Vísir - 22.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1938, Blaðsíða 2
V i S I R ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Eristján Guðlaugsson. Skrifstpfa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Sí m ar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Vcrð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Hin fjárhagslega frelsisbarátta". Nú gerast mörg undur með þjóð vorri. Það mun ekki leika á íveim tungum, að aldrei hafi stjórn- rmálaflokkur setið að völdum hér á landi,sem jafn gersneydd- ur hafi verið öllu fjármálaviti og Framsóknarflokkurinn er. Enda hefir fjármálastjórnin farið honum svo úr hendi und- anfarin ár, að teljast má full- komið hneyksli. Fjármálunum hefir stjórnað ungur maður, vel gefinn, en reynslulaus, sem ekkert skyn ber á þau efni. Og nú er svo komið að framsókn- armenn, sem framarlega standa í flokki, eru farnir að ræða um hina „fjárhagslegu frelsisbar- áttu". Það mun eiga að skiljast svo, að þeim finnist nú lími til kominn að gengið sé í móti hinni fjárhagslegu rányrkju- stefnu, sem stjórnarflokkarnir hafa rekið undanfarin ár. En í hverju á svo hin „fjár- hagslega frelsisbarátta" að vera f ólgin ? Hún hlýtur að vera fólgin í því, að vinna aftur hið glataða lánstraust landsins, sem með övitaskap, úrræðaleysi, röngu skipulagi og opinberu f jármála- siðléysi hefir verið borið fyrir borð. Hún hlýtur að vera fólgin í þvi að rétta við af sagða vixla og fallnar skuldir ríkisfyrirtækj- anna í útlöndum og sjá um það framvegis, að stofnanir ríkisins standi við skuldbindingar sínar, eins og yfirleitt er búist við af siðuðum þjóðfélögum. Hún hlýtur að vera í því f ólg- in að ríkisvaldið hætti að gefa út ávisanir á gjaldeyri, sem bankarnir afgreiða ekki og er- lendar þjóðir eru nú farnar að vara þegna sína við að taka trú- Wegar. „Hin fjárhagslega frelsisbar- átta" hlýtur, síðast en ekki síst, að vera í því fólgin, að gera þá menn „óskaðlega" sem nú fara með fjármál landsins, hafa stofnað skuld á skuld ofan svo tugum miljóna skiftir i útlönd- um, og þangað til nú er svo komið, að allar dyr eru lokaðar. Það mætti segja um Islend- inga í hinu núverandi fjárhags- lega niðurlægingarástandi: „Látilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma," er þjóðin lætur möglunarlaust og án þess að spyrna við broddunum, núver- andi ríkisstjórn sigla fjánniál- um sínum í algert öngþveiti. Það má teljast alveg einstök kaldhæðni örlaganna, að Fram- sóknarmenn, sem með óvitur- legri ráðsmensku sinni undan- farin ár hafa lagt fjárhag og lánstraust þjóðarinnar í rústir, skuli nú ganga fram fyrir skjöldu og hrópa hástöfum að nú skuli hefja fjárhagslega frelsisbaráttu. Undanfarin fjögur ár hefir Sjálfstæðisflokkurinn sagt fyrir um hvernig fara mundi f járhag þjóðarinnar, ef haldið væri á- fram eyðslu- og öfgastefnu stjórnarflokkanna í f jármálum. Nú fer þjóðin að skera upp eins og sáð hefir verið. Nú fer að líða að því, að landsmenn verða að fara að hefja baráttu lífs og dauða fyrir fjárhagslegu sjálfstæði sínu, ef f jármála-ovit- ar þeir sem nú stjórna landinu, standa öllu lengur við stýrið. 