Vísir - 30.05.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 30.05.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Leikhúsíð. Jacques Deval: T o varitch. Leikrit í 4 þáttum, búið á svið af Raguari E. Kvaran. Gestir: Anna Borg og Poul Reumert. Leikritið sjálft er vel að gáð, ef meta skal til bókmenta, ekki á marga fiska, því að það er samið með augun á engu öðru en væntanlegum áhorfendum, og að því einu marki er stefnt, að þóknast þeim, livað sem kaurar. Til þess hefir höfundur- inn úti allar klær og lætur því veg leiksins liggja um öll þau svæði leikritagerðar, sem til eru, svo að víst sé, að allir fái eitt- hvað sem þeim líkar. Þarna er harmleik og gamanleik, ádeilu og mildri lyrik, smeðjulegu „snobberíi“ fyrir yfir- og undir- stélt og pólitískum stefnum, er að þeim standa, hugsæi og þjóð- rækni, peningagræðgi og hjart- ans einfeldni, léttúð æskunnar og ágengni roskinna manna og ótal mörgu öðru hrært saman í vel æta stöppu. Dindilsháttur manna er killaður með liáfleyg- um titlum keisara og fursta, og það er reynt að hreiða yfir hugs- anlega vanmetakend áhorf- enda með því að selflytja þetta tigna fólk ofan i þjónastöður og að uppþvottskálinni i eldhúsi þingmanns úr jafnaðarmánna- flokki, og svo er þetta beinlínis innsiglað með þvi að láta blóð- rauðan bolsa og stórfursta og stói'furstafrú fallast í faðma til þess að bjarga Rússlandi, faðm- lög, sem víst aldrei eiga sér stað í daglegu lífi. Þarna er eitthvað handa báðum bolsum og í- haldsmönnum, og báðum má vel líka. Leikritið er byggt á viðburðum, sem gerast í dag, en þeim er hagað eins og höf. þyk- ir hest henta. Leikritið er ekki hókmentir, ekki einu sinni hók- mentaliki, ekki listiðnaður heldur óbrolinn iðnaður, þar sem liugsaður liefir verið um á- ferð og sölumöguleika, en ekki um vörugæði. Svona leikrit fer um allar álfur og mun uns yfir lýkur fara um alt — nema bók- mentasöguna. Einmilt vegna þess, hvað leikritið rétt á litið er lítilfjör- legt, verður manni starsýnna á leik Poul Reumerts og konu lians. Það er sagt að sumir geri alt að engu, en aðrir alt af engu, og þeim megin eru þau. Það er enginn vandi fyrir þjálfaða leik- endur að láta slíkan samsetning ganga í fólkið, það er önnur iðnaðarmenskan frá, en til þess að hefja slík hlutverk upp úr Ieðju smeðjunnar, upp úr kvik- syndi villigáskans og flatmög- un áhorfendadaðursins þarf sanna list, og það liafa þau Reumertshjónin gert. Það sem erjjitastætt í hlutverkum þeirra í þeirra meðferð, er eftir þau sjálf, en ekki höfundinn. Hin takmarkalausa list Poul Reumerts birtist hetur í þessu hlutverki, en í lilutverki hans i „Nú er kominn dagur“. -— Ilann þeysist þarna á milli ó- líkustu aðstæðna og geðbrigða og' þarf að brúa þar á milli, og gerir það. Hvar sem finsl að- kenning af einhverju skynsam- legu, hvar sem eitthvað list- rænt lætur á sér hóla i leilcrit- inu, þá hefir hann það upp og gerir það að aðalatriði, en not- ar liitt i lengsli á milli. Hlut- verkið, sem i sjálfu sér er ekk- ert nema litilfjörleg glansmynd, verður því i liöndum hans að listaverki. Það er hægt að hlægja og skemta sér yfir leikritinu, en það er ekki hægt annað en að dást að list og leikni Reumerts, og ekkert er eins góður mæli- kvarði á getu og list leikara, eins og meðferð lians á lilut- verki, sem lítið er í