Vísir - 28.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 28.05.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengi'ð inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingast j ó ri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan li/f. Við hvern er að sakast? ATVINNULEYSIS- og fram- “ færslumálin eru vandræða- mál liér á landi, ekki aðeins í Reykjavik, eins og ráða mætti af slcrifum stjórnarblaðanna, heldur í öllum kaupstöðum landsins, kauptúnum og ýms- um sveitum. Og það er ekki að- eins hér á landi, sem þessi mál hafa valdið örðugleikum. At- vinnuleysið hefir nu um liríð mátt heita alheimsböl og eitt- hvert örðugasta viðfangsefni þjóðanna. Hinsvegar hafa þessi mál ver- ið tekin alt öðnim tökum hér á landi en í öðrum menningar- löndum. Allstaðar annarsstaðar en hér hefir það verið talið hlut- verk ríkisvaldsins, fyrst og fremst, að ráða bót á þeim vandræðum, sem af atvinnu- leysinu stafa. Hér hefir rikis- valdið leitt þetta hjá sér, svo sem það hefir frekast séð sér fært, og lagt þá kvöð á herðar bæjar- og sveitarfélögum. Þann- ig hefir ríkissjóður lagt af mörkum aðeins þriðjung þess fjár, sem gert er ráð fyrir að varið sé til að veita atvinnu- lausum mönnum vinnu, eða viðlíka upphæð fyrir alt landið eins og Reykjavík ein leggur fram i þvi skyni. Og svo skiln- ingslausir og þekkingarsnauðir eru valdhafamir í landinu á þessi mál yfirleitt, að furðu gegnir. Aðalmálgagn núverandi ríkis- stjómar ræðir nokkuð um þetta í ritstjómargrein á upp- stigningaradaginn, og byrjar niál sitt á þessa leið: „Þegar sveitarflutningarnir voru afnumdir og kosningarétt- ur veittur þurfamönnum, var tilætlunin vitanlega sú, að ekki nytu aðrir fátækrahjálpar en þeir, sem ekki hefðu getu til að vinna fyrir sér og sínum. Fyrir þvi var ekki gert ráð, að veita þyrfti vinnufærum mönn- um .... slíka hjálp“. Sveitarflutningar voru af- numdir á síðasta kjörtímabili og kosningarétlur var veittur þurfamönnum með stjórnar- skrárbreytingunni 1933. Það var þá orðið alkunnugt, að sök- um atvinnuleysis hafði ekki orðið komist hjá þvi, að veita „vinnufærum mönnum“ fá- tækralijálp.Samkvæmt fátækra- lögum var fátækrastjórnum bæjar- og sveitarfélaga skylt að veita slíka hjálp hverjum manni, sem ekkert hafði fyrir sig að leggja, og á því var engin breyting gerð með framfærslu- lögunum, sem sett voru fyrir aðeins tveimur árum. Ef það hefir ekki verið „tilætlunin“, að slíkir menn „nytu fátækrahjálp- ar“, þá liafa löggjafarnir verið um of ókunnugir löggjöfinni og ástandinu í landinu. Stjórnarmálgagnið sakar nú „bæina“ um það, að þeir liafi sýnt atvinnulausum, vinnfær- um mönnum of mikla „undan- látssemi“, með þvi að veita þeim fátækrahjálp. — „Ungir menn bókstaflega bíða eftir þvi að komast í atvinnubótavinn- una eða á fátælcraframfæri, í stað þess að nota þá mörgu möguleika, sem þeir hafa til að bjarga sér á annan liátt“, segir blaðið. Og það virðist gefa „bæjunum“ einum sök á því, að ungu mennirnir fari þannig að ráði sínu. En það eru ekki bæ- irnir, sem halda i þessa „ungu menn“, með því að láta þá fá atvinnubótavinnu. Ríkisvaldið hefir tekið að sér að hafa allan „veg og vanda“ af þvi, hverjir fái vinnnua, þó að það standi ekki straum af henni nema að litlu leyti. Og það hefir svift bæina öllum möguleikum til að sporna á móti ásókninni, m. a. með því fyrst að nema sveitar- flutningana úr lögum og síðan að fella niður sveitfestistímann og gera alla framfærsluskylda í dvalarsveit sinni. Bæirnir standa gersamlega varnarlausir uppi gegn allri þessari ráðsmensku rikisvalds- ins. Bæirnir hafa ekkert vald til þess að þröngva mönnum til að „nota þá mörgu möguleika, er þeim bjóðast til að bjarga sér á annan hátt“, en með því að fara á sveitina, t. d. til þess að fara upp í sveit að leita sér at- atvinnu. Það er aðeins á færi rikisvaldsins. Það er eitt af mörgu, sem styður þá kröfu, að ríkisvaldið taki atvinnuleys- ismálin algerlega í sínar liendur. Og því ríkara sem stjórnar- málgagnið kveður á um það, í hvílíkan voða sé