1 þessu landi getur búið efna- lega sjálfstæð þjóð, ef þeir ráðlausustu eru ekki látnir ráða og oflátungunum er ekki trúað. Landsfundup kvenna. Kl. 1 i gær var landsfundin- um haldið áfram i neðri deild- ar sal Alþingis. Samvinnumál kvenna voru á dagskrá og var frú Ingibjörg Benediktsdóttir frummælandi. Eftirfarandi til- laga kom fram við umræðurn- ar: „Fundurinn samþykkir að kjósa sjö manna nefnd til að athuga leiðir til eflingar heil- brigðrar samvinnu kvenna að þeirra sameiginlegu áhugamál- um um land alt, og leggja fram fyrir fundinn ákveðnar tillögur, þar sem lagðar verða línur um framtíðarstarfið". Umræður urðu allmiklar um tillöguna og var hún samþykt. í nefndina voru kosnar þess- ar konur: Hólmfríður Péturs- dóttir Ingibjörg Benediktsdótt- ir, Svava Þorleifsdóttir, Elisabet Eiriksdóttir, Jónína Guðmunds- dóttir, Aðalbjörg Sigurðardótt- ir og Laufey Valdimarsdóttir. Þegar fundi var lokið, flutti Baldur Johnsen læknir erindi um matarræði og var það hið fróðlegasta. Innanfélagsmót K. B. N|tí drengjamet í 1 gærkveldi hófst innanfé- lagsmót K. R. og keptu þá að eins unglingar innan 19 ára aldurs. — Kept var i kringlukasti, langstökki og 1500 m. hlaupi. 17 ára gamall piltur setti nýtt drengjamet í langstökki, 6,17 m., en metið var 6,10, og komst mjög nærri meti K. Vattnes í kringukasti. Kringlukast: Sigurður Finns- son 39,91 m. Met: Kristján Vattnes 41,09. Tveir piltar aðr- ir köstuðu lengra en 37 m. Langstökk: Sig. Finnsson: 6.17. 1 einu stökki, er hann stökk 2 sm. framan við plank- ann, stökk hann 6,32 m. 1500 m. hlaup: Guðbjörn Árnason (17 ára) 4:54,8. Hafði Guðbjörn þá bæði tekið þátt í kringlukasti og langstökki og var orðinn þreyttur. Lítil slldveiSi norSan- lantís. Slæmt veiðireður Norðanlands var ekki veiði- veður í dag. — 1 Siglufirði var norðaustan átt, þoka og súld og -talsverður sjór úti fyrir og veiðiflotinn lá inni. Talsverðrar síldar varð vart úti fyrir firðin- um i gær en fá skip veiddu, sakir óhagstæðs veðurs. Lítil síld hefir borist síðustu tvo daga. Átti að ræna barni Haugwitz Reventlow greifa? Scotland Yard gerir viðtækar varúðarráðstafanir, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Daily Mail skýrir frá því í morgun, að það hafi fengið upplýsingar varð^andi áformi um að ræna barni Haugwitz-Reventlow greifa, en hann er danskur greifi, kvæntur amerísku „dollara- prinsessunni" Barbara Hutton, erfingja Woolworth miljónanna. Daily Mail segir, að Scotland Yard hafi í skyndi sím- að til allra flugstöðva landsins og fyrirskipað strangt eftirlit með komu allra farþega. Þá segir blaðið, að vörður sé hafður dag og nótt á heimili greifans við Regents Park í London. Greifafrúin hefir játað, í viðtali við blaðið, að var- úðarráðstafanir hafi verið teknar. United Press hef ir snúið sér til Scotland Yard og beð- ið um upplýsingar því viðvíkjandi, hvort rétt sé, að hótanir hafi borist um að ræna barninu. Var því svar- að, að eigi væri hægt að gef a upplýsingar um þetta að svo stöddu — en því eigi neitað, að hótun hefði fram komið. United Press. Bresk blöð telja lík- legt að vopnahlé náist V/gbúnaður Frakka. á Spáni EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Það hefir vakið mikla ánægju í Bretlandi, að náðst hefir samkomulag um það á fundi hlutleysisnef ndarinnar, að fallast á málamiðl- unartillögurnar um brottflutning sjálfboðaliða frá Spáni. En vegna þessarar samþykktar nefndarinnar þykir miklu betur horf a um það, að unt verði að leiða Spánar- arstyrjöldina til lykta. Er það almenn skoðun manna, að sá möguleiki sé nú f yrir hendi, að unt verði að stilla til friðar á Spáni. Stjórnmálafregnritari Times skýrir frá því, að sér hafi borist áreiðanlegar fregnir um það frá Spáni, að þreifað hafi verið fyrir sér um það við báða styrjaldar- aðila, með hvaða skilmálum þeir myndi tilleiðanlegir til þess að semja vopnahlé. Mun mega fullyrða, að báðir aðilar vilji slaka eitt- hvað