Vísir - 05.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 05.08.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn f-rá Ingólfsstrœti'). Sfnar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Kenning“ Jóns Arnasonar. Það er kunnugt uni frani- sóknarmenn, að þeir eru fleiri taldir „spámenn“ miklir í flokki sinum en títt er annars um menn „í sínu föðurlandi“. Um eitt skeið var það svo, að vai’t náði nokkur framsóknar- maður þingsetu, sem ekki gerð- ist þegar eða var gerður að höf- undi einhverrar „kenningar“ og hlaut spámanns-tign fyrir í flokknum. En að sjálfsögðu eru þessir „spámenn“ flokksins fleiri en svo, að rúm sé fyrir þá alla á Alþingi. Hafa þó að vísu fleiri þeirra verið þess alls- kostir fúsir, að rýmt yrði þar til fyrir þeim, svo að þeim gef- ist færi á að hirta þar „kenn- ingar“ sínar, en kjósendur landsins liafi þekt svo „sinn vitjunartíma“, að þeir gerði þeim kost á því. Hafa þeir þvi orðið að birta kenningar sínar fyrir þjóðinni á öðrum vett- vangi og að sjálfsögðu heldur tekið þann kostinn, en með öllu að „selja Ijós sitt undir mæli- ker“- En til þess eru þá líka blöð Framsóknarfloklvsins ætl- uð, að taka við þvi, sem þannig þarf í þau að láta. Einhver stærsti „spámaður“ Framsóknarfloklisins, sem þessu hlutskifti hefir orðið að sæta, er Jón Árnason, fram- kvæmdastjóri og bankaráðsfor- maður. En um kenningar hans virðast þó nokkuð skiftar skoð- anir í flokknum, og fá þær ekki allar jafn góðan byr innan lians, enda er þeim mjög misjafnlega á Iofti haldið af blöðum flokks- ins. Ein er hinsvegar sú af kenn- ingum hans, sem flokksblöðin hafa tekið sérstöku ástfóstri við og vitna oft til. En það er kenn- ing lians um „atkvæðisrétt“ þurfamanna. Um það efni hirtir Tímadaghlaðið grein eftir hann fyrir all-löngu, og hefir oft ver- ið vitnað til þeirrar greinar í hlaðinu síðan og lagt út af henni í ritstjórnargreinum blaðsins, svo að lieita má að hún liafi verið prentuð upp aftur og aft- ur, og að eins breytt um orða- Iag og framsetningu á efninu. Þannig er t. d. um forystugrein blaðsins í gær, sem þó hefir þótt rétt að auðkenna með fanga- marki ritstjórans, svo að allir rnætti þó sjá, að það væri ekki J, Á., sem hana liefði fært í let- ur.— „Kenning“ Jóns Árnasonar, sú er hér ræðir um, er á þá leið, að þurfamenn eigi ekki að hafa atkvæðisrétt við sveitar- og bæjarstjórnarkosningar, en hinsvegar sé ekkert því til fyr- irstöðu, að þeir hafi atkvæðis- rétt við alþingiskosningar. Og hann rökstyður þessa kenningu sína með því, að með þátttöku sinni í hæjar- og’ sveitarstjórn- arkosningum „fengju þurfa- mennirnir aðstöðu til þess að ráða miklu um það, hvemig fá- tækramálin væri framkvæmd“, eins og Tímadagblaðið orðar það. Með þátttöku sinni í al- þingiskosningum fá þurfamenn- irnir hinsvegar með sama liætti aðstöðu til þess að ráða miklu um það, hvernig framkvæmd íátækramálanna skuli skipað að lögum, og virðist það engu síður mikilsvert en hitt, og jafn- vel öllu afdrifaríkara. „Kenn- ing“ Jóns Árnasonar um þetta er þvi bersýnilega bygð á hugs- unarvillu, eins og raunar ekki er með öllu ótítt um kenningar framsóknar-spámannanna. En þó að um það mætti deila, hvort þurfamennirnir æ 11 u að hafa atkvæðisrétt, og eldíi að eins atkvæðisrétt, heldur einn- ig kjörgengi, hæði við alþingis- kosningar og bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar, þá er það nú í seinna lagi séð. Hefði farið bet- ur á þvi, að Framsóknarflokk- urinn hefði' tekið upp rökræður um það mál, áður en þurfa- mönnum var veittur þessi rétt- ur með lögum, en síðan munu nú vera liðin 10—15 ár, þó að nokkur breyting hafi verið á þvi gerð. Annars er það um fram- kvæmd fátækramálanna að segja, og þá sérstaklega um „fjárausturinn“ til fátækra- framfærslunnar hér í Reykja- vik, að því mun mjög fjarri fara, að afskifti ríkisstjórnar- innar af þeim málum, á stjórn- arárum F ramsóknarf lolcksins, hafi miðað að því, að minka framfærslukostnaðinn, hvað sem „kenningum“ flokksins í þeim efnum líður. En það er lika oft svo, að