stefnt „sið- ferðilegum þrótti og sjálfsbjarg- arviðleilni“ þess hluta ungu kynslóðarinnar, sem „sjálfs- bjargarvöntunin“ sé alin upp í með liverskonar eftirlátssemi í þessu efni, því þyngri dóm munu stjórnarvöld landsins verða að þola, fyrir það að að- hafast ekkert til þess að afstýra voðanum, en reyna aðeins að skella skuldinni á aðra. MaOur fisst asr daaða n llfi í fiiivallðsiieit. Nokkuru fyrir hádegi í gær fann þingvallanefndin mann nær dauða en lífi í Skógarkoti í Þingvallasveit. Var maðurinn meðvitundarlaus, er nefndar- menn bar þarna að. Var þegar brugðið við og far- ið og símað til lögreglunnar liér í bænum eftir aðstoð. Fór Sveinn Sæmundsson austur og var maðurinn fluttur í Land- spítalann. Var komið méð hann hingað um kl. 7%. Að svo stöddu þykir eigi rétt að fara nánara út í þetta mál, þar sem það er eigi athugað til fulls, vegna jiess að maður sá, sem hlut á að máli hefir eigi náð sér til fulls. Vafalaust hefði hann látist þarna, ef nefndarmenn hefði eigi borið að. Skógarkot er nú í eyði og hús að hruni komin, en frost og svalviðri þar eystra undanfarnar nætur. ^ jfcdttljloÉClL? aðeins Loftur. Franskir flugmálasérlræðingar væntaniegir til London á morgnn. Náiu samvinna verdur milli Breta og1 Frakka i hernadar- málum. EINRASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Amorgun eru væntanlegir til London fimm af kunnustu lofthernaðarsérfræöingum Frakka og er þeirra fremstur Vuillemin hershöfðingi, forseti herforingjaráðs frakkneska flughersins. Lundúnadagblaðið Daily Herald skýrir frá því, að viðræður þær, sem byrji á morgun, milli breskra og franskra flugmálasérfræðinga, séu upphaf á hinni ráð- gerðu fyrirætlunum um aukna samvinnu flugherja Frakka og Breta. Daily Herald segir, að allar flugstöðvar Frakklands standi Bretum til boða til afnota og muni breskar flug- vélar nota þær jöfnum höndum og breskar flugstöðv- ar. Er þetta afar mikilvægt frá lofthernaðarlegu sjón- armiði, einkanlega að því er snertir árásarflugvélarn- ar, sem geta farið lengra að heiman en ella, því að í öllum frakkneskum flugstöðvum verða hafðar nægar birgðir af öllu, sem hinar bresku flugvélar þarfnast. United Press. STÆRSTA SPRENGJUFLUGVÉL í HEIMI. Bandaríkjamenn hafa komið sér upp fjölda mörgum gríðar- stórum flugvélum útbúnum til þess að varpa niður sprengikúl- um. Eru það stærstu flugvélar þessarar tegundar, sem til eru. ___l_______u_jimii.II I ■IIIIIT-m-* Stephan Strobl víðkunnur kýmnismyndateiknari kom- inn til Islands. Bretar eru vongódir um heppilega lausn deilumálanna í Tékkóslóvakíu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Meðal breskra stjórnmálamanna gætir enn nokk- urrar bjartsýni um það, að takast megi að leysa deilumálin i Tékkóslóvakíu friðsamlega. Hinsvegar gera Bretar sér ljóst, að horfurnar geta versnað í einni svipan, vegna þess að einhver nýr vandi komi til sögunnar. Fullyrt er, að Henlein sé að ganga frá lágmarkskröf- um, sem hann ætlar að leggja fyrir Hodza í næstu viku. Henlein telur, að Sudetenvandamálin verði því að eins seyst friðsamlega, að gengið verði að lágmarkskrofum þeim, sem hann vinnur að. Ríenn óttast talsvert, að til einhverra óeirða kunni að koma á landamærum Þýskalands og Tékkóslóvakíu yfir lielgina, en Bretar byggja miklar vonir á því, að tékkneska stjórnin er staðráðin í að gera alt, sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir óeirðir. United Press. IjEGAR vorið kemur koma * farfuglarnir, — ekki að- eins í eiginlegri merkingu, held- ur einnig í óeiginlegri, þ. e. a. s. erlenda gesti ber að garði í ýms- um erindum eða erindisleysu. kýmnismynd eftir Strobl. SkeiðaFárhlaupið er í rénum Eldsumbrota verdur ekki varf. í gærkvöldi barst útvarpinu svohljóðandi símskeyti frá Fag- urliólsmýri: Skeiðará hefir lialdið áfram að fjara i dag við Skaftafell, mikið vatn fellur þó enn fram sandinn. íshröngl mikið er frá jökli og fram á sandinn, er kemur betur í ljós eftir því sem áin fjarar. Laust fyrir liádegi í dag barst úlvarpinu annað símskeyti frá Fagurhólsmýri svohljóðandi: Skeiðarárhlaupið er nú mikið að fjara og fer Iiægar að því en í siðasla hlaupi. Sennilega verð- ur liægt að komast yfir sandinn eftir nokkura daga. Þá barst póst- og símamála- stjóra í morgun svohljóðandi skeyti frá Seyðisfirði varðandi hlaupið: Skeiðará er byrjuð að fjara út. Fagurhólsmýri álítur að liægt verði að fara yfir sandinn eftir fáa daga. Sæluhúsið stend- ur. — Flugvélin flaug í morgun inn yfir jökulinn í björtu veðri og Ienti aflur í Hornafirði. Elds- umbrot ekki sjáanleg. 