Vísir - 22.06.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1938, Blaðsíða 4
VlSIR T '8ÖS' uaiðdegiskaffið og kveld- verðinn. ILausn nr. 23. íStéinarnir vógu 1, 3, 9 og 27 Stíló. fir. 24. Fhigmaður flaug yfir kapp- ¦aksturssvæði bifreiða og tók eftir einni röð af kappaksturs- Ibifreiðum, sem var raðað upp á ffiinkennilegan hátt. Bifreiðin, sem stöð næst stönginni, þar sem merkið var gefið, stóð ein ðt af fyrir sig, en hinar bifreið- arnar stóðu eins og sýnt er á fnyndinni. Bifreiðin, sem stóð saæst stönginni var merkt með tölunni 7 en svo komu númerin, í þeirri röð, sem þau eru talin: 2, 8, 1, 9, 6, 3, 4, 5. Flugmaður- Inn sá að fjTsta talan (7) marg- iölduð með næstu tveimur töl- mn eins og þær stóðu (28) gaf söinu tölu og stóð á næstu bif- jreiðunum þremur (196), en ,Sala þessarar bifreiðar, sem liinumegin var yst, margfölduð með númerum hinna tveggja mæstu bifreiða eins og þær stóöu (34) gaf alt aðra útkomu en 196. Flugmaðurinn raðaði bifreið- tmum því næst þannig upp að fHÚmer beggja ystu bifreiðanna rstnargfaldað með númerum "t>eirra tveggja bifreiða sem næst þeim stóðu gaf sömu út- 'komu og stóð á þeim þremur bifreiðum, sem í miSiS voru á sama hátt og aS ofan greinir. Hvernig fór hann að því að liaða bifreiSunum þannig? "^eorið í morgun: • í Reykjavík 8 stig', mestur hiti i gær Í3, minstur í nótt 7 stig, Sólskini 14,1 st. Heitast á landinu í morgun 10 st., á Sandi, Dala- tanga, Papey o. v., kaldast 4) st., í Kjörvogi. Yfirlit: Alldjúp lægS SiorSaustur af 'Færeyjum. Há- J»rýstísvæöi um GrænlandshafiS. Horfur: Faxafli: NorSan kaldi. ILéttskýjaS. Prestastefnan byrjar á morgun kl. 1 meö guös- þjónustu í dómkirkjunni. Sira Halldór Kolbeins prédikar, en á eftir verSur sameiginleg altaris- ganga presta. Kl. 8^2 um kveldiS flytur prófessor Ásmundur GuS- mundsson erindi i Dómkirkjunni, er hann nefni: „Næsti áfanginn". E.s. Esja Kom frá Glasgow í gær meS 43 farþega. Eru heir flestir frá Eng- landi og Skotlandi (12 ogg). Hin- ir eru frá Orkneyjum, Florida í Bandaríkjunum, Canada (vestur- íslensk kona), Nýja Sjálandi og Iiiandi. Skipafregnir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. GoSafoss er á leiö til Vestmanna- eyja frá Hull. Brúarfoss var í morgun á leiS til ísafjarSar frá Sigiufiröi. Dettifoss er á leiS til Grimsby frá Vestmannnaeyjum. Lagarfoss er á leiö til Kaupmanna- nafríar frá AustfjörSum. Selfoss fór kl. 2 í dag frá HafnarfirSi áleiSis til útlanda. Góður gestur. Meðal farþega á Esju í gær var ágæt kona vesturislensk, Mrs. Hólmfriðui' Daníelsson, frá Árborg, Manitoba, en hún er gift Hjálmi Frímanni Daní- elssyni, sem gegnir embætti í Vestur-Canada fyrir sambands- stjórn Canada, varðandi land- nám hermanna o. fl. Mr. Dan- ielsson flutti vestur með for- eldrum sínum á 1. ári. Hún er ættuð úr Húnavatnssýslu og hefir í hyggju að ferðast norð- ur, þar sem hún var fædd. Tið- indamaður Vísis átti tal við Mrs. Daníelsson i gær og lætur hún -vel af hag Islendinga vestra. Hér er Mrs. Daníelsson gestur Garðars Þórhallssonar og konu hans, frú Kristínar Sölvadóttur, Hávallagötu 44. Nýtt rit. „Austurstræti" heitir nýtt rit, sem byrjar aS koma út á morgun og mun verðá selt á götunum. — Mun þaS sérstaklega ætlað sem auglýsinga- og skemtilestursrit og eftir efni þessa fyrsta heftis aS dæma, mun þaS verSa mjög fjöl- breytt og um margt meS meiri tískublæ en venjulega. Knattspyrnufélagið Valur. 