Vísir - 09.08.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 09.08.1938, Blaðsíða 3
VISIR Knútur Arngrímsson: Þaö brakar í fúnum greinum. FypÍFlestrar um rafmagns« notkun til leiðbelningas? Fyrii* aimenning. Eg sé að ræða mín á Eiði 1. ágúst hefir farið sem snöggur bylur uni garða liinna makráðu valdhafa. Það brakar í fúnum greinum. Pennar Alþýðulilaðsins og Nýja Dagblaðsins eru settir á hreyfingu. Blekið lekur. Stórar fyrirsagnir fæðast. Langir dálk- ar birtast, en vitið og rökin eru víst i sumarfrii. — Útúrsúning- ar, glamuryrði og gaspur. Það er gamla sagan hjá þeim herr- um, En mér þykir vænt um, að stutt og ófullkomin ræða mín verður þeim að umræðuefni. Útiræður í kalsatíð verða að vera stuttar, og sjálfum fanst mér eg ekki hafa sagt nema ör- lítið brot af því, sem þurft liefði að segja og mér væri ef til vill skylt að segja, því það veit hver viti borinn maður í þessu landi, að valdhafarnir eru löngu bún- ir að fylla þann mæli, sem siðuð þjóð getur látið bjóða sér af ó- frelsi, hlutdrægni, fávitalegum leik með sjálfstæði Iandsins, í fáum orðum sagt: Stjórnarfari, sem er voði vorri fátæku þjóð. Það væri að eyða að þarf- lausu rúmi ágæts blaðs að elt- ast hér við þann vaðal, sem skriffinnar valdablaðanna bera á borð fyi’ir lesendur sína í til- efni af minni stuttu ræðu. Þó skal eg drepa hér á nokkur dæmi vegna þeirra, sem að von- um telja tíma sínum betur var- ið í annað en að lesa þessi ó- vönduðu blöð. Nazistanafnbótin. Alþýðublaðið, sem eins og kunnugt er, hnoðar jafnan í fyrirsagnir sínar því, sem því sjiálfu finst mest um vert, nefn- ir mig tvítekið í fyrirsögninni „nazista“. Það á vist að vera eitthvert tromp. Heldur blaðið, að það geti unnið mér einhvern miska með því að litla mig þessum danska útúrsnúningi úr þýska orðinu National-sozialist, sem heitir þjóðernisjafnaðarmaður á ís- Iensku ? Þjóðernisjafnaðarmenn geta Þjóðverjar einir verið, svo þetta er vindhögg. En ef hlaðið mein- ar það með notkun orðsins, að éitthvað sé líkt með mér og þessum þýska stjórnmálaflokki, ]iá sýnir það mér meiri sæmd, en það liefir ætlað sér, því, ef liægt er að segja um mig, að eg eigi þann fórnarvilja fyrir ætt- jörð mina, sem hver venjulegur þýskur þjóðernisj afnaðarmaður sýnir fyrir sína ættjörð, þá er vel. Og ef hægt er að segja um mig, að mér sé treystandi til að eiga þátt í álíka viðreísriarstarfi hér á íslandi og þjóðernisjafn- aðarmenn hafa unnið í Þýska- landi, þá má eg sannarlega vel við una. En hitt er víst, að burgeisarnir í Alþýðuflokknum myndu taka sig skrítilega út undir þessum titli, þeir, sem altaf fórna þjóðinni fyrir sig en aldrei sjálfum sér fyrir þjóðina, og eru orðnír auðugir af því að teyma fátæka verkamenn út í fásinnu. Annars er það lengj búin að vera málvenja stjórnarblað- anna hérna að kalla andstæð- inga sína nazista, þegar þeir eru þeim þyngstir í skauti, og liygg eg fáir verðí uppnæmir af þvi. Hitt gæti eg betur skilið, að góð- um og gegnum sjálfstæðis- mönnum þætti leiðinlegt, ef farið yrði að kalla þá framsókn- armenn, sósialista eða komm- únista. Þau nöfn eru okkur að illu einu kunn. Þeir ættu ekki að nefna lýðræði. Nýja dagblaðið segir, að eg sé „manna þektastur fyrir að hafa nítt og rógborið lýðræðið“. Þetta væri vel mælt hjá blað- inu, ef eltki væri ofmælt. Lýð- ræði á máli Nýja dagblaðsins