til á kröfum sínum, enda er svo ástatt bak við herlínurnar hjá báðum aðilum, að því er fullyrt er, að allur almenningur er orðinn sárþreyttur á styrjöldinni. Stjórnmálafregnritari Times fullyrðir, að bæði meðal Baska og Kataloníumanna sé fjölda margir,sem mundu fagna því, ef vopnahlé yrði samið. Þá víkur hann að því, að falangistunum, sem styðja Franco, vaxi fylgi, og einkum beri á því í flokki þeirra, að hin megna ó- ánægja yfir erlendri íhlutun fari stöðugt vaxandi. United Press. FRANSKIR HERMENN. Þrátt fyrir hervæðingu og hernaðarundirbúning annara ríkja og allar uppfyndingar síð- ari árá, telja sérfræðingar franska herinn best útbúinn af öllum herjum Evrópuríkja. — Frakkar óttast enn eina innrás að austan og hafa varið 400.- 000.000 dollara til Maginot-lín- unnar, sem er neðanjarðarvirki, er tryggir landamærin að aust- an og norðan, að undantekinnir smáskák, sem veit að Sviss. —¦ Þessi virki telja Frakkar óvinn- andi, en þeir treysta á flota sinn og breska flotann til varn- ar ströndinni. Til varnar á- rásum í lofti hafa víðtækar ráð- stafanir verið gerðar, og öllum borgarbúum hefir verið kent að . forða sér á skammri stundu, ef um slíkar árásir er að ræða. Þúsundir manna vinna nú að vegabyggingu út frá París, og verða vegir þessir svo breiðir, að átta bifreiðar geta ekið sam- bliða um þá, en á þennan hátt eiga allir íbúar Parísarborgar, — þrjár miljónir —, að geta forðað sér út úr borginni á svip- slundu. Allar skrifstofubygging- FLÓTTAMENN A SPANI. Mynd þessi er af flóttamönnum í einni borg Spánar. Svo hundruðum þúsunda skiftir hafa spænskar fjölskyldur mist alt, húsin skotin í rústir eða menn neyðst til að flytja að heiman. ar í París hafa gluggahlera úr við eða stáli, til öryggis þvi, að nokkur ljósglæta sjáist, og vagnar hafa gluggatjöld, til þess að draga niður í sama augna- miði, ef þörf gerist. Neðanjarðarkjallarar hafa verið bygðir í görðum stjórnar- bygginganna og bankanna og alla vinnu er unt að inna þar af hendi svo örugt sé. Hergagnaverksmiðjur, sem áður voru aðallega í nágrenni Parísar, eru nú dreifðar um 100 borgir viðsvegar í landinu. í Maginot-vígjunum er ung- um mönnum kent að inna sín verk af hendi, og þessir menn koma ekki út undir bert loft í margar vikur. Þeir hafast við fimm hæðum fyrir neðan yfir- borð jarðar. Auk þess hers, sem Frakkar hafa á að skipa heima fyrir, hafa þeir mikinn svert- ingjaher í Afriku, sem er vel vopnum búinn eins og heima- herinn. Sjóher Fralcka er mikill og sterkur, en Italir sækja á og komst bráðlega til jafns við hann, en enn þá hafa Frakkar fleiri kafbáta og lítil beitiskip. Allar Evrópuþjóðir fara leynt með stærð f lugf lota sins, með því að enginn alþjóðasamn- ingur skyldar þær til að gefa slíkar upplýsinggr, en fyrir einu ári var um það rætt í franska þinginu, að loftfloti Fralcka gengi næstur rússneska loftflot- anum að stærð. Frakkland á að minsta kosti 3.000 stríðsflugvél- ar en þó sennilega miklu fleiri, með því að stöðugt er unnið að framleiðslu þeirra. Frakka skortir olíur og ben- sín. Þeir munu ekki hafa yfír fjögra mánaða forða, en nú eru þeir teknir að vinna þessar brensluvörur úr viðarkolum, en skógar eru mjög miklir í land- inu. Baðmull hafa Frakkar dregið að sér, og kaupa málm- vörur í stórum stfl frá Banda- ríkjunum. Frakkar eru orðnir svo vanir óttanum um styrjöld, að allur almenningur talar um hana eins og við tölum um að greiða skattana okkar, — sem óþægi- legan, en óhjákvæmilegan verknað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.