Vísir - 19.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 19.05.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sí m ar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Réttur neytendanna. I menningarlöndum þar sem einstaklingsframtakið hefir fengið að njóta sín án hóflausra hafta og banna frá hendi ríkis- valdsins, hefir samkepnin skap- að fjöldanum viðunandi Ufs- kjör. Vörumiðlararnir, hvort sem um kaupmenn eða kaupfé- lög hefir verið að ræða, hafa gert sitt ítrasta til að bæta lífs- kjör manna með hóflegu vöru- verði samfara auknum vöru- gæðum, og það hefir orðið eins- konar málsháttur vegna þessar- ar viðleitni seljendanna, að „viðskiftavinurinn hefði altaf á réttu að standa". Við íslendingar höfum notið fulls verslunarfrelsis, en að eins um skamman tíma, og vissir flokkar hér í landi hafa unnið markvist að því að graf a undan verslunarfrelsinu. Þeir hafa byrjað á þvi að koma mönnum í hagsmunasamtök, sem hafa reynst misjafnlega, þótt þeim hafi verið veitt frtá upphafi ýms fríðindi umfram einstaklinga, og stöðugt hefir verið haldið áfram á forréttindabrautinni þar til svo er komið að þessi samtök eiga ein allan rétt, en allir aðrir engan rétt i þjóðfé- laginu. I fyrstu bitnaði þetta aðallega á keppinautunum, en þegar þeir voru orðnir lamaðir og hættu- lausir var snúist gegn neytend- unum sjálfum, sem eðlilegt hefði verið að fyrirtæki þessi hefðu virt að nokkuru, og nú er ekki tekið tillit til krafa þeirra né eðlilegra óska, heldur er réttur þeirra einnig borinn fyrir borð. Nú má svo heita að öll versl- un innanlands sé háð höftum og bönnum. Enginn má selja kjöt né mjólk hafi hann ékki fengið til þess náðarsamlegt Ieyfi stjórnskipaðra nefnda, sem litil skil kunna á þeim verkefn- um, sem þær hafa með höndum, og hafa sumar hverjar gert sig berar þegar í upphafi að fullum fjandskapi gegn neytendunum. Þetta hefir leitt til þess meðal annars að vöruvöndun og vöru- gæði eru öll önnur en vera skyldi og í stað þess að leitast sé við á allan hátt að auka neyslu þessara vara á innlend- um markaði, hefir verið úr henni dregið með uppspentu vöruverði, en minkuð neysla bitnar aftur beinlínis á fram- leiðendunum, en þeir einu, sem hafa af þessu beinan hag eru hinar stjórnskipuðu nefndir. Nærtækasta dæmi i þessu efní er mjólkin, sem öllum er nauðsynleg og þvi eftirsótt vara. Á því leikur enginn vafi, að neyslu hennar má auka til mik- illa muna hér í bænum, ef kröf- ur neytenda eru virtar að nokk- uru. Nú er mjólkin seld óþarf- lega háu verði, en auk þess er hún í sumum tilfellum nokk- urra daga gömul er hún kemur hér á markaðinn, og jafnvel orðin súr, eða þolir ekki geymslu, en er þó seld sama verði og nýmjólk. Það, sem gera þarf í þessu tilfelli, er að flokka mjólkina, þannig að fult tillit sé tekið til neytend- anna. Það mætti flokka hana alt frá barnamjólk niður i súr- mjólk, áir og undanrennu, og með því að lækka milliliða- kostnaðinn gæti verðið til neyt- endanna einnig lækkað bændum að skaðlausu, en gæti orðið þeim hreinn hagur vegna auk- innar neyslu. Ef haldið verður áfram á sömu braut og hingað til leiðir það til áframhaldandi beins og óbeins tjóns bæði fyrir fram- leiðendur og neytendur, og virðist það því ekki vera ósann- gjörn krafa að mjólkursölu- nefnd reyni að leysa þetta verk- efni betur hér eftir, en hún hef- ir gert hingað til. Hagsmunir framleiðenda og neytenda fara saman, en þeirra hagur er hagur heildarinnar. Hitaveitan Borgarstjóri Pétur Hall- dórssón f er utan með Lyru í kveld. Er erindi hans að ganga frá lántöku í Svíþjóð til hitaveitunnar, og munu allar líkur benda til að lánið f áist þar. Engin opinber skýrsla mun liggja fyrir enn sem komið er, frá hinum sænska verkfræðingi, sem hér var, en hinsvegar er það fullyrt manna á meðal, að honum hafi litist mjög vel á hitaveituna og allan undirbún- ing hennar, og talið áætlanir all- ar mjög varlegar, og