merkir það rotna þjóðfélags- ástand, sem heldur klíku þess við völd. Lýðræði í munni Framsóknarmanns merkir: ranglát kosningalög, misnotkun kaupfélaganna í pólitískum til- gangi, hlutdrægni í embætta- veitingum, ofsóknir gegn ein- stökum mönnum og fyrirtækj- um, misnotkun valdaaðstöð- unnar á öllum sviðum. Að eg sé manna þektastur fyrir að deila á þetta ástand er of mikið hól um mig. Þar eiga menn sem mælt hafa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Alþingi eða mest rit- að um stjórnmál í blöð lians fyrst og fremst heiðurinn. Hitt þykir mér vænt um að sjá, ef framsóknarmönnum liefir svið- ið undan einhverju sem eg liefi lagt til þeirra mála. Það er mér sönnun þess, að viðleilni mín hefir miðað í rétta átt. Lýðræði ættu framsóknar- menn og liinir rauðu flokkarnir helst ekki að nefna. Væri lýð- ræði i réttri merkingu þess orðs ríkjandi hér á landi, þá myndi ekki liátt risið á forkólfum þeirra flokka, Hefðum við sjálf- stæðismenn haft jöfn skilyrði lil að berjast fyrir málstað okk- ar á við andstæðinga okkarund- anfarinn áratug, þá myndi það hafa sýnt sig, að við hefðum sigrað fyrir löngu, og þá væri hér öðru vísi um að litast. Þeir vita það sjálfir þessir valda- menn, að þeir liafa beitt skoð- anakúgun í þessu landi alla tið síðan þeir hrutust til valda 1927. Og það er ekki þeirra dygð að þakka, að ekki liafa fleiri gugnað fjTÍr þeim þvingunar- ráðstöfunum, sem hér hefir vei’- ið beitt, til þess að fá menn til að láta að minnsta kosti af- skiftalaust það ófremdarástand sem hér er orðið ríkjandi. — Nei, lýðræði ættu þeir ekki að nefna, því sannast að segja er misnotkun þessa orðs í munni svona manna farin að rugla öllum réttum hugmjmdum um stjórnarform. Takmarkalaus vanþekking. Þá ræðir Alþýðublaðið um það, undir fyrirsögninni „Tak- markalaus vanþekking“ að eg skuli kenna rikjandi stjórnar- stefnu um vandræði íslenskrar verslunarstéttar. Og svo fer blaðið að fræða lesendur sína: Vandræðin eru Þjóðverjum og ítölum að kenna. Krafa þessara þjóða um vöruskiftaverslun er orsök þeirra þrenginga, sem ís- lensk verslunarstétt hefir orðið að ganga í gegnum síðustu ára- tugina. Já, voldugar þjóðir eru Þjóðverjar og Italir orðnar, um það þarf eg ekkert að spyrja AI- þýðublaðið. En var það að und- írlagi Þjóðverja og ítala, að framsóknar- og Alþýðuflokks- broddarnir tóku þegar upp úr heimsstyrjöldinni að rægja og ofsækja íslenska verslunar- menn ? Var það að undirlagi of- angreindra stórvelda, að lirúgað var hér upp ríkiseinkasölum, sem verlcað hafa sem stiflur í viðskif tastraumum þ j óðarinn- ar? Er það að undirlagi sömu þjóða, að lilutdrægni er beitt í veitingu gjaldeyi'is- og innflutn- ingsleyfa? Er það þá einnig þessum þjóðum að kenna, að tollafargið, sem á vörurnar er lagt gerir þær svo dýrar, að fólkið sekkur dýpra og dýpra i skuldir og basl? Mér er spurn: Fyrir hverja er blaðið að skrifa þetta? Er liægt að hugsa sér svo „tak- markalausa vanþekkingu“ lijá nokkurum læsum íslending, að hann viti ekki að framsóknar- menn og aðrir ólánsflokkar rægðu og rægja verslunarstétt- ina af pólitískum ástæðum, ogj að þessir flokkar ofsækja þá stétt með löggjöfinni einnig af pólitískum ástæðum og að hlut- drægni sem beitt er í verslunar- málunum er í því skyni gerð, að hlaða undir fylgismenn vald- hafanna en troða skóinn ofan af