Vísir - 05.08.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 05.08.1938, Blaðsíða 3
VISIR Cai»l D. Tulinius: Sjúkrasamlögin og „hátekjumennirnir“. -'-Samkvæmt heimild í 24. gr. laga um alþýðutryggingar, er svo ákveðið, að hinir svonefndu hátekjumenn, sem hingað til liafa verið útilokaðir frá því, að vera i sjúkrasamlögunum, gleti framvegis notið réttinda í þeim, með því að greiða fyr- ir það sérstaklega, en sljórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur hefir gefið kost á að nota sér þessi réttindi frá 1. júli síðastl. Svo sem kunnugt er, mæla lög þessi svo fyrir, að hátekju- mennirnir greiði venjuleg ið- gjöld til samlagsins, án þess að nein réttindi komi í staðinn. Þessi fyrirmæli laganna eru vitanlega ákaflega óvinsæl, fyrst og fremst á meðal þeirra, sem fyrir þeim verða, en svo og á meðal alls sanngjarns al- mennings. Eg liefi aldrei áður hér á landi heyrt getið um tryggingu, sem engin trygging er. Það er fræg og margsögð saga, að eitt sinn ferðaðist mað- ur um liinar „dreifðu byggð- ir“ með ljósmyndavél og tók myndir af fólkinu, en lét það greiða fyrirfram fyrir mynd- ina. En sá galli var á, að aldrei var nein „plata“ í vélinni. — Þetta mæltist að vonllm held- ur ekki vel fyrir. — Skattar eru skattar, og þá á að leggja á sem skatta og ekkert annað. Svo kemur annað til greina: Þeir, sem greiða þetta trygg- ingargjald, án þess að fá neitt fyrir, eru ekki að greiða það fyrir fátækustu horgarana, — fyjrir þá greiðir bæjarfélagið — lieldur fyrir bjargálnamenn- ina í samlögunum, sem ekki eru í hátekjuflokknum. Það er jafnt frá tryggingarlegu sjón- armiði sem almennu, sjálfsagt að miða iðgjöldin við reksturs- afkomuna, enda er annað varla samboðið þeim, er trygg- ingarnar selja, eigi opinberum stofnunum fremur en öðrum. Sú breyting, sem gerð hefir verið, er til bóta, því sam- kvæmt þeim fylgir ekki rétt- indamissir skattaálagningunni. Það hefir komið fram, að margir hinna margumgetnu liátekjumanna vilja ekki greiða hið eiginlega samlags- iðgjald vegna þess, að þeir séu rangindum beittir, og telja sig jafnvel með því mundu greiða tvöfalt gjald. Þetta er vitan- lega hugsanavilla, því að menn verða, hvort sem er, að greiða fyrra gjaldið. Sjálft iðgjaldið fyrir trygginguna er ekki liærra en það, að þar fást mikil rétt- indi fyrir hóflegt gjald. Áðurnefnd reglugjörð mæl- ir svo fyrir, að þeir „liátekju- menn“, sem vilji öðlast réttindi í samlaginu, og gerist raun- verulegir meðlimir fyrir 1. september næstk., fái réttind- in án biðtíma, en eftir þann tíma með biðtíma. (Þetta und- irstrikar, að hið lögboðna sam- lagsgjald þessara manna er skattur en ekki iðgjald). Allt, sem nienn þurfa að gera til þess að öðlast réttindin án biðtíma, er því að sækja og greiða fyrir greindan 1. september og láta trúnaðarlækni félagsins skoða sig og alla fjölskyldu sína. En aðelns skoðun þessi er fljótleg og uni- sækjendum að kostnaðarlausu. Vil eg samkvæmt áður sögðu hiklaust ráðleggja öllum þess- um mönnum að ganga í sam- lagið, og gera það fyrir 1. sept- ember næstk. Það er víst, að samlögin ern til bóta, liitt eins ví'st, að þau standa til bóta. Drengj amót Ármanns. í gærkveldi kl. 7 */2 hófst drengjamót Ármanns hér á vellinum og var kept í 80 og 1500 m. hlaupum, kúluvarpi og hástökki. Eitt met var sett í gær, 15.75 m. (áður 15.34 m.) í kúluvarpi. Setti það Sig. Finns- son úr K. R. og er hann meðal efnilegustu unglinganna, sem við eigum á íþróttasviðinu. Áliorfendur voru fáir í gær, enda kalt i veðri. 80 m. hlaup: 1. Sig. Finsson (K. R.) 10.2 sek. 2. Þórh. Ein- arsson (Á.) 10.4 og 3. Guðm. Gíslason (K. R.) á 10.6 sek. 1500 m. hl.: 1. Guðbj. Árna- son (K. R.) 4:33.8. 