Vísir - 25.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 25.07.1938, Blaðsíða 2
VlSIR Bretar styOja Sudeten-jijöOverja vegna bresk-þýsku samninganna. F pakkar síyöja Bi*eta en vÍFÖast ekki gera sép vonip um árangup af yfip&tan&andi tilpaunum þeipra. London, í morgun. regnir frá Prag herma, að þar sé almennur ótti ríkjandi út af því, að svo kunni að fara, að Bretar bregðist Tékkum — og krefjist þess, að Tékkar gangi lengra í samkomulagsátt gagnvart Sudeten-Þjóðevrjum en þeir í rauninni sjá sér fært — og jafnvel setji öryggi ríkisins í hættu. Þessi ótti hefir magnast við það, að flogið hefir fyrir, að Bretar vilji fara eins langt í því og þeim er með nokkuru móti auð- ið, að styðja kröfur Sudeten-Þjóðverja, vegna þeirra samkomulagsumleitana, sem standa fyrir dyrum, milli Breta og Þjóðverja. Þá hefir það og dregið úr bjartsýni stjórnmála- manna, er fylgja Pragstjórninni, að breski sendi- herrann í Prag, Newton, átti viðræður við Hodza forsætisráðherra s. I. laugardag, og hélt Newton því fast fram, að Pragstjórnin héldi áfram sam- komulagsumleitunum, jafnvel þótt afleiðingin yrði sú, að Pragstjórnin slakaði enn meira til. Þetta er talið hafa styrkt aðstöðu Henleins og flokks hans, en veikt aðstöðu Hodza. Parísarfregnir herma að frakkneska stjórnin hafi fallist á að styðja Breta til þess að vinna að því, að samkomulag! náist um deilur Tékkóslóvakíu, en fullyrðir, að franskir stjórnmála- menn sé vonlitlir um árangur af yfirstandandi tilraunum Breta, og muni afleiðingin verða sú, að frestað verði um óákveðinn tíma að leggja fyrir þing Tékkóslóvakíu tillögur um framtíðar- skipulag, sem tryggi Þjóðernislegum minnihlutum aukin réttindi. Stjórnmálafréttaritarar Morning Post og fleiri breskra blaða búast við frekari viðræðum stjórnmálamanna í Berlín, London og París um deilurnar í Tékkóslóvakíu. Daily Mail segir, að breska stjórnin sé staðráðin í að koma í veg fyrir, að aukin vandræði leiði af þessum deilum, sem myndi hleypa öllu í bál og brand í álfunni. Beri tilraunir Breta til þess að vinna að því, að Pragstjórnin og Henlein semji, eru líkur til, að ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands hafi alt reiðubúið til þess að kalla saman ráðstefnu í London, sem hlutaðeigandi aðilar sæki, og hafi Bretar þar forystuna um frekari samkomulagsumleitanir. Milf ónaeig'andizm, sem flaug1 kring' imi hnöttinn og unnusta hans. HOWARD HUGIIES. KATHERINE IIEPBRUN. Samkomustaður Sjálf- stæðisfélags Akraness vígður 1 gær. VÍSI DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Bitstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hvcrfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti’). Sinar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Leikur einn“ D ógburður „drauganna““ heitir 6—7 dálka grein, sem birtist í Tímadagblaðinu á laugardaginn. Er það einhver hinn fáránlegasti samsetningur, sem birst hefir á prenti, jafnvel í blöðum framsóknarmanna. Og þó má höfundurinn eiga það, að honum hefir tekist furðu vel að orða fyrirsögnina. I grein- inni er ekkert