hinum, og að tollafargið er fjárplógsaðferð óliófssamra og fákunnandi valdliafa á kostnað fátæks almennings í landinu. Hræðslan ber vott um vonda samvisku. Þá verður Alþýðuhlaðinu í meira lagi misdægurt af því, að eg skuli á einum stað í áður- nefndri ræðu nefna orðið of- stæki í góðri merkingu. Eg nota líka orðið ástríða og einnig í góðri merkingu. Eg skal láta leigupenna Alþýðu- flokksins vita, að eg liefi mætur á mönnum sem elska góðan málstað og fylgja honum fram af hita og kappi. Slíka menn kallar Alþýðublaðið „ofstækis- menn“ í vondri merkingu, því slíka menn óttast fylgismenn vonds málsstaðar mest. Að vísu er alt kapp best með forsjá, en Alþýðublaðið má vita, að frelsis- og endurreisnarhugsjón Sjálfstæðisflokksins á marga heita og kappsama fylgjendur, og eg óska að þeim fari fjölg- andi, og eg óska, að þeir óláns- sömu menn, sem binda liags- munavonir sínar við áfram- haldandi kúgun í þessu landi, fái að sjá það, að sjálfstæðis- menn elska málsstað sinn og munu fylgja honum fram með festu og þrautseigju, hversulúa- legum ráðum sem þeir kunna að verða beittir. Þessa fullyrðingu mma nefna svo valdliafarnir „hvatningu til ofbeIdis“. Það er svo sem eftir öðru. Það á nú vist að lieita svo, að þessir valdhafar hafi ekki enn þá beitt andstæðinga sína líkamlegu ofbeldi. En ef svo er, þá er það víst liið eina, sem þeir eiga enn ógert af ráðstöfunum kúgunarstjórna. En slæm má samviska þeirra vera, því livert sinn er hvast er mælt í þeirra garð úr lierbúðum okkar sjálf- stæðismanna, þá lirópa þeir æfinlega: Ofbeldi, ofbeldi! Getur noldair láð mér þótt eg segi: Það er margt sem bendir á, að þessir menn láti helst stjórnast af hræðslu. Yið látum ekki gjálfuryrði á okkur fá. Sjálfstæðismenn! Undirtektir stjórnarhlaðanna undir ræðu mína á Eiðí eru okkur enn ný sönnun þess, að eg mælti þar síst um of. Hér fara lítilsigldir liégóma- menn með völd, sem ekld hafa annað en margtuggið orðagjálf- ur að færa sér til varnar. Þeir halda, að þeir geti slegið okkur út af laginu með því að titla oklcur nazista, ef við segjum þeim lireinskilnislega til synd- anna. Þeir halda, að þeir geti breitt yfir kúgunarstefnu sína með þvi að þykjast vera vinir lýðræðis, þess stjórnarforms, sem væri þeirra banabiti. Þeir kenna öðrum þjóðuin um af- leiðingar skemdarverka, sem þeir liafa sjálfir verið að vinna svo áratugum skiftir. Þeir kalla okkur „brjálaða ofstækis- menn“, þegar við játum djarf- lega trú á málstað okkar. Þeir verða liræddir og hrópa ofbeldi, ofbeldi, er þeir heyra okkur hvetja hver annan til samtaka og einhuga baráttu fyrir frelsi og lífi þessarar þjóðar. En við látum gjálfuryrði þeirra eins og vind um eyru þjóta. Við vitum, og það er þeim verst við, að barátta okkar er hvorki stéttarbarátta né klíku- barálta, eins og þeirra hefir alt- af verið. Heldur safnast undir merki okkar allar stéttir þessa lands og einkum þeirra bestu kraftar, því í frelsisbaráttu þjóðar sinnar gegn kúgun og á- þján vilja allir ósviknir íslend- ingar taka þátt. Og mig skal ekkert furða, þótt þeir menn, sem róa nú þóftu- bundnir á galeiðum stjórnar- flokkanna, öfundi okkur af þvi að eiga þennan málstað og geta barist fyrir honum, því okkar málstaður er málstaður fram- tiðarinnar og hann mun sigra. Kiattspyrmimót Keykja- víkur lieist á mánuilao. Valup og Fram keppa. K