2. Konr. Kristinsson (Á.) 4:36.0 og 3. Matth. Guðmundsson (Á.) 4:41.8. Kúluvarp: 1. Sig. Finnsson (K. R.) 15.40 og í aukakasti 15.75 m. 2. Anton Björnsson (K. R.) 13.94 og 3. Sigurður Jónsosn (Á.) 13.04. Iíristján Vattnes átti gamla metið 15.34 m. Hástökk: 1. Anton Björns- son (K. R.) 1.545 m. 2. Sig. Finnsson (K. R.) 1.495 og 3. Þórhallur Einarsson (Á.) 1.455 m. Mótið heldur áfram í kveld kl. 8% og verður kept í 400 og 3000 m. lilaupum, ki-inglukasti og langstökki. ÍÞRÓTTAFRÖMUÐIR OG IÞRÓTTAKENNARAR GEFA VERÐLAUNGRIP TIL KEPNI I SUNDDÝFINGUM. Iþróttakennarar og íþrótta- frömuðir sendir á Olympsleik- ana í Berlín 1936 og saman- lcomnir 22. júlí 1938 að Hótel Borg, samþyktu eftirfarandi: 1. Að gefa verðlaunagrip til kepni í sunddýfingum og skal gripurinn ásamt reglugerð af- hentur Iþróttasambandi íslands- 2. Að kjósa þriggja manna ráðgefandi nefnd til aðsoðar ólympíunefndinni, í sambandi við hugsanlega för iþróttakenn- ara á næstu Ólympsleika. 3. Að skora á Iþróttasamband íslands að lilutast til um við fræðslumálastjórnina, að kunn- átta í íslenskri glimu sé gerð að skilyrði fyrir því, að íþrótta- kennarar fái kensluleyfi við op- inbera skóla, og að nemendum í skólum landsins verði gefinn kostur á ókcjgjis kenslu í ís- lenskri glímu. I nefnd þá, sem að ofan get- ur, voru kosnir: Jón Þorsteins- son, Konráð Gíslason og Valdi- mar Sveinbjörnsson. (FB.) Breytingar á lðgregln- samþykt Reykjaviknr. Ný ákvæði um umferdarreglur, götusölu, útiveru barna, ökuhraða, skpásetningu reiÖbjóla o. fi. E'ins og kunnugt er hefir sér- stök nefnd haft til athug- unar Iivaða brej'lingar skuli gera á núgildandi lögreglusam- þykt. Voru í nefnd þessari á- samt lögreglustjóra, Bjarni Benediktsson prófessor og Stefán Jóh. Stefánsson hrm. Voru breytingartillögurnar til annarar umræðu á bæjarstjórn- arfundi í gær. Breytingarnar eru þessar, hinar helstu: Bönnuð verður sala á ýmis- konar varningi á götum úti, en mikið liefir verið gert að því að bjóða t. d. brauðmat ýmiskonar í húsum o. s. frv. Enga atvinnu má reka á almannafæri þar sem það tálmar umferð. Utan sölu- húða er bönnuð sala á hvers- konar varningi, nema með til- gi-eindum undanþágum í lög- reglusamþyktinni. Sérstakar reglur gilda um fisksölu. Aðrar ísl. afurðir er heimilt að selja á torgum og þar sem bæjarnáð leyfir, að fengnu áliti lieilbrigð- isnefndar, enda megi selja þær án verslunarleyfis og utan sölu- búða. Samþykki byggin garnefndar þarf til þess að setja upp augl., sem snúa að ahnannafæri eða sjást þaðan (föst auglýsinga- spjöld, ljósaskilti o. s. frv.). Gluggaþvottur verður ekki lej'fður eftir kl. 10 árdegis, ef það getur truflað umferð. Bannað að hella golfskolpi og öðrum óhreinindum í götu- ræsi og götubrunna. Þá eru ákyæði, sem takmarka útiveru barna. Unglingum inn- an 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstof- um, dansstöðum og öldrykkju- stofum. Unglingum er óheimill að- gangur að almennum kaffistof- um eftir kl. 8, nema í fylgd með fullorðnum. Börn innan 12 ára mega ekki vera á almanna færi seinna en kl. 8 á kvöldin, frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en 10 frá 1. maí til 1. okt., nema í fylgd með fullorðnum. Börn 12—14 ára mega ekki vera á al- manna færi seinna en kl. 10 frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en 11 frá 1. maí til 1. okt. Ákvæði eru um umferðar- reglur samskonar og þær, sem lögreglan hefir verið að leitast við að koma á að undanförnu. Ökuhraði bifreiða innan- bæjar hækkar upp í 25 km. (úr 18). Bannað verður að gefa hljóðmerki innanbæjar, í sam- ræmi við það sem komið hefir verið á að undanförnu. Þá er 'ákvæði um það, að hanna skuli að aka reiðhjóli hverjum þeim, sem sakir áhrifa áfengis eða af öðrum ástæðum getur ekki stjórnað því svo, að örugt sé. Á bæjarstjórnarfundi í gær yar því hreyft, hvort taka skyldi upp í Iögiæglusamþykt- ina ákvæði um að skrásetja og að númera reiðhjól, líkt og á sér stað um bíla, en það