spunnið. Þegar Reumert hafði glensið uppi var stundum ekki laust við að væri dálítill svipur með lion- um og Fredrik Jensen, og er það ekki leiðum að líkjast, þvi hann var á sinni tíð einn ágæt- asti gamanleikari i Danmörku, og þó víðar væri leitað, en þessi svipur stafar auðvitað af eðli- legum samsvip lundar og gáska allra danskra manna; það er danskur gáski, en ekki annað. Gáskinn fór Reumart ekki síður en alvaran, og það er þrekraun, sem fáir leika, að skeiða á einu kvöldi svo til um allar leiktegundir. Frú Anna gerði sinu lilutverki svipuð skil, og vel að gáð, var mikill samsvipur með leikþeirra hjóna, hjónasvip verður líklega að kalla það. Þrált fyrir það þó R. E, Kvaran og Poul Reumert kwcaræsr frúin sé bersýnilega fjTst og fremst harmleikari, sýndi með- ferð hennar á lilutverkinu, að giáskinn fer henni líka vel. Henni veittist ekki siður en Reumert auðvelt að hendast á milli allra þeirra skaphrigða, sem eru í lilutverkinu, með liinni mestu lægni, og það er ekki heigluin lient. Aðrir leikarar fóru mjög vel með lilutverk sín, og í þessu leikriti héldu þeir fullkomlega því jafnvægi milli hlutverkanna sem vera átti. Sérstaklega var gaman að meðferð þeirra Gunn- þórunnar Halldórsdóttur og Alfreðs Andréssonar á hlutverk- um þeirra. Leiknum var tekið með dynj- andi lófataki og í hvert sinn er þau Reumertshjón yfirgáfu leiksviðið, og að þáttalokum og leikslokum var þeim klappað ó- spart lof í lófa, og er það ekki nema að vonum, að svo sé, þá sjaldan fullkomnasta list, sem álfan á ráð á er höfð hér á boð- stólum. Leikritið féll og mjög vel i geð, og það væri vafalaust liægt að sýna það hér ótal sinn- um, ef tími væri til, og það jafnvel þótt ekki væri slíkum kröftum á að skipa sem þeim Reumerlshjónum. Koma þeirra hingað er við- burður í andlegu lifi bæjarins, sem ekki er víst að gerisl fljót- lega aftur, og bæjarbúar þakka innilega fyrir komuna. Guðbr. Jónsson. U mferðareglur og umferðastjórn L.j ósmerkin eru framtíöarlausnin. I Það tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, Þörður Sigurðsson, andaðist 28. maí að heimili sínu, Hverfisgötu 106. Steinunn Sigurðardóttir, börn og tengdabörn. IJarðarför sonar okkar, Baldurs Jólianns Magnússonar cand. juris , fer fram frá dómkirkjunni þriðjudag 31. þ. m. kl. 4 e. h. Jarðað verður í Fossvogi. Guðrún og Magnús Jónsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Friðriks kaupmanns Jónssonar, Marta Jónsson og börn. Sturla Jónsson. Þóra J. Magnússon. Fiiðiik Jónsson, kaupmaður*. Blærinn lék við þínar höfðingshærur. Hýran vék þér ekki af skygðum hvarmi. Frá þér snéru allar ytri skærur. Innra gréru rósir, trygðar varmi. Lögreglan á skilið þakklæti allra Reykvíkinga fyrir slarf- semi sína til að fækka umferð- arslysum í bænum. Enn er of snemt að dæma um, hvernig starfsemi þessi hefir lánast og hvert gagn af lienni kann að verða, því að fólk verð- ur vel að athuga það, að til þessa liefir hér verið um tilraun eina að ræða. I fyrra voru máluð eða krítuð strik þvert yfir götur iá ýmsum stöðum, eflaust til leiðbeiningar. Þessi strilc slitnuðu óðara af þar sem nokkur teljandi umferð var, og voru ekki endurnýjuð. Þetta var ekki heldur nema til- raun, — tilraun, sem reyndist gagnslaus. Þetta hefir lögreglan séð, og nú liafa haus-stórir járn- naglar verið reknir í