nattspyrnumót Reykj avíkui hefst næstkomandi mánudag og taka þátt í mótinu öll hin sömu félög og í íslandsmótinu: K. R., Yalur, Víkingur og Fram. Kept er um lieitið besta knattspyi’nu- félag Reykjavíkur og ber nú K. R. þann titil frá þvi i fyrra. Á íslandsmótmu í vor varð Valur sigurvegarinn og var vel að þeim sigri kominn, þótt óliætt sé að fullyrða, að öll félögin liafi verið óvenju jöfn. Félögin hafa öll æft af hinu mesta kappi i sumar' og verður því, engu um það spáð, hvaða félag muni ganga með sigur af hólmi að þessu sinni. t gærkveldi var dregið lijá Knattspyrnuráði Reykjavikur um livaða félög skyldu byrja, og varð; ]xið hlutskifti Fram og Vals, að keppa á mánudag og K. R. og Víkings á þríðjudag. Kappleikirnir hefjast allir kl. 8 síðdegis. Simastödvar opnar allan s ólarhringfin n. Landssíminn álcvað fyrh- helg- ina, samkvæmt, tillögu frá aðal- fundi síldarútvegsnefndar, að hafa símaim opinn alla nótthia á ýmsum síldarsöltmiarstöðv- um úti á landi. Verða þvi þessar stöðvar opnar framvegis: Borð- eyri, Djúpavík, Hjalteyri, Húsa- vik, Raúfarhöfn og Siglufjörð- ur. — Er þetta til mikilla þæginda og liægðarauka fyrir sildarút- vegsmenn og aðra, sem geta nú haft lal af viðskiftamönnum sínum og öðrum á hverjum tíma sólarlu’ingsins, sem er. Um miðjan þennan mán. mun K.Ewertz, vcrkfræðingur, flytja nokkra fyrirlestra hér, á veg- um Rafmagnsveitu Reykjavik- ur, mn rafljósanotkim á ýnisum sviðum. Er gert ráð fyrir, að fyrirlestrarnir verði samfeld „seria“, en efni þeirra verður i stuttu máli þetta: 1. Nútíma Ijósgjafar Ojg eðli þeirra. Fjallar um þróun glólampans, núverandi gerð hans og notkun. Þá verður minst á Linestra— ljósrör. Ennfremur talað um Natrium- og kvikasilfurs-gufu- lampa og þeir sýndir, svo og blönduð ljós. Þessi fyrirlestur er almenns eðlis og á erhidi til þeirra, sem liafa áliuga fjnrir þessum fræð- um,en einkum þó til þeirra,sem stai’fa við notkun rafljósa á ýmsurn stöðum, en það eru einkum húsameistarar, bygg- i ngameis tai’ar, verkf ræðingar, rafvirkjar. 2. Almenn skilyrði fyrir góðri lýsingu. í þessu erindi verður talað um augað og starfsliætti þess og hin eðlisfræðilegu grundvallarat- riði sjónarinnai’ og þýðingu raf- Ijósa fyrir sjónina, ef til vill í sambandi við sýningu á lömp- um og ljóstilhögun. Þessi fyrirlestur á erindi til hinna sömu og 1. fyrirlestur, en auk þess má einkum telja hér lækna og þá menn, sem að bætt- um heilbrigðismálum starfa. 3. Vinnulýsing’. Verður talað um aðferðir til að ná góðu ljósi, almenna lýs- ingu eingöngu og almenna lýs- ingu með sérlýsingu. Verða sýndar töflur yfir þær grund- vallarreglur, sem farið er eftir í hinum ýmsu löndum. Enn- fremur verða sýnd dæmi upp á góða vinnulýshigu, bæði með glólömpum og gufulömpum. Á þessi fyrirleslur einkrim er- indi til þeirra, er reka vinnu- stofur eða stunda vinnu inni við, við, verkstæði, verksmiðjur, saumastofur, smiðjur, einnig ski'ifstofur, skólastofur o. s. frv. Hefir það verið margrcwit, að góð lýsing við vinnu eykur af- kastið svo að miklu meira nem- ur oft á tiðum en þvi, sem nem- uraukinni rafmagnsnotkun.' 4. Sýningargluggar og auglýsingaljós. 