kenning og framkvæmd fara ekki allskost- ar sarnan. Hjalteyrarverksmlðjan iinln að fá eins mikíð af síld og á sama tíma I fyrra. Ý gær komu til Hjalteyrar: Huginn II. með 707 mál, Huginn III 788, Helga 659, Sverrir 1163, l.v. Huginn 1275, Gullfoss 1173, Jarlinn 1317, Gulltoppur 2076, Vonin 378, Minnie 701. — Gyllir og átta önnur skip eru að landa. Hafa fullfermi. Samtals voru lögð á land á Hjalteyri i gær um 10.000 mál og samtals 96.700 mál. — 4. ágúst í fyrra var aflinn 103.000 mál og mun landaður afli á Hjalteyri verða orðinn meiri í kyöld en á sama tíma í fyrra. EINKASKEYTI TIL VlSIS. Siglufirði í morgun. Geysimikil síld hefir veiðst síðasta sólarhring á Skjálfanda og í Eyjafirði og hafa skipin streymt) hér inn fullfermd. Mest af síldinni fer í bræðslu, því hún er mögur og4 varla söltunarhæf. Veður er nú ágætt fyrir Norð- urlandi og búast menn við mik- illi veiði næstu daga til verk- smiðjanna. Hér hafa eftirtalin skip komið síðan í gærmorgun: Ágústa 450 mál, Nanna Fá- skrúðsfirði 150, Vébjörn 500, Arthur og Fanney600, Höfrung- ur 550, GuIItoppur frá Hólma- vík 600, Drífa 500, Sleipnir 550, Kári 500, Vestri 400, Harpa 300, Hilmir 500, Hrönn 500, Stella 700, Bragi frá Ólafsfirði 180, Björn 500, Gulltoppur Vestm.- eyjum 300, Ásbjörn 600, Erling- ur I og II 300, Snorri 400, Her- móður 500, Árni Ámason 60Ö, Haraldur 500, Gotta 450, Frosti » Rússar taka dauflega í miOlunar- tillögur Japaua, og eru lítil líkindl til samkomulags. Sofétitjórnln áskilur sér rétt tll Iiverskyns ráðstafana meðan japanskir kermenn ern í rnssneskn landi. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Eins og getið var um í grein í Vísi í gær kváðust Japanir vera reiðubúnir til að semja við Rússa um deilumál þau er upp hefðu komið þeirra í milli, og hefir Shigemutsu, sendiherra Japana í Moskva borið fram tillögur Japana í þessu efni. Leggja þeir til að nefnd verði falið að gera út um málið, en þar til úr- skurður hennar sé fenginn skuli hvorugur aðila aðhaf- ast neitt, sem orðið geti að nýju ágreiningsefni vegna hins umþráttaða svæðis, enda skuli Japanir draga her sinn þaðan í bili. Tillögur Japana til þess að Ieiða Chan-ku-feng- deil- una til lykta virðist ætla að stranda á mótspyrnu Rússa. Utanrríkismálaráðherra Japana og sendiherra Rússa í Tokio ræddu þessi mál í gær, og Shigemutsu, sendi- herra Japana í Moskva ræddu við Litvinov, rússneska utanríkismálaráðherrann. Að því er Moskvafregnir herma vildi Litvinov í engu slaka til, enda hafa Rússar haldið því fast fram, að hér sé um rússneskt Iand að ræða, og almenningur í Rússlandi krefst þess, að Jap- anir verði reknir á brott frá Chan-ku-feng. Litvinov sagði við Shigemutsu: „Meðan einn einasti japanskur hermaður er á rússnesku Iandi hlýtur sovétstjórnin að á- skilja sér rétt til hverskonar ráðstafana og að- gerða, sem hún álítur nauðsynlegar.“ Dr. Milan Hodza forsæíisrúðherra í Tékkósló- valcíu, sem ræður og ákveður stefnu stjórnarinnar gagnvart Sudeten-Þjóðverjum. Afstaða hans sem forsætisráðherra er mjög erfið, þar eð hann þarf að leysa aðsteðjandi vandamál t. d. gagnvart Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og síðast en ekki síst ieysa úr hinum háv- æru kröfum Súdeten-Þjóð- verja. — Forsætisráðlierrann leggur megináherslu á, að um- burðarlgndi og gagnkvæmur skilningur verði tryggasta und- irstaðan í öllum samninga- gerðum. Kamil Krofta utanríkismálaráðherra í Ték- kóslóvakíu og öruggur starfs- bróðir D{r. Milan Hodzia for- sætisráðherra við að legsa úr vandamálum ríkisins vegna krafa Súdeten-Þjóðverja. Þrátt fyrir gfirvofandi ófriðarhættu, hefir hann beitt fullri einurð og tekist til þessa að sneiða hjá öllum vandræðum, þrátt fyrir óeirðir og innanríkisæs- ingar, sem hefðu getað haft hinar alvarlegustu afleiðingar út á við. Telja þeir að um njósnir sé að ræða frá hendi Tékka. Japanir viðurkendu á sínum tíma, sagði Litvinov, samning Rússa og Kínverja og þau landamæri, sem með honum voru ákveðin. Hinsvegar sagði Litvinov, að Rússar væri fúsir til þess að skipuð