nýtt, ekkert ann- að en margþvældur stað- leysuþvættingur framsókn- arblaðanna um stjórnmála- starfsemi og stefnu Sjáf- stæðisflokksins, eða afturgeng- inn „rógburður“ þeirra um hann. En þar við bætist að aft- urgöngu- eða „drauga“-skrif þetta er birt í blaði, sem sagt er að sé í þann veginn að hverfa yfir í „draugaheiminn“, og virðist því fyrirsögn greinarinn- ar hið besta valin og þrauthugs- uð af höfundinum, svo að vart munu aðrir gera betur. En vera má, að liann hafi líka „ofreynt“ sig á henni, Það mun vera Eysteinn Jóns- son, sem fundið hefir upp það „púður“, að 1 rauninni séu það sjálfstæðismenn, sem með fjár- málastjórn sinni á árunum 1924 —1927 liafi orðið þess valdandi, að fjármálum þjóðarinnar liafi verið stýrt í það öngþveiti, sem þeim er nú komið í undir stjórn Framsóknarflokksins. Höfunduv „drauga-rógburðar- ins“ heldur þeirri kenningu Ey- steins hátt á lofti. Á „góðu ár- unum“, þegar sjálfstæðismenn fóru nieð völdin, hefði það ver ið „leikur einn“, að safna fé í sjóð, segir hann, og ef sá sjóður væri nú til, þá þyrfti Eysteinn ekki að vera í vandræðum! Nú vita það allir, að á stjórn- arárum sjálfstæðismanna voru borgaðar margar niiljónir króna upp í skuldir þjóðarinnar erlendis. Af skuldum ríkissjóðs voru greiddar 7 miljónir, versl- unarskuldir allar voru greiddar og bankarnir áttu margar mil- jónir króna inni erlendis í lok þessa tímabils. — En það hefði verið liægt að „safna“ meira fé í þennan sjóð en gert var, segir Eysteinn og „draugur“ hans. Ef sjálfstæðismenn hefði á árun- um 1924—27 farið fyrirfram að dæmi Eysteins Jónssonar á iár- unum 1935—37 og bannað inn- flutning á öllum erlendum varningi, nema brýnustu nauð- synjum, og jafnframt þó að kaupfélögin hefðu verið undan- þegin því banni, þá hefði þjóð- in nú nægan erlendan gjaldeyri úr að spila! Þannig virðist þá Eysteinn Jónsson og öll draugalest Fram- sóknarflokksins, eftir nálega fjögra ára strit við framkvæmd innflutningshaftanna, kominn að þeirri niðurstöðu, að það liafi í rauninni verið vonlaust verk frá upphafi, að koma jöfn- uði á viðskifti þjóðarinnar við útlönd með innflutningshöft- um, af því að innflutningurinn hafi verið frjáls á stjórnarárum Sjálfstæðismanna! Það reyndist „leikur einn“ á stjórnarárum sjálfstæðismanna að safna fé í sjóð. Ríkissjóður safnaði fé í sjóð og notaði það til að lækka skuldir sínar innan lands og utan. Útgerðin safnaði sjóðum og notaði þá til að end- urnýja skipastólinn. Bankarnir söfnuðu sjóðum erlendis ogáttu þar margar miljónir króna inni um liver áramót. — En það breytir engu um þá sorglegu staðreynd, að nú er „liver eyrir uppetinn“, og þjóðin sekkur dýpra og dýpra í skuldafenið. Og hvað er það, sem veldur þessu ? Það komu „góð ár“ eflir það, að sjálfstæðismenn létu af völd- um. Næstu árin á eftir voru ef til vill enn þá meiri góðæri og veltiár en árin 1924—27. En þá voru framsóknarmenn og sósí- alistar lcomnir til valda og þeim reyndist það leikur einn að eyða öllum sjóðunum frá stjórnarárum sjálfstæðismanna. Þeir fóru ekki eftir hinni nýju kenningu Eysteins og