Vísir - 27.05.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1938, Blaðsíða 3
V í S I R Skeiðará flæðir nm allan sandinn, - - jðkuihrannir ern alt fram til hafs. Litill vafl leiknr á að nm elthnmlirot sé að ræða. — Breamsteinsljln ieggnr nm sveitir anstan Steiðarár. Yísir átti tal við Hannes Jónsson bónda að Núpsstað rétt fyrir hádegi í dag’. Var hann þá nýkominn heim til sín frá því að svipast um eftir vatnavöxtum á Skeiðarársandi. Er nú bjart- viðri eystra og gott skygni. Sandurinn er allur eitt haf á að líta og jakahrannir frá jökii og fram og austur á sandinn svo iangt sem augað eygir. íshrannirnar eru óvenju miklar og upp við jökulinn standa nokkurar eyrar upp úr vatninu, en annars er flætt yfir hann allan. í Núpsvötnum er mikill vöxtur, en þó hefir hann ekki ágerst verulega frá því um tóifleytið í nótt. Frá Sigurðarfitarál og austur á Þriðjungssand er flóðið ekki veruiegt, en vötnin sam- einast neðar á sandinum og úr því er sem eitt haf að líta. Ekkert hefir enn þá orðið vart við eldsumbrot í jöklinum, en þó telja menn nú orðið líklegt að hlaupið stafi frekar af eldsumbrotum, en hinu að jökullón hafi brotist fram. 1 Leiðangur Jóhannesar Áskelssonar mun nú vera kominn að Hólmi í Meðallandi og mun vera væntanlegur austur í dag. — l Flugvélin kom að norðan í gærkveldi seint, en ákveðið hafði verið, að hún færi í flug yfir Vatnajökul þegar er veður leyfði. í gær var slæmt veður í bygðum næst jöklinum, hríðarveður og slæmt skygni, og því óhagstætt flugveður. En í morgun var veður mildu betra og horfur góðar. Var því ákveðið, að flugvél- in flygi austur yfir Vatnajökul og sandana, og fóru þeir nátt- urufræðingarnir Pálmi Hannesson og Steinþór Sigurðsson í henni, en Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndari fór ekki, eins og upphaflega stóð til, í flugvélinni, heldur landleiðis, í þeim til- gangi að taka ljósmyndir af jökulhlaupinu. Þeir Pálmi og Steinþór taka myndir úr lofti. Þótti hyggilegra að reyna að ná myndum hæði úr lofti og af landi. Vigfús mun fara í bil eins langt og liann kemst og svo ríðandi. Flugvélin er væntanleg liingað aftur í kvöld. Á heimleiðinni tekur hún bensinforða í Hornafirði. Má vænta þess, að mikill árangur verði af flugferðinni, og má það vera öllum gleðiefni, að hægt var að senda íslenskan flugleiðangur til athugana á jöklinum og jökulhlaupinu. Ætti það að vera öllum metnaðarmál, að islenskir náttúru- fræðingar hafi forgöngu í öllum náttúrurannsóknum hér á landi. í fregn frá Fagurhólsmýri sem barst FÚ. Iaust fyrir hádegi segir, að farið sé að draga úr vexti Skeiðarár. Megna fýlu legg- ur um alia sveitina, segir ennfremur í skeytinu. Enn verður ekki séð hvort sæluhúsið stendur. FÚ. 25. mai. Nú samstundis eða kl. 19.15 harst Fréttastofunni svohljóð- andi simskeyti frá Fagurhóls- mýri varðandi ldaupið í Skeiðará. Skeiðará hefir fjarað mikið í dag nokkurn spöl fyrir vestan Jökulfell, en vaxið meira en því nemur austur við Fellið. Vatnið, sem rennur fram einn kílómetra austan við sæluhús- ið hefir vaxið i dag og hefir þar komið fram töluverð jökul- hrönn. Sæluliúsinu virðist ekki vera hætta búin. Vatnið er enn lítið komið austur fyrir Ing- ólfshöfða. FÚ. 26. maí. Skeiðarárhlaupið náði há- marki austan til á Skeiðarár- sandi kl. 4 i morgun. Samkv. símskeyti frá Fagurhólsmýri til útvarpsins flæddi þá um all- an farveg síðasta hlaups með mildu vatnsmagni, sérstaklega við brekkurnar. Var þar um tveggja kílómetra breiður áll. Síðan hefir fjarað að nokkru og virðist lilaupið nú i rénun. Nokkur íshrönn hefir borist fram á sand. Yfir 100 fjár var á sandin- um og mun eitthvað af því hafa farið i flóðið. Flóðið fell- ur