röð niður í göturnar, til leiðbeiningar al- menningi. Þetta ætli að duga. I fyrra tók lögreglan sig lika til og selti leiðbeinandi menn á krossgötur. Gefnar voru út afar- nákvæmar reglur um merki, sem vegfarendur áttu að nota til að sýna, livert þeir ætluðu. Lögreglumennirnir pötuðu lika í allar áttir, og tafði þetta um- ferðina fyrstu mánuðina, á meðan krakkar og fullorðnir námu staðar til að hlæja að þessu fargani. Aldrei heyrðist að gagn hefði orðið að þessum látalátum, og gangandi fólk liefir bókstaflega ekkert mark tekið á patinu. Sjálfsagt er það rétt, að lög- reglan hér liefir lært þessar regl- ur einhvers staðar utanlands, en j eflaust fyrir mörgum árum, því að nú sést þetta handapat livergi í nágrannalöndum vorum. Er nú alt önnur aðferð upp tekin erlendis. Þar er allri umferð, bókstaf- lega allri, jafnt gangandi fólks sem vagna, stjórnað með Ijósa- merkjum. Aðferð þessi fór sig- urför um heim allan fyrir 5 til 10 árum, og hefir hvarvetna reynst ágætlega, enda eru regl- ur þessar svo skýrar og óhrotn- ar og auðlærðar, að hver maður lærir þær fyrirhafnarlaust á minna en einni mínútu. Hér þarf ekki að lýsa þessum Ijósmerkjum, livernig þeim sé fyrir komið, en að eins geta þess, að þau eru „sjálfvirk“, þannig að eigi þarf að hafa varð- mann til að gæta þeirra. Að þessu er mikill sparnaður, enda er nú svo komið í ýmsum lönd- um, að hinir stóru skarar lög- reglumanna, sem fyrst og fremst voru á götunum vegna umferðarinnar, eru nú gersam- lega horfnir þaðan. (Það þótti mér Iandhreinsun). Nú stendur yfir „umferðar- vika“ í Reykjavík. Bæjarbúar óska þess allir, að hún verði að gagni. Erlendis liefir það fylgt ljósamerkjunum, að setja haus- störa nagla i göturnar til leið- heiningar, eins og nú er gert hér, Jafnframt hafa grindur verið settar á gangstéttir götu- horna til þess að varna fólki að fara þá leið yfir götuna, sem talið er hættulegt. — Hér hygst lögreglan að bæta úr þessu með því að mála gangstéttarbrúnina rauða á götuhornunum, og hvita háðum megin við, til smekk- bætis. Þessa dagana er talað um að minnast 20 ára sjálfstæðisviður- kenningarinnar. Það fer vel á því, að fyrsti þátturinn sé að mála Dannebrog á götnr höfuð- horgarinnar. 22. mai 1938. II. Ólafsson. Slys. I fyrrakveld kl. g—io var Björn bóndi Magnússon aS Þorbergs- stötSum í Laxárdal að aka á hjóli frá Störa-Skógi í Miðdölum ásamt Ö8rum manni, GuSmundi Jóhann- essyni á Saurum í sömu sveit. — Leið þeirra lá yfir brú á Hauka- dalsá — en hún liggur allhátt eða um 5 metra yfir vatnsborS árinn- ar. Á brúnni misti Björn af ein- hverjum ástæðum stjórn á hjólinu og kasta'ðist út af brúnni norðan megin og niöur í stói'grýti og meiddist bæöi á höföi og innvort- is. — Karl Magnússon héraðs- læknir í Búöardal bjó um sár hans og hefir stundað hann sí'ðan. Ligg- ur Björn þungt haldinn, en ekki er meS vissuvitað um meiðsli hans. Reynt hefir verið að fá flugvélina vestur og er í rá'Si að sjúklingur- inn verði fluttur til Reykjavíkur og héraðslæknirinn fylgi honum. - (Fú). Farþegar á Brúarfossi til útlanda: Brynjólfur Sigfús- son og frú, Elísab. Andersen, Maja Benjamínsson, Ásta Benjaminsson, Vigfús Einarsson, Jón Guðmunds- son, Eggert P. Briem, Benedikt Bjarklind, Ólafur Proppé, Gísli Jónsson, Ellen (Briem, Árni Guð- mundsson og frú, Sigrún Bjarna- son, Sigurður