þær verið að ræða, þvi hér getur aldrei orðið um þvinganir að ræða, heldur að eins samkomu- lag. Þá segir greinarhöfundur að mistökin liggi i því að ekki hafi verið leitað til keppendanna sjálfra, þvi einmitt bestu leik- menn þessara tveggja félaga vilji samæfingar. Þetta verðum við að telja tilhæfulaust, þvi að Jarðarför frú. Sigríöa r Hansdóttur Biering, Lindargötu 20 C, fer fram fr%4ómkirkjunni föstudaginn 20. þ. rii. kl. 2. Hefst með húskveðjÍHd,. 1% e. h. Fyrir mina hönd og annara aðstandéhda. S Guðm. Þórðarson. Hér með tilkynnisf^ að maðurinn minn, Ólafur X?. Eyjólfsson, s andaðist í morgun að heimili sínu, Laugavegi 87. i Jónína R. Magtíýsdóttir og f jölskylda. Höfðingleg Sjöf. Ólafur Johnson konsúll hefir gefið Iþróttafélagi Reykjavíkur Chrysler-bif- reið, til þess að stofna til happdrættis fyrir íþrótta- aðsetur sitt — Kolviðarhól. Ólafur Johnson stórkaup- maður hefir gefið Iþróttafélagi Reykjavikur vandaða Chrysler- bifreið, í því augnamiði, að stofnað verði til happdrættis um hana, en ágóðmn af því renni til íþróttastaðar félagsins að Kolviðarhóli, honum til efl- ingar. Þetta er stórhöfðingleg gjöf og má vænta þess, að svo marg- ir vilji freista gæfunnar og kaupa happdrættismiða, i von um að hreppa hnossið, að mik- ill hagnaður verði að happ- drættinu, en af því leiðir, að hinir áhugasömu l.R.ingar ná miklu fyr en ella því marki: Að gera Kolviðarhól sem allra best úr garði sem fyrirmyndar i- þróttastað og uppeldis og menn- ingarstöð fyrir æsku Reykjavik- ur. — Stórhugur og framtak hinna ötulu forvígismanna 1. R. hefir nú verið verðlaunaður með ein- stakri rausn, sem allir Reyk- víkingar hljóta að þakka og meta. Úlafnr G. EjjólfssoD. fyrv. skólastjóri Verslunarskóla Islands, andaðist að heimili sínu hér i bænum i morgun. — Ævi- atriða hans verður síðar getið hér í blaðinu. eins einn af þessum „bestu" leikmönnum hefir tjáð sig fúsan til þessara æfinga og það að eins undir annari stjórn en meirihluti ráðsins ætlast til að verði á þeim. Loks getur B. S. þess, að nóg ætti að vera til af þjálfurunum og að?vonandi verði einum þess- ara manna falið að byrja þjálf- un úrvalsliðsins strax. Við vilj- um að eins „vona" að B. S. sjái um að stjórn sú er hann á sæti í, feli fulltrúa sinum að falla frá þeirri kröfu sinni að áður um- getnum manni verði falið val þessara manna og þjálfun þeirra. þá fyrst er von um sam- komulag. Að lokum viljum við spyrja: Vill K. R. og Víkingur taka á sig ábyrgð þá sem þvi er sam- fara, að fela örlög úrvalsliðsins í hendur þeim manni, sem meiri hluti þess (úrvalsliðsins) og þeirra sem að því standa, bera ekki traust til, í þessum efnum. Reykjavik, 14. mai '38. Guðm. Halldórsson, form. Fram. Ólafur Sigurðsson, form. Vals. íréWtf I.O.O.F. 5 = 120519 8V2= Skipafregnir. Gullfoss kom til Kaupmanna- hafnar í gærkveldi kl. g. Goðafoss fór frá Hamborg í gær áleiðis tíl- Hull. Brúarfoss kemur til Leith í dag. Dettifoss fer í kvöld til Grims- by og Hamborgar. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Rvík. Kyvig er í Rvík. Kungshaug koni til Rvikur i gær. Strandferðaskipin. Súðin var á Hvammstanga í gær^ en Esja á Skagaströnd. Farþegar á Lyru til útlanda: Gísli Johnsen og fr^. Helgi Hermann Eiríksson, Þórar- inn Kristjánsson, Jón Halldórsson húsgagnasmíðameistari, Árni Frið- riksson, Matthías Þórðarson, Odd- ur Guðjónsson og frú, ÞórhaHur Sigtryggsson, Guðlaugur Rósin- kranz, Björn Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri, Sigurjón Kjartansson^ Sigurður Pálmason. Hjúskapur. 1 dag verða gefin saman í hjónst- band ungfrú Unnur Pálsdóttir fra Tungu í Fáskrú'Ösfirði og Daníet Brandsson frá Fróðastöðum í Borg- arfirði. Ungu hjónin dvelja til 21» þ. m. á Hólavallagötu n. Knattspyrnumót 3. flokks. Fyrstu kappleikar mótsins föra fram í gær. K. R. vann Víking meS 6 gegn o og Fram Val með 2 gegn I. Ljósatimi bifreiða er frá kl. 10.25 a'*5 kvöldi til kí. 2.55 að morgni. Bæjarstjórnarfundur er i dag kl. 5. 14 mál eru á dagskrá. L. Kaaber bankastjóri hefir verið gerður Koinmandör af Dannebrogsordunni, 1. gráðu. Mercator, belgískt skólaskip, kom hingatS f ' gær. Skip þetta kom hingað í fyrra- vor. 3. flokks mótið heldur áfram á laugardaginn. Þá keppa kl. 7 Fram og Víkingur og kl. 8 K.R. og Valur. Hinn árlegi basar. Hjúkrunarkvennafélagsins verðV ur opnaður laugardaginn 21. þ. n_, kl. 1 i húsrúmi hjúkrunarfélagsins. Líkn í Templarasundi. A basarnum. verða margir fallegir og eígttfegir munir. Mikið af barnafatnaði o. fL, Vikublaðið Fálkinn kemur út i fyrramálið, 16 síðun. Guðbrandur Jónsson.. prófessor, er fluttur á Klappar-- stíg 17. Framkvæmdastjóraskifti; Sigurður Jónasson hefir sagt af sér sem framkvæmdastjóri Tóbaks- einkasölu ríkisins. Hefir hann gegnt því starfi síðan 1928, er einkasalaa var stofnuð. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.10 Veðufregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. 20.30 Hljómplötur: Car- neval-svíta, eftir Schumann. 20.55 Útvarpshljómsveitin leikur. 21.25 Hljómplötur: Andleg tónlist. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá D. M., ia>\ kr. frá sveitamanni, 2 kr. frá G. Þ.„, 2 kr. frá A. G., 1 kr. frá Z (gamalt áheit), 2 kr. frá J. P. — Afhenl síra Bjarna Jónssyni: 5 kr. frá N. N. (gamalt áheit), 10 kr. ívá. G. E. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.