2. fl.: Æfing í kveld kl. 8 á Valsvellinum. Knattspyrnuiél. Víkinguf. Á-< og B-liSs æfing í kvöld kl. 9. MætiS stundvíslega. Væringjar, mætiS allir á fundinum, í VarS- arhúsinu í kveld kl. 8.30. Afar á- ríSandi aS allir mæti. Drengjamót Ármanns í frjálsum íþróttum (innanfé- lags) verSur haldiS laugardaginn 2. júlí og sunnudaginn 3. júlí í Jósefsdal. MótiS er fyrir drengi á aldrinum 12—'15 ára og ió"—19 ára. Kept verSur í hlaupum, stökk- um og köstum. DvaliS verSur í skíSaskála félagsins sunnudags- nóttina. Keppendur gefi sig fram viS Þórarinn Magnússon vára- formann Ármanns, Frakkastíg 13. Útvarpið í kveld: 19.20 Hljómplötur: Píanólög. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan („Októberdagur", eftir Sigurd Hoel). 20.45 Útvarpskórinn syng- ur. 21.15 Hljómplötur: a) Kvart- ett, Op. 18, nr. 1, eftir Beethoven. b) Lög leikin á sláttarhljóSfæri. 22.00 Dagskrárlok. Næturlæknir: Kristín Ólafsdóttir, Ing. 14., sími 2161. NæturvörSur í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: NorSanbílpóstur, Þykkvabæjarpóstur, Fagranes til Akraness, Laxfoss til Akraness og Borgarness, Þingvellir. Til Rvík- ur: BreiSafjarSarpóstur, norSan- bílpóstur, Dalapóstur, austanpóst- ur, BarSastrandarpóstur, Fagranes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgar- nesi og Akranesi. Freðýsa nýkomin. •-m jt/» i/ JDÆR REYKJA FLESTAR TEOFANI Vesturgötu 42. Framnesvegi 15 og Ránargötu 15. Daglega ný EGG ¥É SIH Laugavegi 1. ÍFtbú, Fjölnisvegi 2. hB^FUNDIK^TILKyNNINGAK ST. DRÖFN nr. 55. Fundur á fimtudagskvöld kl. 8V2. Dag- skrá: 1. Fréttir frá Stórstúku- þingi. 2. Einsöngur. 3. Upp- lestur. 4. Kaffi. Síðasti fundur þar til i september. Mætið öll. Æ.t. — (447 flCISNÆM EITT herbergi og eldhús ósk- ast strax. Tilboð sendist Visi merkt. „Strax". (454 LÍTIL íbúð til leigu af sér- stökum ástæðum. Sími 3183, :.:>''._____________________(456 EITT herbergi og eldhús mót sól til leigu nú þegar. A. v. á. (416 KVINNA LÍTIÐ herbergi óskast til leigu strax. — Uppl. síma 2158. (437 ÍBÚÐ, þriggja herbergja, ásamt stúlknaherbergi, i rólegu, nýtisku húsi, óskast 1. okt. — Fyrirframgreiðsla. — Tilboð: merkt: „2 i heimili", sendist Vísi fyrir föstudagskveld. (442 STÚLKA, vön heyskap, óskar ef tir vinnu á góðu sveitaheimili í grend við Reykjavik. Tiboð merkt: „Z", sendist afgr. Vísis. (445 UNGLINGSTELPA óskast til að gæta barna á Bergþórugötu 53, niðri. (451 DUGLEG . STÚLKA getur fengið góða atvinnu við Klv. Álafoss nú þegar. Uppl. á afgr. Álafoss. . (433 KONA óskar eftir húsverk- um einn dag i viku. Tilboð, merkt: „Húsverk", sendist Vísi. (434 STÚLKUR óskast í síld. Mik- il vinna. Uppl. Baldursgötu 29. (441 [TIUOfNNINCAKJ 40—50 SÖLUBÖRN komi í Hafnarstræti 16 i fyrramálið kl. 10. (Þar sem Nýja Dagblaðið var áður). (438 LEICAB TRILLUBÁTUR til leigu. — Uppl. í versl. Nönnugötu 7. (444 KAIPSKAPDI?] GÓÐ Skandia-eldavél óskast til kaups. Sími 2467. (446 ULL, allar tegundir, sérstak- lega hvít, keypt háu verði. Afgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2. (448 ÁGÆTT sendisveinareiðhjól til sölu. Uppl. í sima 3932. (449 KAUPUM allskonar flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 1—6. Sækjum.