til sjávar fram sandinn i djúpum álum eða dreifir úr sér í grynningar um mest allan Skeiðarársand, þegar dregur að sjó, nær flóðið austur í Hnappavallaós og vestur í Hvalsíki — en milli þeirra eru yfir 50 kílómetrar, en frá sjó að Skeiðarárjökli eru urn 30 kílómetrar. FÚ. 26. mai. Núpsvötn hafa verið að vaxa frarn að þessu og renna nú heim undir tún á Núpsstað í Fljótshverfi. í dag var slæmt skygni þar í sveitinni og er því ekki vitað livernig flóðið hag- ar sér vestan til á sandinum. FÚ. 26. maí. Kl. 19 harst útvarpinu frá Fagurhólsmýri svohljóðandi símskeyti: Slceiðará enn við sama. — f morgun virtist hlaupið réna, en það mun hafa fjarað i út- fallinu við Jökulfell, en aukist vestan á sandinum. Eldlitur fellur á málma. Um fjórir kíló- metrar af símalínunni liafa fallið vestan við Skaftafell. Sumarklúbburinn heldur dansleik í Góðtem'plara- húsinu annað kvöld kl. io. Af- bragðs hljómsveit. Aðgangur aS eins tvær krónur. Ferðafélag íslands fer skemtiför í Raufarhólshelli á sunnudaginn kemur. Ekið í bíl- um upp í Hveradali, en gengið þaðan um Þrengslin fyrir vestan Stakahnúk og Meitla yfir Eldborg- arhraun í'hellinn. Hellirinn er hinn merkilegasti. Til haka verður far- iS um LönguhlíS og Lágaskarð í Skíðaskálann í Hveradölum og ek- ið til Reykjavíkur. Lagt af stað kl. 8 f. h. FanniSar seldir á Steindórs- stöð á laugardaginn til kl. 7. í dag er til moldar borinn Friðrik Jónsson kaupmaður. -—- Hann lést 17. þ. m., en var fædd- ur 22. maí 1860 hér i Reykjavik og vantaði því 5 daga til þess að verða 78 ára. Hann var sonur Jóns Péturssonar háyfirdómara og seinni konu lians Sigþrúðar Friðriksdóttur prests Eggerz frá Akurey. Er sú ætt svo kunn, að óþarfi er að rekja liana. Friðrik var ungur settur til menta og Iauk stúdentsprófi frá latínu- skólanum 1882. Bekkjarbræður hans urðu margir þjóðkunnir menn og voru á meðal þeirra Níels R. Finsen, Ijóslæknirinn heimsfrægi, Sigurður Thorodd- sen yfirkennari, dr. Jón Þor- kelsson þjóðskjalavörður, dr. Jón Stefánsson, dr. Hannes Þorsteinsson, síra Kristinn Dan- íelsson, Halldór Bjarnason, Bogi meistari Melsteð, Ólafur Davíðsson fræðimaður o. fl. Friðrik fór utan eftir stúdents- próf og dvaldist eitt ár við há- skólann í Kaupmannahöfn, en var heilsutæpur og kom heim aftur og gekk á prestaskólann. Lauk hann prófi i guðfræði á aðfangadag jóla 1886, flutti sína prófprédikun og steig einu sinni eða tvisvar síðan í stólinn i dómkirkjunni, en hugði ekki á prestsskap. Með þeim Friðriki og Sturlu bróður hans, sem var iy2 ári yngri, var frá upphafi innileg og fölskvalaus vinátta og frændsemi og bar aldrei skugga á. Gerðu þeir bræður með sér á unga aldri félagsskap og ráku verslun og fengust við kaupsýslu alt lífið. Urðu þeir báðir athafnamenn hinir mestu ogþjóðkunnir, enda altaf nefnd- ir í sömu andránni og gerðu ókunnugir sér ekki i hugarlund, að nokkur munur væri á þeim bræðrum. Svo samtaka voru þeir í öllum viðskiftum sínum, enda samferðamenn í orðsins fylsta skilningi. Þeir, sem þektu þá bræður háða, vissu þó, að alhnikill munur var á lundarfari þeirra og engu minni en vant er um bræður, en órjúfanleg vin- átta þeirra virtist slevpa þá i sama mót. Hitt mun sanni nær að þeir fullkomnuðu hvor ann- an, að það, sem annan vantaði, átti hinn. Friðrik sál. var gæt- inn maður og íhugaði sín mál vandlega. Hann var léttur og mildur i lund, hlýr í viðræðum og gamansamur og óafskiftinn um hag annara. Hann var um langt skeið laxveiðimaður mik- ill og dvaldist þá á hverju sumri uppi í Borgarfirði á veiði- jörð sinni Laxfossi. Hann var og listhneigður og varð góður málari, en ekki byrjaði hann.að mála fyr en hann var kominn yfir fimtugt. Síðan