væri nefnd, er báðir aðilar ætti fulltrúa í, til þess að gera tillögur um hvar setja skyldi landmæra- merki, svo að landamæraverðir þyrfti aldrei að vera í vafa um hvar landamærin væri. United Press. Ofviðri veldur miklu tjóni í Póllandi og verð- ur 26 mönnum að bana London, í morgun. Miklir hitar er í flestum löndum álfunnar. Hafa víða verið ógurleg þrumveður og feikna úr- komur. Frá Varsjá á Póllandi er símað, að þar hafi geisað miklir stormar undanfarna tvo sólar- hringa, einkum í austurhluta Iandsins. Tuttugu og sex menn hafa beðið bana af völdum óveðursins. Elding- um laust niður í f jölda mörg hús og er talið, að á annað hundrað húsa hafi brunnið til ösku. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. í vesturhluta Englands hefir hefir geisað fárviðri og gengið /Vísir 600, Kristján X./Egill 200, Skúli fógeti/Brynjar 350, Guideme 800, Herjólfur 300, Þórir 150, Frigg/Lagarfoss 600, Hrefna 150, Svanur 700, Sæborg 700, Sæfari 600, Sigríður 1400, Freyja ísafirði 400, Bjarnarey 1000, Víðir 430, Freyja 900, Pii- ot 400, Höskuldur 620, Hermóð- ur Reykjavík 500. — Um 30 af þessum skipum bíða ’nú löndun- ar hér við verksmiðjurnar. Þráinn. á með þrumum og eldingum. 1 fregnum frá sumum stöðum segir, að þetta sé mesti stormur í manna minnum á þessum tíma árs. Úrkomur eru gífurlegar og hefir umferð á vegum og járn- hraulum tepst vegna flóða. — Símalínur hafa bilað og ólag komið á rafmagnsleiðslur. Flóðin hafa sópað með sér brúm á nokkrum stöðum. Nán- ari fregnir vanla vegna síma- bilana. London 4. ágúst. FÚ. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. f Tékkar halda áfram' að senda flugvélar inn yfir landamæri Þýskalands, segja þýsku blöðin í morgun, munu Þjóðverjar skjóta á þær; af loft- varnabyssum sínum. Gremjan í þýskum blöðum hefir ekkert hjaðnað, frekar hið gagnstæða, út af því, að tékkneskar flugvél- ar flugu yfir landamærin, en Þjóðverjar halda því fram, að sá hafi verið tilgangur farar- innar, að taka ljósmyndir af víg- girtum stöðum. Þýsku blöðin í morgun hóta því, að loftvarnabyssur Þjóð- verja á landamærastöðvum við landamæri Tékkóslóvakíu verði teknar í notkun, og fyrirvara- laust verði skotið á hverja hern- aðarflugvél, sem flýgur inn yfir landamærin. Ef til slíkra ráða væri gripið gæti afleiðingarnar Vetrarolympiskn leik- arnir 1940 verða ekki baldnir i Noregl. Oslo 4. ágúst. Tlios. Farnley útgerðarmað- ur, sem ú sæi í alþjóðanefnd Oltympisku leikanna fyrir liönd Norðmanna, hefir sagt í viðtali við Aflenposten, að til þess muni ekki koma, að vetrarleik- ar Olympisku leikanna verði haldnir í Noregi. — Er Farnley þeirrar skoðunar, að Norðxnenn ætli að leggja álierslu á, að vetr- arleikarnir 1944 vei’ði lialdnir í Noregi. (NRP—FB.) fljótlega orðið mjög alvarlegar, þar sem iðulega kemur fyrir, að hernaðarflugvélar verða að lenda utan sinna landamæra, og ekki um það fengist, ef Ijóst er, að nauðlending var óhjákvæmi- leg. Börzen Zeitung segir, að stjórnin í Prag yerði að gera sér ljóst, að þolinmæði Þjóðverja sé á þrotum, og muni þeir ekki láta bjóða sér frekari ágengni. United Press. Bresko konongshjéoin koma til Scotlands. London 4. ágúst. FÚ. Bresku konungshjónin komu til Aberdeen í morgun á kon- ungssnekkjunni „Yictoria and Albert“, en hún hefir að und- anförnu verið á ferðalagi við strendur Englands. Konungs- hjónunum var ákaflega vel tek- ið í Aberdeen. Er konungs- snekkjan var lögst fór liafnar- stjóx’i um horð í hana og bauð konungshjóixin velkomin og óskaði drottningunni til ham- ingju, en hún er 38 ára í dag’. Meðan hún var í Aberdeen harst henni heillaskeyti frá horgar- stjóranum i London og svaraði hún því með skeyti, sein hii’t er í dag. Mintist hún í því á liina miklu alúð, er hún liafi hvar- veina mætt, og getur um París- arför konungshjónanna í því sambandi. Konungslijónin óku frá Aherdeen til Balmoralkast- ala í dag og hylti þau mikill mannfjöldi. I London var skot- ið 41 fallbyssuskoti í tilefni af afmæli drotningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.