mun vera Sveinn Sæmundsson yfir- lögregluþjónn, sem fyrstur hrejfði því opinberlega, að þetta væri nauðsynlegt, og færði ýms rök fyrir því. Bæjarfulltrúum þótti viður- hlutamikið að taka ákvörðun HITLER VILL FÁ NÝJAN HERMÁLARÁÐI4ERRA. Iiiller er óánægður með Kei- tel liersliöfðingja, yfirniann hermála Þýskalands, og von Braucliitsch, jdirforingja land- hersins, vegna þess hve illa þeir taka í að framkvæma hin fífldjörfu verk, sem hann vill láta lierinn vinna. Hann langar því til að losna við hermálaráðherrann Keitel og fá annan mann, sér hand- gengnari, í hans stað. Það er aðeins einn maður, sem þarna getur komið til greina og það er von Blomberg, eða „gúmmí- ljónið“, eins og hann var kall- aður áður. En Blomberg, sem er 64 ára að aldri, er ekki lengur í Þýska landi, því að liann er að eyða einskonar útlegðar hveiti- brauðsdögum, siðan liann kvæntist skrifara sínum, Evu Grulin, en faðir hennar er djvavörður í Berlín. Talið er að vinir von Blom- bergs sé að reyna að fá hann til að sækja um skilnað og taka við hinni fyrri stöðu sinni, því að fyr en skilnaðurinn er kominn í kring, vilja hersliöfð- ingjarnir ekki vinna með hon- um. — von Blomberg á heima í Baj- ern, í Wiessee (þar sem Röhm var staddur, þegar hann var drepinn 30. júní 1934), en það síðasta, sem af honum fréttist, var að hann liafi farið frá Bandoeng á Java 11. júlí. KONA LITVINOFFS EKKI FRJÁLS FERÐA SINNA. Kona Maxims Litvinoffs, ut- anríkismálaráðlierra Rússa, er höfð í hálfgerðu lialdi í borg- inni Sverdlovsk í Úral-fjöllum og hefir verið það í átta vikur. Gæta OGPU-menn hennar þar. Kona Lilvinoffs er af ensk- um ættum og hét áður en hún giftist honum Miss Ivy Low. Hún fær að fara frjáls ferða sinna innan Sverdlovsk, en lögreglan gætir þess, að hún fari ekki á brott þaðan. En jafnvel talið, að Litvinoff muni leita skilnaðar frá henni og á Stalin að vilja það. Frú Litvinoff var sett í þetta hálfgildings gæsluvarðhald vegna jæss, að hún fór hörð- um orðum um „hreingérning- ar“ Stalins. Listsýningin. Stjórn Bandalags íslenskra listamanna tilkynnir: Síðasta daginn, sem krónprinslijónin voru hér, heimsóttu þau ásamt fylgdarliði sínu listsýningu Bandalags íslenskra listamanna í barnaskólanum. Sýningar- nefndin tók á móti gestunum og sýndi þeim listaverkin. Krón- prinshjónin skoðuðu sýninguna með athygli, spurðu margs og luku lofsorði á sýninguna í heild og lét í ljós aðdáun sína á þroska íslendinga í myndlist. — Listsýningunni verður lokið á föstudagskveld þ. 5- þ. m. — (FB.) um þelta án frekari íliugunar, og var umræðunni frestað til næsta fundar. HúsmæðurT Hér er úrvalið í sunnudagsmatinn. Fjölbreytni í hollum fæðutegundum gerir manninn færast- an til starfa. Búið út nestið með hollum og heppilegum mat, hér er þaö að finna. Ef þér pantið strax í dag, fáið þér áreiðanlega góðar vörur. Aiikálfakjðt í steik. Búrfell Laugaveg 48. Sími 1505. Nýp Lax og allskonap Gpænmeti KJÖT& FISKUR Símar: 3828 og 4764. Nýreylct dilkalæri Nýslátrað Nantakjöt Nýr Lax Frosið dilkakjöt. Kindabjúgu. Miðdagspylsur. Gulrófur. Blómkál. Agúrkur. Tómatar og fleira. Kjöt og fiskmetisgepðin Grettisgötu 64. Sími 2667. Fálkagötu 2. Sími 2668. Verkamannabústöðunum Sími 2373 Reykhúsið. Sími 4467. ÍOÍÍÍÍKOOÖÍÍÍÍOÖÍÍOOOOÍÍÍÍOOOÍSOW Nautakjöt af ungu í súpu, steik, buff, gull- asch, hakkabuffj Dilkasvið. Frosið dilkakjöt. Úrvals saltkjöt. Rófur. Kartöflur. Kjötbúðin Merðiibreið Hafnarstræti. Sími 1575. footiooooí iooooooooí íooooí»ac Nautakjöt af ungu. Buff — GuIIash. Hakkað kjöt. Dilkakjöt, frosið. Hangigjöt. Dilkarúllupylsur. Nofdaisíshús Sími 3007. ATAMON Krydd í glösum og pökkum. Niöursnðnglðs Sama lága verðið. Sörnu gæðin. Fleiri tegundir. SÆamM, Stútungup Rauðspetta ÝS K í ðllnm útsolnm á mnrgnn. Jdn og Steingrímur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.