__________(452 PÍANÓ i vönduðum hnotu- tréskassa til sölu. Sími 4155. (453 2 HÆGINDASTÓLAR til sölu með tækifærisverði. Húsgagna- vinnustofan Vesturgötu 8. (455 GÓÐUR, notaður barnavagn til sölu á Mánagötu 21, fyrstu hæð. (457 NÝ SUMARDRAGT til sölu með tækifærisverði, Þórsgötu 19, fyrstu hæð. (450 ALLSKONAR drengjafatn- aður og kven-ferðafatnaður sniðinn. Sömuleiðis seld alls- konar snið. Klæðaverslun Guðm. B. Vikar, Laugavegi 17. Simi 3245. ___________(435 NOKKURAR HÆNUR til sölu. Þvervegi 34, Skerjafirði. (439 KVENHJÓL til sölu. Njáls- götu 4 A. (440 ELDAVÉL til sölu. Garða- stræti 11 A. (443 JAKKATÖLUR. — Vestistöl- ur — Buxnatölur — Svört og hvit krókapör — Káputölur — Kjólatölur og hnappar. Versl. Dyngja.____________________(430 UPPHLUTSSKYRTU- og svuntuefni i fallegu og ódýru úrvali. Versl. Dyngja. (431 GEORGETTE vasaklútar — stórir og smáir. Fallegt úrval. Georgette-hálsklútar og slæður. Versl. Dyngja. (432 SKANDIA eldavél, notuð, óskast. Uppl. i síma 4419. (411 HJÁLPIÐ BLINDUM. Kaup- ið gólfklúta sem þeir vefa. — Heildsala. Sími 4046. Smásala. Sími 2165. (319 Forn an Hafnapstpæti 18 selur með sérstöku tækifæris- verði ný og notuð húsgögn og lítið notaða karlmannafatnaði. KÁPU- og kjólaefni frá Saumastofunni Laugavegi 12, eru seld í Rammaverslun Geirs Konráðssonar, Laugavegi 12. — Simi 2264. (308 TVINNI á keflum og rúllum. Smellur, allar stærðir. Tautöl- ur, allar stærðir. Málbönd. — Bandprjónar. Teygja, svört og hvit. Sokkabandateygja. Sokka- bönd fyrir dömur og börn. — Versl. Dyngja. (429 HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn. 120. HRÓI REFSAR RAGMENNINU. — BleySan >ín, ætlaSir'Su að slá — Eg tek gull >itt til >ess aS refsa varnarlausan mann. Eg er Hrói >ér fyrir ragmenskuna. - Pening- Höttur! — Vægo! HeyriS þiö piltar. Eg ætla a'S leyfa ykkur aS grenslast eftir því, ana mina! Hjálp, þjófar! MorS! hvort bleySan hefir ekki meira enll á sér einhversstaöar. :— Ha, ha, ha. Þarna gafstu heim svei mér væna lexíu öllum sam- an, Hrói. Líttu á hvaS þeir hlaupa!! Ha, ha, ha! — Já, og lexían borgaði sig. 1ÆYNDARMÁL 6 HERTOGAFRÚARINNAR :i mér lífinu frá þvi eg var barn. Eg sá þetta alt 'i einhverju furðu Ijósi. Eg fékk ofbirtu i augun. .Mt skrautið, óhófið, nærri blindaði mig — og engar þær tilfinningar vöknuðu i huga mínum sem vanalega verða þess valdandi að sá, sem verður hart úti, gerist uppreistar- og byltingar- sinni. * 2Ef að eins sú stund kæmi einhvern fíma, að eg gæti sigrað — komið mér áfram í París, orð- íðauðugur, eins og margir framgjarnir, ungir menn utan af landsbygðinni, sem höfðu kosið áð berjast þar til að sigra, heldur en lifa lifi ^ínu í fásinninu heima. Þeir höfðu komið til Mnnar miklu borgar, sigrað, hún lá við fætur freírra, og þeir gátu gert það, sem hugur þeirra fysti. Og nú átti að senda mig á brott — langt í Irartu — á heimsenda fanst mér. Eg hafði ver- W vegínn og léttvægur fundinn. Nei, við skul- sim biða og sjá hvað setur, hugsaði eg. Eg. hafnaði námsstyrknum og lét skrásetja /aiÍj^S^Sorbonne^háskólanuin. Ákvað eg að láta skrásetja mig sem nemanda við Sorbonneháskólann, með það fyrir augum að taka þar próf. Leit eg svo á, að það mundi