Pétursson og frú, frú Sólveig Olesen Lökken, Mar- grét Guðmundsdóttir, Salóme Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Sigríður SigurSardóttir, Kristín Ágústsdóttir, Elín Jónatansdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Sveinn Ein- arsson, Benedikt Björnsson, Val- borg Guðjónsdóttir, Rannveig Guðjónsdóttir, Magnþóra Magnús- dóttir, Lára Ásmundsdttir o. fl. Úti í hring um hús þín fuglar sungu, en hljóðnuðu og nefi i bringu stungu. Ekki voru orð þín stór — en dugðu undarlega betr’ en margir hugðu. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholtí. IRagfnheidnr Sumarlidadóttir 23, júní 1894 — 18. maí 1938 I Miðvikudagsmorguninn 18. þ. m. andaðist hér á Landspitalan- um frú Ragnlieiður Sumarliða- dóttir, 43 ára að aldri. Hún var fædd 23. júní 1894 á Breiðábólsslað í Miðdölum. Foreldrar hennar voru merkis- hjónin Sumarliði Jónsson hóndi þar og kona hans Elísabet Bald- vinsdóttir. Heimilið var annál- að fyrir rausn og myndarskap. Ragnheiður ólst upp með for- eldrum sínum; hún var yngst harna þeirra og livers manns hugljúfi á æskuheimilinu. 18 ára kom hún hingað til Reykjavíkur og var á Hús- stjórnarskólanum. Næsta vetur var hún heima, en kom hingað aftur haustið 1914 og var hér við nám þann vetur og hinn næsta. Þessa tvo vetur dvaldi hún á mínu heimili. Mér er það minn- isstætt, að þegar eg sá þessa ungu stúlku i fyrsta sinni, bein- vaxna með mikið, glóbjart hár, þá þótti mér hún ímynd æsku og hreysti. Mér varð strax hlýtt til liennar og við nánari kynn- ingu urðum við vinir. Við átt- um margar glaðar stundir sam- an þessa vetur. Ragnheiður unni ljóðum og söng og öllu, sem fagurt er. Ein visa, sem hún fór oft með, fanst mér lýsa henni sjálfri, en þa?í var þessi vísa: Hún er svo frjáls og ítur„. svo æskusterk og hraust,. að hver, sem hana litur. til hennar festir trausf. Það var líka óhætt að treysta lienni, þvi að hún var bæði síöð- uglynd og kjarkmikil. Hinn 16. mai 1917 giftisS Ragnlieiður eftirlifandi manni sínum Ludvig C. Magnússyni, skrifstofustjóra. Þau hjónm eignuðust 5 höm; elsta hamiS, Ilildur Elísabet, dó 2ja ára göní- ul, en fjórir synir lifa: Agnar^ Hilmar, Valtýr og Reynír. — Heimili þeima hjóna var prýði- Iegt og bar vott um stjómsama og ágæta liúsmóður, sem Kka var höfðingi i öllum útlátum og mild við þá, sem voru minnk máttar. Hvað hun var fyrír mann sinn og hörn er ómetan- legt, enda var hún elskuS og; virt af þeim. Þó að liún vaÉaá* 1 oft vanlieil á seinni árum, vissts það fáii', þvi að hún fór dult .með og stundáði sín störf, semi ekkert væri að. Eg minnist með þakklætí og trega margra yndisstunda á: þessu heimili. Það er mikið að» missa Ragnlieiði, en við skulum öll, vinir hennar og ástvinúv vera þakklát fyrir að hafa átf hana. Elín Thorarenseœ. Póstferðir á morgxm. Frá Reykjavík: MosfelTssveft- ar-, Kjalaness-, Kjósar-, ÖIfnss-„ Flóa- og Reykjanesspóstar. Þíng-— vellir. Fagranes til Akraness; Noröanpóstur. Laxfoss tíl Akra- ness og Borgarness. SútSin aust- ur um land til SiglufjarSar. Stykkishólms- og Ólafsvíkur-póst- ar. Kirkjubæjarklaustur. — Tíl[ Reykjavíkur: Mosfellssveítar-,. Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Þingvelíir. Fagranes frá Akranesi. Laxfosss, frá Akranesi og Borgarnesi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.