1 þessu erindi verður talað um öll mistök er sjást i glugga- lýsingu verslana, og bent á að- alatriðin í skilyrðum fyrir góðri gluggalýsingu. Ennfremur verð- ur talað um lýsingu i sérstæð- um gluggum, svo sem liorn- gluggum o. s. frv. Síðan verður talað um liin almennu skilyrði sem Ijósaaug- lýsingar þurfa að uppfylla, og verða sýndar myndir af auglýs- ingaljósum með mismunandi Ijósgjafa. Á þessi fyrirlestur einkum er- indi til þeirra sem nota vilja raflýsingu til auglýsinga, svo sem kaupmanna, samkomu- húsarekenda o. fl., og hefir reynslan orðið sú, að sé raflýs- ingin rétt notuð á þennan liátt, svarar hún einnig margfaldlega kostnaði. 5. Heimilislýsing’. Lýsing og’ bygglngarlist. Verður hér talað urii fvrir- komulag ljósa á heiniilum, og tekin liver stofa fyrir sig. I sambandi við ]>elta verðuir talað um lýsingu og byggingar- list, og sýndar myndir af at- liyglisverðum ljóslögnum, þar a meðal Linestraljósrör. Þessi fyrirlestur á eríndi tiB allra er áhuga hafa fyrir góðuna og bættum húsakynnum, en einkum til þeii ra sem eru meS i ráðum um hvernig nýbygging- ar eiga að vera, svo sem húsa- meistarar, Iiyggin garmcistarar, verkfræðingar, rafvirkjar o. fL Gert er ráð fyrir að aðgangur verði ókeypis að fyri rlestrunum^, og mun Rafmagnsveitan bjóða þeim sem liún nær til, en ann- ars geta þeir sem óska snúið sér til Rafmagnsveitunnar og feng- ið aðgöngumiða. Siðastl. laugard. varð árekst- ur milli reiðhjóls og fólksflutn- ingabíls á mótum Vitastígs og Hverfisgötu. Tiu ára drcngur, sem á reiðhjólinu var, fóf- brotnaði. Hann heitir Ingi- mundur Pétursson og á heima á Hringbraut 176. Árekstur varð einnig sama dag milli tveggja bíla, á Bar- ónsstig. Stúlka, sem var far- þegi i annari bifreiðinni, kast- aðist til og meíddist í andlitL Talsverðar skemdir urðu á bi£- reiðunum Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 12 st., mestur hítf í gær 17, minstur í nótt 9 st. Úr- koma í gær og nótt 0.1 mnt Sól- skin i gær 0.2 st. Heitast á landimz í morgun 18 st., Akureýri og Fagra- dal (Vopnaf.), kaldast 10 st., Pap- ey, Eyjum, Kvigindisdal. — Yfir- lit: Grunn lægð fyrir norðan og norðvestan Island, og önnur urra 1200 km. suðvestur af Reykjanesi á hægri hreyfingu i norðaustur. — Horfur: Suðvesturland : Hæg simnt- anátt í dag, en vaxandi með nótt- unni. Dálítil rigning. NorðurlandJ Vestan og suðvestan gola. Bjart- viðri. Skipafregnir. ' Gullfoss var á Siglufirði í morg- un: Goðafoss er á leið til Leith frá. Vestmannaeyjum. Brúarfoss fór frá. Kaupmannahöfn x morgun. Ðétti— foss kom hingað kl. 2 í dag. Lag— arfoss er í Höín. Selfoss var i: Vestmannaeyjum i morgun, á leitS híngað.. Útvarpsstjóramálið. Með þvi að Nýja dagblaðið í dag. er haldið lömunarveiki í réttarfars- málum, birtir Vísir á moi’gun gr.etrE: um lagalegar og siðferðilegar skyld- ur dómsmálaráðherra í útvarps- stjóramálinu. Höfnin. Nóva fór í gær vestur og norð- ur um land til Noregs. Súðin fer í kveld í strandferð vestur og norð- ur um land. Happdrættið. Sjötti dráttur í Happdrætti Há- skólans fer fram á moi’gun. A«5 þessu sinni verða dregnir út 350» vinningar, samtals að upphæð 71- 600 kr. Hæstí vinningur er 15 þús., einn á 5 þús., 332 þús., 3 á I þús., 11 á 500 kr., 40 á 200 og 291 á IOO kr. Smásalar sigruðu í gær i knattspyrnukepn- inni við starfsmenn heildsala, xne@ 2 :o. Um hálfleik stóðu leikar svo, að hvorugur, hafði sett mark, en á síðari hálfleik sóttu smásalastarfs- menn í sig veðrið og gerðu 2 mörk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.