höfundar draugarógburðarins. Þeir leyfðu ótakmarkaðan innflutn- ing á hverskonar varningi. Á þeim árum fóru kaupfélögin í kapiJilaup við „braskarana“ um innflutning á „óþarfanum“. Og framsóknarmenn og sósíal- istar eyddu ekki að eins öllum sjóðum, í stað þess að „safna fé“, þeir söfnuðu skuldum og sliguðu atvinnuvegina með álögum, svo að þeir fóru líka að safna skuldum. Og nú er alt í kaldakoli, eftir 10 iára stjórn- aróáran. Og hvað hefði það stoðað, þó að sjálfstæðismenn hefðu safnað fé í enn stærri sjóði á góðu árunum? Hefði ekki draugalestin eytt því meiru, sem meira hefði verið til að eyða og verið jafnsoltin á eftir? Alþjóða- skákmót. Kapmannahöfn. FO. Á alþjóðaskákmótinu í Nord- vijk í Hollandi fóru leikar þannig, að Eliskases (Þýska- landi) hlaut 7j4 vinning af 9 gerlegum. Keres (Eistlandi) lilaut 6V2 vinning, Pire (Júgó- slavíu) 5y2, dr. Euwe (Hol- landi, fyrv. heimsmeistari) 5 vinninga, Bogoljubov (Þýska- landi) og Landau (Hollandi) 4J4 hvor, Thomas (Englandi) 4, Spielmann (Hollandi) og Tarta- kower (Póllandi) 3Vj hvor. Á alþjóðaskákmótinu í Bad Elster sigraðij Boguljubov, en næstir lionum urðu þeir Eliska- ses og Engels. Skáksamband Norðurlanda heldur skákmót í Örebro í Sví- þjóð dagana 20.—28. ágúst. Kept verður í þrem flokkum. í nóvember n. k. verður hald- ið alþjóðaskákmót í Amster- dam. Taka þátt í því ýmsir helstu skákmenn heims, svo sem Aljechin, Euwe, Capa- blanca og margir aðrir. aðeijrjs Loftur, EINKASKEYTI TIL VlSIS. Ný hraðfrysti- aðferð. Kapmannahöfn. FÚ. I dönsku vélaverksmiðjunni „Atlas“ hefir að undanförnu verið reynd ný ensk hraðfrysti- aðferð.sern menn gera sér mikl- ar vonir um. Nokkur dönsk fé- lög hafa í sameiningu keypt einkaleyfisréttinn fyrir Norður- lönd. Á nýafstöðnum fundi í „Dansk Fiskeriforening“ var skýrt frá frystiaðferð þessari. Er hér um að ræða hraðfryst- ingu með frystivökva, sem hægt er að kæla niður í 30—40 stig, án þess að hann frjósi. Með að- ferð þessari vinst það, að hægt er að framkvæma frystingu á einum stundarfjórðungi, en við frystinguna lokast allar holur á yfirborði vöru þeirrar, sem fryst er, svo að hún missir ekk- ert af næringarefnum sínum. Ýmsar afurðir, svo sem síld og kjöt, er hægt að frýsta samtím- is — að því er lialdið var fram á fundinum — án þess áð hokkrar skemdir hljótist af. Á það var ennfremur lögð áhersla, United Press. London, 25. júlí. FÚ. Þýsk blöð létu í gær í Ijós von- ir um, að takast mætti á næstu vikum að ná samkomulagi í deilunni milli Sudeta og Tékka. Eru vonir þessar bygðar á við- ræðum þeim, sem fram fóru á laugardaginn milli sendiherra Breta í Prag og forsætisráð- lierra Tékka, á fundi þeim, sem Jieir áttu með sér í London, þýski sendiherrann þar og Chamberlain og loks þeirri staðreynd, að Hodza hefir ný- lega tekið á móti tveini fulltrú- um flokks Sudeten-Þjóðverja og rætt við þá. að fiskur og kjöt, fryst með þessari aðferð, varðveittist ó- skemt með öllu svo að mánuð- um skifti, en af því mundi leiða mjög hætt skilyrði um það, að koma vörum óskemdum á markað í fjarlægum löndum.