geta komið mér að gagni að hafa prófstimpil frá slíkri stofnun. Ári síðar haf ði eg tekið próf það, sem eg áf orm- aði, og hafði ofan af fyrir mér með kenslu, en þráði frelsið æ meira. En að lokum fanst mér eg hafa beðið ósigur og eg ákvað að sætta mig við það líf, sem eg hafði litið fyrirlitningar- augum. Eg sótti um kennarastöðu við háskól- ann i Bordeaux. Og eg snéri baki við París. Ráðgjafarnefnd mentamálastjórnarinnar, sem tekur ákvarðanir i þessum efnum, kemur vanalega saman i októberbyrjun. Þangað til voru tveir mánuðir og þá notaði eg til þess að fara til dálitils fiskimannaþorps i Landes og bjó þar í húsi gamals aðstoðarklerks, sem var maður fátækur, en skaut skjólshúsi yfir mig í þakklætis skyni fyrir kynnin við foreldra mína, sem hann hafði þekt lengi og borið hlýjan hug til. Og þar var það, vinur minn, sem eg lifði mína friðarrikustu og sælustu daga. Eg var •toffun skyldum háður. Eg var frjáls-eins og fugl í skógi. Og eg reikaði um hin miklu skóg- lendi, sem þarna eru, að vild, áhyggjulaus og glaður, eg hafði um ekkert að hugsa nema koma heim til máltiða. 1 fyrsta skifti átti eg við þau kjör að búa, að eg þurfti ekki að húka yfir námsbókum eða búa mig undir hina ár- legu saínkeppni, til þess að reyna að krækja i námsstyrk. Eg gat notið einverunnar í ríki nátt- úrunnar, dáðst að fegurð sumarsins, sem var brátt á f örum. Hús aðstoðarklerksins var við annan enda vatns nokkurs, sem var tengdur við sjóinn með dálitlum skurði, þar sem mergð vatnajurta þreifst prýðilega. Eg svaf fyrir opnum glugga og á morgnana vaknaði eg við ölduniðinn. Ur glugganum mínum gat eg litið á hafið fram undan — eins langt og augað eygði, undir grá- leitum eða ljósbleikum himni. Villiendur og spóar svifu kvakandi og vellandi yfir höfði mér. Þarna var unaðslegt. Það var freistandi að setjast að þarna fyrir fult og alt. Lifa þarna rólegu og áhyggjulitlu lifi, horfa á árstíðirnar koma og fara — vera frjáls, óháður — laiis við félagslegar skyldur, embættisstörf — vera ekki bundinn neinum bnndum við lífið úti i stóra heiminum. Hvílík sæla að geta reikað um sendna sjávarströnd, langar leiðir, þar sem öld- ur hafsins teygja sig langt á land upp og sogast svo út af tur, og margt furðulegt var að skoða í náttúrunnar ríki. En svo var það októbermorgun nokkurn, að tvö bréf komu, annað frá Bordeaux, þess efnis, að ráðgjafarnefndin hefði því miður ekki getað sint umsókn minni, en hitt var frá M. Thierrey, prófessor i þýsku og þýskum bókmentum við Sorbonneháskólann. Þessi góði maður og sam- viskusami kennari haf ði verið kennari minn um árs bil og hann hafði gagnrýnt prófritgerð mína um „Clausewitz og Fralikland". Eg hafði borið hlýjasta hug til hans og farið um hann lofsorðum við hvert tækifæri. Eg vissi, að hon- um var vel til min og að hann mundi ef til vill ásaka sjálfan sig fyrir að hafa ekki getað orðið mér að liði. Hann átti sæti í nefndinni og bréf hans var skrifað til þess að réttlæta ákvörðun- ina. Persónulega sagðist hann hafa gert það, sem í hans valdi stóð, en sumir aðrir, sem sæti áttu i nefndinni hefði. dregið í efa hæfileika mína til þess að verða kennari, og.hami kvaðst verða að játa, að hann sjálfur hefði ekki talað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.