miklu fleiri möguleika til hagkvæmra nota hennar, en látið hef ir verið uppi íisHfim Mjinr íi i iinrr Á sínum tima ákvað meiri hluti Mjólkursölunefndar að taka tekjuafgang Samsölunnar til verðuppbótar á vinslumjólk, en þrátt fyrir það, að tekjuaf- gangurinn rynni þarínig til upp- bótar á þessu mjólkurmagni einu, nægði það engan veginn til að tryggja það verð, sem fást átti fyrir vinslumjólkina, en það var 2 aurum lægra en neyslum j ólkurverð. IÞessari ráðstöfun tekjuaf- gangsins vildu ýmsir bændur ekki una og Ólafur Bjarnason í Brautarholti höfðaði mál gegn Mjólkursölunefnd og krafðist greiðslu sér til handa á kr. 2.776.99, er hann taldi sinn hlut ágóðans, en mál þetta var höfðað til reynslu, þannig að fjölmargir framleiðendur aðrir gera sömu kröfur á hendur nefndinni. í fyrradag féll undirréttar- dómur í málinu og varð, niður- staða hans, að tekjuafganginum bæri að jafna niður á alla inn- vegna mjólk verðjöfnunarsvæð- isins, og kæmi þanni^ í hlut Öl- afs kr. 998,00. Dómur þessi hefií mjog Rýfur Mussolini hresk-ítalska samn- inginn og sendir herafla til Spánar? Bretar úttast að stefna Chamberlains í utanrikismálum sé dauðadæmd, ef ítalir meta meira sigur Francos en gerða samninga. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Astand og horf ur á Spáni valda bresku ríkisstjórn- inni meiri áhyggjum en nokkuru sinni, þar sem allar líkur benda til, að Mússólíni áf ormi að senda aukinn herafla til Spánar. Mússólíni hefir margsagt, að rauðu f lokkarnir skuli aldrei sigra á Spáni og það heit virðist hann ætla að standa við. En þegar ítaísk-breska samkomulagið var gert á dögunum var það eitt höfuðatriðið, að Mússólíni sendi þangað ekki meira lið. Breskir stjórnmálamenn óttast, að ef Mússólíni met- ur sigur Francos meira en samkomulag Breta og ítala, séu allar helstu stoðir brotnar undir utanríkismála- stefnu Chamberlains, að minsta kosti muni það gefa andstæðingum hans byr í seglin, en þeir hafa frá upp- hafi haldið því fram, að samkomulag við ítali væri gagnslaust, af því að Mússólíni væri ekki að treysta. Lundúnadagblöðin í morgun skýra frá því, að Mússó- líni ætli að senda viðbótarherafla til Spánar til þess að leiða styrjöldina til lykta hið bráðasta. Daily Express skýrir frá því í morgun, að breska stjórnin hafi hinar mestu áhyggjur af þessu og hafi farið þess mjög alvarlega á leit við Mússólíni, að hann hætti við þetta áf orm sitt, því að það gæti haft stórhættu- legar afleiðingar. Chamberlain mun einnig fara þess á leit við frakknesku stjórnina, að hún komi í veg fyrir að Barcelonastjórnin sé studd af Frökkum. Horfurnar á lausn ýmislegra vandamála er þetta varða, hafa yfirleitt versnað að miklum mun, síðan er Mússólíni flutti ræðu sína í Genúa á dögunum, og var allóvæginn í garð Frakka, og þótti það allfurðulegt mörgum, þar sem samkomulagsumleitanir Frakka og ítala voru byrjaðar. Frökkum gramdist ræðan stórlega, en Bretum þótti sér að óþörfu gert erfitt fyrir. Vegna þess ágreinings, sem kominn er upp — eða a. m. k. er á uppsiglingu — milli ítala og Breta — um Spán, spáir Daily Herald því, að nýir stjórnarerfiðleik- ar blasi við Chamberlain — svo kunni að fara, að í ljós komi, að utanríkismálastef na hans verði honum að f alli. Þess vegna gerir Chamberlain nú alt, sem í hans valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir, að til alvarlegs áreksturs komi milli Breta og ítala. United Press. Noregsför Armanns. Úrvalskvenflokkurinn úr Ár- manni fer utan í kvöld með Lyra, til að taka þátt i 13. lands- móti Norðmanna. Sýndi flokk- urinn leikfimi í gærkveldi i húsi Jóns Þorsteinssonar og vakti mikla aðdáun áhorfenda. Þess- ar stúlkur eru i flokkinum: Díana Einarsdóttir, Eiríks,- götu 23, Dídi Hermannsdóttir, Freyjugötu 24, Gróa Ólafsdóttir Skólavörðustíg 20, Guðný Jóns- dóttir, Laugavegi 82, Guðrún Úlfarsdóttir, Þjórsárgötu 5, Gyða Thorlacius, Hringbraut 157, Ingunn