Vísir - 30.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 30.05.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VfSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐ-AÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Bjartsýnn ráðherra. Ij, jármálaráðherrann liefir um 1 nokkurt skeið lagt mikla stund á það, að telja kjark i landsfólkið og sannfæra það um, að fjárhagsástand þjóðar- innar sé engan veginn eins bág- borið og ætla mætti, eftir þvi sem af þvi sé látið af „öfundar- mönnum“ þeirra, sem með völdin fara. í þessu skyni birtir liann nú langt mál um það í blaði sínu, „hvar við séum staddir“, og telur óhikað, að „reynsla undanfarinna ára bendi óhikað til þess, að við þurfum ekkert að kvíða fram- tiðinni.“ Þessi „reynsla undanfarinna ára“, sem ráðherrann byggir svo mikið á, er á þá leið, að þó að skuldir þjóðarinnar hafi að vísu „vaxið um 31 miljón króna“ síðan í árslok 1922, þá hafi eignaaukningin á þessu tímabili orðið margfalt meiri, eða um 185 mljónir króna. Fjiármálaráðherranum er talsvert á annan veg farið en bóndanum, sem gerði þannig upp búreikninga sína í blöðum landsins hérna á árunum, að niðurstaðan varð sú, að hann hefði „altaf verið að tapa“, frá því er hann fyrst hóf búskap- inn. Þessi reikningsniðurstaða bóndans var nú að vísu með talsverðum ólíkindum, því að þrátt fyrir alt „tapið“ var hann orðinn sterkefnaður maður, þegar hér var komið sögunni.En hvort mundi þá reikningsniður- staða ráðherrans, að öllu athug- uðu, með meiri líkindum? Hin hagstæða reikningsniður- staða ráðherrans byggist á því, að fyrri hluti tímabilsins 1922— 1936, var uppgangstimabil at- vinnuveganna, og þó aðallega sjávarútvegsins. Á fyrri árum þessa uppgangstímabils voru skuldir þjóðarinnar erlendis greiddar upp að mestu. Ráð- herrann tclur, að skuldirnar hafi verið um 59 miljónir í árs- lok 1922, en um 90 miljónir í árslok 1936. En í stað þess að það þannig getur að vísu kallast svo, að nú sé að eins um það að ræða, að skuldirnar hafi vaxið um 31 miljón króna á þessu tímabili, þá er í rauninni um alveg nýja skuldasöfnun að ræða síðara hluta timabilsins, i og sú skuldasöfnun nemur með vissu þreföldum mismuninum á skuldunum 1922 og 1937. Og hvernig er því svo varið um „eignaaukninguna“ á þessu tímabili ? Það er vitað og alveg óumdeilt, að atvinnuvegir þjóð- arinnar hafa verið reknir með tapi, líklega alt að helmingi þess timabils, sem ráðlierrann ræðir um. Á þeim tíma liefir því ekki verið um neina eignaaukningu að ræða. Á þessu tímabili hefir liinsvegar eigið fé atvinnurek- endanna gengið algerlega til þurðar og þeir hafa safnað skuldum þar að auki svo að skiftir tugum miljóna. Hinsveg- ar er meginhluta þeirrar eign- araukningar, sem ráðherrann telur fram, þannig varið, að hann gefur ekkert í aðra liönd lil greiðslu erlendra skulda. Og að nokkuru er þessi aukning innifalin í hærra mati á eignum en áður, en það raskar að sjálf- sögðu samanburðinum. Og þó að þjóðinni auðnaðist að losa sig úr þeim skuldum, sem hún var komin í við árslok 1922, í svo frábæru árferði, sem þá var næstu árin, þá fer því all- fjarri, að á þeirri „reynslu und- anfarinna ára“ verði nokkuð bygt um það, að lienni muni eins talcast að losa sig úr lielm- ingi hærri skuklum sem hún er nú komin í. Og til þess að það megi takast, verður ekki að eins að verða gerbreyting á árferð- inu „til lands og sjávar“ frá því sem nú er, lieldur verður þá einnig að verða gerbreyling á stjórnarfarinu í landinu frá þvi sem verið hefir, siðan flokkur fjármálaráðherrans tók við völdum, eða það tímabil, sem skuldasöfnunin slafar öll frá. SjömanDadagunnn 6. jnnl 1938. Það gengur vel með undir- búning undir starfsemi