28. maí. — FÚ. Loks barst útvarpinu rétt í þessu símskeyti frá Höfn í Hornafirði svoliljóðandi: Flugvélin fór héðan kl. 4.25 og flaug yfir Öræfajökul, Vatna- jökul og Skeiðarársand. Skygni ágætt. Lenti hún hér aftur eftir 3j4 slunda flug til að taka ben- sín. Flugvélin fer héðan um kl. 15 í dag. Hjúskapur. í dag veröa gefin saman í hjóna- bandi af síra Bjarna Jónssyni frk. Daisy Lárusdóttir og Sig. H. Jóns- son verslunarmaður. Heimili brúS- hjónanna verSur á Sólvallagötu 2. II. fl. mótið. Úrslitaleikirnir fara fram í dag og byrja kl. 5. Keppa fyrst Valur og Víkingur og strax á eftir K. R. og Fram. Það er úrslitakapp- leikurinn. Hafa K. R. og Fram hvort Um sig 4 stig. Meðal farþega með m.s. Dronning Alexandrine síðast var ungverskur listamaður, Steplian Strobl, sem kunnur er víða um lönd fyrir teiknimynd- ! ir (karikatur) sínar. Var það alment talið að þeir, sem lentu í höndunum á Strobl hefðu engu að leyna af lyndiseinkunnum sínum, því að liann hafði fest þær miskunnarlaust á pappír- inn og mótað fórnardýrin í and- legri nekt. Upp á siðkastið lief- ir verið frekar hljótt um St. Strobl. Hann liefir dregið sig að nokkru leyti út úr skarkala lífs- ins og helgað sig öðru starfi, eða rannsókn á glæpamönnum og eiginleikum þeirra og hefir liann starfað m. a. við Rátts- psykatriska kliniken i Stokk- liólmi undir liandleiðslu pró- fessors Olafs Rinberg um fimrn ára skeið. 1 Ilr. Strobl hefir ákveðið að eyða sumarfríi sínu að þessu sinni hér á landi, og meðan að hann dvelur hér mun hann „karikera“, — ekki glæpamenn- ina, — heldur ýmsa mæta borg- ara eins og t. d. ritstjóra blað- anna, stjórnmálamenn og lista- menn. Vísir liitti hr. Strobl að máli í dag og spurði hann eftir starfi hans og áhugamálum og skýrði hann svo frá: „Upphaflega lagði eg fyrír mig byggingarlist, en fór síðan að „karikera“ ýmsa merka menn og lagði stund á það um nokkurt skeið. Ferðaðist eg víða um lönd í því augnamiði og dvaldi á hverjum stað um lengri eða skemri tíma, en aðallega liefi eg dvalið á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum og Hollandi." „Hvernig stóð á þvi, að þér fóruð að leggja stund á „psyko- teknikina“, en hætluð að teikna ?“ „Því réði í rauninni hrein hending. Eitt sinn, er eg var staddur í Hollandi, liitti eg fræg- an læltni og sálfræðing, Yonk- heer van Lennep og liann vakti áliuga minn fyrir þessari fræði- grein. í sjálfu sér er það einnig nátengt hvort öðru að teikna og móta séreinkenni manna á pappírnum og að rannsaka lyndiseinkunnir þeirra.“ „Þér liafið aðallega starfað að rannsóknum yðar i Sví- þjóð?“ „Já, eg fékk stöðu við „Rátts- psykiatriska kliniken“ í Stokk- hólmi og liefi nú sest að í Sví- þjóð fyrir fult og alt. Eg kvong- aðist hollenskri konu, keyptihús íStokkhóImi og hættiferðum,að öðru leyti en því, að á sumrin lyfti eg mér upp og legg land undir fót.“ „Hafa nútímarannsóknir í „Psykoteknik“ staðfest kenn- ingar Lombroso eða ekki?“ „Niðurstaðan hefir orðið alt önnur, en liinsvegar hefir verið bygt á þeim grundvelli, sem Lombroso lagði og rannsóknir hans og kenningar hafa haft stórkostlega þýðingu fyrir þessa fræðigrein. Stórglæpamennirnir cru ekki eins auðþektir og Lom- broso vill vera láta. Þá er ekki hægt áð þekkja úr hóp raanna, ef þeir eru eins búnir og eins kliptir og aðrir, en þó hafa þeir sín sérkenni, sem við rannsókn er auðvelt að finna. Sérkenni þessi skiftast aðallega í tólf flokka, sem of langt mál yrði. Frh. á 3. síðu..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.