mun liann hafa málað á hverju ári alt fram til liins síðasta og eru til málverk í tugatali eftir hann, einkum landslagsmyndir úr Borgarfirði og eru flest þeirra í eigu þeirra bræðra. Friðrik sál. Iætur eftir sig eklcju, frú Mörtu Bjarnþórsdóttur frá Grenjum í Mýrasýslu og tvö mannvænleg börn, Sigþrúði, er telcur stúd- entspróf í vor, og Sturlu, nem- anda í 3. bekk gagnfræðaskóla Reykjavikur. A. J. « Inglbjðrg Geititóttir. Bergstaðastræti 31, verður í dag til moldar borin, tæplega 75 ára að aldri. Ingibjörg var ‘dóttir Gests Jónssonar bónda og Ragnlieiðar Sveinbjarnardóttur, — prests Sveinbjörnssonar frá Staðar- hrauni, en hann var bróðir Þórðar Sveinbjörnssonar liáyf- irdómara, en kona lians Rann- veig Vigfúsdóttir var systir Bjarna Thorarensens amt- manns. Ingibjörg á að baki sér óvenjulega og merkilega æfi, sem er að vísu ekki að undra um konu, sem er komin af jafn- góðum ættum og að framan getur. Hún var prýðilega gáfuð kona og hafði hug á að ment- ast. Rúmlega tvítug að aldri lauk I1Ú11 yfirsetukvennaprófi með ágætum vitnisburði. Gerð- ist hún fyrst ljósmóðir á Álfta- nesi og síðari liér í hænum við mjög góðan orðstír. Mun hún hafa tekið á móti meir en 1500 börnum og ætíð hepnast vel. Ingibjörg var gift Áma Árna- syni dómkirkjuverði sem marg- ir eldri Reykvíkingar munu kannast við. Eignuðust þau hjónin tiu hörn, öll hin mann- vænlegustu; fimm af börnunum eru látin en fimm lifa og þau eru: Frú Elísabet, Vigfús starfs- maður í Reykjavíkur apóteki, Sófus, starfsmaður í Laugavegs apóteki, frú Guði’ún og frú Ásta. Barnabörn Ingibjargar munu vera 42, þar af tvö, Sigurður 9 ára og Ragna 11 ára, er hún hin siðustu ár alveg sérstaklega fómaði sínuiri veiku kröftum, eftir að María dóttir hennar dó, en hún var móðir fyrnefhdra barna og gift Haraldi Sigurðs- syni lækni, er nú dvelur á Grænlandi. Ingibjörg var ein af þeim á- gætu konum, sem þrátt fyrir erfið lífskjör ætið varð ástvin- um sínum og mörgum öðrum að ómetanlegu liði. Eftir að Ingibjörg hafði áratugum sam- an barist áfram með sinni stóru fjölskyldu og komið upp mörg- um mannvænlegum börnum, varði liún síðustu kröftum sin- um til liins göfuga og fórnfúsa starfs, að annast tvö börn Mar- íu sálugu dóttur sinnar, sem var yngsta barn hennar. Minningar um slíka konu, sem Ingibjörgu, eru marg'ar og merkilegar, sem munu geymast hjá ástvinum hennar og öðmm vinum, verða fagurt og lær- dómsríkt fordæm i fyrir þá ungu. Ævistarf Ingibjargar er sýn- ishorn þess hvað langt verður komist með einheittum vilja, fórnfýsi og kærleika. Þ. J. S. Innilegt þakklæti fyrir alla þá miklu liluttekningu, sem okkur hefir verið auðsýnd i sorg okkar og missi við I4i eiginmanns og föður okkar, Péturs Pálssonar skrautritara. Margrét ísaksdóttir og bðrnf. Innilega þakka eg þeim, sem auðsýndu samúð við fráfall og jarðarför sonar míns, Einars Karls, Fyrir hönd dóttur og systkina, *sí;Magnús Einarsson. Jarðarför mannsins míns, Fridriks kaupmanns Jönssnoar, fer fram föstudaginn 27. maí og hefst á heimili okkar, Laufásveg 49, klukkan 1 eftir bádegi. Marta Jónsson. Koma þýsku knatt- spyrnimannanoa. Út af mjög villandi og bein- línis ósönnum frásögnum í grein, sem birtist í Vísi 19. þ. m. undir fyrirsögninni „Koma þýsku knattspyrnumannanna og æfingar úrvalsliðsins“, og sem er undirskrifuð af for- mönnum Fram og Vals, vil eg undirritaður fulltrúi K. R. í Knattspyrnuráði Reykjavíkur taka eftirfarandi fram: Greinarhöfundar segja, að fulltrúi K.R. í K.R.R., ásamt for- manni ráðsins og fulltrúa Vík- ings, vilji láta ákveðinn mann, sem livorugt hinna félaganna treystir, ekki aðeins æfa þetta lið, heldur einnig láta hann velja mennina í það án