dagsins. Þátttakan í hinum ýmsu dag- skrárliðum er með afbrigðum góð og bendir það ótvírætt á, að viðleitni í jiessa átt hefir samliug sjómanna. Dagskráin er að mestu leyti orðin fullgerð, og verður hún birt bráðlega. Þá verða einnig sýndir verðlauna- gripir og viðurkenningapening- ar, er veittir verða. Á fulltrúa- ráðsfundi er haldinn var á fimtudag, var tilkynt, að útgerð- armannafélagið hér í Reykjavík ætti forkunnarfagran grip, er það vildi gefa sjómannadegin- um, þó með þeim forsendum, að hann yrði farandbikar, og kept um hann meðal sjómanna í einhverri sérstakri íþrótta- grein, eða yrði veittur sem við- urkenning fyrir eitthvert sér- stakt afrek, varðandi sjómanna- stéttina. Fulltrúaráðið samdi reglugerð fyrir bikarinn og yrði hún svo endanlega samþykt af útgerðarmannafélaginu. Gripur þessi var fluttur hingað á ensku herskipi, Rodney, 1930, gefinn af útgerðarmannafélagi í Hull. Veiðarfæraverslanir bæjarins hafa sameiginlega ákveðið að gefa hikar til að keppa um í reiptogi. Ákveðið liefir verið að lialda kvöldskemtun með borðhaldi að Hótel Borg, og verður þaðan útvarpað skemtiatriðum og ræðum, er þar fara fram. Enn- fremur i Oddfellow-höllinni ef nægileg þátttaka fæst og verður þar komið fyrir hátölurum, svo menn geti fylgst með dagskrá kveldsins. (Þeir, sem ætla sér að taka þátt í kvöldskemtuninni, eru beðnir að skrifa sig á lista er liggja frammi á eftirtöldum stöðum: Sjómannafélagsskrif- stofunni, Vélstjórafélagsskrif- stofunni, Ingólfshvoli og veiðar- færaverslununum. — Þeir sem skrifa sig á listana ganga fyrir meðan húsrúm leyfir. Undirbúningsnefndin biður bæjarbúa að gera sér starfið léttara með því að skrifa sig þegar í stað á áskriftarlistana. Nuffield lávarður byggir verksmiðjur, sem eiga að framleiða 5000 hernaðarflugvélar. Stærsta átak einstaks manns til styrktar vígbúnaðaráformum ensku stjórnarinnar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. aily Mail skýrir frá því, að Nuffield lávarður áformi að framleiða 5000 hernaðarflugvélar í verksmiðju, sem hann ætlar að reisa í Bir- mingham. Verða flugvélarnar smíðaðar þarna að öllu leyti, nema hreyflarnir. Þeir verða smíðaðir í öðrum verksmiðjum. Búist er við að þarna fái 15.000 verka- menn atvinnu, þegar starfrækslan er komin í fullan gang. Meðal framleiðsla á viku er ráðgerð um 100 flug- vélar. Nuffield lávarður er einn af mestu auðmönnum Breta. Hefir hann gefið að undanförnu marga tugi milj- óna til mannúðarstarfa. Verksmiðjur hans hafa til þessa eingöngu framleitt bifreiðar m. a. hinar svonefndu Morris-bifreiðar. Þar eð Bretar leggja nú hið mesta kapp á framleiðslu hern- aðarflugvéla hefir Nuffield lávarður ákveðið að gera sitt til að framleiðslan gangi sem greiðast og Bretar verði sjálfum sér nógir um flugvélasmíði. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. „LAFAYETTE“, franska linuskipið, í björtu báli í höfninni í Le Ilavre. Tjónið nam 50 miljónum franka. Annar og næst síðasti þáttur bæjar- og sveitar- stjórnarkosninganna í Tékkóslóvakíu fór fram í gær. Um alla álfuna biðu menn kvíða- fullir dagsins, því að menn óttuðust óeirðir, en ef til alvarlegra óeirða kæmi gat hæglega til þess komið, að ófriður brytist út. Nokkurar skærur urðu þó á suiiium stöðum, en ekki mjög alvarlegar. En dagurinn leið, án þess til nokkurra alvarlegra ó- eirða kæmi. Og þýsku blöðin, sem að undanförnu hafa haldið uppi árásum á tékknesku stjórnina, forðuðust svæsnar árásargreinar í gær. Það hefir vakið mikla ánægju breskra og franskra stjórnmálamanna, að kosn- ingarnar fóru fram með friði og spekt. Gera Bretar og Frakkar sér vonir um, að allar æsingar út af Tékkó- slóvakíu séu brátt úr sögunni og venjuleg kyrð komist á þar í landi og samkomulagsumleitanir Hodza og Hen- leins muni ganga að óskum. United Press. VatDikulsleiDSHri oengur að ðskum. Leííangurínienn á leiS til Grímsvatns. Kjartan og Bergur halda nú til bygða með hestana, en við höldum áfram til Grímsvatna. Þeir Sigmundur Helgason á Núpum og Guðlaugur Ólafsson á Blómsturvöllum fylgja okkur, og eins og stendur er veður og færi gott. FÚ. Ofviðri gengur yíir Bretlandseyjar og veldur miklu tjöni. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í moro-un. Ofviðri mikið fór yfir suðurhluta Bretlandseyja og Ermarsund í gær og var f jöldi báta og skipa hætt kominn. Leituðu öll skip, nærri strönd- um Englands, til hafna, og veittist erfitt sökum sjó- gangs og storms. Brim er víða feikna mikið og gengur sjór langt á land upp og hefir flætt kringum mörg hús í borginni Brighton og mörgum öðrum baðstöðum á ströndinni. Fimm hundruð sjóliðsmenn af orustuskipinu Re- venge og tveimur tundurspillum voru á landleyfi í Bournemouth, en komust ekki til skipa sinna sökum ofviðris. Fengu þeir húsaskjól í skóla borgarinnar síð- astliðna nótt. United Press. Fimleíkaflokkup Ármanns vekur atbygli 1 Oslo. Kaupmannahöfn, 28. maí — FÚ. Fimleikamótið í Osló var opnað í gær í viðurvist konungs- fjölskyldunnar, forseta stórþingsins og margs annars stórmenn- is. Aftenposten skrifar um þennan atburð og segir að íslenski flokkurinn hafi komið gjörfulega og smekklega fyrir sjónir. Þeir Jóhannes Áslcelsson og Tryggvi Magnússon gengu í gær á Vatnajökul. — Kl. 20 í gær- kveldi snéru bygðamenn heim- leiðis og tóku með sér svohljóð- andi orðsendingu til útvarpsins, dagsetta þá: Við lögðum af stað frá Kálfa- felli kl. 9 í morgun áleiðis norð- ur til Grímsvatna, til þess — ef hægt er — að sjá hvort þar hafa nokkrar breytingar orðið, sem hafi getað valdið hlaupi Skeið- arár. 1 dag — þ. e. í gær — gekk ferðin að óskum. Kjartan Stef- ánsson á Kálfafelli og Bergur Kristófersson á Maríubakka hafa flutt okkur og farangúr okkar norður fyrir Geirvörtur i 1300 metra hæð. Til ferðarinn- ar voru notaðir 10 hestar. Þeir Sig. Skagfield söngvari hefir haldiö tvo opin- bera hljómleika í Bergen viS á- gæta dóma. SigurtSi hefir veriS boðið aS halda marga hljómleika vestan fjalls í Noregi og gengst ungmennafélagasambandiö þar fyrir hljómleikunum. (Samkvæmt FÚ.-skeyti). Farþegar á Gullfossi frá útlöndum: Frú Ingibjörg Þorláksson, ungfrú Elín Þorláks- son, Ásmundur Jónsson, Sv. A. Jo- hansen, frú Kristín Ingvarsson, Sigurjón Ólafsson og frú m. barn, Ármann Halldórsson, P. Petersen, og frú, Fr. Th. GuSjónsdóttir, Vil- hjálmur Þór, Geirmundur Arna- son, Jóhann Jóhannesson, Þor- björn Sigurgeirsson, Birgir Finns- son, Þórhallur Ásgeirsson, Högni Helgason, Siguröur Benediktsson, Björn Bjarnason, frú GuSrún Guð- mundsdóttir. Kaupmannahöfn, 28. maí. - FÚ. (Einkaskeyti). Aftenposlen í Osló ritar um íslenska kvenflokkinn á fim- leikamótinu í Osló og segir, að íslensku stúlkurnar hafi, undír Jóns Þorsteinssonar, sýnl fram- úrskarandi glæsilegar jafnvæg- isæfingar og tvímælalaust þær glæsileguslu á mótinu. Mann- fjöldinn tók íslenska flokknum með afbrigðum vel. Oslóblöðin flytja greinar um fimleikaiðk- anir á íslandi, í sambandi við komu flokksins. Hlutleysisregur Norðurlanda. Osló, 28. mai. í sænska utanríkisinálaráðu- neytinu var undirrituð í gær af fulltrúum Danmerkur, Finn- lands, Islands, Noregs og Svi- þjóðar, yfirlýsing um sam- ræmdar lilutleysisreglur milli Norðurlanda. Frá árinu 1912 liafa verið í gildi samhljóða hlutleysisákvarðanir fyrir Norð- urlönd. Einnig hinar nýju regl- ur hallast að Haagsamþyktinni frá 1907 í flestum atriðum. — NRP.-FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.