— Maður sá, sem fundið hefir upp }11 • aðfrjrstiaðferð þessa, er ensk- ur verkfræðingur, Bland að nafni, en liann er einn af starfs- mönnum Rosshafen kælihús- anna í Hamburg. Það félag á mestu kælihús í Evrópu. Sjálfstæðisfélag Akraness hef- ir eignast nýjan skemtistað í Hafnarskógi. I gær fór fram vígsla staðarins og fyrsta sam- koma sjálfstæðismanna þar. Fórmaður Sjálfstæðisfélags Akraness, Jón Árnason, setti samkomuna með ræðu og stýrði henni. Síðan töluðu þeir Valtýr Stefánsson ritstjóri og Gunnar Thoroddsén lögfræðingur, og loks mælti Petrea Sveinsdóttir nokkur orð og bar kveðju frá föður sínum, hinum kunna sæmdarmanni Sveini Guð- mundssyni í Mörlc. Milli ræð- anna voru sungin ættjarðarlög. Síðan hófst dans undir harmon- ikuleik, og stóð fram eftir kveldi. Þessi nýi skemtistaður er á undurfögrum stað undir Ölvers- fjalli, syðst í Hafnarskógi. Stendur liann í skógivaxinni lilið og er þaðan hið fegursta útsýni. En aðalsamkomustaður- inn er í stóru rjóðri. Þar hefir verið reistur ræðustóll uppi í hlíðinni. Danspallur hefir verið reistur í rjóðrinu. Hefir þetta verið unnið í sjálfboðavinnu og kostnaður því orðið sáralítifl. Veitingar fóru frain í stóru tjaldi og stjórnaði þeim ungfrú Fríða Proppé, gjaldkeri félags- ins, af mesta myndarskap. Mikill mannfjöldi sótti þenn- an fagra skemtistað í gær, og taldist svo til, að þar hefði ver- ið um 50Ö manns. Flest var frá Akranesi, allmargt úr nærsveit- um og einn stór bíll frá Borg- arnesi. Liggur staðurinn prýði- lega til þesls að verða sóttur af Borgnesingum og Borgfirð- ingum. Er um klukkustundar bilferð frá Borgarnesi, en um þriggja stundarfjórðunga frá Akranesi. Hollenskt skemtiferðaskip, Columbia, kom hingaS í morg- un. Á skipinu eru um 270 farþeg- ar, flestir Hollendingar, hinir Frakkar. SkipiÖ fer héSan kl. 8 í kvöld áleiSis til Noregs. Vill Vísir óska sjálfstæðis- mönnum á Akranesi til ham- ingju með liinn nýja samkomu- stað, sem þeir hafa nú eignast fyrir framtak og fyrirhyggju, og væntir þess, að liann verði til þess að treysta enn betur en áð- ur þau bönd, er tengja sjálf- stæðismenn saman. í bíl yflp Skinna- lónsheiði. FÚ. 23. júlí. Að kvöldi þess' 20. þ. m. kom vörubifreið til Raufarhafnar um Skinnalónsheiði frá Húsa- vík. Bílstjórar voru Valdemar Guðmundsson, Leirhöfn og Hörður Magnússon, Raufar- liöfn, eigandi bifreiðarinnar. — Voru þeir þrjár klukkustundir milli vega yfir heiðina, hér um bil 12 km. leið. Er þetta fyrsta bifreið, sem ekið liefir þessa leið, og hefir heiðin verið talin ófær bifreiðum. — Sláttur er ekki byrjaður enn þar nyrðra. Grasspretta er mjög léleg, og garðar bregðast alveg. SíldveiðaF á Faxaflóa. Vébáturinn Ægir lagði á Iand á Akranesi 23. þ. m. 80 tunnur síldar. Síldin veiddist 16 mílur út af Garðskaga. Hún var fryst til beitu. (F|Ú.) f Óðinn frá Gerðum kom 22. þ. m. lil Keflavíkur með 100 tn. síldar, sem hann veiddi í rek- net um 10—15 mílur út af Sand- gerði. Síldin var stór og feit, en þó nokkuð hlönduð smærri síld. Síldin var fryst til beitu. (FÚ.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.