Kristinsdóttrr,. Laugavegi 18, Ólöf Björnsdótt- ir, Njálsgötu 56, Ragnheiðm* Þorkelsdóttir, Ljósvallagötu 18, Rósa Níelsdóttir, Sólvallagötu 7A, Sigríður Björnsdóttir, SeL landsstíg 7, Sigríður Þórðar* dóttir, Leifsgötu 9, Stella Árna- dóttir, Grettisgötu 2, Vigdís Jónsdóttir, Vesturgötu 36, Þór- ný Þórðardóttir, Grettisgötu 43. Fimleikastjóri er Jón Þor-> steinsson og fer frú hans, Eyrún Guðmundsdóttir með flokknum. Victor Ewanuel fer í opinbera heimsókn til Berlinar1 Berlin, 19. mai. - FÚ. Talið er, að ítalska stjórnin sé óánægð með afstöðu Frakk- lands til Spánarmálanna. ítalska blaðið Corriere della Sera segir, að Frakkar megi ekki undrast það, að Mussolini hafi sett fram þá kröfu og skilyrði til samn- inga, að Frakkland forðaðist hverskonar stuðning við Spán- arstjórn. Popolo di Roma segir, að i Spánarmálunum muni ítalía aldrei slá hið minsta af yfirlýstri stefnu sinni, til sam- komulags við önnur ríki. í London er meiningarmunur sá í Spánarmálunum, sem kom- ið hefir í Ijós við samninga Frakka og Itala, talinn mjög al- varlegs eðlis, og er talið, að breska stjórnin muni reyna að mikla þýðingu, fyrst og fremst af þeim sökum, að hann tryggir framleiðendur gegn arðráni og eignajöfnun Mjólkursölunefnd- ar, sem liingað til hefir farið sínu fram, án þess að virða kröf- ur neyíenda og framleiðenda. Mjólkursölunefnd mun hafa ákveðið að áffyja dóminum. draga úr þessum ágreiningi ogij hafi hún í því skyni falið sendi-ií herra sínum i Róm að eiga við-j tal við Ciano greifa. Giornale d' ítalía fer hörðum orðum um hina frönsku utan- ríkispólitík og segir, að Frakk- land verði að skilja, að til þess að ávinna sér vináttu ítalíu, verði það að varpa fyrir borð vináttu sinni við sum önnur riki, sem Evrópu stafi háski af. Berlín, 19 maí. - FÚ. Um framhald fransk-ítölsku samningana er alt í óvissu. Við- íal það, sem tilkynt hafði verið að Blondel, sendisveitarfulltrúi Frakka í Róm, myndi eiga við Ciano greifa, hefir enn ekki átt sér stað og vekur það undrun margra. Þó hefir heyrst, að við- talinu hafi að eins verið frestað um nokkura daga. " $lb4<oto> aðeins Loftur. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Londön, í morgun. Fregn frá Rómaborg hermir, að Victor Emanúel muni f ara í heimsókn til Berlínar, sennilega í júlí, en þegar Hitler var í Rómaborg á dögunum bauð hann kon- ungi þangað. United Press. ráðsfund Þjóðabandalagsins átt tal við Litvinoff í Genf og þyk- ist fréttaritarinn hafa fregnhr af því, að Litvinoff hafi sagst mundu gera alt sem unt væri til þess að horfið yrði frá hlut- leysisstefnunni i Spánarmálum og að hann hafi lýst því yfir, að til þess gæti komið að Sovétrik- in sæju sig tilneydd að bindá enda á Spánarstyrjöldina. En fyrst um sinn myndu Rússar freista að bjarga Spánarstjórn með því að senda henni flug- vélar og fallbyssur. Póstsamgöngum- milli Kata- loníu og Mið-Spánar er nú hald- ið uppi með kafbátum, sem sagt er að stjórnað sé af rússneskum sérfræðingum. RÚSSAR HJÁLPA RAUÐLID- UM A SPÁNI. Berlín, 19. maí. - FÚ. Fréttaritari Daily Mail í Genf símar blaði sínu, að Rússar ætli að bjarga stjórninni á Spáni með því að senda henni nægi- lega mikið af hergögnum. Segir hann, að utanríkisráðherra Spánar, del Vayo, hafi eftir DÆMD f LÍFSTÍÐAR FANG- ELSI FYRIR NJÓSNIR. I s.l. september handtók Gestapo, þýska leynilögregl- an, Octavie Wielapolska greifafrú, sem er 29 ára, for- kunnar fögur, fædd i Rúss- landi og gift Wielapolska greifa, sem er 56 ára. Daily Express skýrir frá þvi ný- lega, að pólskur stjórnmála- maður hafi sagt frá þvi við konu sína á leið frá Varsjá til Berlín fyrir skömmu, að greifafrúin hafi verið dæmd í lífstíðarfangelsi. Mál henn- ar var tekið fyrir leynirétt. Hávarður ísfirðingur kom til Isaf jarðar 14. þ. m. með 92 föt lifrar. Alls hefir hann fengið á vertíðinni 403 föt. — (FÚ.),

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.