ihlut- unar annara. Þetta eru fullkom- in ósannindi. K.R.R. hefir fram að þessu engan þjálfara ráðið. — Á fundi ráðsins 16. þ. 111. bar formaður þess fram tillögu svohljóðandi: „K.R.R. kýs nú þegar trún- aðarmann til að tilnefna menn i úrvalslið vegna knattspyrnu- kepni við Þjóðverja á sumri komandi. Skal hann tilnefna 11 menn og 6 til vara. Trúnaðar- manni til aðstoðar kýs K.R.R. tvo ráðgefendur, enda liafi þeir allir þrír jafnan tillögu- og at- kvæðisrétt um tilnefningu úr- valsliðsins“. Var tillaga þessi samþykt með atkvæðum formanns, full- trúa K. R. og Vikings, en á móti tillögunni voru fulltrúar Fram og Vals. Á þessu geta menn séð, að i það er ekki ætlun K.R.R., að | fela neinum einum manni ein- ræðisvald á vali úrvalshðsins, | enda væri það og algert brot á ; starfsreglum K.R.R., þar sem ( : slíkum nefndum er skylt að ■ þar öll félögin sem kunnugt er jafna aðstöðu. Formaður Iv.R.R. bar fram tillögu um að kjósa Guðmund Ólafsson sem trúnaðarmann ráðsins, en fulltrúar Vals og Fram kváðu sig andvíga hon- um. Voru þeir þá heðnir að tilnefna einhvem annan, en þeir neituðu háðir að verða við þeim tilmælum. Guðmundur var þá kjörinn til að vera trúnaðar- maður ráðsins og ráðgjafar lians þeir Einar B. Guðmunds- son hrm. og Pétur Sigurðsson háskólaritari. — Þessir menn fengu söniu atkv. og trúnaðar- maðurinn hafði fengið. Fund- ur jiessi var lialdinn eins og fyr segir 16. þ. m., en blaðagrein þeirra G. H. og Ó. S. birtist 19., eða tveimur dögum eftir funð K.R.R. og sýnir það, að þeir hafa farið með visvitandi ó- sannindi. Þá lialda þeir G. H. og Ó. S. áfram og segjá, að vitanlega mýridi Fram og Valur efcka standa fast á móti því, að æff- ingar úrvalsliðsins byrjuðu fyr, ef trygt yrði að æfingar félag- anna fyrir IslandsmötiS SfSa eklci við það. Ennfremur ern greinarliöf. liræddir um að val- ið í liðið verði hlutdi’ægt og að æfingar þess verði ekki faldar í hendur hæfustu kennurununs. Út af þessum ummælum. vll eg aðeins taka þettq frains Á fundi K.R.R. fyrir hálfuna mánuði síðan, og þar sem rætt var um væntanlega þjálfara úr- valsliðsins, lagði fulltrúi Vik- ings þá fyrirspurn fyrir för- mann Vals, hvort hinn sfcosM þjálfari félags hans væri fáan- legur til að æfa úrvalsliðiS, eff þess yrði óskað. Svaraði form, Vals þvi, að hann treystí ekM' þjálfaranum til þess. (Iívers vegna, veit eg eldd). Sama spurning var lögð fyrir for- mann Fram, en hann svaraði því, að félag sitt hefði orðið að kosta miklu fé til að fá erlend- an þjálfara og myndi félagíS sjálft vilja fá að njóta kenslis lians og því ekki gefa kost á honum. Aðdróttun G. H. og Ö. S. S hendur Guðmundi Ölafssyná getur K.R.R. ekki tekiS til greina af þeim ástæðum, að þessir menn liafa ekki gjetaS komið með eitt einastaí dæmS um hlutdrægni Guðmundar jÓl- afssonar. Fulltrúar Fram og Vals hafa. neitað að æfa úrvalslið undír stjórn innlends manns. Þelr neita að láta úrvalsliðinu í te starfskrafta sinna erlendu þjáHU ara. Þeir neita að taka þátt í æí- j ing’um úrvalsliðsins ef það komt | í bága við félagsæfingar þeirra- | en einmitt á þeim dcgamy semi ] úrvalsliðinu voru ætlaðir tíl: æí- inga (sunnudögum) heyja þessS tvö félög æfingakappleiki sín á milli. Ennfremur hefir Fram farið þess á leit við Víking, að hann kepti æfingakappleik við ■ Fram á sunnudegi, en fengiðfl neitun. Af öllu þessu er þvf sýniíegí:, að þessi tvö félög meta meir® innbyrðis flokkakepni, en að vel æfður og sterkur úrvalsflokkur allra félaganna geti orðið sér til sóma, er Þjóðverjarnir koma hingað í næsta mánuðí. FinsSt mér og fleiri knaltspyrnumönii- um þetta illa farið. Hans Kragh-,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.